Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 22

Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 22
Tíðni ákveðinna fæðingargalla lækkað um 19% SÍÐAN yfirvöld í Bandaríkjunum ákváðu að vítamíninu fólasíni skyldi bætt í grunnfæðutegundir eins og kornvörur og kjöt hafa 19% færri börn fæðst með ákveðna fæð- ingargalla í mænu og heila. Áður en viðbæturnar hófust fæddust ár- lega 2.500–3.000 börn í landinu með annars vegar klofinn hrygg, sem er mænusjúkdómur er getur leitt til lömunar, og hins vegar heilaleysi sem leiðir til dauða. Vís- indamenn við forvarna- og sjúk- dómaeftirlit Bandaríkjanna gerðu rannsóknina en niðurstöður henn- ar birtust í tímaritinu Journal of the American Medical Association. Árið 1996 leyfðu yfirvöld að fól- ansýru yrði bætt í ákveðnar grunn- fæðutegundir eins og brauð, pasta, hrísgrjón, hveiti og morgunkorn en 1998 kröfðust þau þess þar sem rannsóknir sýndu að margar konur fengju of lítið af henni og aðeins 29% kvenna fylgdu hvatningu yf- irvalda um að fá a.m.k. 400 mík- rógrömm af fólansýru á dag. Rann- sókn sem gerð var í október sýndi að konur á aldrinum 15–44 ára höfðu þá yfir tvöfalt meiri fól- insýru í blóðinu en áður en viðbæt- urnar hófust. Í Evrópu hefur þessi leið ekki verið farin heldur hafa heilbrigð- isyfirvöld hvatt konur á barneign- araldri til að fá nægilegt magn af fólasíni á dag, að sögn Laufeyjar Steingrímsdóttur forstöðumanns Manneldisráðs. „Það gæti þó komið til greina að fara þessa leið hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt að ekki er nóg að taka fólansýru eingöngu eftir að konur eru þungaðar heldur er nauðsynlegt að konur á barn- eignaraldri fái nóg af henni.“ Hún segir að hægt sé að fá nægjanlegt magn fólansýru úr fæðunni, hana sé sérstaklega að finna í dökk- grænu grænmeti, t.d. brokkolí og papriku, sítrusávöxtum en einnig í litlu magni í mjólkurvörum. „Fól- ansýra hefur einnig aðra eig- inleika, t.d. bendir margt til þess að hún minnki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini, þannig að hún er ekki eingöngu æskileg konum á barneignaraldri heldur er holl fyrir aðra líka.“ Pétur Lúðvíksson, sérfræðingur í taugasjúkdómum barna, segir að viðbætur í fæðu horfi nokkuð öðru- vísi við hér á landi vegna þess hve samfélagsgerð í Bandaríkjunum er ólík þeirri íslensku. „Þetta er mik- ilvægt í löndum þar sem ekki næst til nema takmarkaðs hóps í gegn- um heilbrigðiskerfið og fólk leitar mun sjaldnar til læknis og þung- aðar konur kannski ekki fyrr en á síðustu vikum meðgöngu. Því þarf ekki að vera að slíkar viðbætur í fæðu eigi við á Íslandi.“ Fólasíni bætt í fæðu í Banda- ríkjunum frá 1998 NEYTENDUR 22 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VERÐ á kjúklingi hefur hækkað að undanförnu hjá heildsölum og framleiðendum og segja tals- menn þeirra skýringuna vera hækkað verð á kjúklingafóðri. Hjá Ísfugli hækkar verð um 7% að sögn Helgu Hólm, fram- kvæmdastjóra Ísfugls. „Samn- ingar við viðskiptavini hafa mis- langan gildistíma svo hækkunin gengur mishratt yfir. Hún kemur til vegna hækkunar á fóðri til framleiðenda en einnig hafa um- búðir hækkað í verði.“ Hjá Ferskum kjúklingum er hækkunin mismikil eftir tegund- um eða frá 2-3% og upp í 9%, að sögn Ólafs Jóns Guðnasonar framkvæmdastjóra. Hann segir ástæðuna fyrst og fremst vera hækkað fóðurverð en einnig hækkað verð á umbúðum og launahækkanir. Hjá Reykjagarði varð 8% hækkun á öllum vörum nema kjúklingabringum sem hækkuðu um 12%, að sögn Páls Ásmunds- sonar skrifstofustjóra. „Aðal- ástæðan fyrir hækkuninni er 9% hækkun á kjúklingafóðri.