Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Snorri Sturluson kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: H.B Nyborth kemur í dag. Skandia kom og fór í gær. Polar Siglir og Oz- ernitsa fóru í gær. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga: til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15:30 og kl. 16:30. Laug- ardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13 síðan á klukku- stundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13:30 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17:30. Kvöldferðir eru föstu- og laugardaga.: til Við- eyjar kl. 19, kl. 19:30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sérferðir fyrir hópa eftir sam- komulagi. Viðeyj- arferjan sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Við- eyjarferju kl.10:30 og kl. 16:45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17:30. Mannamót Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar á Hrafn- istuvelli þriðjudögum kl. 14-16. Orlofið á Hótel Reykholti í Borgarfirði 26.-31.ágúst n.k. Skrán- ing og allar upplýsingar í símum ferðanefndar 555-0416, 565-0941,565- 0005 og 555-1703 panta þarf fyrir 1. ágúst. Félagsheimilið Hrauns- el verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks frá 2. júlí til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í hádeginu. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9:45. Dags- ferð 10. júlí Þórsmörk- Langidalur. Stuttar léttar göngur. Nesti borðað í Langadal. Leiðsögn Þórunn Lár- usdóttir og Pálína Jóns- dóttir. Skráning hafin. Ferð í Álfamörk, Hvammsvík 10. júlí kl. 13, þar sem eldri borg- arar og unglingar gróð- ursetja plöntur í reitinn sinn. Ókeypis far en tak- ið með ykkur nesti . Skráning hafin. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 13. Dagsferð 14. júlí Gullfoss-Geysir- Haukadalur. Fræða- setrið skoðað. Leiðsögn Sigurður Kristinsson og Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin Eyja- fjörður – Skagafjörður – Þingeyjarsýslur 6 dag- ar. 26.-31.júlí. Ekið norður Sprengisand til Akureyrar. Farið um Eyjafjarðardali, Svarf- aðardal, Hrísey, Sval- barðsströnd, og fl. Ekið suður Kjalveg um Hveravelli til Reykja- víkur. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Eigum nokkur sæti laus. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588- 2111. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar á vegum ÍTR í Breiðholtslaug á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 9.30. Púttvöllurinn er opin virka daga kl. 9-18, leiðsögn og stuðningur mánudaga og miðviku- dag kl. 13-14:30, allir velkomnir. Veitingabúð Gerðubergs er opin mánudaga til föstudaga kl.9-18. Lokað vegna sumarleyfa frá 2. júlí - 14 ágúst. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað verð- ur á Listatúni í dag laugardag kl. 11. Mæt- um öll og reynum með okkur. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir til umsóknar styrki úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna fyrir skólaárið 2001–2002. Umsækjendur hafi samband við Bertu s. 695-2018, Hrönn, s. 554- 5111 eða Hildi, s. 551- 9264. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Lág- múla 9, s. 581-3755. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra Lönguhlíð, Garðs Apó- tek Sogavegi 108, Ár- bæjar Apótek Hraunbæ 102a, Bókbær í Glæsibæ Álfheimum 74, Kirkju- húsið Laugavegi 31, Bókabúðin Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bókabúðin Embla Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1-3. Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi: Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8-10, Kefla- vík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Lands- bankinn Hafnargötu 55. