Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 45
MESSUR Á MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 45
ÁSKIRKJA: Lagt upp frá Áskirkju kl.
9 í safnaðarferð. Guðsþjónusta í
Akraneskirkju kl. 11. Eftir hádegis-
verð á Akranesi verður Byggðasafnið
í Görðum heimsótt og farið um ná-
grannabyggðir.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar.
Félagar úr Dómkórnum syngja. Org-
anisti Marteinn H. Friðriksson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Kirkjukór Grensás-
kirkju syngur. Organisti Árni Arin-
bjarnarson. Ólafur Jóhannsson.
GRUND, dvalar- og hjúkrunarheim-
ili: Guðsþjónusta kl. 10.15. Organ-
isti Kjartan Ólafsson. Sr. Kjartan Örn
Sigurbjörnsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Lára B. Eggertsdóttir. Sr.
Sigurður Pálsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Org-
anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tóm-
as Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11.
Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Org-
anisti Jón Sefánsson. Sóknarprest-
ur verður í sumarleyfi 1. júlí–8.
ágúst. Sr. Pálmi Matthíasson sókn-
arprestur Bústaðakirkju þjónar Lang-
holtsprestakalli á meðan.
LAUGARNESKIRKJA: Bent er á
guðsþjónustur í nágrannakirkjum
vegna sumarleyfis starfsfólks Laug-
arneskirkju.
NESKIRKJA: Útihelgistund kl. 11 hjá
myndastyttunni „Björgun“. Prestur
sr. Halldór Reynisson. Tónlist Reynir
Jónasson harmonikkuleikari og Hjör-
leifur Valsson fiðluleikari.
SELTJARNARNESKIRKJA: Orgeltón-
list kl. 11–11.30. Örn Falkner org-
anisti leikur á orgelið. Áhersla lögð á
ljósastand Seltjarnarneskirkju, sem
er mikið notaður í bænahaldi. Fólk
kemur og tendrar ljós um leið og
bæn er beðin. Þar getur þú átt stund
með Guði, tendrað ljós og fundið frið
frá öllu amstri hversdagsins undir
fallegri orgeltónlist. Verið öll hjartan-
lega velkomin.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kvöld-
guðsþjónusta kl. 20.30. Ath. breytt-
an messutíma. Allir hjartanlega vel-
komnir. Hjörtur Magni Jóhannsson.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam-
koma kl. 17. Yfirskrift: Ég mun koma
eins og þjófur. Upphafsorð og bæn:
Sakarías Ingólfsson. Einsöngur
Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Ræða Hen-
ing E. Magnússon. Heitur matur eftir
samkomuna á vægu verði. Komið og
njótið uppbyggingar og samfélags.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam-
koma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyr-
irbænir. Ágúst Valgarð Ólafsson pré-
dikar. Allir velkomnir.
KEFAS, Dalvegi 24: Þriðjud.: Al-
menn bænastund kl. 20.30. Mið-
vikud.: Samverustund unga fólksins
kl. 20.30.
BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma í
dag kl. 11–12.30. Lofgjörð, barna-
saga, prédikun og biblíufræðsla þar
sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt
og svarað. Á laugardögum starfa
barna- og unglingadeildir. Súpa og
brauð eftir samkomuna. Allir hjart-
anlega velkomnir.
KLETTURINN: Almenn samkoma
sunnudag kl. 20 fyrir alla fjölskyld-
una. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Ath.
breyttan samkomutíma. Bæna- og
lofgjörðarstund fimmtudag kl. 20.
Bæn, lofgjörð og orð guðs. Allir vel-
komnir.
FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11.
Ræðumaður Tómas Ibsen forstöðu-
maður Hvítasunnukirkjunnar á Ísa-
firði. Almenn samkoma kl. 20, lof-
gjörðarhópur Fíladelfíu syngur.
Ræðumaður Erling Magnússon. Allir
hjartanlega velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðis-
samkoma sunnudag kl. 20 í umsjón
Katrínar Eyjólfsdóttur. Allir hjartan-
lega velkomnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: 1. júlí–8. júlí
2001.
Reykjavík – Dómkirkja Krists kon-
ungs: Sunnudaga: Hámessa kl.
10.30 Messa á ensku kl. 18. Alla
virka daga: Messa kl. 18.
Reykjavík – Maríukirkja við Rauf-
arsel: Laugardaga: Messa á ensku
kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl.
