Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 38

Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðjón Þor-steinn Þorsteins- son fæddist á Ketils- stöðum í Mýrdal 14. maí 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau hjónin Margrét Grímsdóttir frá Skeiðflöt, f. 26.2. 1895, d. 20.5. 1971, og Þorsteinn Gunn- arsson frá Steig, f. 29.12. 1893, d. 10.9. 1934. Hann var yngstur sex systkina. Hin eldri voru: 1) Unnur, f. 24.6. 1920, d. 23.6. 1921, 2) Unnur Guðjónína, húsfreyja á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, f. 17.8. 1921, d. 16.11. 1993, maki Gunnar Stefánsson, bóndi, f. 21.7. 1915, d. 7.4. 1984, þau áttu fimm börn. 3) Gunnar, bóndi, Giljum í Mýrdal, f. 17.3. 1923, maki Sigrún Bryndís Ólafs- dóttir, f. 5.10. 1941, og eiga þau fjögur börn. 4) Auðbjörg, húsmóð- ir í Þórshöfn í Færeyjum, f. 4.6. 1924, maki Leivur Grækarisson, f. 9.6. 1924, þau eiga eitt barn. 5) Guðríður Jóna, húsmóðir í Reykjavík, f. 28.5. 1926, maki Hjörtur Elíasson, f. 22.5. 1923, og eiga þau tvö börn. Hinn 1. október 1955 kvæntist Guðjón Hrönn Brandsdóttur, f. ingur, f. 2.6. 1975, b) Ægir, nemi, f. 14.10. 1984 og c) Máni, f. 13.6. 1993. 3) Brandur Jón, verslunar- maður, Vík, f. 15.7. 1960, maki; Inga Björt Hafdís Oddsteinsdóttir, verslunarmaður, f. 10.11. 1961, þeirra börn eru: a) Hrönn, nemi, f. 21.7.1984 og b) Þorsteinn, nemi, f. 21.5. 1987. 4) Margrét Steinunn, kennari, Ljónsstöðum í Flóa, f. 25.5. 1968, maki Tyrfingur Krist- ján Leósson, vélvirki, f. 20.4. 1963, og eru þeirra börn: a) Guðbjörg Hrönn, f. 17.9. 1996, b) Arndís Hildur, f. 20.12. 1998, og c) dreng- ur, óskírður, f. 20.5. 2001 Uppvaxtarár sín vann Guðjón að búi móður sinnar. Hans skóla- ganga var Barnaskólinn í Litla- Hvammi. Frá fermingaraldri var aðalatvinna hans meira eða minna hjá Vegagerð ríkisins, fyrst sem kúskur og síðan sem ýtustjóri. Á árunum 1958–1967 vann Guðjón sem vélgæslu- og afgreiðslumaður hjá Verslunarfélagi Vestur-Skaft- fellinga og hjá Spennubreytum sf. 1968. Frá 1969 og allt til starfs- loka var hann vegaverkstjóri hjá Vegagerðinni. Þar helgaði hann sig nokkuð gerð fjallvega og við- haldi þeirra, til verndar við- kvæmri náttúru. Þá fór Guðjón sem ungur maður nokkrar vertíð- ir til Vestmannaeyja. Guðjón var meðlimur í Kirkju- kór Víkurkirkju frá 1955 til dán- ardags og var virkur þátttakandi í hvers kyns söngstarfi í Vík. Þá var hann félagi í Alþýðubandalag- inu. Útför Guðjóns verður gerð frá Víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. 1.10. 1935, húsmóður og póstafgreiðslu- manni. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jóhannes- dóttir, matráðskona og hótelhaldari, frá Skjögrastöðum á Völlum, f. 13.5. 1914, d. 19.1. 1988, og Brandur Jón Stefáns- son, sérleyfishafi og vegaverkstjóri, frá Litla-Hvammi í Mýr- dal, f. 20.5. 1906, d. 15.10. 1994. Guðjón og Hrönn hafa búið allan sinn búskap í Vík. Þau eign- uðust fjögur börn sem eru: 1) Guð- rún Brynja, veitingastjóri í Vík- urskála, búsett í Vestri-Pétursey, f. 14.6. 1955, maki Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri, f. 24.3. 1949, þeirra börn: a) Sigurð- ur Elías, hótelstjóri, Selfossi, f. 29.11. 1975, maki; Vilborg Smára- dóttir, nemi, f. 24.11. 1980, þeirra barn; aa) Guðmundur, f. 20.8. 2000, b) Guðjón Þorsteinn, nemi, f. 14.4. 1981, og c) Jóhannes Hrann- ar, nemi, f. 2.7. 1982. 2) Hafsteinn, stýrimaður, sölufulltrúi hjá Radíó- miðun hf., býr í Reykjavík, f. 9.4. 1957, maki Kristín Gísladóttir, tækniteiknari, f. 10.7. 1955, þeirra börn; a) Sigríður Ákadóttir, far- arstjóri, f. 24.12. 