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Vest- urlandi: Akranes: Hagræði hf., Borgarnes: Dalbrún, Brákarbraut 3. Grundarfjörður: Hrannarbúð sf, Hrann- arstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silfurgötu 36. Ísafjörð- ur: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guðmundsd. Laug- arholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Aust- urlandi: Egilsstaðir: Gallery Ugla, Mið- vangur 5. Eskifjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Ein- arsdóttir Hafnarbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norðurlandi: Ólafs- fjörður: Blóm og gjafa- vörur Aðalgötu 7. Hvammstangi: Versl- unin Hlín Hvamms- tangabraut 28. Ak- ureyri: Bókabúð Jónasar Hafnarstræti 108, Möppudýrin Sunnuhlíð 12c. Mý- vatnssveit: Pósthúsið í Reykjahlíð. Húsavík: Blómasetrið, Héðins- braut 1, Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjar: Apó- tek Vestmannaeyja Vestmannabraut 24. Selfoss: Selfoss Apótek Kjarninn. Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561- 6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborg- arsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Líknasjóður Dómkirkj- unnar, minningaspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Í dag er laugardagur 30. júní, 181. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn. (Matt. 5, 48.) LÁRÉTT: 1 skinnpoka, 4 húsdýra, 7 ekki gáfnaljós, 8 býsn, 9 liðin tíð, 11 kná, 13 eld- stæði, 14 fyrirgefning, 15 málmur, 17 mæla, 20 regn, 22 guggin, 23 kven- dýrið, 24 gabba, 25 lík- amshlutar. LÓÐRÉTT: 1 beiskur, 2 taugaáfalls, 3 þolin, 4 rispa, 5 ber, 6 Mundíufjöll, 10 mein- semdin, 12 frostskemmd, 13 títt, 15 stólarnir, 16 sjófuglar, 18 hagnaður, 19 mannsnafn, 20 þyngd- areining, 21 gangflötur- inn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skapvonda, 8 sópur, 9 notar, 10 tía, 11 rorra, 13 reiða, 15 hæsin, 18 sagga, 21 enn, 22 storm, 23 úlpan, 24 fiðringur. Lóðrétt: 2 kopar, 3 parta, 4 ofnar, 5 dotti, 6 ásar, 7 erta, 12 rói, 14 eta, 15 hosa, 16 svoli, 17 nemur, 18 snúin, 19 göptu, 20 agna. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 MÉR finnst stundum af- skaplega hlægilegt að hlusta á lýsingar á fótbolta- og handboltaleikjum í sjón- varpinu vegna þess hvað orðaforði þeirra sem lýsa leikjunum er fátæklegur og málfarið brenglað. Nefna má „frábær markvarsla“, „frábærir taktar“, frábært þetta og frábært hitt. Eftir leikinn eru svo oft viðtöl við fyrirliðana eða einhverja leikmenn og þá má næstum bóka fyrirfram að þeir segja: „Við hefðum átt að geta klárað leikinn“. Eða: „Ef við hefðum klárað leik- inn hefum við komist áfram.“ Eitt sinn var viðtal við erlenda stúlku sem hafði leikið nokkra mánuði með ákveðnu handboltaliði og það var virðingarvert að hún skyldi reyna að tala ís- lensku. En auðheyrt var hvar hún hafði lært orða- forðann. Allt var svo frá- bært, Ísland var frábært, hinar stelpurnar í liðinu voru frábærar, mótleikar- arnir voru frábærir og þjálfarinn var frábær. Er ekki full ástæða til að halda námskeið í íslensku hjá ís- lenskum íþróttafélögum og bjóða íþróttafréttamönnum að vera með. Hægt væri að leggja áherslu á að kynna félagsmönnum fjölbreyti- legri orðaforða. Svo finnst mér að íþróttafréttamenn- irnir þurfi ekki endilega að öskra sig hása í lýsingun- um, þó svo að einhver leik- maður nálgist markið og honum jafnvel takist að gera mark. Það liggur við að það sé jafnvel betra að horfa á leikinn í sjónvarp- inu með eyrnatappa í eyr- unum. Gvendur. Um hundahald í Reykjavík ÉG var að lesa grein eftir húsmóður á Kársnesinu í Velvakanda sunnudaginn 24. júní sl. og fannst frekar leiðinlegt hvað hún gat sett út á alla hundaeigendur. Það er svo sem alveg rétt að það eru ekki allir hunda- eigendur sem virða settar reglur um hundahald. En flestir gera það. Sjálf á ég einn lítinn Cav- alier sem er mjög þægileg- ur í umgengni en ég ætlast ekki til þess að öllum líki vel við hann. Mér finnst fátt yndislegra en að vera með honum úti á kvöldin og sjá ánægjuglampann í augun- um á honum. Auðvitað á annað fólk ekki að þrífa upp eftir annarra manna hunda. Hver þrífur upp eftir sig. Og finnst mér að í stað þess að allir séu að kvarta og ríf- ast ætti Reykjavíkurborg að gera svipað og Mosfells- bær og búa til skemmtilegt útivistarsvæði fyrir hunda og þá þurfa þeir, sem líkar illa við hunda, ekkert að skipta sér af því svæði. Hundaeigandi í Reykjavík. Sammála Ingu SÆRÚN hafði samband við Velvakanda og er hún sammála Ingu sem skrifar í Velvakanda um mál Eð- valds Hinrikssonar. Er hún henni alveg sammála að mál hans ætti að fá að hvíla í