Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. KAUPÞING hf. hefur undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu við Sofi Financial Services Group í Finnlandi. Sofi er verðbréfafyrir- tæki sem hefur sérhæft sig í eigna- stýringu og verðbréfamiðlun fyrir fyrirtæki, stofnanafjárfesta og efn- aða einstaklinga og er það aðili að kauphöllinni í Helsinki. Starfsmenn Sofi eru nú um 35 og það hefur jafnvirði um 50 milljarða króna í eignastýringu. Sigurður Ein- arsson, forstjóri Kaupþings, segist telja að finnski markaðurinn eigi eft- ir að sækja mjög í sig veðrið á næstu árum og að Sofi hafi alla burði til að vaxa hratt. Kaupþing kaupir finnskt verðbréfa- fyrirtæki  Kaupþing hyggst/18 JEPPABIFREIÐ valt við bæinn Efstadal austan Laugarvatns á tí- unda tímanum í gærkvöldi. Tvennt var í bílnum og voru bæði farþegi og ökumaður fluttir á Landspítala í Fossvoi með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Hvorki bílstjóri né farþegi reyndust lífshættulega slasaðir en báðir voru lagðir inn á spítalann til frekari meðferðar. Þegar slysið átti sér stað var þyrl- an stödd á Þingvöllum að svipast um eftir ferðalangi sem þar hafði villst fyrr um daginn. Maðurinn hafði ver- ið á ferð ásamt hópi sem hingað kom með skemmtiferðaskipi, en misst sjónar á hópnum. Maðurinn var heill á húfi þegar hann fannst kl. 21.30, en kaldur og hrakinn. Skemmtiferða- skipið hafði hins vegar látið úr höfn. Þyrla sótti tvo slasaða menn eftir bílveltu GENGI deCODE, móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 42,3% eftir mikil viðskipti með bréf í fyrirtækinu á bandaríska Nasd- aq-verðbréfamarkaðinum í gær. Bréfin hækkuðu um 3,66 dali á hlut og var lokagengi bréfanna 12,31 dalur á hlut. Birting á lokagengi helstu vísi- talna og hlutabréfa frestaðist í gær vegna bilunar sem varð á tölvukerfi Nasdaq-markaðarins. Talsverðar sveiflur hafa verið á gengi fyrirtækisins undanfarna mán- uði. Féll gengi bréfanna umtalsvert fyrri hluta þessa árs en hefur verið á uppleið að undanförnu. Þetta er mesta hækkun bréfanna um langt skeið. Íslensk erfðagreining tjáir sig ekki Páll Magnússon, framkvæmda- stjóri samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í gærkvöldi að fyrirtækið hefði þá stefnu að bregðast ekki við upplýs- ingum sem fram koma um breytingar á gengi á hlutabréfum í fyrirtækinu. Vildi hann því ekki tjá sig um þessa miklu hækkun. Gengi de- CODE hækkar um 42,3% MIKIÐ sjóstangaveiðimót átti að hefjast kl. 6 í morgun við Grímsey og stendur það fram eftir degi. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt mót er haldið í eyjunni og hefur það átt sívaxandi vinsældum að fagna. Garðar Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, segir að allt stefni í að 65 manns taki þátt í veiðinni en í fyrra voru þeir 48. Alls verða á annað hundrað manns í eyjunni yfir helgina sem er ríflega tvöföld- un á íbúafjöldanum. Ferjan Sæ- fari kom í gærkvöldi til Grímseyj- ar og um borð voru 108 manns og áður hafði talsverður fjöldi verið kominn á staðinn. Garðar segir að mikil stemmn- ing sé fyrir mótinu. Þrír til sex manns eru í hverjum báti, jafnt konur sem karlar. Seinna er farið með börnin í þriggja til fjögurra manna hópum og þeim leyft að spreyta sig. Það er Sjóvak, stang- veiðifélag Eyjafjarðar, Kiwanis- klúbburinn og Kvenfélagið í Grímsey, sem standa fyrir mótinu. Garðar segir að mótið eigi sífellt meiri vinsældum að fagna enda fiskist jafnan mikið. Í fyrra var aflinn 14 tonn sem deildist nið- ur á 48 veiðimenn. Garðar segir að aðkomumenn gisti í heimahúsum og margir hafi með sér fellihýsi og tjöld. Kalt var í Grímsey í gær- kvöldi en logn. Árlegt sjóstangaveiðimót nýtur vinsælda í Grímsey Ferðamenn fleiri en íbúar í eyjunni FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN og knatt- spyrnumenn minntust í gærkvöldi frækinna landskeppnissigra á Norðmönnum og Dönum í frjáls- íþróttum í Ósló og á Svíum í knatt- spyrnuleik á Melavellinum föstu- daginn 29. júní 1951, eða fyrir 50 árum. Liðsmenn beggja liða ásamt eig- inkonum og fjölda fulltrúa íþrótta- hreyfingarinnar og íþrótta- og menntamálaráðherra komu saman til athafnar í Neskirkju síðdegis og minntust þar látinna félaga. Að því búnu gekk hópurinn undir fánum til kvöldverðar á Hótel Sögu en þar voru íþróttamennirnir heiðraðir af sérsamböndum sínum. Margar af frægustu íþróttahetjum þjóðar- innar voru þar saman komnar og hér getur að sjá nokkrar þeirra; frjálsíþróttagarpana (f.v.) Örn Clausen, Inga Þorsteinsson, Hauk Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson og Magnús E. Baldvinsson. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Minntust frækinna sigra  Samstaðan/B2 sem hugsa sér til hreyfings enda víð- ast hvar spáð mildu veðri. Fyrsta helgin í júlí er allajafna önnur mesta ferðahelgi sumarsins, næst á eftir verslunarmannahelginni. Víða var nokkur viðbúnaður vegna óspekta sem urðu um sömu helgi í fyrra, einkum í Húsafelli. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík var talsverður straumur úr höfuðborginni, bæði í austur- og vesturátt og mikill þungi á gatnamótunum við Suðurlandsveg og Vesturlandsveg, auk þyngsla á leið til Mosfellsbæjar. Nokkur um- ferðarstraumur var norður í land og telur lögreglan í Borgarnesi að um 7.000 bílar hafi farið fyrir Hafnarfjall í gær. Í Borgarnesi eru samankomn- ir yfir 3.000 manns um helgina vegna Búnaðarbankamóts yngri flokka í UMFERÐARSTRAUMUR var mikill víða um land í gær og margir knattspyrnu sem þar fer fram og eru tjaldstæði og önnur gistirými bæj- arins þéttskipuð. Allt með kyrrum kjörum í Húsafelli í gærkvöldi Í Húsafelli er nokkur fjöldi manna samankominn, mest fjölskyldufólk og þar var allt með ró og spekt í gær- kvöldi. Í Ólafsvík eru færeyskir dag- ar nú um helgina og voru öll tjald- stæði þéttsetin þar í gærkvöldi og að sögn lögreglu á staðnum fór allt vel fram. Þá var töluverð umferð á Aust- fjörðum í gær og voru ferðalangar þar um slóðir ýmist á leið til Atlavík- ur, í sumarbústaði eða til Egilsstaða. Almennt gekk umferð vel í gær og fáir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Morgunblaðið/Jim Smart Mikið var að gera á bensínstöðvum í gær, enda vissara að fylla geyminn áður en haldið er í ferðalag. Önnur mesta ferðahelgi ársins gengin í garð Mikil umferð var víða um land ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.