Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 24

Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 24
LISTIR 24 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SUMARKVÖLD við orgelið, org- eltónleikaröð Hallgrímskirkju, er að hefja göngu sína í níunda sinn. Eyþór Ingi Jónsson, sem nú stund- ar nám við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð, ríður á vaðið og leikur á fyrstu tónleikunum annað kvöld kl. 20. Kristján Valur Ingólfsson, for- maður Listvinafélags Hallgríms- kirkju, segir að þegar tónleikaröðin hóf göngu sína fyrir níu árum, hafi mátt kalla það hógláta og hljóðláta byrjun menningarstarfs sem eng- inn vissi hvað úr yrði. „Nú er svo komið að Hallgrímskirkja og Klais- orgel hennar eru orðin vel þekkt nöfn meðal færustu organista heims og það er talinn vegsauki að hafa leikið á það. Tónleikaröðin Sumarkvöld við orgelið er þess vegna menningarstarf fyrir heim- inn. Gestir hennar koma hvaðan- æva að og bera fregnir til heim- kynna sinna um listræna viðburði og trúarlega reynslu. Þar fyrir ut- an hefur tónleikaröðin sannað bæði heimamönnum og gestum að hún er góður viðauki við fegurð sum- arkvöldsins í höfuðborginni. Það er gott að setjast inn í Hallgríms- kirkju og leyfa drottningu hljóð- færanna, í höndum hins ágætasta listafólks orgelleiksins, að gæða fagran dag lífi og litum tónamáls.“ Á tónleikunum annað kvöld leik- ur Eyþór Ingi Praeambulum eftir Scheidemann, Dies sind die heilgen zehen Gebot eftir Bach, Sónötu í B-dúr eftir Mendelssohn, Nun freut euch, lieben Christen gmein eftir Buxtehude, Immaculata Con- ceptio Beatæ Mariae Virginis eftir Tournemire og Wir glauben all an einen Gott eftir Bach. Íslensk náttúra í orgelinu Eyþór Ingi er ekki ókunnugur Klais-orgelinu í Hallgrímskirkju. Þar lærði hann á orgel í tvö ár hjá Herði Áskelssyni og útskrifaðist vorið 1998. Þá hefur hann fjórum sinnum áður leikið á orgelið á Há- degistónleikum í kirkjunni. En hvað er Eyþór Ingi að læra í Sví- þjóð? „Þetta er alhliða kirkjutón- listarnám; orgel, kórstjórn og söngur, en ég á kannski eftir að sérhæfa mig meira í orgelleik seinna meir.“ Eyþór Ingi segir að- stöðuna í skólanum í Svíþjóð frá- bæra. „Það er með ólíkindum hvað þetta er góður skóli. Við erum 24 nemendurnir, en höfum sex pípu- orgel að spila á.“ Það vafðist ekki fyrir orgelleik- aranum að setja saman efnisskrá. „Ég reyndi fyrst og fremst að velja tónlist sem hentaði orgelinu vel, og svo þarf þetta bæði að vera góð tónlist og tónleikavæn. Svo hugsar maður alltaf líka um að raða tón- listinni vel upp með blöndu af sterku og veiku og þá hefur maður líka liti orgelsins í huga.“ Eyþór Ingi segir Klais-orgelið mjög gott. „Það er eitthvað mjög sér-ís- lenskt við það; það er mjög kraft- mikið, kannski var það meðvitað gert til að ná fram í því áhrifum ís- lenskrar náttúru, það er auðvelt að skapa í því bæði eldgos og jarð- skjálfta.“ Eyþór Ingi Jónsson leikur á Sumarkvöldi við orgelið „Hægt að skapa bæði eldgos og jarðskjálfta í orgelinu“ Eyþór Ingi Jónsson leikur á Sumarkvöldi við orgelið í Hall- grímskirkju annað kvöld. TORFI Jónsson hefur fyrir löngu gert vatnslitina að sínum aðallist- miðli, það er þegar hann sleppir grafískri hönnun og leyfir sér að fara til fjalla og vera einn með sjálfum sér. Á sýningunni í Man er einmitt ljósmynd af honum þar sem hann sit- ur við vatnslitatrönurnar og málar landslag. Með hattkúfinn á hausnum minnir baksvipurinn á meistara Ás- grím, sem alltaf virðist hafa málað í borgarfatnaði þótt hann væri stadd- ur upp á miðjum öræfum. Landslagsmyndagerð er megin- uppistaðan í sýningu Torfa, og þar svipar honum einnig til meistarans heitins. Það er þó töluverður munur á litameðferðinni og formteikning- unni. Torfi er hógvær gagnvart nátt- úrunni; mun hógværari en Ásgrímur heitinn var, ef