Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jæja, elsku vinurinn minn. Nú ert þú farinn í ferðina sem bíður okkar allra. Veturinn var langur og dimmur og margar orustur háðar á því tæpa ári sem liðið er frá slysinu 7. ágúst síðastliðinn. Það var barist, – þú barðist, foreldrar þínir börðust, læknar og hjúkrunarlið börðust. Allir sannar hetjur, en þú stærst. Æðrulaus, með fallegu brúnu augun þín, lástu í rúminu þínu, ófær um að tjá þig og stjórna hreyfingum þínum. Höfuðmeiðslin voru of mikil. En nú er öll þraut á bak og burt. Það er komið sumar á litla landinu okkar og blómin á flötinni fyrir utan gluggann á sjúkrastofunni þinni á Líkn kinka kolli í blænum með daggartár á kinn. Ég kveð þig líka, elsku frændi minn, og þakka þér samverustundirnar á liðnum mánuðum. Nú fáið þið fóst- bræðurnir að hittast aftur , Sturla og þú. Elsku Jónsi og Hófí. Ætli nokkuð í þessum heimi sé erfiðara en að missa barnið sitt. Einkasoninn efnilega. Orð verða hjóm þegar maður vill tjá samhug af veikum mætti. En Jón Börkur með brosið bjarta verður alltaf hjá okkur. Óli Hilmar frændi. Það er erfitt að sætta sig við þegar ástvinur manns deyr langt um aldur fram. En maður verður að taka því eins og öðrum hindrunum lífsins og minnast þess dýrmæta tíma sem gafst. Ég verð ævinlega þakklát fyrir það að hafa kynnst Nonna og hafa átt ógleymanlegar stundir með honum. Nonni var strákur sem maður gleym- ir aldrei. Hann var ávallt hress og kátur og með hjarta úr gulli. Mér þótti mjög vænt um vináttu hans og fann til öryggis í návist hans. Nonni var líka mikið fyrir að passa upp á vinkonur sínar og gátum við alltaf leitað til hans með vandræði okkar. Ég minnist þess með bros á vör þeg- ar Nonni bauð mér eitt sinn upp á pulsu og súkkulaði. Meðan ég beið eftir pulsunni byrjaði ég að gæða mér á súkkulaðinu. Nonni var stór- hneykslaður á mér að hafa byrjað á eftirréttinum. Hann reif af mér súkkulaðið og ég fékk það ekki tilbaka fyrr en ég var búi n að klára pulsuna. Nonni passaði ekki einungis upp á vinkonur sínar heldur reyndi að kenna okkur mannasiði líka. Hetjuleg barátta og styrkur Nonna undanfarið ár var aðdáunarverður. En 16. júní var komið að leiðarlokum og Nonni kvaddi okkur. Elsku Nonni, ég vil þakka þér fyrir allt saman, en þó sér- staklega fyrir að hafa verið sá maður sem þú varst. Ég vil votta Jónsa, Hófi og stelpunum mína dýpstu samúð, ykkar missir er mikill. Aðalbjörg. Elsku Nonni minn! Ég trúi ekki að þú sért farinn og ég fái aldrei að hitta þig aftur í þessu lífi. Þú varst svo góður og skemmtilegur og manni leið vel í návist þinni. Lífið er svo ósanngjarnt, en ég veit að núna líður þér betur. Kannski kemurðu og heimsækir mig í draumi og segir mér hvernig er hinum meg- in. Elsku Jón Börkur, heimurinn er fátækari án þín. JÓN BÖRKUR JÓNSSON ✝ Jón BörkurJónsson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1983. Hann andaðist á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 16. júní sl. eftir rúmlega 10 mánaða baráttu við afleiðingar flug- slyssins í Skerja- firði. Útför Jóns Barkar fór fram frá Fossvogskirkju 26. júní sl. Einn er maðurinn veikur en með öðrum sterkur. Einmana huga þrúgar þarflaus kvíði. Ef vinur í hjarta þitt horfir og heilræði gefur verður hugurinn heiður sem himin bjartur og sorgar ský sópast burt. (J.G.Herder.) Ég bið að heilsa Stulla. Guð varðveiti og styrki foreldra, systur og aðra aðstandendur elsku Nonna. Með ástar- og saknað- arkveðju, Sólveig Heiða. Það var