Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 43
MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 43 ✝ Guðni EiríkurGunnarsson fæddist að Moshvoli í Hvolhreppi í Rang- árvallasýslu 8. ágúst 1917. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 19. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Gunnars Guðmundssonar bónda á Moshvoli og konu hans, Guðrún- ar Eiríksdóttur. Hann ólst þar upp í hópi fimm systkina en þau eru: Guðmundur Halldór, f. 1913 (látinn), Guðlaug , f. 1914, Guðmundur, f. 1916, Þóra, f. 1919, og Jónheiður, f. 1921. dóttur, f. 1976, og Guðlaug Tinna Ingibjörg, f. 1974. Grétar lést 1985. Sambýlismaður Ragnheiðar er Hlynur Ingimarsson, f. 1935. 2) Gylfi, f. 1944, kvæntur Ásdísi Guðnadóttur, f. 1946, þeirra börn: Guðný Rut, f. 1970, Anna Rún, f. 1977, og Guðrún, f. 1980. Gylfi lést 1984. 3) Gunnar Vík- ingur, f. 1945, kvæntur Svölu Sig- urjónsdóttur, f. 1945; þeirra börn: Fjóla Ósk, f. 1968, sem á dótt- urina Iðunni, f. 1997, og Guðni, f. 1973, í sambúð með Berglindi Rán Ólafsdóttur, f. 1972. 4) Gísli Hákon, f. 1954, ógiftur. Guðni rak hefðbundinn búskap á Moshvoli en síðustu árin þar hafði hann þó eingöngu hrossa- rækt. Hann vann einnig með sín- um búskap við smíðar út um sveitir og fyrir Hvolhrepp og var húsvörður við grunnskólann á Hvolsvelli frá 1981-1992. Útför Guðna fer fram frá Stór- ólfshvolskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Guðni kvæntist 5.6. 1943 Guðlaugu Gísla- dóttur frá Skógar- gerði í Fellum, f. 3.6. 1918, d. 16.2. 1998. Þau hófu búskap á Moshvoli 1944 og bjuggu þar í 47 ár en áttu heimili sitt á Hvolsvelli frá 1991. Börn þeirra eru: 1) Ragnheiður Björg, f. 1941, gift Grétari Hafsteinssyni f. 1937, þeirra börn: Guðni Hrafn, f. 1969, í sam- búð með Örnu G. Þor- steinsdóttur, f. 1973, þeirra son- ur, Grétar Hrafn, f. 1998, Hafsteinn Hrafn, f. 1973, í sam- búð með Sólveigu Hildi Björns- Elskulegur tengdafaðir minn, Guðni E. Gunnarsson, er fallinn frá eftir löng og ströng veikindi. Bar- áttuþrek hans og æðruleysi var mik- ið. Ég á minningar um traustan og góðan mann og er þakklát fyrir að hafa átt samleið með honum í 34 ár. Guðni tók mér ljúfmannlega þegar að við hittumst fyrst og þannig urðu samskipti okkar upp frá því. Hann var mikill baráttumaður, traustur eins og klettur og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Ég kynntist honum best eftir að hann hætti að vinna og sett- ist í helgan stein. Þá hafði hann nóg- an tíma til að sitja með okkur og spjalla. Það var fróðlegt og skemmti- legt. Hann var víðlesinn og minnug- ur og fylgdist vel með þjóðmálunum og fræddi okkur gjarnan um eitt og annað frá gamalli tíð. Hann hafði góðan húmor og stutt var í brosið. Heimili tengdaforeldra minna var menningarheimili og þar var ávallt tekið vel á móti gestum og gangandi. Börnin mín áttu þar alltaf athvarf og þeim var hollt að njóta leiðsagnar ömmu og afa og kynnast sveitalífinu. Guðni fæddist á Moshvoli og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og systkinum. Ungur að árum réðst hann til starfa hjá Björgvini Vigfús- syni sýslumanni að Efra-Hvoli, Hvolhreppi, og var þar við bústörf í mörg ár. Á Efra-Hvoli kynntist hann konuefni sínu, Guðlaugu Gísladóttur, sem kom til starfa á sýslumanns- heimilið. Þau kvæntust og settu sam- an heimili, fyrst að Tjaldhólum en fljótlega tók Guðni við búi föður síns að Moshvoli. Með dugnaði og útsjón- arsemi þeirra hjóna byggðu þau upp jörðina. Bústörfin áttu vel við Guðna og eljusemin var mikil og vinnudag- urinn langur því hann vann einnig oft utan heimilis við smíðar víða um sveitina. Hann var listasmiður á tré og járn og því voru margir sem föl- uðust eftir honum við húsbyggingar ýmiss konar. Eftir að Guðni minnk- aði