1976, unnusti; Örn Ingi Arnarson, tölvunarfræð- Jæja, blessaður karlinn, þá er hann fallinn. Þessi stóri sterki maður sem manni fannst að ekkert fengi bugað. Mér finnst það ótímabært, en fæ engu um það ráðið. Pabbi var yngstur barna þeirra afa og ömmu. Föður sinn missti hann sex ára, en amma hélt áfram búskap með hópinn sinn og með blíðu sinni og þrautseigju kom hún þeim öllum til manns. Oft voru lítil efni en hún naut aðstoðar nágranna sinna og frændfólks og síðar barnanna, eftir því sem þau uxu úr grasi. Pabbi vann ýmsa vinnu framan af ævi, fór meðal annars á vertíð til Vestmannaeyja. Lengstan hluta sinnar starfsævi vann hann þó hjá Vegagerð ríkisins. Hann byrjaði sem kúskur á fermingaraldri, varð síðar ýtustjóri og að síðustu verkstjóri. Hann fór með vinnuflokk sinn víða um sveitir Suðurlands og kynntist þannig mörgu fólki og hafði gaman af að minnast þess. Í því starfi naut hans þess m.a. sérstaklega að lag- færa og leggja vegi og slóða á af- skekktum svæðum og stuðla þannig að góðri umgengni við viðkvæmt um- hverfi. Um nokkurra ára skeið vann pabbi hjá Verslunarfélaginu í Vík og sá þá meðal annars um afgreiðslu pantana til bænda. Minningar þess tíma voru honum ofarlega í huga og þá ekki síst félagsskapurinn við sam- starfsfólkið. Í uppvexti okkar systkina skipti pabbi sér ekki mikið af uppeldinu, en hann var alltaf nálægur og mátti ég ætíð fylgja honum við vinnu, hvort sem var að sitja í ýtunum eða veltast með honum í pakkhúsinu. Í rúm 20 ár leigði pabbi Norður- Víkina, annað af höfuðbýlum Víkur- kauptúns, í félagi við Einar Oddsson, sýslumann. Þar stundaði hann sauð- fjárbúskap og vann mikið starf að ræktun síns fjárstofns, sem þótti sterkur og fallegur, en ekki síður að ræktun þess lands, sem hann hafði umráðarétt yfir, sem sést m.a. á grænum túnum á leirunum vestan frá Vík og austur að Öxarfótalæk. Allan frítíma var fjölskyldan bundin við búskapinn, lambféð á vorin, smalamennsku og rúning á sumrin, heyskap, haustréttir og slátrun, og síðan flestar helgar yfir veturinn, ýmist við umhirðu fjárins eða að hreinsa út úr fjárhúsunum. Ekki fannst mér þessi skylda skemmtileg og rændi oft tíma frá leik og félags- skap við jafnaldrana, en eftir á hefði ég ekki viljað vera án þess alls, því pabbi var skemmtilegur við vinnu, síkátur og hafði lag á að gera þessi störf léttari og eftirminnileg. Þá fylgdi þessum búskap afrétt- arferðir og eftirleitir og annar elt- ingarleikur við sauðkindina. Oft var farið við erfiðar aðstæður, þegar hlé gafst frá vinnu, til að eltast við fé eða síga í svelti. Gæti ég trúað að mömmu hafi ekki alltaf liðið vel að vita af pabba við þessar aðstæður, en hann var léttur á sér og bóngóður og þetta var hans áhugamál og tóm- stundir. Ekki treysti ég mér til að fullyrða um, hvort pabbi hafi verið trúaður maður, þó ég telji að svo hafi verið, en sjálfur gerði hann alltaf lítið úr því. En hann hafði mikinn áhuga á spíritisma og hafði aðeins reynslu af þeim málum. Á þeim árum (1955-1956), sem þau foreldrar mínir, ásamt Jóa frænda og fjölskyldu, voru að leita eftir lóð undir íbúðarhús sín í Vík, var ekkert skipulag til sem gerði ráð fyrir ný- byggingum, hvað þá slíkum stórhýs- um sem þau voru með hugmyndir um, á þess tíma mælikvarða. Fitin í Vík var eins og annað land þar, ýmist í eigu Norður-Víkur eða Suður-Vík- ur bænda. Hún hafði gróið vel upp og fengu margir íbúar að nýta þar bletti til heyskapar, vegna sjálfsþurftarbú- skapar síns, sem þá var stundaður á öðru hverju heimili. Þetta fólk var ófúst að gefa þessa spildu eftir og hvatti landeigendur til að láta ekki þetta góða land undir íbúðarbyggð. Leit helst