Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Baldvina Bald-vinsdóttir fædd- ist 22. desember 1913 að Hvammi í Laxár- dal, hún lést 15. júní síðastliðinn á Heil- brigðisstofnuninni á Siglufirði. Foreldrar hennar voru Baldvin Gísla- son og Guðrún Þor- leifsdóttir. Á fjórða ári var Baldvina tekin í fóst- ur af móðurbróður sínum Guðmundi Þorleifssyni. Var þar hluta úr ári og fór þá til eldri hjóna að Róðhóli í Sléttuhlíð, sem hétu Sveinn og Anna. Níu ára gömul fór hún til hjónanna Frið- björns Jónassonar og Sigríðar Hall- dórsdóttur að Syðstahóli í Sléttu- hlíð. Hún var hjá þeim þar til árið 1948, er hún fór aft- ur til Guðmundar frænda síns og Ingi- bjargar konu hans sem þá bjuggu á Siglufirði. Baldvina bjó á Siglufirði upp frá því. Baldvina á þrjár systur, þær eru, Þórleif, Kristín og Margrét Einars- ína. Baldvina á þrjár fóstursystur, þær eru, Dana Arna Sigurvins- dóttir, Sólveig Stefánsdóttir og Sigrún Ólöf Tómasdóttir. „Elsku Balda mín“, svona hef ég alltaf byrjað bréfin mín til þín í gegnum tíðina, bæði sem barn og síðar sem fullorðin kona. Þetta sé ég þegar ég kalla fram öll bréfin mín í tölvunni minni og les þau yfir svona í síðasta sinn, þau verða víst ekki fleiri því að morgni föstudags- ins 15.júni sofnaðir þú svefninum langa, þreytt eftir erfiða sjúkdóms- legu. Alltaf sagðir þú að þetta væri bara „íslensk leti“ sem hrjáði þig og gerðir lítið úr þessu öllu saman. Það var þér líkt, gerðir létt grín að erf- iðleikum og varst alltaf svo jákvæð, hlý og heil í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þegar ég frétti að þú værir dáin, fann ég fyrir miklum söknuði og líka fyrir létti fyrir þína hönd. Ég vissi að þitt aðalsmerki var að vera engum háð og sjálfstæð á öllum sviðum. En eins og sjúkdómurinn hafði leikið þig síðustu mánuðina þá veit ég að þér fannst þetta ekkert líf. Þú, sem alltaf varst önnum kafin við að hjálpa gamla fólkinu á elli- heimilinu á Siglufirði, fólki sem hafði verið samferða þér í gegnum lífið, og var nú orðið gamalt og þreytt. Þú þeyttist um með bakk- elsi, slátur og hvað ég á að nefna, alltaf til að gleðja þetta gamla fólk og stytta því stundir á löngum dög- um á elliheimilinu. Þú, sem grófst þig út úr húsinu á Háveginum á snjóþungum vetrardögum, lést þig renna á rassinum niður hálar brekkurnar til að komast í bæinn að versla, settir niður kartöflur á hverju ári jafnvel þótt þú yrðir að grafa niður í gegnum þykka snjó- skafla í garðinum og koma niður einhverju smáræði eins og þú nefndir það, fórst í berjamó upp í Hvanneyrarskálina til að geta fært fólki smá glaðning og þannig get ég endalaust talið. Þú lifðir lífinu þann- ig að þú vildir sjá um allt sjálf og aldrei biðja nokkurn um hjálp, sagð- ir aldrei slæmt orð um nokkra sálu og nýttir hvert tækifæri til að hjálpa og gleðja aðra. Það er ekki nema von að þín sé sárt saknað af mörgum. Ég minnist stundanna okkar sem við áttum á Siglufirði á sumrin í litla húsinu á Hávegi, við fjölskyldan. Þú leyfðir okkur Huldu alltaf að kíkja á loftið í allar kisturnar sem okkur fundust fullar af leyndardómum, í kjallaranum sátum við og smíðuðum eða lágum í leyni og horfðum á fuglana sem þú samviskusamlega sást um að fóðra og svo alla villi- ketti Siglufjarðar sem fengu að borða á túninu fyrir framan húsið. Meira að segja mátti ekki drepa flugurnar sem villtust inn í húsið, stórar hlussur sem okkur bauð við, þær tókstu í viskustykki og settir þær út. Þú máttir ekkert aumt sjá, allt var sköpun Guðs og það átti að virða. Hjá þér kynntist ég því að líf væri eftir dauðann og ég man eftir síðasta skiptinu sem ég kom til þín sem unglingur, þá leiddir þú mig inn i þennan undarlega heim þar sem dauðinn er aðeins atburður í lífinu en lífið sjálft heldur áfram, bara á öðru stigi. Þú lagðir fram bækur um Hannes miðil og fleiri spíritista og sagðir að mér væri vel- komið að lesa þær. Bækurnar drakk ég í mig og þær hafa verið mér vegarnesti síðar meir í lífinu, t.d. núna þegar ég sakna þín og þú ert dáinn og það er svo erfitt að venjast þeirri hugsun að fá ekki að heyra í þér