11. Virka daga: Messa kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa
kl. 17.
Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnu-
daga: Messa kl. 10.30. Þriðjudag-
inn 3. júlí: vígsludagur St. Jósefs-
kirkju, messa kl. 18.30.
Miðvikudaga: Messa kl. 18.30.
Föstudaginn 6. júlí: Tilbeiðslustund
kl. 17.30, messa kl. 18.30.
Karmelklaustur: Sunnudaga:
Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa
kl. 8..
Keflavík – Barbörukapella: Skóla-
vegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.
Fimmtudaga kl. 19.30: Skriftir. Kl.
20: Bænastund.
Stykkishólmur, Austurgötu 7:
Sunnudaga: Messa kl. 10.
Ísafjörður og Vestfirðir: séra Marek
er í sumarleyfi.
Akureyri, Péturskirkja, Hrafnagils-
stræti 2: Sunnudaginn 1. júlí: Bisk-
upsmessa kl. 11.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ:
Samkoma á morgun kl. 16.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum:
Kl. 11. Messa með altarisgöngu og
léttum sálmalögum. Prédikunarefn-
ið er: „Verið fullkomin!“ (Matteus
5.38-48). Kaffisopi á eftir í safnað-
arheimilinu. Minnt er á að Landa-
kirkja er opin milli kl. 11 og 12 ár-
degis alla daga undir leiðsögn
Jóhanns Friðfinnssonar og einnig í
annan tíma ef leitað er eftir því. Staf-
kirkjan er opin alla daga milli kl. 11
og 17 eins og Landlyst.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar.
Organisti Jónas Þórir. Jón Þorsteins-
son.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sumar-
guðsþjónusta kl. 11. Þema: Ofbeldi
götunnar. Prestur: Þórhallur Heimis-
son. Organisti: Julian Hewlett. Kaffi í
safnaðarheimilinu eftir stundina.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson messar.
Kór Víðistaðasóknar syngur. Organ-
isti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guð-
mundsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudaginn 1. júlí 2001 kl. 11. Kór
Vídalínskirkju leiðir almennan safn-
aðarsöng ásamt sönghópnum
Hljómeyki. Við athöfnina verður helg-
aður nýr skírnarfontur sem Vídalíns-
kirkju hefur verið gefinn. Barn borið
til skírnar við athöfnina. Við athöfn-
ina þjóna sr. Friðrik J. Hjartar, sem
predikar, sr. Hans Markús Haf-
steinsson og Nanna Guðrún Zoëga
djákni. Organisti er : Jóhann Bald-
vinsson. Einleikari á fiðlu er : Hildi-
gunnur Halldórsdóttir. Mætum vel
og gleðjumst saman af þessu sér-
staklega ánægjulega tilefni. Prestar
Garðaprestakalls.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Golfmessa
í Kálfatjarnarkirkju kl. 14. Golffélag-
ar taka þátt í guðsþjónustunni og
lesa ritningarlestra. Kór kirkjunnar
leiðir almennan safnaðarsöng. Börn
borin til skírnar. Organisti: Frank
Herlufsen. Við athöfnina þjónar sr.
Hans Markús Hafsteinsson. Kaffi í
golfskálanum að lokinni athöfn.
Mætum vel og eigum góða stund
saman í fallegu umhverfi. Prestar
Garðaprestakalls.
BESSASTAÐAKIRKJA: Kvöldguðs-
þjónusta verður sunnudaginn 1. júlí
2001 kl. 20.30. Börn borin til skírn-
ar. Kór kirkjunnar leiðir almennan
safnaðarsöng. Organisti: Jóhann
Baldvinsson. Við athöfnina þjóna sr.
Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún
Zoëga djákni. Mætum vel og gleðj-
umst saman. Prestar Garðapresta-
kalls.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11 árd. Ræðuefni: Boðorðin 10.
Samræður um boðorðin í garði
Kirkjulundar ef veður leyfir. Prestur:
sr. Ólafur Oddur Jónsson. Kór Kefla-
víkurkirkju leiðir söng. Organisti og
söngstjóri Hákon Leifsson. Með-
hjálpari Laufey Kristjánsdóttir.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11.
Morguntíð sungin kl. 9 frá þriðjudegi
til föstudags. Kaffi og brauð að
henni lokinni. Foreldrasamvera kl.