við sig búskapinn starfaði hann í fjölda ára, eða þar til hann varð 75 ára, sem húsvörður við Hvolsskóla og veit ég að þar kunni hann ákaf- lega vel við sig. Ég býst við því að það hafi verið erfið ákvörðun fyrir hann að bregða búi á sínum tíma en þau hjónin fluttu á Hvolsvöll 1991. Þar áttu þau nota- legt heimili við Hvolsveginn þar sem gróður dafnaði vel enda mikið rækt- unarfólk á ferð og garðurinn fljót- lega orðinn að verðlaunagarði. Tengdamóðir mín elskuleg féll frá 1998. Eftir það var Guðni einn í heimili og sinnti því vel og vandlega, annað kom heldur aldrei til greina hjá honum enda maður sjálfstæður með mikla sjálfsbjargarviðleitni. Það kom aldrei til greina uppgjöf af neinu tagi hjá tengdaföður mínum, það skyldi staðið meðan stætt var. Guðni var mikið náttúrubarn. Hann unni sveitinni sinni og Rang- árþingi með allri sinni víðáttu og feg- urð. Af honum var margt hægt að læra, lífsviðhorf hans voru slík. Hann sagði mér að bestu stundir hans úti í náttúrunni hefðu verið að ganga seint að sumarkveldi „niður í mýri“, setjast þar á þúfu, hlusta á hljóð náttúrunnar og virða fyrir sér hrossin sem komu til hans og vissu að kannski væri eitthvað gott að fá úr lófa hans. Það er með söknuði að ég kveð hann. Ég bið honum Guðs blessunar. Svala Sigurjónsdóttir. Nú hefur hann elskulegi afi minn og vinur, Guðni Eiríkur Gunnarsson, kvatt þennan heim. Afi var fæddur á Moshvoli í Hvolhreppi og hann ól all- an sinn aldur í Rangárþingi. Hann tók við búi af föður sínum og fluttu þau amma að Moshvoli árið 1944. Þar byrjuðu þau sæmdarhjón að rækta jörðina og byggja við húsið. Slíku umbóta- og uppgræðslustarfi héldu þau áfram alla sína tíð. Afi hafði áður unnið um nokkura ára skeið sem vinnumaður og síðar ráðsmaður hjá sýslumannshjónun- um á Efra-Hvoli, þeim Ragnheiði Einarsdóttur og Björgvini Vigfús- syni. Afi sagði mér ófáar sögur frá þessum árum þar sem atvinnuhættir voru allt aðrir en í dag. Eftirminni- legar eru frásagnir hans af hey- skapnum á þeim árum og þeirri erf- iðisvinnu sem fylgdi sveitastörfum í þá daga. Þegar ekkert annað var að hafa fór afi til Eyja að verka fisk og seinna á sjóinn en „það var andskot- ann ekkert upp úr því að hafa“, eins og hann sagði. Seinna fór hann svo með Karli mági sínum til sjós og gekk þá betur. Ásamt búskapnum starfaði afi við smíðar í sveitinni og víðar. Hann byggði nýtt íbúðarhús á Moshvoli árið 1954 og þegar það brann 13 árum síðar var hann búinn að byggja fjölskyldu sinni nýtt heim- ili innan árs. Hann vann einnig fyrir hreppinn, m.a. við byggingu skólans á Hvolsvelli og starfaði sem húsvörð- ur við hann í rúmlega áratug eða þar til hann lét af störfum 75 ára gamall. Börn hændust auðveldlega að afa og er mér minnisstætt þegar ég heyrði krakkana í Hvolsskóla kalla hann afa minn afa. Á meðan búskapurinn var í hámarki voru ávallt börn og ungling- ar í sveit á Moshvoli við sumarstörfin og óhætt að segja að þau bundust heimilinu tryggðaböndum. Það var alltaf gestkvæmt hjá þeim ömmu og öllum vel tekið sem að garði bar. Afi og amma höfðu mikil áhrif á okkur systkinin sem uppalendur enda sveitin okkar annað heimili. Í huga okkar var afi vitringur sem hafði óþrjótandi þolinmæði við að svara spurningum okkar um dýrin, landið og tilveruna. Hvert okkar átti kindur og sum hesta og öll ætluðum við að gerast bændur og taka við búinu. Ég heillaðist ung af tengslum afa við landið og skepnurnar sem hann gaf öllum nöfn. Færnin í að þekkja kennileiti, áttirnar og skepn- urnar hverja frá annarri síaðist inn í kroppinn á manni og aldrei var mað- ur meira uppmeð sér en þegar mað- ur, að beiðni afa, gat stokkið án nokkurar umhugsunar „suður fyrir“ eða „norður fyrir“ hana „Æsu“ eða „Blíðu“ sem skáru sig ekkert úr hópnum nema