Morgunblaðið - 30.06.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 30.06.2001, Qupperneq 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í KVÖLD. Lau 30. júní kl. 20 LAUS SÆTI Fös 6. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 14. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Söngleikur fluttur af nemendum Verslunarskóla Íslands Þri 3. júlí kl. 20 – Forsýning, miðaverð kr. 1.200 Mið 4. júlí kl. 20 – Frumsýning Lau 7. júlí kl. 20 Sun 8. júlí kl. 20 Fim 12. júlí kl. 20 Fös 13. júlí kl. 19 Fös 13. júlí kl. 23 Fim 19. júlí kl. 20 Sun 22. júlí kl. 20 Fim 26. júlí kl. 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR! Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið                             ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Á leikferð um landið:         (3  B. )C>   C>D   $C>, - +'C> /   ;>C> =  AC>(-  %C> .C>E =#  C>,    $C>/  +C>" 0    'C>     !" #"  $% $&''()& % *+ "" ,% &-- ..'&'//**!""0+1!2/! 333  & (   $4 & (  HEDWIG KL. 20.30 Forsýning mið 4/7 UPPSELT Frumsýning fim 5/7 UPPSELT Lau 7/7 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda örfá sæti laus Fös 13/7 Lau 14/7 Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN fim 5/7 nokkur sæti laus Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 TUGIR þúsunda lutu höfði undir minningarorðum um þá sem létust á Hróarskelduhátíðinni fyrir réttu ári, áður en tónlistin tók við á opnunar- athöfninni á fimmtudag. Tregafullir opnunartónarnir, Imagine eftir John Lennon, leikið á trompet, voru und- anfari rokkveislu sem hófst með trukki og dýfu, bandarísku hljóm- sveitinni Deaftones. Um 150 tónleikar eru fyrirhugaðir á 31. Hróarskeldu- hátíðinni, sem er óneitanlega haldin í skugga harmleiksins síðasta ár. Ör- yggisráðstafanir hafa verið hertar mjög og eru nú líkar því sem gerist á ámóta stórum tónlistarhátíðum, t.d. á Bretlandi. Stemmningin á opnunardegi hátíð- arinnar var afslöppuð enda lék veðrið við tónleikagesti, þrátt fyrir hraklega veðurspá. Nær uppselt er á hátíðina en ákveðið var að takmarka fjöldann við 70.000 manns af öryggisástæðum. Fyrir nokkrum árum var ótakmark- aður aðgangur en horfið hefur verið frá því, auk þess sem hátíðarsvæðið hefur verið stækkað. Auk gestanna 70.000 eru um 20.000 starfsmenn, blaðamenn og aðrir sem tengjast tón- listarfólkinu á svæðinu. Stíur við sviðin Öryggisráðstafanirnar hafa verið hertar vegna slyssins í fyrra en þó vilja hvorki forráðamenn hátíðar- innar né lögreglan viðurkenna að eitthvað hefði mátt betur fara við öryggisgæslu og samræmingu læknavakta. Þrátt fyrir þessar yfir- lýsingar hefur um 120 milljónum ísl. kr. verið varið í öryggisbúnað m.a. girðingar sem komið er fyrir fyrir framan tvö stærstu sviðin, það app- elsínugula þar sem rými er fyrir um 60.000 áhorfendur, og græna sviðið þar sem 16.000 manns geta verið. Girðingarnar eru nokkurs konar stíur sem fólki er smalað inn í en á milli þeirra eru gangar sem örygg- isverðir geta farið um og kippt fólki upp úr ef þrengslin verða of mikil. Deftones höfðu ekki leikið lengi þegar þeir fyrstu voru orðnir aðframkomnir af loftleysi og hita og fengu aðstoð varðanna. Þeir sem ekki vilja vera innan girðingar geta rölt um að vild en ekki er lengur hægt að troðast að sviðunum eins og verið hefur. Forráðamenn hátíðarinnar höfðu búið sig undir pirring vegna þessa og fengu því til liðs við sig öryggisverði sem hafa langa reynslu af gæslu á rokktónleikum enda er það hægara sagt en gert fyrir nýliða að sýna festu þegar hundruð æstra og drukkinna aðdáenda vilja komast að sviðinu. Þá er lögregla með nokkuð lið til að koma í veg fyrir fíkniefnasölu og neyslu, en það kom þó ekki í veg fyrir að 28 ára gamall Svíi lést úr hjarta- áfalli á miðvikudag. Grunur leikur á að hann hafi tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Alls