Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 26
Regluleg líkams- þjálfun getur í sumum tilfellum komið í staðinn fyrir lyfjameðferð við háum blóðþrýstingi Spurning: Hver er ástæðan fyrir því að blóðþrýstingur lækkar við áreynslu? Svar: Hjá heilbrigðum ein- staklingum hækkar blóðþrýsting- urinn meðan á áreynslu stendur en að henni lokinni lækkar blóðþrýst- ingurinn aftur og oftast niður fyrir það sem hann var áður en áreynsl- an hófst. Blóðþrýstingurinn er margfeldi af því magni af blóði sem hjartað dælir á tímaeiningu og viðnámi æðakerfisins. Það er þess vegna tvennt sem getur lækkað blóð- þrýstinginn; í fyrsta lagi minnkuð starfsemi hjartans (t.d. lækkuð hjartsláttartíðni) og í öðru lagi minnkað æðaviðnám. Þeir sem eru með háan blóðþrýsting eru næstum allir með aukið æðaviðnám og með- ferðin sem beitt er miðar að því að lækka þetta viðnám. Blóðþrýst- ingnum er stjórnað á mjög öflugan hátt, í hálsæðum og meginslagæð (ósæð) eru þrýstingsnemar og ef þeir skynja breytingu á blóðþrýst- ingi berast samstundis boð til heil- ans sem gerir ráðstafanir til að leiðrétta breytinguna með því að hafa áhrif á starfsemi hjartans og á vídd æða. Þetta gerist til dæmis þegar við stöndum upp, þá fellur blóðþrýstingurinn og það er leið- rétt svo fljótt, með því að auka starfsemi hjartans, að venjulega tökum við ekki eftir neinu. Við áreynslu verða mjög miklar breyt- ingar á líkamsstarfsemi, m.a. á hjarta og æðum. Það sem er einna mest áberandi er aukið blóðflæði til beinagrindarvöðva (hreyfivöðva) sem verður vegna æðavíkkunar og minnkunar á æðaviðnámi til vöðv- anna. Við mikla áreynslu getur blóðflæði til beinagrindarvöðva aukist allt að 35 sinnum. Við þetta aukna blóðflæði til vöðva og minnk- aða æðaviðnám myndi blóðþrýst- ingurinn falla mikið ef ekki kæmu til boð frá heila um aukna hjarta- starfsemi sem er aukin hjartslátt- artíðni og aukinn samdráttar- kraftur hjartavöðvans. Við þetta dælir hjartað meira blóði á tímaein- ingu og blóðþrýstingurinn hækkar. Hjá heilbrigðum einstaklingi gerir aukin hjartastarfsemi við áreynslu meira en að vega upp á móti auknu blóðflæði til vöðva þannig að blóð- þrýstingurinn hækkar venjulega. Þannig er það hjá heilbrigðum að við áreynslu hækkar blóðþrýsting- urinn en þegar áreynslunni lýkur lækkar hann aftur og getur lækkað svo mikið að einstaklingurinn fái svima í svolitla stund. Þessi blóð- þrýstingslækkun eftir áreynslu er oft á bilinu 5–20 mmHg (efri mörk eða slagbilsþrýstingur) sem er tals- vert mikið miðað við að blóðþrýst- ingur hjá heilbrigðum er oftast á bilinu 120-140 mmHg. Þessi lækk- un á blóðþrýstingi getur staðið í klukkustund og dálítil lækkun get- ur staðið mun lengur eða allt að 12 klst. Það er vitað að eitt af því já- kvæða sem regluleg líkamsþjálfun hefur í för með sér er svolítil lækk- un á blóðþrýstingi á milli þess sem reynt er á sig og þessi lækkun er meiri hjá þeim sem eru með blóð- þrýsting í hærri kantinum eða eru með of háan blóðþrýsting. Ekki er vitað með vissu hvernig á þessari lækkun blóðþrýstings að lokinni áreynslu stendur og þar kemur áreiðanlega margt til, m.a. breyt- ingar á starfsemi hjarta og beina- grindarvöðva, þegar blóðþrýstings- hækkunin