11 á miðvikudögum. Sóknarprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Jón Ragnarsson.
KOTSTRANDARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Jón Ragnarsson.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa
sunnudag kl. 11. Sóknarprestur.
HÓLADÓMKIRKJA: Guðsþjónusta
sunhnudag kl. 11. Forsöngvari Jó-
hann Már Jóhannsson. Organisti er
Jóhann Bjarnason. Séra Ragnheiður
Jónsdóttir sóknarprestur prédikar
og þjónar fyrir altari. Allir velkomnir.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11.
Prestur sr. Cecil Haraldsson. Organ-
isti Kristján Gissurarson. Sóknar-
prestur.
VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA: Hátíðar-
messa sunnudag kl. 14 í tilefni af
35 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Pró-
fastur Múlaprófastsdæmis, sr. Sig-
fús J. Árnason á Hofi, blessar nýja
muni kirkjunnar og prédikar. Sókn-
arpresturinn sr. Lára G. Oddsdóttir
þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóhönnu
I. Sigmarsdóttur, sóknarpresti á Eið-
um. Organisti er Kristján Gissurar-
son. Kaffi í félagsheimilinu Végarði
að messu lokinni í boði sóknarnefn-
ar. Á Skriðuklaustri verða til sýnis
nokkrir af munum kirkjunnar svo og
ljósmyndir frá fyrri tíð. Allir velkomn-
ir. Sóknarnefnd, sóknarprestur.
EIÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónustakl
11 með þátttöku sumarbúðanna við
Eiðavatn. Allir velkomnir. Sóknar-
prestur
HRAUNGERÐISKIRKJA Í FLÓA:
Kvöldmessa kl. 21:00. Kristinn Frið-
finnsson
SAFNKIRKJAN Í ÁRBÆ:
Messa kl. 14:00. Kristinn Friðfinns-
son.
ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 14. Prestur sr. Þórey Guðmunds-
dóttir. Organisti Haukur Gíslason.
(Lúk. 15.)
Hinn týndi sauður.
Morgunblaðið/Jim Smart
Neskirkja
ÚTIHELGISTUND verður á veg-
um Neskirkju á Ægisíðunni nk.
sunnudag kl. 11. Stundin byrjar á að
viðstaddir syngja nokkur sumarlög
en síðan hefst helgistund þar sem
m.a. verða skírð tvö börn. Tónlistin
verður í léttum sumarfatnaði undir
stjórn Reynis Jónassonar harmon-
ikkuleikara og Hjörleifs Valssonar
fiðluleikara en endur og lóur taka
undir. Stundinni stjórnar sr. Halldór
Reynisson og mun hann m.a. hug-
leiða tímastjórnun og það að halda
hvíldardaginn heilagan.
Stundin hefst eins og áður segir
kl. 11 og verður við styttuna Björg-
un, nema ef rignir, en þá verður
helgistundin í Neskirkju.
Safnaðarstarf
Fella- og Hólakirkja. Samræmd
heildarmynd, sýning á glerlistaverk-
um og skrúða kirkjunnar opin kl. 13-
18.
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar
kl. 12-12.30. Eyþór Ingi Jónsson
leikur á orgel.
KEFAS: Þriðjud: Almenn bæna-
stund kl. 20.30. Miðvikud: Samveru-
stund unga fólksins kl. 20.30. Allir
hjartanlega velkomnir.
Hvíldardag-
urinn heiðraður
við Ægisíðuna
ÞRÁTT fyrir ágætis gengi Ís-
lenska liðsins í síðari hluta Evr-
ópumótsins hefur lítið dregið sam-
an með liðinu og þeim liðum sem
tróna á toppnum. Ef vel gengur í
lokaumferðunum ætti liðið þó að
enda í kringum 10. sæti, eða á þeim
stað sem Guðmundur Páll Arnar-
son fyrirliði taldi raunhæft. Afleitt
gengi fyrri hluta mótsins hlýtur þó
að vekja upp spurningar um hvort
liðið hafi verið í nægilegri spila-
þjálfun þegar mótið hófst.