“ Hann tekur fram að pylsur og álegg frá fyrirtækinu hafi ekki hækkað í verði. Hársnyrtivörur hækka um 5–12% Hjá heildversluninni Árgerði varð, í síðustu viku, 5–12% hækkun á hársnyrtivörum m.a. frá Matrix og Joico, að sögn Hjálmars Kristmannsonar fram- kvæmdastjóra. „Hækkanirnar eiga að mestu leyti rætur sínar að rekja til gengisbreytinga. Langstærstur hluti okkar vara kemur frá Bandaríkjunum en dollarinn hefur hækkað um 30% frá því um áramót. Við höfum beðið átekta og vonast til að þurfa ekki að hækka verð en hjá því varð ekki komist.“ Hækkun á appelsínusafa Hagkaup hækkuðu verð á McCain appelsínusafa úr 189 krónum í 198 krónur sem er 4% hækkun, að sögn Sigurðar Reyn- aldssonar innkaupastjóra Hag- kaupa. „Kostnaðarverð vörunnar hefur hækkað um 8,6% frá ára- mótum og er þessi hækkun að- lögun að því.“ Kjúklingar hækka um 2–12 prósent í verði LÍNUR eru nú teknar að skýrast í baráttunni um leiðtogaembættið í breska Íhaldsflokknum. Tilkynnt var á miðvikudagskvöld að framboðs- frestur rynni út 5. júlí og ekki er búist við að fleiri gefi kost á sér en þeir fimm sem þegar hafa lýst yfir fram- boði. Michael Portillo, talsmaður Íhalds- flokksins í ríkisfjármálum og fyrrver- andi varnarmálaráðherra, varð fyrst- ur til að lýsa yfir framboði, fimm dögum eftir að William Hague sagði af sér í kjölfar ófaranna í þingkosn- ingunum 7. júní. Tæpri viku síðar, 19. júní, gáfu kost á sér þeir Iain Duncan Smith, talsmaður í varnarmálum, sem er af mörgum talinn leiðtogi hægri armsins í flokknum, og þingmaðurinn David Davis. Flokksformaðurinn Michael Ancram bættist í hópinn tveimur dögum síðar og Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráð- herra, batt loks enda á óvissu um framboð sitt sl. þriðjudag, þegar hann gaf formlega kost á sér. Allir hafa þeir lýst því yfir að Evr- ópumál megi ekki lengur kljúfa Íhaldsflokkinn og fullyrt að nauðsyn- legt sé fyrir flokkinn að höfða til breiðari kjósendahóps. Þó er greini- legur áherslumunur á frambjóðend- unum og víst er að ágreiningurinn innan flokksins, bæði um afstöðuna til Evrópusamstarfsins og milli íhalds- samari og frjálslyndari fylkinganna, verður ekki auðleystur. Michael Portillo og Kenneth Clarke tilheyra frjálslyndari armi flokksins, en Iain Duncan Smith, Michael Ancram og David Davis þeim íhaldssamari. Togstreitan milli þess- ara fylkinga hefur verið að ágerast á undanförnum árum og baráttan mun án efa harðna eftir því sem nær líður leiðtogakjörinu. Clarke hefur þá sér- stöðu að vera eini frambjóðandinn sem er yfirlýstur Evrópusinni og hlynntur inngöngu í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Ljóst þykir að úrslit leiðtogakjörs- ins muni ráða miklu um hvaða stefnu flokkurinn tekur á næstu árum, jafnt á hægri/vinstri-kvarðanum sem í Evrópumálunum. Úrslitanna ekki að vænta fyrr en síðsumars Fyrirkomulag leiðtogakjörsins er nokkuð flókið og tímafrekt. Undir- búningur þess gat ekki hafist fyrir al- vöru fyrr en á miðvikudag, þegar samtök óbreyttra íhaldsþingmanna, kennd við árið 1922, kusu sér nýjan formann, en hann sér venju sam- kvæmt um framkvæmdina. Nýi formaðurinn, Sir Michael Spencer, tók strax ákvörðun um að framboðsfrestur rynni út næstkom- andi þriðjudag, 5. júlí. Kjörið fer þannig fram að þing- menn Íhaldsflokksins þrengja fram- bjóðendahópinn niður í tvo, sem al- mennir flokksmenn greiða svo atkvæði um. Fyrsta umferð atkvæða- greiðslunnar í þingflokknum fer fram 10. júlí og sá frambjóðendanna sem fær fæst atkvæði fellur úr leik. Næst verður kosið 12. júlí og loks 17. júlí. Þá standa tveir uppi, sem skráðir flokks- menn velja á milli í póstkosningu. Skráðir félagar í Íhaldsflokknum eru um 300 þúsund og póstkosningin gæti tekið dágóðan tíma. Úrslitanna er ekki að vænta fyrr en í byrjun ágúst í fyrsta lagi, en allt kapp verður lagt á að ljúka kjörinu fyrir miðjan september, þegar landsþing flokksins verður haldið. Könnun The Times staðfestir vinsældir Clarkes Michael Portillo þykir ennþá sig- urstranglegastur, enda nýtur hann mikils stuðnins innan þingflokksins. Kenneth Clarke hefur þó allan tím- ann mælst með meira fylgi meðal al- mennra kjósenda. Hinir frambjóð- endurnir þrír þykja eiga mun minni möguleika. The Times birti í gær skoðana- könnun frá MORI-stofnuninni, sem staðfestir vinsældir Clarkes. Af al- mennum kjósendum svara 32% því til að Clarke væri best til þess fallinn að leiða Íhaldsflokkinn. 