Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÁGMYND af Matthíasi Johann- essen, fyrrverandi ritstjóra Morg- unblaðsins, eftir Erling Jónsson myndhöggvara var afhjúpuð við athöfn á ritstjórnarhæð Morg- unblaðshússins í Kringlunni í gær. Stjórn Árvakurs hf., útgáfu- félags Morgunblaðsins, lét gera lágmyndina til heiðurs Matthíasi sem var ritstjóri Morgunblaðsins í ríflega 41 ár og lét af störfum um síðustu áramót. Það var Hanna Johannessen, eiginkona Matthíasar, sem af- hjúpaði lágmyndina en áður hafði Haraldur Sveinsson, stjórnar- formaður Árvakurs, sagt nokkur orð um tengsl Morgunblaðsins og Matthíasar. „Eins og okkur er öllum kunn- ugt lét Matthías af störfum í lok síðasta árs og höfum við í stjórn Árvakurs langað til að kveðja vin okkar á einhvern eftirminnilegan hátt,“ sagði Haraldur. Sagðist hann vilja nota sér það að hafa Matthías sér við hlið og mæla til hans nokkrum orðum til þess að tjá honum þakklæti þeirra Árvakursmanna, svo og allra Morgunblaðsmanna, fyrir samstarfið, samvinnuna og vinátt- una á undanförnum áratugum. Færðar þakkir fyrir unnin störf um áratugaskeið „Það verður ekki unnt að gera því þakklæti, sem við vildum fram færa, þau skil sem verðugt væri. Ég veit að vinur okkar tek- ur viljann fyrir verkið,“ sagði Haraldur enn fremur og bætti við kærum þökkum fyrir liðnu árin og að hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast og starfa með Matthíasi og sjá árangurinn af samstarfinu speglast í vexti og velgengni Morgunblaðsins allan þann tíma. Að lokinni afhjúpun lágmynd- arinnar flutti Erlingur Jónsson myndhöggvari nokkur af ljóðum Matthíasar. Þá afhenti hann hon- um lítið listaverk sem persónu- legan vinarvott og sem þakklæti fyrir skáldskapinn og fegurðina í ljóðum hans. „Ég held að í dag sé Matthías mesta skáld Íslendinga, núlifandi, og hann hefur lengi verið einn þeirra sem ég hef dáð takmarka- laust,“ sagði Erlingur m.a. í ávarpsorðum sínum. Ráðinn á Morgunblaðið fyrir hálfri öld Matthías Johannessen gat þess í gamansömum tón, eftir ljóða- flutning Erlings, að þarna væri komin skýringin á því hvað hann hefði verið að fást við á Morgun- blaðinu í öll þessi ár. „Þegar ég nú lít um öxl staldra ég við Ísafoldarhúsið í Austur- stræti, en þar var Morgunblaðið þegar ég réðst þangað fyrir hálfri öld,“ sagði Matthías. „Nú hefur þetta hús verið flutt í Að- alstræti. Það er sem sagt komið á eftirlaun. Og það þarf að venjast nýrri götu, nýju umhverfi. En Morgunblaðið er annars staðar. Þá er ekkert annað eftir en að flikka upp á þennan kumbalda og gleyma sögu hans. En það er bót í máli að nú er kominn bar í húsið. Hann var það eina sem vantaði þegar við vorum þar að bardúsa og reyna á þolrif fólksins í landinu á þessum hráslagalega vígvelli kalda stríðsins.“ Matthías sagði að hvað sem þessu liði væri Morgunblaðið í reynd blað allra landsmanna; eins konar aþenskt torg; andrúm sam- tímans, einnig skvaldursins. „Ég þakka ykkur öllum ánægjulega samfylgd á langri – og stundum býsna háskasamlegri – leið. Ég þakka einnig hvernig ég var kvaddur í blaðinu. Hér hef ég eignast marga af mínum bestu vinum. Sumir eru látnir. Ég óska ykkur velfarnaðar og þakka góðar gjafir. Og þá ekki síst þessa stund við lágmynd Erlings og listrænt handbragð hans. Það eru ekki allir sem fá tækifæri til að vera viðstaddir minningarathöfn um sjálfan sig. Til þess þarf hestaheilsu. Og mátulegan skammt af húmor,“ sagði Matthías Johannessen enn fremur. Sameiginlegur starfstími tveggja ritstjóra 76 ár Lágmynd Erlings Jónssonar af Matthíasi stendur á vegg á 2. hæð Morgunblaðshússins í Kringlunni, þar sem eru ritstjórnarskrifstofur blaðsins. Á sama stað stendur höggmynd af Valtý Stefánssyni, fyrrverandi ritstjóra Morgun- blaðsins, sem sat á ritstjórastóli frá árinu 1924 og til dauðadags, árið 1963. Þeir Valtýr og Matthías voru um nokkurra ára skeið samtímis ritstjórar