Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 44
FRÉTTIR 44 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Náttúruleikskólinn Krakkakot Bessastaðahreppi Starfskraftur í eldhús Ert þú lærð(ur) sem kokkur eða með góða reynslu af störfum í mötuneyti? Þá endilega hafðu samband, því okkur vantar hressa man- neskju til starfa í eldhúsi leikskólans. Náttúru- leikskólinn Krakkakot er heimilislegur fjögurra deilda leikskóli með vel útbúnu eldhúsi, yndis- legum börnum, góðu starfsfólki og mörgum dýrum. Um er að ræða vinnutíma frá kl. 8.30—14.00 virka daga. Umsóknarfrestur er til 6. júlí. Nánari upplýsingar veita Erla Thomsen leik- skólastjóri og Hjördís Ólafsdóttir aðstoðarleik- skólastjóri í símum 565 1388 og gsm 862 0006. ⓦ á Reykjavíkur- veg í Reykjavík vantar í afleysingar R A Ð A U G L Ý S I N G A R HÚSNÆÐI Í BOÐI Til leigu miðsvæðis í Reykjavík Steinsteypt húsnæði á friðsælum stað er til leigu. Húsnæðið hentar vel fyrir skrifstofuhald, til kennslu eða fyrir léttan iðnað. Fyrsta hæðin er björt, alls um 540 fermetrar með 335 cm loft- hæð. Hæðin er tengd vörulyftu niður á jarð- hæð, þar sem hægt er að keyra sendibíl að lyftudyrum. Geymsluloft við lyftuhús er 42 fer- metrar og lofthæð þar er 335 cm. Geymslu- loftið, sem er ofan við fyrstu hæðina og tengist einnig lyftuhúsinu, er um 317 fermetrar með 205 cm lofthæð. Tryggð verða næg bílastæði. Húsnæðið leigist tilbúið undir tréverk eða inn- réttað að óskum leigutaka. Laust nú þegar. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Jónasson í símum 551 8166 og 892 7927. TIL SÖLU                      Upplýsingar í síma 896 3130 og 557 9006. TILBOÐ / ÚTBOÐ F.h. Reykjavíkurhafnar er leitað eftir tilboð- um í nokkur smáverk vegna frágangs gatna og gangstétta í Sundahöfn. Um er að ræða regnvatnslagnir, malbikun, kantsteinasteypu, steyptar gangstéttar, þökulagning, allt með tilheyrandi jarðvinnu. Útboðsgögn fást á skrif- stofu okkar frá og með 3. júlí 2001, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 12. júlí 2001 kl. 11:00, á sama stað. RVH93/1 TILKYNNINGAR Nýtt aðsetur — ný símanúmer Einkaleyfastofan flytur starfsemi sína frá Lind- argötu 9 á Skúlagötu 63 (2. hæð) mánudaginn 2. júlí næstkomandi. Afgreiðslan verður lokuð 2. júlí. Stofnunin opnar á Skúlagötu 63 3. júlí, kl. 10:00, sími 580 9400, bréfasími 580 9401. Einkaleyfastofan.     Stórkostlegt úrval bóka, s.s. Dalamenn, Strandamenn, Bergsætt, nokkrar Árnesinga- ættir, Vestfirskar ættir, Ættir Austfirðinga, Sléttuhreppur, Kollsvíkurætt, Ættarskrá Bjarna Hermannssonar, Sýslu- mannsævir, Manntal 1703, Kjósamenn, Deildartunguætt, M.A.-stúdentar, auk fjölda annarra áhugaverðra bóka. Bókaunnendur, missið ekki af veislunni! Gvendur dúllari — alltaf góður. Fornbókasala, Kolaportinu. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Ungbarnanudd Námskeið fyrir for- eldra ungbarna byrj- ar fimmtudaginn 5. júlí. Ath.: Aðeins 6 börn í hóp. Báðir foreldrar velkomnir. Sérmenntaður kennari með yfir 10 ára reynslu. Uppl. og innritun á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c, símar 896 9653 og 562 4745. FÉLAGSLÍF 1. júlí sunnudagur. Ölkelduháls-Hrómundartind- ur-Nesjavellir. Göngutími er um 6—7 klst. At- hugið að farið er yfir Hengla- dalaá og hana gæti þurft að vaða upp að miðjum kálfum. Farar- stjóri Eiríkur Þormóðsson. Brott- för frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð 1500 fyrir fé- lagsmenn, en 1800 fyrir aðra. Sunnudagur 1. júlí kl.10.30 Reykjavegurinn 5. ferð Djúpavatn — Vatnsskarð Skemmtileg 5—6 klst. ganga, m.a. skoðuð Hrútagjárdyngja. Verð 1.700 kr. en 1.500 kr. fyrir félaga. Brottför frá BSÍ. Stansað v. kirkjug. Hafnar- firði. Spennandi helgar- og sumar- leyfisferðir framundan: 6.—8/7 Heiðardalur — Höfða- brekkuafréttur — Keringardalur. 6.—8/7 Jeppaferð að Sveinstindi og víðar. Fimmvörðuháls og Básar um hverja helgi. Skoðið utivist.is og texta- varp bls. 616. ÍÞRÓTTIR mbl.is ÞAÐ er farið að lifna yfir Soginu og fyrstu lax- arnir komnir á land. Óstaðfestar fregnir um 1-2 laxa úr ánni fyrir um viku reyndust ekki haldgóðar, en nú í lok vikunnar voru fyrstu skráðu laxarnir komnir á land. Þeir veiddust allir á laxasvæði Ásgarðs. Fyrsti laxinn var 5 punda, síðar sama dag kom 10 pundari og loks 12 punda fiskur sem tók spón í Bátalóni. Menn á bökkum Sogsins sáu fleiri fiska í Ásgarði og í Alviðru sást lax á Öldunni þótt þar hefði ekki veiðst neitt enn þá. Menn hafa einnig verið að fá hrikalegar bleikjur í Soginu, sú stærsta til þessa var 8 punda veidd á flugu í Ásgarði. Fyrstu laxarnir úr Eystri-Rangá Eystri-Rangá var opnuð síðastliðinn þriðju- dag og í gær voru komnir a.m.k. fimm laxar á land, bæði stórir laxar og smálaxar. Áin hefur verið lituð vegna hlýindanna og ekki hefur það greitt fyrir um veiði. Reytingur af vænum sil- ungi hefur einnig veiðst, bæði urriði og bleikja. Í Ytri-Rangá hefur veiði einnig farið rólega af stað og laxveiði verið fremur lítil. Þetta er þó alvanalegt í báðum ám, í þær geng- ur hafbeitarlax sem er jafnan heldur seinni til að ganga úr sjó heldur en villtir stofnar. Lítið af bleikju Fremur rólegt hefur verið í bleikjuveiðinni á silungasvæði Víðidalsár. Á stundum hefur norðanbál skemmt fyrir, en þess á milli hefur lygnt en þá hefur veiði ekki verið lífleg. Menn hafa þó aðeins reytt upp fiska og í vikunni var einhver hreyfing á nýjum fiski, en það var frekar smá bleikja sem tók illa. Mönnum gekk betur að fá eldri og vænni fiska til að taka. Mok á Auðkúluheiði Hópur veiðimanna sem var í vötnum á Auð- kúluheiði um síðustu helgi stóð í stórræðum. Þetta voru mest fluguveiðimenn og þeir fengu „marga kassa“ af bleikju, en hirtu þó aðeins 1-3 punda fiska. Kapparnir voru aðallega í Mjóavatni og Friðmundarvötnum og flugurn- ar sem bestan afla gáfu voru Zugbug og Pea- cock. Bleikjan tók ósköp næmt hjá þeim félög- um sem gripu þá til þess að nota tökuvara. Voru þá dæmi um að bleikjurnar skytu hausn- um upp úr vatninu og gripu um appelsínugula tökuvarana. Fyrstu laxarnir úr Soginu og E-Rangá Jóhann Birgisson og Ingólfur Kolbeins- son með bleikjuhrúgu úr norðlenskum silungsvötnum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.