marka má slíka af- stöðu út frá fjöri litanna. Hvergi gætir spennu í myndum Torfa við- líka þeirri sem setti svip sinn á marg- ar vatnslitamyndir Ásgríms, enda reynir hann að fanga mildi heildar- innar fremur en snerpu. Þannig má segja að Torfi sé var- færinn þar sem Ásgrímur var vog- aður og dæmi svo hver fyrir sig hvort séu betri kostir. Í bestu verk- unum, sem jafnframt eru þau ein- földustu, eru fletirnir heildstæðir og útlínur jafnvel breiðar. Þannig lætur Torfa betur að vinna í stórum, flæð- andi flötum, en fínlegum. Tilraunir hans til að ná einhverju sem kalla mætti nákvæmri eða raunsærri túlk- un með fínum penslum eru miklu síðri en einföldu og stórtæku drætt- irnir. Andlega virðist Torfi nefnilega mun skyldari Emil heitnum Nolde en Ásgrími. Þótt Nolde notaði mjög sterkt litaspil var pensilmeðferðin einföld, og dró í flestum tilvikum ein- ungis fram aðalatriðin. Það er spurn- ing hvort Torfi mætti ekki auka við myndefnisval sitt og beina sjónum víðar en til heiða og fjalla. Þar sem gildi mynda hans er engan veginn fólgið í nákvæmri útlistun landslags- ins, heldur stemmningarinnar og andrúmsloftsins sem ríkir í bestu verkunum, mætti hann að ósekju líta sér nær og skoða betur mannlífið, heimilislífið, borgina og annað það sem nærtækara er óbyggðunum. Vatnsmettað landslag MYNDLIST G a l l e r í M a n , S k ó l a - v ö r ð u s t í g Til 1. júlí. Opið á verslunartíma. VATNSLITIR TORFI JÓNSSON Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Tvær af vatnslitamyndum Torfa Jónssonar á sýningu hans í Galleríi Man. ÁRNI Sighvatsson baríton og Jón Sigurðsson, píanó, flytja lög Sig- valda S. Kaldalóns í Árbæjarsafni í dag kl. 14. Sigvaldi Kaldalóns (1881– 1946) starfaði sem héraðslækn- ir í Nauteyrar- hreppi við Ísa- fjarðardjúp um ellefu ára skeið, í Flatey á Breiða- firði um þriggja ára skeið og loks í Grindavík í um 15 ár. Eftir hann liggja um það bil 200 lög í 7 bind- um. Flygill Sigvalda er nú notaður í Árbæjarsafni en vinir hans gáfu honum hann árið 1919 og færðu heim til hans í Ármúla. Píanóbekkinn gaf Kvenfélagið í Grindavík Sigvalda á afmælisdegi hans árið 1940. Ríkarður Jónsson skar bekkinn út. Kaldalónstón- leikar í Ár- bæjarsafni Sigvaldi Kaldalóns SKÁLDSAGNAÞING verður hald- ið á Hólum í Hjaltadal annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Fluttir verða fjórir fyrirlestrar, Guðrún Nordal talar um Innansveitar- króniku eftir Halldór Lax- ness, Ásdís Eg- ilsdóttir um Morgunþulu í stráum eftir Thor Vilhjálms- son, Svanhildur Óskarsdóttir um Bréfbátarign- inguna eftir Gyrði Elíasson og Dagný Kristjáns- dóttir um Þögnina eftir Vigdísi Grímsdóttur. Að þinginu standa Ferðaþjónust- an og Ósýnilega félagið á Hólum og Hugvísindastofnun Háskóla Íslands en þingið er liður í skáldsagnaþing- um sem eru á ferð um landið í sum- ar. Þingið er styrkt af menntamála- ráðuneytinu, Reykjavík Menningar- borg og Íslandsbanka. Skáldsagna- þing á Hólum Vigdís Grímsdóttir HARPA Björnsdóttir myndlist- armaður hefir komið fyrir flotverki í tjörninni við Norræna húsið og verður verkið vígt í dag, laug- ardag, kl. 15. Verkið heitir Tungl- beri og er tákn hins skapandi ein- staklings, þess sem skapar sér sína eigin birtu og lýsir öðrum. Tungl- berinn mun lýsa í tjörninni í sumar. Verkefnið naut m.a. styrks frá menningarmálanefnd Reykjavík- urborgar.Tunglberi, verk Hörpu Björnsdóttur, í tjörninni við Norræna húsið. Tunglberi lýsir við Nor- ræna húsið Bókasafn Seltjarnarness Sýningu Gerðar Guðmundsdóttur textíllistakonu, Á láði og legi, verður framlengt til 17. júlí. Verkin á sýningunni eru öll unnin á þessu ári með blandaðri tækni, einkum silkiþrykki. Sýningu framlengt ÞVÍ hefur verið haldið fram, að munurinn á franskri og þýskri rómantík sé í raun mjög lítill og varði helst stöðu listamannsins, gagnvart listsköpun sinni, að franskir sjái frá sér og að sýnin snerti þá, þ.e. t.d. veki þeim hrifn- ingu en þýskir séu innhverfir í túlkun tilfinninga og beini þar með athyglinni að sjálfum sér. M.