vorið 1997 er okkur bárust boð að búið væri að finna handa okk- ur vinnumann er héti Jón Börkur og var hann úr Reykjavík. Þótti vissara að halda til fundar við strák áður en hann kæmi og vita hvað vekti fyrir honum og þá sérstaklega hvort hann væri að fara að boði foreldra sinna eða hvort hann kæmi sjálfviljugur. Var hann sjálfstraustið uppmálað og sagði þetta vera algerlega sinn vilja að kynnast sveitastörfum. Það var svo að kveldi dags nokkru síðar að foreldrar hans komu með hann í dvölina. Siggi hafði þá ekki séð hann og var alltaf að bíða eftir að lítill óþroskaður 14 ára strákur kæmi út út bílnum en þess í stað komu þrír fullorðnir, þar á meðal ungur glæsi- legur maður. Jón bóndi eins og hann var kall- aður af vinum sínum hér undir Eyja- fjöllum er að öðrum ólöstuðum best gerði drengur, sem við höfum kynnst. Hann var fríður piltur svo eftir var tekið, hávaxinn, sterklegur og svip- fallegur. Hann hafði að sama skapi mikla mannkosti til að bera, sam- viskusamur, duglegur, gáfaður og góðhjartaður. Hann kom til okkar í sveit 14 ára og var í tvö sumur. Á þeim aldri eru að hefjast umbrotatímar hjá mörgu ungmenninu. Jón bóndi var hins veg- ar heilsteyptur persónuleiki, vel upp alinn og tók þessum breytingum með ró. Þó örlaði á ólgu í blóðinu. Hann vildi reyna eitthvað nýtt, kominn undan verndarvæng foreldranna. Hleyptum við honum af stað eftir fyr- irlestur um gætni. Þeim fyrirlestri var vel tekið og það sem meira var að hann fór eftir þeim ráðleggingum, sem hann fékk. Hann var traustsins verður. Eftir stutta dvöl var hann farinn að keyra dráttarvél, mjólka kýr og sinna öðrum störfum eins og alvanur sveitastrákur og hlaut fyrir vikið viðurnefnið „bóndi“. Það var reyndar sama hvað hann var beðinn um hann gerði það allt með glöðu geði og þægð. Við munum ekki eftir því að hann hafi maldað í móinn eða skipt skapi. Meira að segja þótti hon- um ekki tiltökumál að vinna verkin innanhúss og passa börn. Hver bóndi prísar sig fyrir svo fjölhæfan vinnu- mann og grunar okkur að við höfum verið öfunduð af honum Jóni bónda. Eins og gjarnan er með unga vinnumenn til sveita var honum strítt, hann plataður og atast í hon- um. Minnistætt er það okkur að við buðum honum með á töðugjöld í lok sumars. Hátíðarhöldin vörðu fram- eftir kveldi og misstum við sjónar á Jóni í þó nokkurn tíma. Að lokum fundum við hann með unga stúlku sér við hönd. Hún taldi sig vera að leiða ungan mann 18 ára en þá vant- aði hann fjögur ár upp á það. Að þessu var mikið hlegið og hent gam- an að lengi á eftir, en Jón bóndi bjó enn yfir rósemi, þó hann kímdi og væri nokkuð drjúgur með sig. Fleiri saklausar strákapara- og uppvaxtarsögur gætum við sagt en gerum ekki því við lofuðum að segja ekki. Við viljum vera traustsins verð eins og sá er hér er minnst. Það er sárt að sjá á eftir ljúfum dreng í blóma lífsins en við huggum okkur við það að hann vinnur góð- verkin sín í öðrum heimi. Minning hans lifir í hugum okkar. Fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð. Anna og Sigurður, Varmahlíð undir Eyja- fjöllum. Enn á ný hefur verið höggvið stórt skarð í vinahópinn minn. Á fyrsta degi nýrrar aldar dó Stulli og sl. laug- ardag dó Jón Börkur, en þeir vinirnir voru farþegar í sömu flugvél sem fórst í Skerjafirði um sl verslunar- mannahelgi. Jón var einstakur félagi og vinur. Við vorum ekki aðeins skólafélagar heldur líka samherjar í KR, stund- uðum handboltaæfingar á næstum hverjum degi í nokkur ár. Hann var hæfileikaríkur