Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 53 Í NÝRRI könnun sem tónlistartíma- ritið Uncut gerði meðal tónlistar- manna, á því hver væru 50 bestu lög Bítlanna er John Lennon höfundur 8 af þeim 10 lögum sem fengu flest at- kvæði. Hljóta þetta að teljast all slá- andi niðurstöður því hingað til hefur virst ríkja nokkurt jafnræði í aðdáun á verkum hans og McCartneys. Það sem meira er þá kemst lag eftir McCartney ekki ofar en í 9. sæti, en það er „Helter Skelter“, sem er tveimur sætum á eftir lagi George Harrison á topp tíu, „Something“. Það lag sem hlaut flest atkvæði meðal tónlistarmannanna og þykir þar af leiðandi besta Bítlalagið í þeirra hópi er „A Day in A Life“, lokalag Stg. Peppers Lonely Hearts Club Band plötunnar margrómuðu. McCartney er reyndar sagður eiga stuttan millikafla í því lagi en annars er það alfarið hugarsmíð Lennons. Í öðru sæti er lag Lennons af smá- skífu sem margir telja hina bestu í sögunni, „Strawberry Fields For- ever“, sem kom út í febrúar 1967 en hin hliðin, „Penny Lane“, eftir McCartney er talið 15. besta lagið, en þess má geta að samkvæmt One safnplötunni er samt litið á „Penny Lane“ sem aðallag skífunnar. Svo koma þau koll af kolli, lög Lennons; „I Am The Walrus“ í 3. sæti, „Tomorrow Never Knows“ í 4., „In My Life“ í 5., „Across The Uni- verse“ í því 6., B-hliðarlagið „Rain“ í því 8. og í 10. sæti „Happiness Is A Warm Gun“. Þátttakendur í könnuninni voru yfir 100 tónlistarmenn, upptöku- stjórar, höfundar tónlistarbóka, skáld, leikarar og leikstjórar á öllum aldri og úr öllum áttum. Lengi vel var útlit fyrir að „Paperback Writer“ eftir McCartney fengi góða kosningu en á endanum lenti það í 11. sæti. Blaðamönnum Uncut þótti sérlega áberandi hversu mjög menn hömp- uðu „sínum“ Bítli, þ.e. nefndu ein- vörðungu lög eftir Lennon, Mc- Cartney eða Harrison. Einnig voru þó nokkrir sem vildu ólmir fá að nefna B-hliðina á „Abbey Road“ í heild sinni en samkvæmt ströngustu reglum er hún ekki gjaldgeng sem eitt lag. Álit erlendra tónlistarmanna Lennon á 8 af 10 bestu Bítlalögunum Lennon er greinilega Bítill tónlistarmanna. Ást eða föðurland: Saga Arturo Sandoval (For Love or Country: The Arturo Sandoval Story) S a n n s ö g u l e g  Leikstjórn Joseph Sargent. Aðal- hlutverk Andy Garcia, Charles Dut- ton. (120 mín.) Bandaríkin 2000. Skífan. Öllum leyfð. Í ÞESSARI átakasögu úr nú- tímanum, sem byggir á sönnum at- burðum, segir frá kúbverska tromp- etleikaranum Art- uro Sandoval og þeim aðstæðum er leiddu til þess að hann sótti um pólitískt hæli í Bandaríkjunum á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Þrátt fyrir að vera dáður í heimalandinu fyrir hæfileika sína taldi hann sig ætíð vera í fjötrum Castros. Samkvæmt myndinni voru yfirvöld ætíð tortryggin í garð Sandovals sökum tengsla hans við erlenda listamenn og framúrstefnu- legrar tónlistarsköpunar hans, sem braut í bága við „smekk“ bylting- araflanna. Andy Garcia leikur þennan tilfinningaríka trompetleik- ara af þvílíkum fítonskrafti að tæp- ast getur talist að hann hafi gert betur. Dutton er jafnframt skemmtilega sannfærandi sem góð- vinur Sandoval og bjargvættur Dizzy Gillespie. Hér er því á heildina litið enn ein gæðamyndin úr smiðju HBO-sjón- varpsstöðvarinnar. Trúverðug, dramatísk og um fram allt áhuga- verð. Skarphéðinn Guðmundsson Í fjötrum föðurlands Sólsetursstræti (Sunset Strip) G a m a n / d r a m a Leikstjóri: Adam Collins. Handrit: Randall Jahnson og Russell De- Grazier. Aðalhlutverk: Simon Bak- er, Anna Friel, Nick Stahl og Jared Leto. Bandaríkin, 2000. Skífan (92 mín.). Öllum leyfð. KVIKMYNDIR sem gerast á tíma litríkrar tísku sjöunda og fyrri hluta átt- unda áratugarins (sem tískuiðnaður dagsins í dag er í óðaönn að endur- skapa og endur- endurskapa) virð- ast einstaklega vinsælar um þess- ar mundir. Villtir tímar glitrandi galla, eiturlyfja, óhefts kynlífs og tiltekinna tónlistarstefna, eru upp- hafnir og atburðarásin vandlega krydduð með tónlist tíðarandans. Minna fer hins vegar fyrir um- ræðu um pólitískt inntak umrædds tíma, og verður manni hugsað til þess hvort ekki sé fyrst og fremst verið að nota hina litríku tíma til skrauts, nú þegar allt virðist hrokkið aftur í baklás íhaldssem- innar og peningahyggjunnar. Sól- setursstræti forðast að nokkru leyti að falla í þessa gryfju, þar sem hún dregur upp fremur óupp- hafna mynd af fortíðinni en bætir samt engu við fyrri flóru. MYNDBÖND Glitrandi gallar Heiða Jóhannsdótt ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.