Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 23 Fríkort fylgir ekki sjálfkrafa debetkortum barna Ef börn 11-12 ára fá debetkort hjá Íslandsbanka fá þau sjálfkrafa Frí- kort sent heim til sín? Að sögn Finns Bragasonar, sér- fræðings hjá markaðsdeild Íslands- banka, er ekki um það að ræða. „Þau fá ekki sjálfkrafa Fríkort, þau þurfa að sækja um það sérstaklega. Ef sótt er um þetta á Netinu er hægt að merkja sérstaklega við ef fólk vill fá sent Fríkort.“ Taka þarf skýrt fram að börn undir 14 ára geta ekki fengið venjuleg debetkort heldur fá hrað- bankakort sem einungis er hægt að nota til að taka út úr hraðbönkum. Í raun eru þetta því tvö sjálfstæð ferli fyrir börn undir 14 ára. Á Netinu er gefin upp kennitala, heimilisfang og fleira. Út frá því er Fríkortið sent ef óskað er eftir því. Svo þarf að fara með umsóknina á Netinu í útibú bankans og sækja þar um reikning og þar með hraðbankakortið. Almenn debetkort hjá Íslands- banka eru hins vegar öll tengd Frí- kortinu og safna sjálfkrafa frípunkt- um þegar verslað er hjá þeim fyrirtækjum sem taka Fríkort, að sögn Elísabetar Sveinsdóttur verk- efnisstjóra á einstaklingsdeild Ís- landsbanka. Ef þeir sem hafa ekki hugsað sér að safna frípunktum eru mótfallnir þessu fyrirkomulagi bend- ir hún þeim á að hægt sé að aftengja kortið þegar sótt er um, en það sé ekki gert nema um það sé beðið. Hún bendir fólki á að punktarnir fyrnist ef þeir eru ekki notaðir og því breyti þessi tenging engu fyrir þá sem ekki vilji safna frípunktum. Hvernig á að verja jarðarberjaplöntur? Hvernig er best að verja jarðar- berjaplöntur fyrir ágangi fugla og snigla? Lára Jónsdóttir garðyrkjufræð- ingur segir auðveldara að leysa fyrra vandamálið en hið seinna. „Til að verja fyrir fuglum er best að setja bara yfir fuglanet. Það hafa verið til sérstök net til að fleygja yfir berja- runna til að fuglarnir komist ekki að þeim til að kroppa í. Þau eru til bæði fyrir rifsber og jarðarber.“ Það er ekki eins gott að verjast sniglumen Lára bendir á að gott sé að planta í gegnum jarðvegsdúka svo berin liggi ekki á jörðinni. „Einnig eru til ein- hver sniglaeitur. Það sem við í Blómavali erum með núna er Fertos- an-sniglaeyðir. Virka efnið í því er ál- súlfat, svo það er nú ekkert eitur svo sem.“ Lára segir þetta efni ekki hafa áhrif á plönturnar heldur þurrka upp sniglana og hindra að egg þeirra klekist út á plöntunni. Hafa Soda Stream-fyllingar tvöfaldast í verði? Kona nokkur sem keypt hefur Soda Stream-kolsýruhylki reglu- lega tók eftir því að verð þeirra tvö- faldaðist dag einn. Hver er skýring- in á því? Sigurður Gunnlaugsson, markaðs- stjóri hjá Vífilfelli, segir að verðið hafi ekki hækkað hjá þeim en telur að þetta gæti hugsanlega verið byggt á misskilningi hjá annaðhvort neytand- anum eða verslununum. „Nokkuð hefur verið um að neytendur, við- skiptavinir, hafi misskilið verð á kol- sýruhylkjum fyrir Soda Stream-tæki. Rétt eins og með gaskúta fyrir grill þá kosta kolsýruhylkin meira ef ekki er komið með tóm hylki í staðinn.“ „Þar sem það er skilagjald á hylkj- unum getur verð út úr búðum verið mismunandi eftir því hvort skilað er öðru hylki eða ekki. Skilagjaldið er um 400 kr. á hvert hylki. Við viljum því hvetja neytendur til þess að muna að skila inn tómu kolsýruhylkjunum þegar nýtt er keypt.“ Að sögn Jóhanns Ólasonar, versl- unarstjóra í Nóatúni, Hringbraut, hefur verð á Soda Stream-hylkjunum ekki hækkað hjá þeim undanfarið. „Þetta hefur ekki hækkað neitt und- anfarið.“ Undir þetta tekur Kári Tryggva- son, verslunarstjóri Nýkaups í Kringlunni, og segir þessa vöru ekki hafa hækkað hjá Nýkaup nýlega. „Mér skilst samt að það hafi orðið einhver misskilningur í verslun hér í bæ með verðlagningu á hylkjunum þannig að þrátt fyrir að hylki hafi verið skilað hafi verið rukkað fullt gjald.“ Hver tekur við kvörtunum vegna tannlækna? Hvert á fólk að snúa sér ef það hefur farið til tannlæknis og er óánægt með þjónustuna? Fyrir svörum varð Mattías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir. „Í heil- brigðisráðuneytinu er starfandi yfir- tannlæknir sem er deildarstjóri tannheilsudeildar og sér um skipu- lagningu þeirra mála. Tannlæknar eru undir faglegu eftirliti landlæknis eins og aðrar heilbrigðisstéttir. Stundum eru kvartanir fjárhagslegs eðlis og þá kemur til kasta yfirtrygg- ingatannlæknis sé verkið greitt af Tryggingastofnun ríkisins. Sé ein- staklingur óánægður með þá greiðslu sem honum er gert að inna af hendi hjá sjálfstætt starfandi tannlækni má snúa sér til svokallaðrar sáttanefndar Tannlæknafélags Íslands.“ Kosta bréfpokar 65 krónur hjá Body Shop? Hvers vegna þurfa viðskiptavinir Body Shop að greiða 65 krónur fyrir að fá bréfpoka í stað plastpoka? Að sögn Önnu Katrínar Þorvalds- dóttur hjá Body Shop er hér eflaust um misskilning að ræða. „Venjulega burðarpoka seljum við ekki, en hins vegar seljum við gjafapoka. Samt er rétt að taka fram að alltaf getur kom- ið upp misskilningur á milli fólks og hér gæti hafa verið um slíkt að ræða.“ Spurt og svarað um neytendamál Morgunblaðið/Golli                                NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.