íþróttamaður, liðtæk- ur í fleiri greinum en handbolta, sem þó var hans aðalgrein. Félagið var mjög heppið að fá að njóta krafta hans. Fyrst eftir að okkar kynni hóf- ust var hann frekar rólegur og þög- ull, en þegar ég kynntist honum bet- ur og skemmtilegum eiginleikum hans kom í ljós hve fjörugur, skemmtilegur, óeigingjarn og stund- um dálítið flippaður hann var. Ég gleymi aldrei hvernig mér leið á fyrstu æfingunum eftir slysið. Það var tómlegt að hafa ekki einn svona hávaxinn og sterkan sér við hlið. Ég átti í erfiðleikum fyrst í stað að spila án hans enda var hann bæði jafnvíg- ur í sókn og vörn og maður gat treyst á hann. Með Jóni sannaðist hið forn- kveðna ber er hver að baki, nema sér bróður eigi. Baráttuhugur hans og keppnisskap hleypti góðum anda í mig og liðið. Eftir að hafa átt góðar stundir með þér í áranna rás er erfitt að trúa því að þær verði ekki fleiri. Það var aðdá- unarvert að fylgjast með baráttu þinni við að ná bata eftir slysið. Þú stóðst þig frábærlega vel í veikindum þínum og varst aldrei á því að leggja árar í bát. Það er huggun harmi gegn að eiga frábærar minningar um þig. Ég veit að Stulli hefur tekið vel á móti þér og einhvern tímann eigum við eftir að hittast á ný og þá verður þráðurinn tekinn upp að nýju. Ég sendi Jónsa, Hófí, Ásu Karen og Unu Björk mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð að gefa þeim styrk til takast á við lífið án þín. Takk fyrir allar góðu stundirnar Böggi. Þinn vinur, Atli. Mig langar að kveðja kæran vin með örfáum orðum. Vin, sem var svo sannarlega vinur vina sinna. Í mínum augum var Nonni sá besti og heil- steyptasti og alltaf var gott að tala við hann. Ef eitthvað kom uppá í vinahópnum var alltaf hægt að leita til hans og fá góð ráð, þannig var hann duglegastur við að halda hópn- um saman. Elsku Nonni, takk fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér, og allt það góða sem þú hefur gert. Þetta eru búnir að vera erfiðir mán- uðir en nú ertu kominn á betri stað og líður örugglega vel. Ég mun sakna þín og minnast um ókomna tíð, og ég veit að þú vakir yfir okkur öllum. Fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Þín vinkona, Ásta. Mikið getur lífið verið ósanngjarnt og grimmt, já grimmt. Ég get bara með engu móti skilið að það sé til- gangur með öllu eins og sumir segja. Ég sé allavega ekki að það sé neinn tilgangur með flugslysinu og að þið Sturla og allir þeir sem fórust hafið verið teknir burtu frá fjölskyldum ykkar og öllum vinum. Hvað er fólk að tala um tilgang, þvílíkt bull. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér, Nonni minn, þegar við Rúnar fluttum í vesturbæinn. Mikið náðuð þið vel saman og alltaf var líf og fjör í kringum ykkur. Og svo komu unglingsárin. Með þeim breyttist margt en alltaf hélduð þið hópinn, þú, Rúnar og Hilmar. Það komu ýmisleg strákapör upp á en þá var bara tekið á því og ekki verið með neina langrækni. Það þjappaði ykkur bara meira saman ef eitthvað var. Og oft fannst mér ég reka unglingaheim- ili, því mikið var fjörið og alltaf var opið hús fyrir ykkur. Það sýndi bara hvað heilsteyptur og hollur vinur þú varst hvernig þú tókst á málunum. Ég horfði á ykkur breytast úr börn- um í unglinga og þið voruð hver öðr- um myndarlegri. Mikið naut ég þess þegar þú komst, hvað þú vildir spjalla mikið við mig um allt mögu- legt og kom það fyrir að við sátum í eldhúsinu á Framnesveginum langt fram á nótt og ræddum um lífið. Og Rúnar spurði, hvenær fór hann Nonni