Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 25 VESTUR-ÍSLENDINGURINN Eric Olafson, forstjóri Tomax-fyrir- tækisins í Utah í Bandaríkjunum, hlaut nýverið frumkvöðlaverðlaun ársins í Utah í flokki hugbúnaðar, en verðlaunin eru gefin af alþjóðlega bókhalds- og ráðgjafafyrirtækinu Ernst & Young. „Þetta er mjög mikil viðurkenning til fyrirtækisins í heild, frá þróun til markaðssetningar,“ segir Eric Olaf- son. „Tomax hefur frá upphafi lagt áherslu á að vera skapandi og hug- vitssamt fyrirtæki og að fá viður- kenningu frá eins mikilsvirtri stofn- un og Ernst & Young er, er lofsamlegt og mikið ánægjuefni.“ Eric Olafson er frá Gimli í Mani- toba í Kanada og rafmagnsverk- fræðingur að mennt. Ervin, faðir hans, hefur verið mjög virkur í vest- ur-íslenska samfélaginu í Manitoba og var m.a. einn helsti hvatamaður og formaður bygginganefndar menningarmiðstöðvar á Gimli, The Waterfront Centre, sem var form- lega opnuð í haust sem leið, en í henni eru íbúðir fyrir aldraða, mið- stöð fyrir íslenska starfsemi í Mani- toba og Safn íslenskrar menningar- arfleifðrar í Nýja Íslandi, The New Iceland Heritage Museum. Tveir Kanadamenn af ís- lenskum ættum útnefndir á skömmum tíma 1988 gekk Eric til liðs við Tomax, sem var lítið hugbúnaðarfyrirtæki í Salt Lake City og hugbúnaður, sem hann þróaði, vakti fljótlega athygli og hefur síðan verið flaggskip fyr- irtækisins. Þegar hann varð forstjóri 1990 voru starfsmenn átta en undir hans stjórn hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og starfa nú um 200 manns hjá Tomax. „Nú erum við í farar- broddi á sviði hugbúnaðar fyrir sölu- keðjur,“ segir hann. Ernst & Young veita verðlaun í mörgum flokkum í hverju ríki Bandaríkjanna en í haust verða veitt landsverðlaun í hverjum flokki og valinn frumkvöðull ársins í Banda- ríkjunum og koma þá allir verð- launahafar til greina. Að sögn Erics voru meira en 200 manns tilnefndir til verðlaunanna í flokki hugbúnaðar, en undir þennan flokk falla fyrirtæki eins og t.d. Yahoo! og America On- line. „Ég var kjörinn frumkvöðull ársins í Utah en þó um persónuleg verðlaun sé að ræða er þetta mikill heiður og auglýsing fyrir fyrirtækið og alla starfsmenn þess,“ áréttar hann og undanskilur ekki Jaye, eig- inkonu sína. „Þetta er viðurkenning til alls hópsins.“ Eric er annar Kanadamaðurinn af íslenskum ættum, sem fær frum- kvöðlaverðlaun á skömmum tíma, en Melanie Specula, sem á og rekur verslun með notuð húsgögn og fleira á Gimli, var útnefnd frumkvöðull ársins 2000 í Manitoba af Samtökum kvenna í atvinnurekstri í Manitoba. Hefur slegið í gegn Að sögn Jóns Baldvins Hannibals- sonar, sendiherra Íslands í Washing- ton, hefur Eric Olafson þróað hug- búnað sem er heildarlausn fyrir risavaxnar smásölukeðjur á borð við Wal-Mart og fleiri. Jón Baldvin segir að hugbúnaðurinn hafi slegið í gegn og sé nú seldur víða í Bandaríkjun- um, Kanada og í Japan. Þá telur Jón Baldvin Evrópuinnrás væntanlega. Eric Olafson hlaut frum- kvöðlaverðlaun ársins í Utah Frá afhendingu frumkvöðlaverðlaunanna. Frá vinstri Eric Olafson, Jaye með verðlaunin og foreldrar Erics, Lois og Ervin Olafson.     