út um tíma, að þeir mágar myndu byggja í landi Fagradals, á flötinni vestan við Flúðanef. Síðan gerist það eftir að séra Jónas Gísla- son var kosinn oddviti í Vík og Hvammshreppi að skriður komst á skipulags- og uppbyggingarmál. Hafðist þá m.a. í gegn leyfi til bygg- inga á Fitinni, sem næstu áratugi var aðalbyggingasvæði þorpsins. Þar byggðu foreldrar mínir sitt hús. Þá var það einn daginn, þegar pabbi gekk upp eftir Fitinni til að sækja sér efni í stillans, að hann sá á eftir gömlum manni ganga inn í kjallar- ann á hálfbyggðu húsinu. Þegar til baka kom, byrjaði hann að svipast um eftir þessum manni, en alveg var sama hvernig hann leitaði eða kall- aði, hvergi kom maðurinn fram. Þessum svip líkti mjög við gamlan frænda pabba, þá látnum fyrir um 10 árum. Hans fjölskylda var meðal þeirra sem ekki vildu missa ítök sín á Fitinni, en pabbi taldi sig þá fullviss- aðan um að gamli maðurinn væri fyr- ir sitt leyti að samþykkja þessar framkvæmdir. En hvað sem trúarhneigð líður, þá söng pabbi í kirkjukórum í rúmlega 50 ár, fyrst við Skeiðflatarkirkju, heimakirkju hans í uppvextinum, og seinna í rúm 40 ár við Víkurkirkju. Má segja að söngur hafi verið honum ástríða og einkennt allt hans líf. Á vertíð í Vestmannaeyjum átti hann söngfélaga í beitingarskúrnum og aðra við byggingarvinnu í Reykja- vík. Hjá Vegagerðinni í Reykjavík voru þeir líka nokkrir vinnufélagar sem stofnuðu kvartett, og æfðu sam- an og meira að segja sungu opinber- lega. Og í Vík tók hann þátt í flestum þeim söngskemmtunum sem haldn- ar voru þar á þeim tíma sem hann bjó þar. Þá starfaði hann í tvöföldum kvartett, „Átta í lagi“ í nokkur ár og voru það hinar mestu gleðistundir. Fyrir kom að foreldrar mínir komu með vinafólk sitt með sér heim að lokinni einhverri skemmtun í þorpinu. Er það ein af ljúfari bernskuminningum mínum, að vakna upp við fallegan og hljómmik- inn raddaðan söng úr stofunni heima, þegar allir sungu af hjartans innlifun, Bagga, Gunnar frændi, Vala og Magnús og fleiri og fleiri. Þá var ekki verið að röfla eða þrasa. Fermingarvorið sitt fékk pabbi að heimsækja Helga móðurbróður sinn og fjölskyldu hans á Fagurhóli í Austur-Landeyjum. Farið var með rútu frá Vík, sem þá var mikið ferða- lag og í þessum löngu ferðum skap- aðist oft mikil stemmning og söngur, sem jafnvel bílstjórinn, Brandur Stefánsson, síðar tengdafaðir hans, kom af stað. Þegar út í Landeyjar kom, var pabbi orðinn svo hrifnæm- ur af söngnum, að með mikilli eft- irsjá yfirgaf hann hann samferðafólk sitt og langaði helst að halda áfram með því. Síðan hljóp hann, léttur í spori, fram allar Landeyjar, til fund- ar við frændfólk sitt. Í erfiðleikum æskuáranna átti pabbi og hans fjölskylda meðal ann- ars skjól hjá fjölskyldunni á Brekk- um, Guðmundi Guðmundssyni og hans börnum. Síðla árs 1958 kom Matthías á Brekkum, sem var elstur þeirra systkina, að máli við pabba og sagði að þau hefðu ákveðið að bregða búi og flytja til Víkur. Þau systkinin voru orðin fullorðin og faðirinn há- aldraður. Hafði Matti þá leitað fyrir sér með húsnæði en ekki fengið og var hann nú að leita eftir að fá leigð- an kjallarann hjá foreldrum mínum. Fullur þakklætis fyrir tryggð þeirra og hjálpsemi á erfiðum árum gekkst pabbi í að innrétta þar ágætis íbúð, og þangað fluttu þau systkinin, Matti og Þura, ásamt Guðmundi gamla föður þeirra. Síðar bjó líka Kjartan bróðir þeirra þar með þeim. Þarna fengum við fjölskyldan slíka dýrgripi fyrir nágranna, að þau munu okkur seint gleymast, hvert um sig. Í frið- sæld bjuggu þau þar til æviloka, nema Þura sem allra síðustu árin bjó