eiginlega, eða að hann rak á eftir þér þegar þú settist inn í stofu í stutt spjall, hvað er þetta maður ertu ekki að koma? Síðasta spjall okkar var áður en þú fórst í þessa örlaga- ríku ferð sem breytti öllu. Þú varst nýkominn frá útlöndum og varst að segja mér frá ferðalagi þínu og ég þér frá ferð okkar Rúnars út. Mikið sakna ég þessara stunda, elsku Nonni minn. Ég horfi út um gluggann og mér finnst alltaf eins og þú sért að koma. Þú komst gangandi Brekkustíginn og maður sá langar leiðir hver fór þar. Hár og glæsilegur varstu og allt þitt viðmót var til svo mikillar fyrirmyndar að margir mættu taka þig sér til eftirbreytni. Þú varst einstakur strákur. Oft var nú líka haft á orði: sjáið þið nú Nonna, hvað hann er alltaf flottur. Já stórglæsilegur og ég tala nú ekki um hvað þú varst alltaf fínn í tauinu. Örlögin höguðu því þannig, að ég komst ekki til þín eins oft og ég hefði viljað. Þú hafðir allt þitt fólk sem elskaði þig í kringum þig. Mikið hefði ég vilj- að geta gert eitthvað fyrir þig. En, elsku Nonni, ég er með sting í hjarta- stað og ekki hefur liðið einn einasti dagur að ekki hafi mér orðið hugsað til þín eftir þetta hörmulega slys. Og mikið hef ég kviðið fyrir að svo kynni að fara að þú mundir kveðja þetta líf, en ég trúi því að nú sértu búinn að hitta Sturlu og þið báðir lausir við all- ar þær kvalir, sem lagðar voru á ykk- ur eftir þetta hörmulega slys og getið hlaupið um hinum megin. Ég kveð þig nú, Nonni minn, og ég skal reyna að halda utan um Rúnar, sem hefur misst besta vin sem hægt er að hugsa sér. Elsku Hófý, Jónsi, dætur og allir þeir fjölmörgu, sem eiga um sárt að binda við fráfall Nonna, ég og fjöl- skyldan mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Góðar minningar um góðan dreng ylja okkur um ókomin ár. Halldóra Ólafsdóttir. Elsku kallinn minn. Það er svo stutt síðan við vorum að skemmta okkur saman, en samt svo langt. Það er svo erfitt að hugsa um það að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur. Þú varst svo góður strákur og ég hélt að við ættum eftir að vera vinir alltaf. En núna ert þú dáinn og allt er svo tómlegt. Ég sakna þín mjög mikið. Þú varst ekki bara stærstur, heldur varst þú líka bestur. Ég elskaði þig og var óskaplega stoltur af því að vera vinur þinn. Minningarnar um allt sem við gerðum eru alltaf að koma upp í hug- ann á mér. Ég er alltaf að vona að þetta sé ekki satt heldur bara vondur draumur sem ég eigi eftir að vakna upp af. Því hvernig getur það verið að þú og Stulli séuð dánir? Það er svo erfitt að skilja þetta allt saman. Þú varst svo yndislegur og skemmtilegur og það var svo gott að vera nálægt þér. Lífið þitt var rétt að byrja og þetta er svo óréttlátt. En ég veit að nú líður þér og Stulla vel því þið eruð í Himnaríki og þið eruð sam- an. Ég ætla að hugsa til þín og fá styrk frá þér þegar mér líður illa. Ég veit að þú átt eftir að hjálpa mér í gegn- um þennan mikla missi. Ég veit líka að þú átt eftir að láta mig vita af þér ofan úr himninum. Það gefur mér styrk. Elsku kallinn minn. Ég bið Guð að varðveita þig og passa og ég veit að við eigum eftir að gera alla þá hluti sem við áttum eftir að gera þegar ég hitti þig og Stulla í Himnaríki. Elsku Jónsi, Hófi, Una Björk, Ása Karen, ömmur og afi og allir sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls vinar míns Jóns Barkar. Guð gefi ykkur styrk. Ást og söknuður. Þinn vinur, Hilmar Pétur. Það er erfitt að vera í fjarlægu landi og geta ekki verið við