er lítil, auk þess sem líkamsþjálfun hefur jákvæð áhrif á blóðfitu, vinnur gegn offitu og eyk- ur almenna vellíðan. Þegar alvarlegur hjartasjúk- dómur er til staðar, t.d. krans- æðasjúkdómur með hjartabilun, getur hjartað ekki aukið starfsemi sína. Við áreynslu getur ekki orðið aukning á hjartastarfsemi og blóð- þrýstingurinn fellur. Blóðþrýst- ingsfall við áreynslu verður aðeins þegar hjartasjúkdómur er til stað- ar. Áreynsla og blóðþrýstingur MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. 26 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Læknirinn Blóðþrýstingur lækkar eftir áreynslu Kettir Ofnæmisfríir kettir væntanlegir eftir tvö ár Sólin Föt sem veita góða sólvörn fá vöruvottun Reykingar Reykingavarnalyfið Zyban getur haft aukaverkanir HEILSA TVÆR nýbirtar rannsóknir sýna svo óyggjandi er að neysla græn- metis, ávaxta og annarra fitulítilla matvæla hefur beinlínis verndandi áhrif gegn hjarta- og æðasjúkdóm- um. Í fyrri rannsókninni tóku þátt 84 þúsund konur og um 42 þúsund karlmenn. Við það eitt að bæta daglega við einum skammti af grænmeti eða ávöxtum minnkuðu líkur á hjartasjúkdómum um 4 pró- sent. Þar vó þyngst grænt græn- meti, og ávextir eins og appelsínur og grape. „Niðustöður okkar styðja það að aukin neysla ávaxta og grænmetis, sérstaklega grænna káltegunda og ávaxta sem inni- halda mikil C- vítamín, beinlínis verndi gegn hjarta- og æðasjúk- dómum,“ segir dr. Kaumudi J. Joshipura og samstarfsmenn hans við Harvard-háskólann í Boston, Massachusetts. Aðferð rannsak- enda fólst í að endurskoðuð voru gögn úr tveimur stórum rannsókn- um um hvað hefði mest áhrif á heilsu miðaldra fólks en þær rann- sóknir birtust í júníhefti Annals of Internal Medicine. Þar mátti sjá að þeir sem borðuðu mest af ávöxtum og grænmeti urðu eldri, lifðu heil- brigðara lífi og reyktu minna. Tengsl voru milli þess að borða mikið af grænmeti og ávöxtum og minnkaðrar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, jafnvel þótt þáttur reykinga eða líkamsræktar væri ekki tekinn með í myndina. Hin rannsóknin sem birtist í blaðinu segir frá að fæða sem innihaldi litla fitu, mikið af grænmeti, ávöxtum, hnetum og kornmeti bæti blóðflæði og verji frumur innan á slagæðun- um fyrir skemmdum hjá þeim sem hafa hátt kólesterólmagn í blóði en skemmdir á þessum frumum eru undanfari æðakölkunar. Grænmeti lengir lífið New York. Reuter Morgunblaðið/Ásdís Girnilegir og hollir. ERFÐABREYTTUR köttur sem gerir fólki með kattaofnæmi kleift að halda dýrið án þess að sýna ofnæm- iseinkenni verður framleiddur í Bandaríkjunum innan tveggja ára, að því er gæludýraeinræktunarfyr- irtæki tilkynnti í vikunni. Dýrin verða klónuð og framleidd af fyrirtækinu Transgenic Pets í Syracuse í Bandaríkjunum. Nokkur fyrirtæki hafa þegar boð- ið upp á einræktun gæludýra, en tal- ið er að þetta sé í fyrsta sinn sem breyta á eiginleikum dýranna. Dr. Xiangzhong Yang, við Háskólann í Connecticut, sem sinnir rannsóknum fyrir fyrirtækið, segir að eftir tvö ár megi vænta þess að hægt verði að framleiða ofnæmisfrían kött. Læknirinn David Avner stofnaði Transgenic Pets ásamt konu sinni, Jackie, vegna þess að þau eru bæði miklir kattavinir en hafa