friði. Vill hún þakka Ingu fyrir að hafa komið þessu á framfæri. Tapað/fundið Regnjakkar teknir í misgripum í Básum TVEIR regnjakkar voru teknir í misgripum við varðeld í Básum laugar- dagskvöldið 23. júní sl. Annar jakkinn er grænn, Karrimore, og hinn fjólu- blár, Berghaus. Þeir sem eru með jakkana eru vin- samlegast beðnir að hafa samband í síma 557-4714 eða 847-6817. Stálúr í óskilum KVENSTÁLÚR, ásamt ódýrum eyrnalokkum, fannst sunnudaginn 24. júní á bílastæðinu við Skál- holtskirkju. Eigandi hafi samband í síma 699-8958 eða 568- 8958. Gyllt kvenúr týndist GYLLT kvenúr með brúnni leðuról týndist sl. sunnudag 24. júní líklega í hverfi 104 eða 108. Skilvís finnandi hafi samband í síma 867-4196 eða 588- 2283. Dýrahald Páfagaukur týndist PÁFAGAUKUR flaug frá heimili sínu í Stekkjarbergi í Hafnarfirði. Hann er grænn og gulur með gráan haus og heitir Fenegal Corener. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 848-5651. Kittý er týnd KITTÝ sem er hvít með ljósbrúnum og svörtum flekkjum, týndist sl. föstu- dag frá Reykjafold. Hún er ómerkt og ólarlaus. Fólk í Grafarvogi er beðið að at- huga geymslur og bílskúra og þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 567-8539 eða 896-5263. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábært Víkverji skrifar... VÍKVERJI hjólaði í Vesturbæn-um um daginn. Meðfram ströndinni frá hafnarsvæðinu og út á Seltjarnarnes er nú búið að setja upp samfelldan stíg og virkilega ástæða til að hvetja fólk til að nota sumarblíðuna til göngu eða hjól- reiða þarna. Verra fannst þó Víkverja hversu ökumenn bíla eru tillitslausir gagn- vart þeim sem stíginn nota. Þegar hann þurfti að fara yfir götu var löng bið eftir því að ökumenn stöns- uðu og gáfu færi á að reiðhjólafólk kæmist yfir. Á Eiðsgrandanum er gert ráð fyrir að hægt sé að komast frá stígnum á göngubraut og yfir götuna. Ekki hafa þó enn verið sett upp gangbrautarmerki og kannski er það ástæðan fyrir því að öku- menn finna ekki hjá sér hvöt til að hleypa fólki yfir. x x x ANNAÐ sem snertir umferðinasnýr að framkvæmdum á Sel- tjarnarnesi. Það er nokkuð síðan gangstéttin við Nesveg var grafin upp eins og hún leggur sig, það er að segja stétt sem nær alla leið frá Tjarnarstíg og upp að Suðurströnd. Gangandi vegfarendur verða að fara yfir götuna og ganga hinum megin eða beinlínis ganga á götunni til að komast ferða sinna þarna. Þetta ástand er nú búið að vara í nokkurn tíma og Víkverji veltir fyr- ir sér hversu lengi bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi ætla að láta viðgang- ast að hafa stéttirnar svona ófrá- gengnar. Umferðin er mikil við Nesveg á vissum tímum dagsins og þetta er slysagildra. x x x KUNNINGI Víkverja fór í Fjöl-skyldugarðinn um daginn Hann hældi heimsókninni þangað og sagði að alltaf væri nú jafn gam- an að koma þangað til að heilsa upp á dýrin og adráttarafl þeirra fyrir börnin er jafnt og stöðugt. Nýjung sem garðurinn býður upp á í sumar er uppgötvunarmiðstöð, en það er farandsýning með tækj- um og tólum sem varpa ljósi á vís- indi og náttúrufyrirbæri á sviðum eins og læknisfræði, stjörnufræði og eðlisfræði. Kunninginn var sér- staklega hrifinn af þessu framtaki garðsins enda geta allir haft gagn og gaman af, bæði börn og fullorðn- ir. Sýningin sem sett er upp kemur frá Noregi og er hýst í tjaldi. Væri óskandi að Fjölskyldugarð- inum tækist að koma upp varan- legri uppgötvunarmiðstöð, enda löngu vitað að börn læra betur með því að fá að snerta og handleika hlutina fremur en að lesa um þá í bókum. x x x VÍKVERJI er einn af þeim semer kominn með farsíma hjá Ís- landssíma. Hann getur ekki annað en hælt þjónustunni þar. Í tvígang hefur hann þurft að leita til fyrir- tækisins, í bæði skiptin að kvöldi til. Í annað skipti var hann búinn að týna gemsanum og vildi láta loka númerinu. Það var sjálfsagt og þjónustan Víkverja að kostnaðar- lausu. Ennfremur var honum bent á að tilkynna hvarfið til lögreglu sem fyrst. En það sem Víkverja þótti vænst um var hversu elskulegt starfsfólkið var og hvað það lagði sig í líma við að leysa þau mál sem hann leitaði til þjónustusímans með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.