17% nefna Portillo, 7% Iain Duncan Smith , 6% nefna Michael Ancram og 4% David Davis. Forskot Clarkes á Portillo minnkar til muna þegar aðeins eru tekin svör stuðningsmanna Íhaldsflokksins. Clarke hefur þá 29% fylgi og Portillo 25%. Duncan Smith nýtur stuðnins 13% aðspurðra, Ancram fylgir fast á hæla honum með 12% og David Davis rekur lestina með 5%. Portillo nýtur mests stuðnings meðal miðstéttanna og fólks undir 45 ára aldri, sem eru þeir kjósendahópar sem Íhaldsflokkurinn þarf helst að vinna á sitt band til að eiga möguleika á sigri í næstu kosningum. Clarke og Duncan Smith njóta hins vegar meiri stuðnings meðal eldri aldurshópa, sem eru reyndar í meirihluta af skráðum flokksmönnum. Eins og fyrr greinir gegnir þing- flokkurinn lykilhlutverki í leiðtoga- kjörinu. Af þeim þingmönnum sem hafa opinberlega lýst stuðningi við einhvern frambjóðendanna fylgja flestir Portillo að málum, eða 31, sam- kvæmt fréttavef BBC. Hann nýtur jafnframt stuðnings tveggja þriðju af skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins. 16 þingmenn hafa lýst stuðningi við Duncan Smith, 11 við Clarke, 9 við Davis og 7 við Ancram. Íhaldsflokk- urinn á 161 sæti í neðri deild þingsins. Vinsælir en umdeildir Þótt Clarke og Portillo njóti mestra vinsælda eru þeir jafnframt umdeild- astir frambjóðendanna. Clarke er eindreginn Evrópusinni, sem gerir honum erfitt fyrir, þar sem meirihluti stuðningsmanna Íhalds- flokksins er tortrygginn gagnvart Evrópusambandinu og andvígur aðild að EMU. Hefur Clarke jafnvel sjálfur lýst efasemdum um að Evrópusinni geti leitt flokkinn. Þess má geta að BBC gerði nýlega könnun meðal formanna flokksfélag- anna í kjördæmum landsins og aðeins tæpur helmingur þeirra tók undir þá fullyrðingu að aðildin að ESB hefði orðið Bretum til góðs. Þá hafa ýmsir talið Clarke of gaml- an til að taka við leiðtogaembættinu, en hann fagnar 61 árs afmæli á mánu- daginn og yrði því væntanlega 65 eða 66 ára er næstu kosningar fara fram. Hinir frambjóðendurnir fjórir eru all- ir um fimmtugt. Clarke vísar því hins vegar alfarið á bug að aldurinn sé honum hindrun. Menn hafa að sama skapi skiptar skoðanir á Portillo. Hann þótti á árum áður afar hægrisinnaður og var í miklu uppáhaldi hjá Margréti Thatcher. Eftir að hann missti þing- sæti sitt í Enfield Southgate í kosn- ingunum 1997, þegar Verkamanna- flokkurinn náði völdum, hefur hann hins vegar færst nær miðju í pólitík- inni. Frá því Portillo náði aftur kjöri í aukakosningum árið 1999, fyrir kjör- dæmið Kensington og Chelsea, hefur hann verið álitinn einn helsti talsmað- ur frjálslyndra viðhorfa í flokknum. Íhaldssamari arminum þykir nóg um og hafa ýmsir forvígismenn hans sak- að Portillo um að iðka „vinsældapóli- tík“ í anda Tony Blairs og nýja Verka- mannaflokksins. Ekki bætti úr skák þegar Portillo viðurkenndi fyrir tveimur árum, vegna þrýstings fjölmiðla, að hafa átt kynlífsreynslu með karlmönnum á sínum yngri árum. Stór hluti dygg- ustu stuðningsmanna Íhaldsflokksins er afar íhaldssamur í siðferðismálum og hafa andstæðingar Portillos not- fært sér þetta óspart til að grafa und- an honum. Línur að skýrast í leiðtogaslag breska Íhaldsflokksins Clarke vinsæll en Port- illo sigurstranglegur Leiðtogaefnin tala öll um að breikka verði kjósendahópinn og að Evrópumál megi ekki lengur kljúfa flokkinn. Að sögn Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur er mikill áherslumunur á frambjóðendunum. aith@mbl.is Reuters Michael Portillo AP Kenneth Clarke

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.