ö.o, að sá franski dáist að því sem hann sér en sá þýski gráti í raun- um sínum. Auðvitað er þetta al- hæfing, sem snertir aðeins einn flöt í stórri og margþættri mynd. Á tónleikum Signýjar Sæmunds- dóttur og Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur, s.l þriðjudag, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, voru auk verka eftir Karl O. Runólfssonar flutt frönsk tónlist, eftir Chausson og Poulenc og frumflutt tvö söng- verk eftir Atla Heimi Sveinsson, við frönsk ljóð eftir Beatrice Cantoni. Tónleikarnir hófust á tveimur söngverkum eftir Atla, Rien ne vi- endra (Ekkert mun koma) og Dans ton silence (Í þinni þögn) við kvæði eftir Beatrice Cantoni. Söngverk Atla eru hvað snertir tónmál mjög sérkennileg, að mestu tvírödduð, þ.e. einraddaður píanó- leikur á móti söngröddinni en að- eins á stöku stað er seilst til notk- unar hljóma. Þessi ritháttur gaf lögunum seiðandi blæ og fallega mótað tónmálið leið áfram án árekstra og verulegra átaka, í sér- lega viðkvæmnislegri túlkun Sig- nýjar og Þóru Fríðu er var einkar áhrifamikil í seinna lagi Atla, Í þinni þögn. Þrjú lög eftir Ernest Chausson Le temps des lilas, Sérénade Ital- ienne og Le Colibri voru einstak- lega fallega sungin og sérstaklega söngurinn um Kólibrífuglinn. Chausson var lögfræðingur en sneri sér að tónlist og nam tón- smíði hjá Franck. Heimili hans var griðastaður listamanna og einn besti vinur hans var Debussy, sem hann hjálpaði oft fjárhagslega. Tónverk eftir Chausson eru há- rómantísk og þau frægustu eru Poéme fyrir fiðlu og hljómsveit, pí- anókvartett og Söngvar um ástina og hafið, fyrir söngrödd og píanó og/eða hljómsveit. Hann vildi ekki að tónverk sín væru rismikil eða Wagnerisk, eins hann sagði sjálf- ur, heldur þýð og umfram allt fal- leg. Í þessum fínlegu söngverkum naut sín einkar vel fagurlega mót- uð túlkun og sérlega gott samspil systranna. Fimm lög eftir Karl O. Runólfs- son, voru næst á efnisskránni, sem eins konar millispil í „rómantík- inni“, en þau voru Dans, Heimþrá, Allar vildu meyjarnar, Ferðalok og Spjallað við spóa, allt þekkt lög ut- an Heimþrá og Ferðalok, en síðast nefnda lagið er sérlega vel samið, þar sem píanó og söngröddin skipta með sér laginu, sem því miður kom ekki nógu vel fram í út- færslu systranna, þó flutningurinn í lögunum Allar vildu meyjarnar og Spjallað við spóa, væri einstak- lega vel mótaður. Lokaviðfangsefni voru þrjú lög eftir Poulenc, fyrst það fræga C, sem mun vera samið, bæði ljóðið (Aragon) og lagið, í hernámi Þjóð- verja í seinni heimstyrjöldinni og er því ofið sárum tóni yfir því að sjá hversu komið var fyrir Frakk- landi. Fêtes galantes er gamasöm sýn á frekar ókræsilegt umhverfi og náðu listakonurnar að túlka „íroníska“ gamansemina á skemmtilegan máta. Síðasta lagið Vegir ástarinnar (Les chemins de ĺ amour) við kvæði eftir Anouilh, sem Íslendíngar þekkja til sem leikritaskálds, er hvað stíl snertir í evrópskum kaffihúsastíl, mjög vel gert og var frábærlega vel flutt. Það var mikill þokki yfir þessum tónleikum, sem voru að mestu á „mjúku“ nótunum og var samleik- ur Signýjar og Þóru Fríðu ein- staklega fallega mótaður, sér- staklega í lögum eftir Atla og Chausson og einnig í Vegir ást- arinnar eftir Poulenc. TÓNLIST L i s t a s a f n S i g u r j ó n s Ó l a f s s o n a r Signý Sæmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir fluttu söng- verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Chausson, Karl O. Runólfsson og Poulenc. Þriðjudagurinn 26. júní, 2001. SÖNGUR OG PÍANÓ- LEIKUR Á mjúku nótunum Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.