Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 19 ALÞINGI samþykkti í vor ný lög um vexti og verðtryggingu sem taka gildi á morgun. Á fundi viðskiptaráðu- neytisins til kynningar á lögunum sagði Valgerður Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, að bylting hafi orðið á fjármagnsmarkaðnum á síðustu ár- um og því hafi verið orðið nauðsyn- legt að setja þessi nýju lög. Valgerð- ur sagði að í þeim fælist vaxtafrelsi og að vaxtastig myndi ráðast af markaðsaðstæðum. Hún sagðist þó telja að á þessu yrði að vera sú und- antekning að fullkomið samnings- frelsi ætti ekki að ríkja um dráttar- vexti, að minnsta kosti ekki varðandi neytendalán og að ákveðnar skorður væru þar um í nýju lögunum. Seðlabankinn ákveður grunn dráttarvaxtanna Benedikt Árnason, skrifstofustjóri fjármagnsmarkaðar í viðskiptaráðu- neytinu, fjallaði um helstu breytingar sem yrðu með gildistöku nýrra vaxtalaga. Hann sagði Seðlabankann hafa ákveðið dráttarvexti hingað til en í nýju lögunum yrði sú breyting að heimilt yrði að semja um dráttarvexti að ákveðnu marki, en neytendalán væru þó undanskilin. Tiltekinn óumsemjanlegur grunn- ur dráttarvaxta sem Seðlabankinn ákveður verður í gildi og miðast hann við ávöxtun í endurhverfum verð- bréfaviðskiptum Seðlabankans, sem nú er 10,9%. Semja má um vanefnda- álag ofan á þennan grunn, en ef ekki er samið um álagið gildir vanefnda- álag sem Seðlabankinn ákveður. Samkvæmt tilkynningu frá bankan- um verður það 12,6% frá og með gild- istöku laganna, sem þýðir að samtals verða dráttarvextir 23,5% á seinni helmingi ársins, semji menn ekki um annað sín á milli, því ákvörðun Seðla- bankans um dráttarvexti gildir í hálft ár. Þetta er sama stig dráttarvaxta og er í gildi nú. Meðalvextir og hæstu vextir afnumdir Sú breyting sem Benedikt sagði að myndi hafa hvað mest áhrif í við- skiptalífinu er afnám meðalvaxta og hæstu vaxta. Hingað til hefur Seðla- bankinn reiknað út meðalvexti, en síðustu ár mun það hafa reynst erfitt vegna mikillar flóru vaxta hjá inn- lánsstofnunum. Frá og með 1. júlí verða menn því að nota aðrar viðmið- anir í lánasamningum. Með lögunum er lögð til ein viðmiðun, sem Seðla- bankinn ákveður, en þeir viðmiðun- arvextir eiga að vera jafnir lægstu vöxtum hjá lánastofnunum. Eiríkur Guðnason, seðlabanka- stjóri, sem einnig hélt erindi á fund- inum, sagði að þeir vextir sem miðað yrði við sem lægstu vextir á mark- aðnum yrðu sannanlega að standa viðskiptavinum lánastofnana til boða og auk þess að vera án of mikilla skil- yrða. Vextir sem aðeins væri hægt að fá í gegnum netbanka yrðu þess vegna ekki notaðir sem viðmiðun. Vextir af skaðabótakröfum hækka úr 1,1% í 9,5% Með gildistöku nýju laganna munu vextir af skaðabótakröfum hækka verulega. Hingað til hafa þeir verið vegið meðaltal vaxta af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum, en framvegis verður við það miðað að þeir verði 2⁄3 hlutar þeirra vaxta sem Seðlabankinn ákveður samkvæmt fyrrnefndri reglu um lægstu vexti á markaði. Að sögn Eiríks Guðnasonar mun þetta þýða að vextir af skaða- bótakröfum hækka úr 1,1% sam- kvæmt núgildandi lögum í 9,5% eftir næstu mánaðamót. Loks má nefna að við lagabreyt- inguna taka gildi einfaldari ákvæði um verðtryggingu. Heimilt verður að verðtryggja lánasamninga eins og verið hefur, en samkvæmt nýju lög- unum má eingöngu miða við vísitölu neysluverðs. Ný vaxtalög taka gildi 1. júlí Aukið frelsi til að semja um dráttarvexti Morgunblaðið/Arnaldur Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að markaðsaðstæður muni ráða almennum vaxtakjörum, en telur að ekki geti verið fullt samningsfrelsi um dráttarvexti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.