Morgunblaðsins en sam- eiginlegur starfstími þeirra nær yfir 76 ár af 87 ára sögu blaðsins. „Ég þakka ykkur öllum ánægju- lega samfylgd“ Morgunblaðið/Jim Smart Við lágmyndina af Matthíasi Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, við athöfnina í gær. F.v. Har- aldur Sveinsson, stjórnarformaður Árvakurs, Agnes Jóhannsdóttir, eiginkona Haraldar, Hanna Johannessen, eiginkona Matthíasar, Matthías, Erlingur Jónsson myndhöggvari og dóttir hans, Jóhanna. Erlingur Jónsson myndhöggvari flutti nokkur af ljóðum Matthíasar. Gæfa að kynnast og starfa með Matthíasi Johannessen, sagði Haraldur Sveinsson, stjórn- arformaður Árvakurs, þegar lágmynd af Matthíasi var afhjúpuð á ritstjórn Morgunblaðsins DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra er í opinberri heimsókn í Finn- landi ásamt Ástríði Thorarensen eiginkonu sinni. Heimsóknin hófst í gær með óformlegum fundi Dav- íðs og Törju Halonen forseta Finn- lands. Í viðtali við Morgunblaðið sagði forsætisráðherra að á fund- inum hefði verið farið yfir helstu mál sem nú eru uppi í Evrópu og þau mál sem tengjast samskiptum Finnlands og Íslands. Davíð átti síðar í gær fund með Paavo Lipp- onen, forsætisráðherra Finnlands. Aðspurður sagði forsætisráð- herrann að þar hefði verið farið í meiri smáatriðum yfir einstaka hluti. „Á fundinum var farið yfir atriði sem snerta samskipti Ís- lands og Finnlands sem eru með miklum ágætum.“ Davíð sagði að á fundinum hefði enn fremur verið farið yfir þá stöðu sem nú er uppi varðandi þróun Evrópu og stækkun Evr- ópusambandsins (ESB). „Það er mat finnska forsætisráðherrans að samningur okkar við EES sé í fullu gildi og endist mjög vel. Á hinn bóginn sagðist Lipponen gjarnan vilja sjá okkur í hópi ESB-ríkjanna þegar fram líða stundir. Ég útskýrði fyrir honum afstöðu okkar. Að lokum var farið yfir norræna samstarfið og þá þætti sem þar eru á ferðinni.“ Rætt um stækkun ESB Þá sagði Davíð að á fundi hans og Lipponen hefði verið rætt um fundina sem haldnir voru á dög- unum hjá ESB og Atlantshafs- bandalaginu og stækkunarferli þessara samtaka. Inntur eftir því hvernig stækk- unarmál ESB blasi við Finnum segir Davíð það hafa komið glöggt fram að þeir telji stækkun sam- bandsins vera þeim sjálfum og ESB til hagsbóta. „Að stækkun ESB verði sem fyrst og sem öruggust er þeim ofarlega í huga.“ Á sunnudag og mánudag verður sameiginlegur fundur forsætisráð- herra Norðurlandanna haldinn í Finnlandi. Þar segir Davíð að svip- uð mál verði á dagskrá. „Á hinn bóginn eru sumarfundir af þessu tagi ekki eins alvöruþrungnir og flestir fundir forsætisráðherra,“ sagði Davíð Oddsson að lokum. Davíð Oddsson forsætisráðherra í opinberri heimsókn í Finnlandi Evrópumál of- arlega á baugi Reuters Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands, ásamt Törju Halonen, forseta Finnlands, sem handleggsbrotnaði á fimmtudag. PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra hefur lagt til að eftir að nýtt brunabótamat tekur gildi 15. sept- ember nk. verði lánveitingar Íbúðalánasjóðs miðaðar við kaup- verð fasteigna, en að lánið verði aldrei hærra en brunabótamati nemur. Páll hefur óskað eftir fundi með seðlabankastjóra til að ræða þessar breytingar, en brunabóta- matið lækkar að meðaltali um 4% í endurskoðuðu mati sem birt var í byrjun vikunnar. Tvisvar áður hefur ráðherra viðrað hugmyndir um að hækka lánshlutfallið af brunabótamati við seðlabankastjóra, en hann hefur ráðið gegn því þar sem það hefur þótt of þensluhvetjandi. Einungis reglugerðarbreytingu þarf til að breyta lánsreglum Íbúðalánasjóðs og segir Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu, að ráðherra vilji ræða þetta nánar við Seðlabank- ann, áður en hann tekur endanlega ákvörðun. Hann segir að fundur- inn muni eiga sér stað á næstu dögum. Lán fari ekki yfir bruna- bótamat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.