aftur. Þá þarf ég aðeins að ýta við mér og minna sjálfa mig á að við eigum eftir að hittast og heyrast aftur, bara á öðru tilvist- arstigi. Eftir að ég eignaðist börn og flutti til Danmerkur, höfum við allt- af verið reglulegu í sambandi. Ég sendi þér handavinnu og bréf og teikningar frá börnunum og þú sendir á móti handavinnuna full- unna og alltaf einhvern glaðning. Það var alltaf líf og fjör þegar pakki kom frá Böldu á Sigló. Svo varstu svo dugleg að hringja og spjalla og það var ómetanlegt. Undir það síð- asta heyrði ég að þú gekkst ekki heil til skógar og þetta var ekki bara leti eins og þú vildir að ég héldi. Ég veit að það er vel tekið á móti þér þarna „hinum megin“, allt þetta góða fólk sem þú hefur þurft að sjá á eftir yfir móðuna miklu í ár- anna rás sér um það. Ástarkveðjur frá okkur Héðni, Þórkötlu, Þráni og Toggu og þakka þér fyrir alla þína hugulsemi og hlýju sem ég hef átt aðgang að allt mitt líf. Margrét Þráinsdóttir Árósum. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum.) Umgjörð daglegs lífs Böldu var Siglufjörður, náttúran, menn og málleysingjar. Andardráttur um- hyggju hennar snerti allt. Lotning hennar fyrir lífsins höfundi var átakalaus. Hvern helgan dag sat hún á kirkjubekknum meðan heils- an leyfði. Hún var á bænavakt alla daga. Hún höfðaði ávallt til hins góða í manninum og gaf alltaf meira en hún þáði. Balda var ekki stór kona að sjá, en þeim mun stórbrotnari var henn- ar innri maður, góðvild hennar meiri og umhyggja fyrir öllum og öllu. Hún fór hávaðalaust gegnum lífið, en skildi engu að síður eftir sig djúp spor í hjarta samferðamanna sinna. Gæfa okkar var að eignast hana að vini, njóta umhyggju hennar og ástúðar. Hún var okkur dýrmæt gjöf lífsins. Nú drúpum við höfði og þökkum allt í þeirri vissu að hún er í landi guðs um tíma og eilífð. Friðþóra Stefánsdóttir og fjölskylda. Þegar ég var að alast upp heima hjá afa mínum og ömmu upp úr miðri nýliðinni öld var oft mikið að gera í síldarbænum. Mér fannst fullorðna fólkið vinna mjög mikið og lífsbaráttan vera allt of hörð. Eftir á að hyggja hafa sjálfsagt flestir haft nóg með sjálfa sig og sitt fólk. En hún Balda sem bjó hjá Guðmundi frænda sínum og Ingibjörgu konu hans að Hávegi 12b hafði sínar skoðanir á því hvernig bæri að lifa þessu lífi. Þær fólust aðallega í því að ef einhver vildi gera eitthvað fyr- ir hana var það óþarft með öllu, en ef hún gæti gæti gert eitthvað fyrir náungann bæri brýna nauðsyn til að gera það sem fyrst. Þegar skoðaðar eru þær einföldu lífsreglur sem hún lifði eftirmá hver og einn sjá hversu þessi heimur væri miklu betri ef fleiri væru eins og hún. Þarna á brekkunni myndaðist lítið og sam- hent samfélag góðra nágranna sem réttu hver öðrum hjálparhönd þeg- ar einhver þurfti á því að halda. Deildu með sér sorg og gleði, sigr- um og ósigrum. Undanfarin ár og áratugi hefur þetta góða fólk smám saman verið að flytja búferlum. Það hefur kvatt þetta jarðlíf og flutt sig um set, yfir á annað tilverustig. Og eftir því sem fækkað hefur í röðum okkar sem hérna megin búa hafa fleiri og fleiri gamlir vinir verið að hittast á ný, í hinu landinu sem við öll eigum eftir að heimsækja. Frá því að ég man fyrst eftir mér sem lítill strákur á brekkunni heima á Sigló fannst mér hún Balda alltaf vera verðugur fulltrúi þess góða sem býr í manninum og þar sem hún hefur nú kvatt okkur um sinn veit ég að hún hefur fengið góðar móttökur í nýjum heimkynnum og mun dvelja í glöðum hóp hjá góðu fólki um alla tíð. Við, sem höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verða nágrannar þínir, vinir og samferðarfólk í lífsins ólgusjó, vilj- um senda þér okkar bestu kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Fyrir hönd fyrrum granna á Hverfisgötu 11. Leó R. Ólason. BALDVINA BALDVINSDÓTTIR ✝ María Samúels-dóttir fæddist 31. október 1906 á Gests- stöðum í Kirkjubóls- hreppi í Strandasýslu og lést 15. júní 2001 í Sjúkrahúsinu á Hólmavík. Foreldrar hennar voru Samúel Guðmundsson, lengst bóndi í Miðdalsgröf, og Magndís Friðriks- dóttir. María átti tvö