fyrir nafngiftina, hvítar eins og flestallar kindurnar hans afa. Landið var samofið afa sem alla sína ævi bjó í samfélagi við jörðina og jökulinn sem hann ávallt hafði fyrir augunum. „Ég er nú fæddur og uppalinn við hann, svo það má nú segja að við séum skyldir,“ sagði afi við mig eitt sinn. Það var líka margt líkt með þeim. Afi var alltaf til stað- ar, æðrulaus og hafði einstaka hæfi- leika til að laga sig að kringumstæð- unum eins og þær voru á hverjum tíma. „Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í jöklinum,“ sagði hann líka, „og þannig er það einnig með lífið.“ Minningarnar um afa og ömmu sem nú hafa bæði kvatt þennan heim munu ætíð fylgja okkur sem og elska þeirra og leiðsögn. Guðlaug Tinna Grétarsdóttir. Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga um sumarkvöld og máninn hengir hátt í greinar trjánna sinn hálfa skjöld, er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt. Er úti grundum hringja bjöllur hjarða nú hljótt, svo glöggt og kveldljóð fugls í skóginum einstakt ómar og angurklökkt og golan virðist tæpta á hálfri hending, er hæst hún hvín, og hlátur barna, er leika sér við lækinn, berst ljúft til mín. Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuð, af frið mín sál. Þá finnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð sé alheims mál, að allir hlutir biðji bænum mínum og blessi mig, við nætur gæskuhjartað jörð og himinn að hvíli sig. (Stephan G. Stephansson.) Guðni Gunnarsson. Kæri Guðni, þegar ég lít til baka, til 1960, hlýnar mér um hjartaræt- urnar við hugsunina um fyrsta sum- arið mitt hjá ykkur á Moshvoli. Ég var 6 ára og eyddi fyrsta sumrinu mínu hjá ykkur, þetta sumar var það fyrsta af átta sumrum og öllum vetr- arfríum sem gáfust, sem ég eyddi hjá ykkur fyrir austan fjall. Þetta hafa verið ein af bestu árum í lífi mínu, sem kalla fram endalausar góðar minningar. Frá fyrsta degi leið mér alltaf vel hjá ykkur, heimilið ykkar var ævinlega vinalegt og hlýtt. Ég mun njóta þess alla ævi að hafa fengið að njóta leiðsagnar þinnar á þessum fyrstu uppvaxtarárum mín- um. Þú varst besti kennari sem ég hef haft. Alltaf var leiðsögn þín með miklu jafnaðargeði, innileika og virð- ingu. Ég hef notið góðs alla tíð af þeim góðu vinnubrögðum og fram- komu sem þú kenndir. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar. Innilegustu kveðjur til Ragnheið- ar, Gunnars, Gísla Hákonar og fjöl- skyldna. Það er svo mikið af góðum stundum sem ég átti með ykkur og þakklæti sem koma upp í hugann á þessum tímamótum. Bestu kveðjur, Gísli Hermannsson. GUÐNI EIRÍKUR GUNNARSSON INNRITUN er hafin í síðari orlofs- viku Bergmáls, líknar- og vinafélags, að Sólheimum í Grímsnesi dagana 23. til 30. ágúst. Vika þessi er ætluð krabbameinssjúkum. Dvölin verður hlutaðeigandi fólki að kostnaðar- lausu. Innritun fer fram hjá Kolbrúnu Karlsdóttur og Karli Vigni Þor- steinssyni og veita þau einnig upp- lýsingar um dvölina. Orlofsvika fyrir krabba- meinssjúklinga FRÉTTIR ÚTIVIST efnir sunnudaginn 1. júli til 5. ferðar um Reykjaveginn svo- nefnda, en hann verður genginn í 10 ferðum á þessu ári. Brottför er kl. 10.30 frá BSÍ og ek- ið að Djúpavatni en þaðan er gengið að Vatnsskarði. Þetta er 5-6 klst. ganga, og verður m.a. Hrútagjár- dyngja skoðuð á leiðinni. Fararstjóri verður Gunnar Hólm Hjálmarsson. Verð. 1.700 kr. en 1.500 kr. fyrir félaga og eru miðar seldir í farmiða- sölu. Ferð um Reykjaveginn Í TILEFNI 10 ára afmælis Ferða- þjónustunnar Lónkoti í Skagafirði býður hún gestum í afmæliskaffi sunnudaginn 1. júlí nk. Kaffið stend- ur frá kl. 14. til 17. Afmæliskaffi í Lónkoti Á MORGUN, sunnudaginn 1. júlí, sem er þjóðhátíðardagur Kanada, verður sýningin Heimskautslöndin unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stefánssonar, opnuð