eru sjö svið á víð og dreif um svæðið en hljómsveitirnar og plötu- snúðarnir sem fram koma þá fjóra daga sem hátíðin stendur yfir, eru 151. Ekki koma mörg stór nöfn á hátíðina, heldur er áherslan lögð á ungar og upprennandi hljómsveitir. Einna mesta spennan er í kringum tónleika Robbie Williams sem leikur í kvöld, laugardagskvöld. Þá voru margir spenntir að sjá P.J. Harvey, Nick Cave and the Bad Seeds og Beck sem léku í gærkvöldi. Góð stemmning var á Wycliff Jean opnunarkvöldið og það sama verður vafalaust uppi á tening- unum þegar aldursforsetarnir Bob Dylan og Patti Smith troða upp. Þá eru hljómsveitirnar Basement Jaxx og Placebo á uppleið auk ótölu- legs fjölda annarra, ekki síst frá Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Þeir sem hrifnir eru af danstónlist með aust- urlenskum tóni fá heilmikið fyrir sinn snúð, m.a. hina egypsku Natöchu Atl- as, Bretann Talvin Singh og síðast en ekki síst rai-konunginn sjálfan, Khal- ed frá Alsír. Íslendingar eiga einn fulltrúa á Hróarskeldu, hljómsveitina Apparat, sem leikur á sunnudag. Mannlífsskoðun Íslenski fáninn, reyndar nokkuð lú- inn og óhreinn, blakti á stöng í áhorf- endaskaranum á tónleikum Wycliff Jean enda lögðu fjölmargir Íslending- ar leið sína á hátíðina. Þeir hverfa þó í fjölda Dana, sem eru um helmingur hátíðargesta, svo og Svía og Norð- manna sem fjölmenna. Aðrar þjóðir eiga svo mun færri fulltrúa á hátíð þar sem áhugafólk um mannlífsskoðun fær nóg að horfa á. Heittrúaðir aðdáendur hinna ýmsu tónlistarstefna svífa um svæðið með litað hár, útgötuð eyru og fatnað þar sem hugmyndafluginu hefur verið gefinn laus taumurinn. Ný og gömul kærustupör umvafin hvort öðru og aðrir sem finna sér helst huggun á botni bjórglass. Ungir jafnt sem gamlir stappa og dilla sér í takt við tónlistina og á sunnudaginn er öllum yfir fimmtugu boðinn ókeypis að- gangur til að sýna fram að tónlistar- áhuginn á sér engin aldurstakmörk. sem heitir Cinga til að sýna okkur fá- tækrahverfin. Hann er sjálfur fædd- ur og uppalinn í hverfunum og býr þar enn. Hann sagðist skyldi fara með okkur um hverfin, en þó alfarið á okkar eigin ábyrgð,“ segir Sigríður. „Glæpatíðni er mjög há í Suður-Afr- íku, sérstaklega í fátækrahverfunum. Lögreglumenn hætta sér meira að segja ekki inn í sum þessara hverfa. Sem dæmi eru framið morð á hálf- tíma fresti í Suður-Arfríku og nauðg- un á 26 sekúndna fresti. Það þýðir m.a. að þriðjungi kvenna þar í landi er nauðgað einhvern tímann á lífs- leiðinni, en hluti af því vandamáli tengist þeirri almennu fáfræði að karlmenn með eyðni læknist af sjúk- dómnum hafi þeir mök við óspjallaða stúlku.“ Sigríður fór og heimsótti fólk á heimilum þess en auk þess heim- sótti hún athvarf fyrir fórnarlömb nauðgana, útfararstofu, heimili fyrir fatlaða og þroskahefta, diskótek og vúdú-lækni svo eitthvað sé nefnt. „Það er 60% atvinnuleysi í fátækra- hverfum Suður-Afríku en þau 40% sem hafa einhverja vinnu hafa svo lág laun að þau hafa varla í sig og á. Megnið af þessu fólki hefur reyndar aldrei haft vinnu alla sína ævi,“ segir Sigríður. „Það er ekki boðið upp á atvinnu- leysisbætur eins og við þekkjum þær og maður furðar sig óneitanlega á því hvernig fólk kemst yfirleitt af. Fyr- irvinnan er kannski bara ein á mann- mörgu heimili. Fjölskyldan þarf því stundum að láta sér nægja einn kjúk- ling í matinn út vikuna.