Íslendingar töpuðu ekki leik í 13
umferðir eða frá 17. til 30. umferð-
ar. Þeir unnu Austurríkismenn,
16:14, í 28. umferð og síðan Wales-
verja, 23:7, í 29. umferð. En í 30.
umferð tapaði Ísland naumlega fyr-
ir Tékkum, 13:17. Í 31. umferð vann
Ísland síðan Búlgaríu, 16:13,5, og í
32. umferð í gærmorgun unnu þeir
Íra, 19:11. Eftir þá umferð voru Ís-
lendingar í 11.-12. sæti með 511 stig
ásamt Austurríkismönnum. Rússar
og Ítalar börðust hatrammlega um
efsta sætið: Rússar höfðu 584,5 stig
og Ítalar 581 en næstir komu Norð-
menn með 574, Pólverjar með 569,
Frakkar 552, Ísraelsmenn 538,5 og
Danir 535.
Ísland spilaði við San Marínó og
Slóveníu í 33. og 34. umferð í gær
en mótinu lýkur í dag og þá spila
Íslendingar við Norðmenn.
Á opnu borði
Ítalir og Frakkar mættust á
fimmtudag og þar sýndu Ítalirnir
Norberto Bocchi og Giorgio Dub-
oin vel hvers þeir eru megnugir
enda margfaldir Evrópumeistarar
og Ólympíumeistarar.
Norður
♠ Á2
♥ Á108
♦ G7
♣ ÁKG642
Vestur Austur
♠ K106 ♠ DG875
♥ 2 ♥ G963
♦ ÁKD9852 ♦ 6
♣73 ♣D84
Suður
♠ 943
♥ KD754
♦ 1043
♣109
Við bæði borð í þessum leik varð
lokasamningurinn 4 hjörtu í suður.
Við annað borðið, þar sem Frakk-
arnir Patrick Allegrini og Jean-
Jacques Palau sátu NS og Ítalarn-
ir Lorenzo Lauria og Alfredo
Versace AV, var samningurinn
ódoblaður.
Þar spilaði Lauria út ás og kóng
í tígli og síðan tíguldrottningu.
Sagnhafi trompaði með tíunni í
blindum en Versace yfirtrompaði
með gosa og skipti í spaða. Þar
með var ekki hægt að vinna spilið
og það endaði tvo niður þegar
sagnhafi svínaði laufadrottning-
unni.
Við hitt borðið sátu Frakkarnir
Franck Multon og Jean-Christ-
ophe Quantin AV og Bocchi og
Duboin í NS. Þar opnaði Multon í
vestur á tígli og eftir nokkra sagn-
baráttu endaði suður í 4 hjörtum
sem Quantin í austur doblaði.
Multon spilaði út tígulás og kóng
og Quantin henti spaðadrottning-
unni í. Multon skipti þá í spaðatíu
sem Duboin í suður drap með ás.
Nú spilaði Duboin eins og hann
sæi öll spilin. Hann fór af stað með
hjartatíuna úr borði, Quantin lagði
gosann á og kóngurinn í suður átti
slaginn. Næst tók Duboin ÁK í
laufi og trompaði lauf heim. Síðan
spilaði hann tígultíu og gaf vestri á
drottninguna en henti spaða í
blindum:
Norður
♠ --
♥ Á8
♦ --
♣ G65
Vestur Austur
♠ K6 ♠ G5
♥ -- ♥ 963
♦ 982 ♦ --
♣ -- ♣--
Suður
♠ 94
♥ D75
♦ --
♣ --
Nú var sama hvað vörnin gerði. Ef
vestur spilaði spaða gat Duboin
trompað með áttunni í borði og
spilað laufi. Ef austur trompaði gat
suður yfirtrompað, trompað spaða
með ás og lagt austur á tromp-
bragði með því að spila laufi.
Spilaði vestur tígli gat Duboin
hent laufi í borði og trompað
heima, trompað spaða með áttunni
og spilað laufi úr borði. Austur
væri fastur í netinu.
Ísland komið í efsta
þriðjung á EM
BRIDS
G u ð m . S v .
H e r m a n n s s o n
KIRKJUSTARF
Ert þú
einmana?
Ókeypis símaþjónusta
800 6464
Vinalínan opin á hverju kvöldi
frá kl. 20 - 23.
100% TRÚNAÐUR
Eingöngu sjálfboðaliðar sem
svara í símann. Símaþjónusta
fyrir fullorðið fólk (18 og eldra).
KUNERT
WELLNESS
Sokkabuxur
Hnésokkar
Ökklasokkar
iðunn
tískuverslun
2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680
v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680