í Safni ís- lenskrar menningararfleifðar í Nýja Íslandi, The New Iceland Heritage Museum, á Gimli í Mani- toba. Við opnunina flytja m.a. dr. Jón Haukur Ingimundarson frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Neil Bardal kjörræðismaður Ís- lands á Gimli ávörp. Gimli er fyrsti viðkomustaður sýningarinnar er- lendis en á næstu árum verður hún sett upp víðar í Kanada, og einnig í Bandaríkjunum, Danmörku og Finnlandi. Sýningin er samstarfsverkefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Dartmouth-háskóla í Hanover, New Hampshire, Bandaríkjunum. Sýningin er jafnframt liður í sam- starfsverkefnum Akureyrarbæjar og Reykjavíkur – menningarborg- ar 2000 auk þess sem hún hefur notið fjárstuðnings frá íslenska ut- anríkisráðuneytinu. Heimskautslöndin unaðslegu Sýning opnuð á Gimli NÝLEGA voru hér staddir fulltrúar frá Ferðamálaráði Malasíu og mal- asíska flugfélag- inu. Tilgangur komunnar var að kynna landið ís- lenskum ferða- skrifstofum. Haldinn var m.a. fundur fyrir starfsmenn ferðaskrif- stofa þar sem um 50 manns hlustuðu á fyrirlestra um Malasíu. Heimsókn frá Malasíu Iskandar Mirza Mohamed UNGT fólk í Rauða krossinum stendur fyrir rokktónleikum á Ing- ólfstorgi laugardaginn 30. júní kl. 14- 18. Einnig verður boðið upp á dag- skrá fyrir börn sunnudaginn 1. júlí kl. 13-17 í Hljómskálagarðinum í samvinnu við Skátasamband Reykjavíkur. Hljómsveitirnar Basic, Bris, Af- kvæmi guðanna, Móri, Snafú, Vígspá, Sagtmóðigur, I adapt, For- garður helvítis, Dust og Fake dis- order ætla að troða upp á Ingólfs- torgi. Auk þessa verður Ungmennahreyfing Rauða krossins (Urkí) með kynningu á starfsemi sinni í básnum. Urkí fékk til liðs við sig félaga í Götusmiðjunni og Ungu fólki gegn kynþáttafordómum til þess að vera á svæðinu og kynna starfsemi sína. Tónleikarnir eru lið- ur í því að fá fólk til að taka virka af- stöðu gegn ofbeldi, segir í fréttatil- kynningu. Í Skátalandi í Hljómskálagarðin- um á sunnudaginn geta krakkar frá kl. 13-17 fengið andlitsmálningu, blöðrur og einn boðsmiða í leiktæki á meðan birgðir endast. Rokktón- leikar og barna- dagskrá Röng mynd Þau mistök urðu í blaðinu í gær að röng mynd birtist með frétt um starfsemi Sambands borgfirskra kvenna. Um leið og rétta myndin er birt er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Nafn misritaðist Nafn Arndísar Steingrímsdóttur misritaðist í frétt í blaðinu í gær um afhjúpun minnisvarða um Steingrím Jónsson rafmagnsstjóra. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Morgunblaðið/Guðrún Vala Frá sýningu SBK. F.v. Sigríður Harðardóttir, Sigrún Sólmund- ardóttir, Kristín Gunnarsdóttir, formaður SBK, og Halldóra Ingimundardóttir. UM HELGINA er haldið upp á 80 ára afmæli raforkuframleiðslu í Elliðaárdal. Orkuveita Reykjavíkur fagnar þessum tímamótum með ýmsum hætti. Á laugardaginn verður farin Elliðaárdalsganga um Fræðslustíg- inn undir leiðsögn Kristins H. Þor- steinssonar og Einars Gunnlaugs- sonar. Lagt verður af stað frá Minjasafninu kl. 10:00 og gengið um Elliðaárdalinn. Þá verður farið um Rafstöðina og endað í Minjasafninu um kl.12:30. Boðið verður upp á léttar og hollar veitingar að göngu lokinni. Á sunnudaginn, frá kl. 14:00 til 17:00, verður hápunktur afmælishá- tíðarinnar þegar haldin verður fjöl- skylduhátíð í Elliðaárdalnum sem ber nafnið Orkuboltinn 2001. Börn á öllum aldri geta fundið heilmargt við sitt hæfi því boðið er upp á margs konar leiktæki og uppákomu af ýmsu tagi. Í félagsheimili Orkuveitunnar annast Thorvaldsenskonur kaffisölu og þar verður Gagn og Gaman, barnalistasmiðja Gerðubergs, með sýningu fyrir kaffigesti kl. 15:00. Afmælishátíð í Elliðaárdal ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.