alsystkini, Þuríði, f. 1903, og Grím, f. 1916, auk margra eldri hálfsystkina samfeðra. Maður hennar var Jón Sigurðsson frá Stóra-Fjarðar- horni, f. 9. ágúst 1899 á Bessastöð- um, Ytri-Torfustaðahreppi, V. Húnavatnssýslu. Börn þeirra eru: 1. Jónas, f. 11. marz 1937, kona hans er Guðríður Káradóttir, þau eiga tvö börn. 2. Gísli, f. 12. marz 1937, kona hans er Hlín Sigurð- ardóttir, þau eiga þrjú börn. 3. Sigurrós, f. 11. febrúar 1939, henn- ar maður er Páll Garðarsson, þau eiga tvö börn. 4. Sig- urður, f. 21. desemb- er 1940, kona hans er Elsa Bjarnadóttir, þau eiga einn son. 5. Sigríður, f. 8. febr- úar 1949, hennar maður er Sigurður Marinósson, þau eiga fjóra syni. María og Jón bjuggu í Stóra-Fjarðarhorni til 1975 að þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar til 1989. Eftir lát Jóns bjó María hjá Sigríði dóttur sinni, en var síðustu árin í Sjúkrahúsinu á Hólmavík. Útför hennar fer fram frá Kollafjarðarneskirkju laugardag- inn 30. júní klukkan 14. Elskuleg föðursystir mín er látin. Ég kynntist henni Maríu fyrst þegar ég kom 13 ára og dvaldi í nokkrar vikur hjá henni á Stóra-Fjarðar- horni. Síðan hitti ég hana ekki í 15-16 ár, en þá var hún stödd í bænum og hringdi í mig og kom í heimsókn. Hún benti mér á að nú færi að stytt- ast í veru þeirra Jóns í sveitinni, svo ef mig langaði að koma aftur væri ekki seinna vænna. Við fórum svo fjölskyldan og var vel tekið eins og þeirra var von og vísa, Jón tók börn- in með sér niður í fjöru að vitja um netin og leggja aftur. Um kvöldið fengum við nýjan silung og börnum mínum leist ekki vel á að borða bleik- an fisk, hann átti að vera hvítur. Um morguninn fóru þau aftur með Jóni að vitja netanna og þegar við fórum um hádegi urðum við að taka með sil- ungana sem „þau“ veiddu. Þegar sá silungur kom á borð var ekki fúlsað við honum og bleikur fiskur kónga- fæði eftir það. Um haustið fluttu þau svo til Reykjavíkur og þannig vildi til að íbúðin þeirra var hinum megin við sömu lóð og okkar. Þó að við flyttum fáum árum seinna í stærri íbúð var samt stutt á milli og ef við vorum báðar í Reykjavík hittumst við oftast minnst einu sinni í viku. Þótt nær fjörutíu ár skildu á milli okkar urð- um við perluvinkonur og mér þótti mjög skemmtilegt hvað hún var opin fyrir nýjungum. Hún var til í að prófa allt, en ef henni líkaði ekki sinnti hún því ekki frekar, en tók upp það sem betur líkaði. Hún hafði ákveðnar skoðanir en virti alltaf skoðanir annarra og oft sátum við og rökræddum um heima og geima, Við þurftum ekki endilega að vera sam- mála. María var ekki þeirrar gerðar að biðja um aðstoð ef möguleiki var að hún gæti gert hlutina sjálf, nema fyrir aðra, en mér þótti ákaflega vænt um að oft bað hún mig um smá viðvik sem hún kannski ekki vildi ónáða aðra með. Þegar svo bar við voru það ófáir kleinupokarnir eða kæfubitarnir sem hún sendi mig með til baka, því alltaf varð hún að launa fyrir sig. Eftir 13 ára búsetu í Reykjavík var Jón orðinn svo lasinn að þau gátu ekki verið lengur ein og fluttu til Sigríðar að Kollafjarðar- nesi. Þar undu þau vel meðan heilsan leyfði. Ég þáði ótalda kaffibollana hjá Maríu en það sem lengst situr eftir er ýmislegt sem hún sagði mér frá afa og ömmu og öðrum ættingjum og þar sem hún var 10 árum eldri en pabbi mundi hún margt fyrir hans tíð. Hún frænka mín var sannarlega orðin hvíldar þurfi eftir langa ævi þar sem hún hlífði sér aldrei. Veri hún Guði falin og ég þakka fyrir mig og mína. Magndís Grímsdóttir. MARÍA SAMÚELSDÓTTIR EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skila- frestur sem hér segir: Í sunnu- dags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birt- ingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina / *   .*  3    3 .    -      %7;G:H *6 7*6:700G %  -#  IJ 1 &  . 0- . ) 7 2 / /   &  $ 7 2 &  %& /   727 2 &    ( 6#7 2  7 2 &  2- #. @)    )    , 0;%7/:700 1  2$ 2-  ## '#      9 /    1      3  3  3 . 5     )    )    /G D :700 ##  4 #    ,)        ? -      .   A  2 .     3    7/.'   2- # .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.