á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík. Á sínum yngri árum iðkaði pabbi nokkuð íþróttir, aðallega hlaup og stökk, og var hann ábyggilega mjög efnilegur sem slíkur, bæði að líkams- byggingu og hinu andlega kappi. Hann keppti á ýmsum mótum, bæði innan héraðs og utan, og á einu slíku hafði þekktur þjálfari hjá KR séð til hans. Honum þótti pabbi efnilegur og hvatti hann til að koma til Reykja- víkur og hella sér út í þjálfun og æf- ingar. Þrátt fyrir þessa hvatningu sá hann sér ekki fært að hverfa til þess. Gleðimaður mikill var pabbi í besta skilningi þess orðs. Hann hafði alltaf lag á að koma öllum í létt skap í kringum sig og menn fóru ávallt kát- ari af hans fundi. Þá hafði hann mjög gaman af að herma eftir og var ein- staklega laginn við það. Voru oft á sveimi í kringum hann raddir hinna ýmsu nágranna og kunningja og jafnvel þjóðþekktra manna. Þetta var græskulaust gaman og ekki gert í hrekk, enda veit ég ekki til að nokk- urn tíma hafi hinn rétti eigandi radd- arinnar liðið fyrir þetta grín að öðru leyti. Pabbi var mjög pólitískur og fylgdi stefnu Alþýðubandalagsins í þjóðmálum. Hann varði rétt lítil- magnans og vildi jöfnun lífsgæða, öllum til handa. Afi, tengdafaðir hans, var hins vegar á öndverðum meiði í pólitískum skoðunum og tók- ust þeir oft á þegar þeir hittust. Mömmu leiddist ávallt þetta þref og þegar hæst læt, sussaði hún á þá og hljóðnuðu þeir þá þegar, þó stór- lyndir væru báðir. Hann var mjög kappsamur en sást yfirleitt vel fyrir í öllu sem hann gerði og gekk í öll verk og áhugamál af krafti. Hins vegar áttu þau atriði sem ekki áttu huga hans það til að drabbast niður. Á seinni árum hneigðist hugur pabba mikið að ritstörfum. Hann sat löngum við skráningu sagna eða við ljóðagerð og hefur margt af því kom- ið fram opinberlega. Hann hafði mik- inn áhuga á skráningu munnmæla- sagna hvers konar, og lagði kapp á að ná þeim saman, meðan einhverjir heimildarmenn væru eftir til stað- festinga eða skýringa. Um sextugsaldur veiktist pabbi og átti það eftir að há honum síðan. Þessu fylgdu tíðar sjúkrahússferðir en því tók hann eins og öðrum verk- efnum sem fyrir hann voru lögð og þar kynntist hann fjölda fólks sem hann hafði gaman af að hitta og fylgjast með, hvort heldur voru sjúk- lingar eða starfsfólk. Að lokum vil ég kveðja kæran vin og félaga sem ævinlega vildi fylgjast vel með mínum högum og minna, full- viss þess að svo muni verða áfram. Hafsteinn. Jæja, afi minn, þá skiljast víst leið- ir. Okkur munu alltaf verða kærar og dýrmætar þær minningar sem við eigum um þig, og þó svo við höfum ekki kynnst þér nema á seinni hluta ævi þinnar, þá líður okkur eins og við höfum þekkt þig alla ævi. Ef við lít- um um öxl og hugsum til baka þá verður okkur mjög minnisstætt þeg- ar við bræðurnir vorum bara smá- peyjar og þú tókst okkur með þér fyrst á fýlaveiðar, það var mikið æv- intýri. Við vorum nú ekki háir í loft- inu en með tímanum vorum við orðn- ir færir um að fanga hvern þann fýl sem við sáum því ekki var tekið í mál að missa neitt kvikindi sem á vegi okkar varð. Eitt atvik er okkur ógleymanlegt og það var þegar við vorum eitt sinn staddir við Klifandi og áin þar skiptist í tvo mjög vatns- mikla ála sem umléku aurinn þannig að á milli myndaðist smáeyja og þar var allt krökkt af fýl sem beið þess eins að vera veiddur, þá settirðu það ekki fyrir þig að taka fram reipið og síga niður af brúninni til að ná þeim en þessi eyja hafði þá myndast undir miðri brúnni og hafa þetta verið um 20 fýlar þarna á þessari litlu eyju. Það skipti engum togum, þú náðir þeim öllum og hentir þeim síðan yfir til okkar