Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LEIÐBEINENDAMIÐLAR eru að verða eins algengir og „hefðbundn- ir“ miðlar og spákonur. „Hefðbundn- ir“ miðlar flytja yfirleitt skilaboð frá framliðnu fólki eins og ætt- ingjum og skyggnir einstak- lingar sjá framyf- ir skilningarvitin fimm, svo sem fyrri líf og fram- tíðarfyrirætlanir. Miðlun frá leið- beinendum innifelur skilaboð frá þróaðri verum sem kallast leiðbein- endur. Leiðbeinendur koma frá æðri sviðum eða öðrum víddum og hafa valið að fullkomna sjálfa sig með því að hjálpa okkur. Oft eru leiðbeinend- ur verur úr hreinu ljósi og orku. Sumir þeirra en ekki allir hafa lifað jarðnesku lífi. Leiðbeinendamiðlun gerir mögu- legt fyrir þig að sjá líf þitt frá hærra sjónarhorni og mun flýta þroska þín- um og auka persónulegan kraft þinn. Leiðbeinendamiðlun getur innifal- ið allt sem tilheyrir lífi þínu: atvinnu, félagstengsl, andlegt þroskaferli og umbreytingar. Á hvaða sviði lífs þíns sem þú sækir eftir leiðsögn, geturðu reitt þig á að svarið mun alltaf fjalla um kærleik og samúð, og mun hafa það besta fyrir alla að leiðarljósi. Leiðsögn frá leiðbeinendum mun ávallt hvetja þig til að fylgja þínu eigin hjarta og treysta á sjálfan þig. Leiðbeinendamiðlun gefur þér kraft til að takast á við jákvæðar breyt- ingar í lífi þínu. Við skulum skoða dæmi: Það eru sérstök forréttindi fyrir mig að miðla upplýsingum til fólks um hæfileika þeirra og tilgang í lífi sínu. Þar sem Jörðin og mannfólkið eru að þróast yfir í nýja öld, hafa margar sálir fæðst í þeim tilgangi að hjálpa til að þessi stökkbreyting fari „mjúklega“ fram. Þetta fólk laðast oft að óhefð- bundnum lækningum og listum og eru á annan hátt frumkvöðlar á sínu útvalda sviði. Stundum er það þó þannig að fólk veit bara að það er ekki að breyta „rétt“ í lífi sínu en veit þó ekki hvað „rétt“ er, svo að það leitar að svör- um. Þegar svona stendur á er dásamlegt að fá að miðla bjartari sýn til framtíðar, þeirrar framtíðar sem þau fæddust til að lifa. Í öðrum til- fellum er þetta fólk að sækjast eftir staðfestingu á því að hafa valið „rétt“, því oft koma upp efasemdir sem valda erfiðleikum og innri bar- áttu. Það hefur aldrei verið auðvelt að vera frumkvöðull í síbreytilegu þjóðfélagi. Að fá innri vissu staðfesta frá æðri vitsmunaverum, gefur frið, sjálfstraust og kjark til að halda áfram. Margir foreldrar unglinga verða hræddir um tilveru barna sinna, þeg- ar þau eru að yfirgefa hreiðrið og fara undan stjórn foreldranna. Oft leiðir þetta til efasemda og sjálfs- ásökunar: „Hvað gerðum við rangt, að barnið okkar skyldi velja svona?“ Miðluð leiðsögn frá leiðbeinendum færir foreldrum tilfinningu fyrir friði og sátt. Án þess að lofa nokkrum kraftaverkalausnum, mun það að geta séð vandamálin frá hærra sjón- arhorni taka „mistökin og sjálfsásök- unina“ í burtu, og leyfa foreldrunum að sjá aðstæðurnar á annan hátt. Hverjar sem aðstæðurnar eru, munu leiðbeinendurnir gefa af sér hvatn- ingu og opna hugsanlega nýja leið til að taka betur á málum. Í stað þess að finnast maður vonlaus og áhrifalaus, hafa foreldrar fengið kraft og séð já- kvæðari valmöguleika. Leiðbeinendamiðlun mun alltaf leiða þig að þínu sanna sjálfi, innra jafnvægi og innri styrk. Leiðbein- endamiðlun gefur þér kraft til að treysta sjálfum þér og fylgja hjarta þínu. Leiðbeinendur frá hærri vit- undarsviðum munu aldrei leiða þig á villigötur, en alltaf til hins besta fyrir alla aðila. Stundum þegar einstak- lingur þarf að læra af reynslunni, getur verið nauðsynlegt að halda aft- ur af upplýsingum, þar sem það gæti eyðilagt lærdóminn. Þannig hafa æðri leiðbeinendur alltaf það besta í huga, og hvetja þig til að treysta á sjálfa þig og trúa á gildi þitt í lífinu. Leiðbeinendur aðstoða okkur alltaf af umhyggju og kærleika. Sem leiðbeinendamiðill, nýt ég vinnu minnar innilega, þar sem ég læri alltaf eitthvað í hvert skipti. Þegar ég miðla, er mér lyft upp fyrir mitt persónulega sjálf, og ég sé það- an skjólstæðinga mína og samferða- menn í allri þeirra fegurð. Þar liggur mín dýpsta gleði í starfi mínu. GITTE LASSEN; Tjarnarmýri 39, Seltjarnarnesi. Gildi leiðbein- endamiðlunar Frá Gitte Lassen: Gitte Lassen EKKI get ég verið sammála mann- inum sem skrifaði lesendabréf í blað- ið um daginn þar sem hann hvatti til þess að standa vörð um orðið pylsa. Það gefur auga leið að orðið pulsa er mun nær hinu upprunalega danska orði, pølse. Mér finnst þessi and- staða við dönsk áhrif gamaldags og leiðigjörn, því auðvitað þarf íslensk- an að þróast eins og önnur tungumál gera. Í því felst kraftur hennar. Þess vegna finnst mér það gott innlegg hjá Goða að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og bjóða fólki upp á pulsur. Nútímalegir Íslendingar láta sér fátt um finnast og gömlu íhalds- kurfarnir geta snætt sína lifrarpylsu í friði. Við hin fáum okkur bara pulsu með öllu og höfum gaman af. HAUKUR SIGURJÓNSSON, Blómvallagötu 13, Reykjavík. Pylsan er dauð, lengi lifi Pulsan Frá Hauki Sigurjónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.