útför góðs vinar. Ég vil í fáeinum orðum kveðja Jón Börk. Mínar bestu minningar um Jón Börk eru frá sumrinu eftir áttunda bekk, þegar við vorum sam- an í sveit að vinna fyrir Sigga frænda og Önnu Birnu. Það var svo margt sem við gerðum saman við leik og störf þetta sumar. Ófáar voru ferðir okkar á traktornum eftir þjóðvegi eitt bæði til að fara í sund og til að leigja myndbandsspólur. Ég man líka alla morgnana í fjósinu við mjalt- ir og spjall sem oftar en ekki endaði í vatns- eða mjólkurslag. Við héldum áfram að vera vinir eftir að við kom- um úr sveitinni enda lágu leiðir okkar oft saman í Hagaskólanum, og ég er mjög þakklát fyrir það. Þó að hann færi í Kvennó en ég í MR hittumst við oft og spjölluðum við þá alltaf lengi saman. Ógleymanleg er ferð okkar Jóns Barkar og Sigrúnar á þorrablótið með Sigga og Önnu Birnu. Jón Börkur var sjálfskipaður dansherra okkar Sigrúnar. Við döns- uðum þrjú saman og skemmtum okk- ur mjög vel. Svo þegar við komum heim í Varmahlíð og við Sigrún vild- um fara að sofa var Jón Börkur ekki aldeilis á því. Hann talaði svo mikið að það var bara eins gott fyrir okkur að vera vakandi, það hefði hvort eð er enginn getað sofið fyrir honum. Svona var Jón Börkur, sagði ekki mikið við fólk sem hann þekkti ekki en þegar hann var með þeim sem hann þekkti almennilega var hann óstöðvandi. Alltaf þegar við hittumst gátum við talað um allt og ekkert og skemmt okkur konunglega. Ég varð- veiti í minningunni þá stund fyrir um ári, þegar ég var að aka heim og sá Jón Börk á heimleið. Ég stoppaði og bauð honum far og ég held að við höf- um endað á því að tala saman í rúmar þrjár klukkustundir í bílnum fyrir ut- an húsið hans, við litla hrifningu for- eldra okkar enda orðið framorðið. Elsku Jón Börkur minn, ég veit að þér líður mun betur núna og að þú og Stulli eruð saman eins og þið ávallt voruð. Ég vil þakka fyrir allar sam- verustundirnar. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Hófí, Jónsi, Una Björk og Ása Karen, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og er með ykkur í hug- anum. Ykkar Hrund. „Við lifum sem blaktandi blaktandi strá.“ Þessi hending þjóðskáldsins gefur okkur sýn á stöðu mannsins í náttúrunni, á leiksviði lífsins. Að finna sjálfan sig og staðsetja er ekki auðvelt verk, maður sér illa sitt næsta spor. Við höfum öll eitthvað við tímann okkar að gera og oft finnst okkur að gengin spor hefðu mátt vera í aðrar áttir. Það er kannski þess vegna sem við verðum að halda fastar um einföldu gildin í hinni kristnu siðfræði og móta skipti okkar hvort við annað með vonina að vopni. Vonin um að allt þetta sé til einhvers, var okkur gefin við upp-risu frelsar- ans. Vonin er Guðs gjöf og ég hafði þá von í hjarta um að eiga lengri veg- ferð með Jóni Berki vini mínum sem lengi í æsku kallaði mig „ömmu Jóu“. Ég hafði séð hann vaxa og dafna og verða að fallegum ungum manni með hlýjar tilfinningar og stæltan líkama, með kraft og styrk til að takast á við hrjóstrugt mannlífið. Hann gaf mér mikið og þetta mikla geymi ég í hjarta mér. Þegar ég nú minnist Jóns Barkar koma mér í hug stef frá Dav- íð en stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem kveikj- um sínum brenna. Hann var einn af þessum sér-stæðu boðberum birtu og vinar-þels, sem aldrei þarf að „kveikja“ á, því í þeirra innra sjálfi er birtan svo skær að hún lýsir sjálf- krafa upp allt þeirra umhverfi. Þegar andlátsfregnin barst, kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.