ofnæmi fyr- ir þeim. Til þess að koma í veg fyrir að kettir valdi ofnæmissvörun á borð við hnerraköst, útbrot eða augn- þrota þarf að fjarlægja Fe1 d1-arf- berann. Hann stuðlar að því að húð kattarins haldist rök, en veldur enn- fremur ofnæmissvörun. Verðið á kisu mun að líkindum verða á bilinu 80-100 þúsund krónur stykkið og verða þeir vanaðir fyrir afhendingu. Framleiða ofnæmis- fría ketti Morgunblaðið/ÁsdísMá ég fara út? Washington. The Daily Telegraph. FRÁ janúar til apríl 2001 fjölgaði tilkynningum um aukaverkanir lyfja til breska lyfjaeftirlitsins um þriðjung. Fjölgunina má rekja til lyfsins Zyban eins og fram kemur á fréttavef Reuter. Að sögn Pét- urs Gunnarssonar, lyfjafræðings hjá Lyfjastofnun, er misbrestur á að heilbrigðisstéttir hér á landi láti vita af hugsanlegum auka- verkunum lyfja. Skráning aukaverkana Zybans hófst í Bretlandi í júlí á síðasta á ári. Í maí sendi breska Lyfjastofn- unin læknum bréf um breytingu á skammtastærð lyfsins ásamt að- vörun um aukverkanir tengdar notkun þess. Þar kom fram að 5 þúsund tilkynningar höfðu borist um aukaverkanir af völdum þess og að það tengdist hugsanlega 40 dauðsföllum. Talsmaður breska lyfjaeftirlitsins segir að taka beri tillit til að hér sé um nýtt og mikið notað lyf að ræða og læknar hefðu verið beðnir um að tilkynna auka- verkanir sem þeir teldu að tengja mætti notkun Zyban. Tilkynningar vanræktar Morgunblaðið hafði samband við Pétur Gunnarsson lyfjafræð- ing hjá Lyfjastofnun vegna frétta af þessum aðvörunum. Að sögn Péturs er hér um að ræða nýtt lyf sem mikið er notað. Innflytjendur lyfsins hér á landi, GlaxoSmith- Kline, hafi sent læknum bréf og kynnt þeim breytta skammta- stærð Zyban og einnig beðið um að lyfjayfirvöldum sé tilkynnt um hugsanlegar aukaverkanir af lyf- inu. „Við hjá Lyfjastofnun höfum ekki orðið vör við fjölgun tilkynn- inga um aukaverkanir af þessu lyfi en þess ber að gæta að hér á landi er misbrestur á að heilbrigð- isstéttir láti vita af hugsanlegum aukaverkunum lyfja. Allir sem að lyfjamálum koma, framleiðendur, innflytjendur og við hér hjá Lyfja- stofnun, teljum mjög áríðandi að tilkynnt sé um hugsanlegar auka- verkanir og viljum hvetja heil- brigðisstéttir til að sinna þessari tilkynningaskyldu,“ sagði Pétur. Aukaverkanir af Zyban London. Reuter. MARGIR hafa áhyggjur af hætt- unum sem fylgja geislum sól- arinnar og grípa til þess ráðs að klæða hana af sér til að vernda eigið skinn. En fataefni veita alls ekki öll sömu vörn. Það liggur nokkuð beint við að þeim mun þéttar sem þau eru ofin þeim mun betri vörn veita þau og einn- ig skiptir þyngd efnisins og litur máli. Til hagræðis fyrir framleið- endur og til að taka af allan vafa hjá kaupendum hefur breska staðlastofnunin brugðist við og hyggst markaðssetja merki til vöruvottunar á föt sem eiga að tryggja notendum hámarks vörn gegn útfjólubláum geislum sól- arinnar. Gert er ráð fyrir að vöruvottunin sem hér um ræðir verði á öllu frá sundfötum til skíðasamfestinga, þannig að nú munu menn geta varið viðkvæma líkamsparta sérstaklega eða all- an búkinn ef að þannig ber undir. Varinn búkur? Morgunblaðið/Kjartan Þorbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.