Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 44

Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 44
FRÉTTIR 44 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Náttúruleikskólinn Krakkakot Bessastaðahreppi Starfskraftur í eldhús Ert þú lærð(ur) sem kokkur eða með góða reynslu af störfum í mötuneyti? Þá endilega hafðu samband, því okkur vantar hressa man- neskju til starfa í eldhúsi leikskólans. Náttúru- leikskólinn Krakkakot er heimilislegur fjögurra deilda leikskóli með vel útbúnu eldhúsi, yndis- legum börnum, góðu starfsfólki og mörgum dýrum. Um er að ræða vinnutíma frá kl. 8.30—14.00 virka daga. Umsóknarfrestur er til 6. júlí. Nánari upplýsingar veita Erla Thomsen leik- skólastjóri og Hjördís Ólafsdóttir aðstoðarleik- skólastjóri í símum 565 1388 og gsm 862 0006. ⓦ á Reykjavíkur- veg í Reykjavík vantar í afleysingar R A Ð A U G L Ý S I N G A R HÚSNÆÐI Í BOÐI Til leigu miðsvæðis í Reykjavík Steinsteypt húsnæði á friðsælum stað er til leigu. Húsnæðið hentar vel fyrir skrifstofuhald, til kennslu eða fyrir léttan iðnað. Fyrsta hæðin er björt, alls um 540 fermetrar með 335 cm loft- hæð. Hæðin er tengd vörulyftu niður á jarð- hæð, þar sem hægt er að keyra sendibíl að lyftudyrum. Geymsluloft við lyftuhús er 42 fer- metrar og lofthæð þar er 335 cm. Geymslu- loftið, sem er ofan við fyrstu hæðina og tengist einnig lyftuhúsinu, er um 317 fermetrar með 205 cm lofthæð. Tryggð verða næg bílastæði. Húsnæðið leigist tilbúið undir tréverk eða inn- réttað að óskum leigutaka. Laust nú þegar. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Jónasson í símum 551 8166 og 892 7927. TIL SÖLU                      Upplýsingar í síma 896 3130 og 557 9006. TILBOÐ / ÚTBOÐ F.h. Reykjavíkurhafnar er leitað eftir tilboð- um í nokkur smáverk vegna frágangs gatna og gangstétta í Sundahöfn. Um er að ræða regnvatnslagnir, malbikun, kantsteinasteypu, steyptar gangstéttar, þökulagning, allt með tilheyrandi jarðvinnu. Útboðsgögn fást á skrif- stofu okkar frá og með 3. júlí 2001, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 12. júlí 2001 kl. 11:00, á sama stað. RVH93/1 TILKYNNINGAR Nýtt aðsetur — ný símanúmer Einkaleyfastofan flytur starfsemi sína frá Lind- argötu 9 á Skúlagötu 63 (2. hæð) mánudaginn 2. júlí næstkomandi. Afgreiðslan verður lokuð 2. júlí. Stofnunin opnar á Skúlagötu 63 3. júlí, kl. 10:00, sími 580 9400, bréfasími 580 9401. Einkaleyfastofan.     Stórkostlegt úrval bóka, s.s. Dalamenn, Strandamenn, Bergsætt, nokkrar Árnesinga- ættir, Vestfirskar ættir, Ættir Austfirðinga, Sléttuhreppur, Kollsvíkurætt, Ættarskrá Bjarna Hermannssonar, Sýslu- mannsævir, Manntal 1703, Kjósamenn, Deildartunguætt, M.A.-stúdentar, auk fjölda annarra áhugaverðra bóka. Bókaunnendur, missið ekki af veislunni! Gvendur dúllari — alltaf góður. Fornbókasala, Kolaportinu. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Ungbarnanudd Námskeið fyrir for- eldra ungbarna byrj- ar fimmtudaginn 5. júlí. Ath.: Aðeins 6 börn í hóp. Báðir foreldrar velkomnir. Sérmenntaður kennari með yfir 10 ára reynslu. Uppl. og innritun á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c, símar 896 9653 og 562 4745. FÉLAGSLÍF 1. júlí sunnudagur. Ölkelduháls-Hrómundartind- ur-Nesjavellir. Göngutími er um 6—7 klst. At- hugið að farið er yfir Hengla- dalaá og hana gæti þurft að vaða upp að miðjum kálfum. Farar- stjóri Eiríkur Þormóðsson. Brott- för frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð 1500 fyrir fé- lagsmenn, en 1800 fyrir aðra. Sunnudagur 1. júlí kl.10.30 Reykjavegurinn 5. ferð Djúpavatn — Vatnsskarð Skemmtileg 5—6 klst. ganga, m.a. skoðuð Hrútagjárdyngja. Verð 1.700 kr. en 1.500 kr. fyrir félaga. Brottför frá BSÍ. Stansað v. kirkjug. Hafnar- firði. Spennandi helgar- og sumar- leyfisferðir framundan: 6.—8/7 Heiðardalur — Höfða- brekkuafréttur — Keringardalur. 6.—8/7 Jeppaferð að Sveinstindi og víðar. Fimmvörðuháls og Básar um hverja helgi. Skoðið utivist.is og texta- varp bls. 616. ÍÞRÓTTIR mbl.is ÞAÐ er farið að lifna yfir Soginu og fyrstu lax- arnir komnir á land. Óstaðfestar fregnir um 1-2 laxa úr ánni fyrir um viku reyndust ekki haldgóðar, en nú í lok vikunnar voru fyrstu skráðu laxarnir komnir á land. Þeir veiddust allir á laxasvæði Ásgarðs. Fyrsti laxinn var 5 punda, síðar sama dag kom 10 pundari og loks 12 punda fiskur sem tók spón í Bátalóni. Menn á bökkum Sogsins sáu fleiri fiska í Ásgarði og í Alviðru sást lax á Öldunni þótt þar hefði ekki veiðst neitt enn þá. Menn hafa einnig verið að fá hrikalegar bleikjur í Soginu, sú stærsta til þessa var 8 punda veidd á flugu í Ásgarði. Fyrstu laxarnir úr Eystri-Rangá Eystri-Rangá var opnuð síðastliðinn þriðju- dag og í gær voru komnir a.m.k. fimm laxar á land, bæði stórir laxar og smálaxar. Áin hefur verið lituð vegna hlýindanna og ekki hefur það greitt fyrir um veiði. Reytingur af vænum sil- ungi hefur einnig veiðst, bæði urriði og bleikja. Í Ytri-Rangá hefur veiði einnig farið rólega af stað og laxveiði verið fremur lítil. Þetta er þó alvanalegt í báðum ám, í þær geng- ur hafbeitarlax sem er jafnan heldur seinni til að ganga úr sjó heldur en villtir stofnar. Lítið af bleikju Fremur rólegt hefur verið í bleikjuveiðinni á silungasvæði Víðidalsár. Á stundum hefur norðanbál skemmt fyrir, en þess á milli hefur lygnt en þá hefur veiði ekki verið lífleg. Menn hafa þó aðeins reytt upp fiska og í vikunni var einhver hreyfing á nýjum fiski, en það var frekar smá bleikja sem tók illa. Mönnum gekk betur að fá eldri og vænni fiska til að taka. Mok á Auðkúluheiði Hópur veiðimanna sem var í vötnum á Auð- kúluheiði um síðustu helgi stóð í stórræðum. Þetta voru mest fluguveiðimenn og þeir fengu „marga kassa“ af bleikju, en hirtu þó aðeins 1-3 punda fiska. Kapparnir voru aðallega í Mjóavatni og Friðmundarvötnum og flugurn- ar sem bestan afla gáfu voru Zugbug og Pea- cock. Bleikjan tók ósköp næmt hjá þeim félög- um sem gripu þá til þess að nota tökuvara. Voru þá dæmi um að bleikjurnar skytu hausn- um upp úr vatninu og gripu um appelsínugula tökuvarana. Fyrstu laxarnir úr Soginu og E-Rangá Jóhann Birgisson og Ingólfur Kolbeins- son með bleikjuhrúgu úr norðlenskum silungsvötnum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.