Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 41
Lár. Það að viðmælandinn hafði hugs- anlega enga hugmynd um hver Helgi Lár var skipti minna máli. Þeir bræð- ur höfðu sama húmorinn og gátu skemmt sér og öðrum tímunum sam- an við að segja ýkjusögur með til- heyrandi eftirhermum og látbragði. Við vitum að líf Varða var ekki allt- af dans á rósum og hann varð fyrir áföllum. En hann tók ágjöfum með einstöku æðruleysi og varðveitti já- kvætt lífsviðhorf. Þegar við vorum að alast upp var það mikið ferðalag að fara í Grund- arfjörðinn og heimsækja Varða og fjölskyldu. Í minningunni var alltaf sól og blíða. Með sama hætti munu minningar okkar um Varða vera ljós- ar og bjartar. Við sendum samúðar- kveðjur til Eyglóar og allrar fjöl- skyldu Varða. Lára, Sigurður og Dagný. Kær vinur okkar, Þorvarður Lár- usson, er látinn. Þegar góður vinur kveður þennan heim setur mann hljóðan, en hugur og hjarta þakka fyrir að hafa notið vin- áttu hans. Þótt það væri svo hér áður, að allir þekktust í Grundarfirði og við búið lengi í nágrenni við Varða, eins og hann var kallaður í daglegu tali, höfð- um við ekki persónuleg kynni af hon- um fyrr en fyrir sjö árum. Það var með svolítið sérstökum hætti að Eygló og Varði fóru með okkur hjón- unum í ógleymanlega ferð til Brasilíu og Kanaríeyja. Fyrirvarinn var stutt- ur, aðeins tveir sólarhringar áður en farið var í loftið. Ég man þegar við sátum í flugstöð- inni, Varði, og biðum eftir að ganga um borð að þú spurðir hvort við vær- um alveg viss um að við vildum hafa ykkur Eygló með. Þú hafðir oft orð á því, Varði minn, að þetta hefði verið besta og sérstakasta ferð sem þú hefðir farið í til þessa. Í þessari ferð mynduðust sterk og órjúfanleg vin- áttubönd við ykkur hjónin og síðan höfum við átt margar yndislegar og ógleymanlegar stundir. Þótt Varði hafi á þessum árum átt við veikindi að stríða lét hann sig aldr- ei muna um að koma til okkar, um- vafði okkur hlýju og gaf okkur styrk á erfiðum stundum. Varði var einstaklega hjartahlýr maður og næmur á tilfinningar ann- arra og sá margt sem aðrir sáu ekki. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hann en uppgjöf var eitthvað sem ekki var til í hans huga. Hann var ævinlega þakklátur fyrir það sem lífið hafði gefið honum, stór- an barnahóp, sem hann átti sjálfur, mörg fósturbörn og ekki síst Jóhönnu litlu sem þau hjón ættleiddu. Þegar ég rita þessi fátæklegu orð kemur í hugann, ásamt mörgu öðru, þegar við ræddum um lífið og dauð- ann, hvað þú hafðir sterka trú og hvað þú trúðir sterkt á að það væri líf eftir dauðann. En hvort sem það er eða ekki vitum við að fjörðurinn fagri sem þú unnir svo heitt verður aldrei sam- ur þegar þú ert farinn. Kæra Eygló, við biðjum Guð að gefa þér og öllum börnunum ykkar styrk á erfiðri stundu. Far þú í friði, vinur. Elsa og Reynir. Við hjónin vorum í sumarfríi á Krít, þegar okkur barst sú harmafregn að Varði væri dáinn. Þetta tók mikið á, og okkur fannst erfitt að trúa því að þetta gæti virkilega verið rétt og síð- ustu dagar frísins urðu einhvern veg- inn svo tómlegir. Varði var góður félagi og vinur. Hann átti stóran vinahóp og það er ávallt mikill gestagangur á heimili hans og Eyglóar, og þangað var alltaf gott að koma, en mikill samgangur er milli heimila okkar. Það kom ósjaldan fyrir, þegar við vorum að vinna um helgar, að Varði og Eygló hringdu og buðu okkur í kaffi og pönnukökur. Grundarfjörður verður ekki samur eftir að Varði hefur kvatt þetta líf. Við kveðjum þig með söknuði, elsku Varði, þú lifir áfram í huga okk- ar. Guð veiti þér styrk til að takast á við mótlætið á þessum erfiðu tímum, elsku Eygló. Sigrún og Kristján. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 41 Nú er hótel Ísland við Jens Bjelkesgt. 78 í Ósló ekki lengur op- ið. Með ótímabæru fráfalli elsku- legrar mágkonu minnar, sem við lútum höfði fyrir, er þessum þætti lokið. En hótel Ísland var heimili hennar gjarnan nefnt, því svo lengi leituðu ættingjar og vinir til hennar er þeir lögðu land undir fót, og þar stóðu þeim allar dyr opnar og allt talið svo sjálfsagt. Okkur finnst svo óraunverulegt að hún skuli vera horfin, hún kletturinn, alltaf svo sterk, svo hress, svo jákvæð. En Guð ræður öllu og ræður vel. Jú, við vitum öll að tími okkar kemur og sættum okkur við það, þó að oft vakni spurningar um tíma og að- stæður. Við Jóna kynntumst fyrir rúmum 40 árum. Þau kynni gegnum árin eru mér og mínum dýrmæt. Þótt hún væri svona fjarri okkur, þá var mjög náið samband milli allra hennar hér heima. Hún og við öll nutum þeirra stunda er hún kom heim, en það var hennar líf og yndi. Fjölskyldutengslin voru einkar sterk, og venjan var sú að deilt var niður dvalartímanum hér þannig að hvert systkinanna (fjölskylda) fékk nokkra daga með henni hvert fyrir JÓNÍNA DÝRLEIF ÓLAFSDÓTTIR ✝ Jónína fæddist íÓlafsfirði 4.8. 1934. Hún lést 15. maí sl. á Lovisenberg Hospital í Ósló. Minningarathöfn fór fram frá Fossvogs- kirkju 19. júní sl. Foreldrar hennar voru þau Jónína Kristín Þorsteins- dóttir frá Ósbrekku í Ólafsfirði f. 4.1. 1914, d. 13.11. 1989, og Ólafur Lillendal Ágústsson frá Saurbæ í Eyjafirði f. 16.4. 1905, d. 15.7. 1977. Systkini Jónínu eru 1) Þorgeir, f. 5.12.1935, 2) Gunnar f. 19.4.1939, d. 16.9.1941, 3) Guðrún f. 19.1.1943, 4) Ólöf f. 8.3.1945 og 5) Friðrik f. 14.9. 1948. sig, þannig að ekkert systkinabarn eða af- komendur þeirra vissu ekki hver Jóna frænka var. Hún átti stað í hjarta þeirra allra. Mér finnst ekki hægt að tala um Jónu án þess að minnast á Ingrid, en vinátta þeirra var svo einstæð, og vita það allir sem til þekktu. Ingrid er okk- ur mjög kær, og er erf- itt að vita af henni aldraðri án Jónu, tak- ast á við lífið. Við biðj- um henni styrks og blessunar Guðs. Jóna giftist ekki og eignaðist ekki börn en því meira nutu systkina- börnin og afkomendur þeirra elsku hennar, og þakka fyrir það Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir að hafa hlotnast að eiga hana að kærum vini og mágkonu, og kveð hana með virðingu og þökk. Megi ljós Guðs lýsa henni. Hulda Haraldsdóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.               !" #               !     "     #   $% $$%  $    %& '(    )&   &  * (   &  +        $   &    , - . &     /*011 2   3  -& # 4 #- ( #     '       (   )  *    $  + ,-  .        -  & . 5*6      /  0    -    1  2 .     3      (   . 4   *   -   3    3#      .      03    .    .      ,0*7*6 *   88. ,-  .        %&  &  0 &   &  ,  $ /-  &  - ,      &  %& ,  &   / 2  / &6 #,  / 9 &  3  3  3  3  3 .  )  -  0 0  /6:;/*;6 %< :700 : 2 3== / 2 2      5  6-       $$% 7     0  )  -    0)89 0 : %$%#/;#1%%%< $ >  6 ?@  - %&  , :  &   -  -  + ,  - &  $ /.>  .>  / 2 / 23- &  %& 7 #  . 4  *   .* 3        #   6   1 2-    $ AB 2 . 0- .  - . &  2- # . 5                , @/CD, 0*1601 2( (  -&  ( EB #- ( #   9 =  ,    1      ,     '  '%% 7     0  ,  00        2 # F+  3-   &  (%& ( &  3  3  3  3  3 . -       ;DG /*:700  2,23             /   >  !  .      ? -      '  $$%  3 / &  / ).%& &  6.%& &   22 ,.%& &    %&.%& .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.