í kippum þar sem við vorum hálfskelkaðir um afa gamla sem var þarna að okkur fannst kominn í sjálf- heldu, því þegar þú ætlaðir til baka reyndist það ófært að klífa aftur upp á brúna því að bandið var lítið og þú rennandi blautur, þá voru góð ráð dýr og við að tryllast við árbakkann því við töldum það ógerandi að vaða ána eins mikil og hún var þá, en áður en við vissum varstu kominn út í ána og vatnið náði þér allavega upp að mitti, en yfir hafðirðu það þrátt fyrir að vera kominn á sjötugsaldurinn. Þvílíku heljarmenni höfum við aldrei kynnst. Ægir og Þorsteinn urðu síð- an fljótt hluti af þessu mikla veiðiliði sem á hverju hausti flakkaði um Mýrdalinn á bláa „þrumufleygnum“ og síðan var sungið hástöfum, milli þess sem hlaupið var um aurinn að elta fýlinn, lag og texta sem þú samdir sérstaklega fyrir þessar veiðiferðir: Á ferðinni í fjallabíl frændur sjö að veiða fýl í lágri sveit um kletta og klungur. Gaman er að vera ungur. Skjótast um og skoppa, standa upp og hoppa! Kannski er lífið bara leikur, litli vinur, vertu ei smeykur. Þrátt fyrir að við bræðurnir vær- um ekki miklir söngmenn þá gerðir þú oft miklar tilraunir til að fá okkur til að taka lagið með þér og verður það að játast að við sungum oft há- stöfum í þessum veiðiferðum okkar en því miður ekki mikið fyrir utan það, og oft þegar fjölskyldan hittist á Ránarbrautinni þá var alltaf tekið lagið og vorum við þá fljótir að láta okkur hverfa. En ég, nafni þinn, sé mikið eftir því í dag að hafa ekki tek- ið oftar lagið með þér því það var ekki á hverjum degi sem manni býðst að taka lagið með svo frábær- um söngmanni sem þú varst. En hver veit nema maður taki lagið oft- ar í komandi framtíð. Okkur þótti líka alltaf óskaplega vænt um að fá að eiga ef svo má segja okkar annað heimili á Ránar- brautinni hjá ykkur ömmu þegar við vorum í Víkinni og alltaf var okkur jafn vel tekið og okkur velkomið að gista þegar við vildum, það var alveg ómetanlegt, sem við viljum þakka fyrir af heilum hug, elsku afi og amma. Við biðjum góðan Guð að styðja og styrkja ömmu sem missir svo mikið þegar þú ert farinn. Hjartans þökk fyrir allt, afi minn, og Guð fylgi þér. Þínir Elías, Guðjón og Jóhannes. Í dag kveðjum við Guðjón Þor- steinsson sem var litli bróðir móður minnar. Þessi stóri og myndarlegi maður er fallinn að velli eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það koma upp margar minningar og minnist ég þess þegar ég var lítil stelpa þegar var farið í ferðir í Mýr- dalinn, þar sem móðir mín er uppal- in, til að heimsækja systkini hennar og ættingja og ríkti alltaf mikil eft- irvænting að fara í þessar ferðir – þá tók talsvert lengri tíma en það tekur í dag að fara á milli. Alltaf var upp- dúkað veisluborð sem beið hjá þeim hjónum Guðjóni og Hrönn. Þau voru sérstaklega hlýleg og elskuleg hjón sem gaman var að koma til. Guðjón átti auðvelt með að koma fyrir sig orði og var mjög hagyrtur og mikill söngmaður. Ég man þegar við hjónin giftum okkar fyrir 9 árum síðan, þá stóð Guðjón fyrir fjöldasöng, óbeð- inn, af sinni röggsemi og þótti okkur mjög vænt um þennan þátt hans. Í seinni tíð hitti maður þau hjón helst hjá foreldrum mínum þegar þau voru í bænum og þegar Guðjón hafði verið til lækninga hérna í bæn- um, alltaf bar hann sig vel. Það er stórt skarð höggvið í systkinahóp- inn. Guð geymi þig, elsku Guðjón, og haldi verndarhendi yfir Hrönn konu þinni, börnum og fjölskyldum þeirra. Sigríður Hjartardóttir og fjölskylda. Í dag er kvaddur frá Víkurkirkju Guðjón Þorsteinsson, lengst af GUÐJÓN ÞORSTEINSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.