“ Sigríður seg- ir aðbúnað fólks í fátækrahverfunum ömurlegan. Flestir búa í hreysum, einhvers konar híbýlum þar sem byggingarefnið er gjarnan lélegar spónaplötur, ryðgað bárujárn eða jafnvel pappakassar. Flest þessara húsa eru einungis klædd að innan með dagblöðum til einangrunar, sem dugar þó skammt þegar rignir, eða á veturna þegar kaldur vindurinn næð- ir um. Búið á öskuhaugum „Eftir að aðskilnaðarstefnan var tekin upp var hörundsdökkt fólk rek- ið úr borgum eins og Höfðaborg og látið koma sér fyrir utan borgar- markanna. Dæmi voru þess að þús- undir manna þurftu jafnvel að byggja VIÐ FÓRUM til Suður-Afríku snemma á síðasta ári og ætluðum upphaflega að gera þátt um vínfram- leiðslu þar í landi. Þegar komið var á staðinn og við kynntumst af eigin raun því hörmulega ástandi sem svarti maðurinn býr enn við, fannst okkur við þyrftum að segja þeirra sögu frekar en nokkuð annað, svo við skiptum um gír og fórum úr lysti- semdum vínekranna í ömurleika fá- tækrahverfanna,“ segir Sigríður að- spurð um tildrög þáttarins. „Á meðan við biðum eftir að finna einhvern sem myndi vilja fara með okkur um þessi hverfi, sem reyndist erfitt, heimsóttum við svo fangelsið á Robin-eyju þar sem Nelson Mandela var fangi í næstum tvo áratugi.“ „Við fengum að lokum ungan mann heimili sín á gömlum öskuhaugum þar sem hvergi var vatn að fá.“ Sig- ríður segir að þegar maður standi andspænis þessum ömurlegu aðstæð- um sé manni hugsað til þeirra for- réttinda sem við höfum víða í hinum vestræna heimi eins og hér á Íslandi, þar sem sjálfsagt þykir að geta geng- ið að læknisþjónustu og almennum tryggingum. „Við hittum m.a. fyrir unga stúlku, sem hafði verið keyrt á fyrir nokkrum árum en þar sem for- eldrar hennar höfðu ekki efni á að leita lækningar fyrir hana skemmd- ust fætur hennar þannig að í dag get- ur hún aðeins gengið um á hnjánum.“ Mennt er máttur En hvernig eru menntunarmögu- leikar fyrir börn í Suður-Afríku? „Al- menn skólaganga er fimm ár og börn- in læra að skrifa og lesa. Öllum á að vera kleift að stunda framhaldsnám eftir þessi fimm ár en reyndin því miður ekki svo,“ svarar Sigríður. „Við heimsóttum dæmigerðan barnaskóla og kynntumst þar hvern- ig skólastarfinu er háttað. Aðbúnaður er í sjálfu sér viðunandi í skólanum sjálfum en skólinn er samsafn gam- alla flutningsgáma þar sem kennslu- borð og stólar eru af mjög svo skorn- um skammti. Aftur á móti er skortur á námsgögnum og ritföngum og skorturinn er þvílíkur að spara þarf sjálfa töflukrítina. Þegar maður verður vitni að svo miklum hörmungum þá langar mann svo að hjálpa en það er auðvitað ekki hægt að hjálpa öllum,“ segir Sigríður. „Mesta hjálpin er líklega fólgin í því að hjálpa yngstu kynslóðinni til menntunar og til að hjálpa sér sjálfri. Okkur langaði til þess að láta eitthvað gott af okkur leiða sem þakklætisvott fyrir vingjarnlegar móttökur þessa fólks. Þess vegna datt okkur í hug að stofna bankareikning og styrkja þennan barnaskóla í Crossroads fá- tækrahverfinu og gera þannig nem- endunum hans kleift að standa jafn- fætis öðrum börnum á leið til þroska og frekari menntunar í framtíðinni. Það sem inn á reikninginn kæmi yrði notað til kaupa á bókum og náms- gögnum.“ > Reikningurinn er í Landsbank- anum Múlaútibúi og er númer 0139- 05-64400. Íslenska heimildarmyndin um fátæktina í Suður-Afríku Einn kjúklingur á viku Annað kvöld sýnir Sjón- varpið heimildarmynd- ina Þyrstan dreymir vatn. Birta Björns- dótttir hitti umsjónar- mann þáttarins, Sigríði Guðlaugsdóttur, sem heimsótti fátækrahverfi Höfðaborgar. Morgunblaðið/Jim Smart Sigríður Guðlaugsdóttir: „Þriðjungi kvenna þar í landi er nauðgað ein- hvern tímann á lífsleiðinni, en hluti af því vandamáli tengist þeirri al- mennu fáfræði að karlmenn með eyðni læknist af sjúkdómnum hafi þeir mök við óspjallaða stúlku.“ Úr Þyrstan dreymir vatn: Börnin þrífa sjálf skólann einu sinni í viku. AP Appelsínugula tjaldið fræga verður sem fyrr aðalsvið Hróarskeldu en öryggisgæsla við það hefur verið bætt til muna. Hátíð í skugga harmleiks Stemningin á Hróars- kelduhátíðinni er af- slöppuð en slysið sem kostaði níu menn lífið á síðasta ári er þó ekki gleymt. Urður Gunn- arsdóttir var á opnun- ardegi hátíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.