FYRSTA kvikmyndahátíð Gimli, The 1st Gimli Film Festival, verður haldin í tengslum við Íslendinga- daginn á Gimli í Kanada 3. til 6. ágúst nk. og verður Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmað- ur, sérstakur gestur hátíðarinnar. Stjórn Íslendingadagsnefndar og skrifstofa aðalræðismanns Íslands í Winnipeg í samvinnu við íslenska sendiráðið í Ottawa standa að þess- ari íslensk-kanadísku kvikmyndahá- tíð. Sýndar verða sjö leiknar myndir í fullri lengd; Such A Long Journey í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar, Tales From Gimli Hospital eftir Guy Maddin, Englar alheimsins, sem Friðrik Þór Friðriksson leik- stýrir, 101 Reykjavík, sem Baltasar Kormákur leikstýrir, Ikingut undir stjórn Gísla Snæs Erlingssonar, Black as Hell, Strong as Death, Sweet as Love eftir Caelum Vatns- dal og Kanadiana, sem Jón Ein- arsson Gústafsson leikstýrir. Á hátíðinni verða fimm stutt- myndir og þar á meðal ein eftir Martein Þórsson. Þá verða þrjár til fimm heimildarmyndir, m.a. Tied by Blood, a Journey Into Genealogy, eftir David Arnason, Guðjón Arn- grímsson og fleiri, Scattering of Seedssaga of Hope: An Icelandic Odyssey, eftir Juliann Blackmore- Whitney og Ásthildi Kjartansdótt- ur, og The Importance of Being Icelandic eftir Jón Einarsson Gúst- afsson. Menningartengslin styrkt Harley Jonasson, forseti Íslend- ingadagsnefndar, var á Íslandi á dögunum í boði Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, en í ferðinni átti hann auk þess fundi með m.a. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra. Hann segir tilgang ferðarinnar hafa verið að treysta tengsl Íslands við Íslendingadaginn á Gimli, en forsætisráðherra leggi mikið upp úr menningarsamskipt- um Íslands við Manitoba og ekki síst við Íslendingadaginn. Íslendingadagurinn var fyrst haldinn í Winnipeg en hátíðin var flutt til Gimli 1932 og hefur verið þar árlega síðan. Fjallkonan kom fyrst fram 1928, en fjallkonan í ár er Margret Lovisa Wishnowski, fyrr- verandi íslenskukennari frá Riv- erton, og er hún sú 73. í röðinni. Hún er dóttir Jóns Hallgrímssonar, sem fæddist á Íslandi, og Jóhönnu Sigrúnar Eastman. Í fyrra var þess minnst að 125 ár voru frá landnámi Íslendinga við Winnipegvatn en í ár eru 125 ár síð- an Íslendingar settust að í Riverton og 100 ár frá því þeir settust að í Árborg. Vegna þessa verða sérstök hátíðarhöld á viðkomandi stöðum og hefjast þau með bátasiglingu í Riverton á morgun, 1. júlí, en 13. til 22. júlí verður sérstök hátíð í Ár- borg. Gert ráð fyrir um 50.000 gestum Íslendingadagurinn nýtur mikilla vinsælda fólks í Kanada og Banda- ríkjunum af íslenskum ættum. Har- ley Jonasson segir að í fyrra hafi gestir verið um 60.000 og í ár sé gert ráð fyrir um 50.000 gestum, en íbúar Gimli eru innan við 5.000. Fyrir fjórum árum lagði hann til að komið yrði á fót nokkurs konar torgi í skemmtigarðinum á Gimli þar sem fólk gæti hist, en Íslend- ingadagurinn væri fyrst og fremst hátíð þar sem ættingjar og vinir hefðu tækifæri til að koma saman. Þingvellir Nýja Ísland varð til í fyrra og segir Harley að útfærslan hafi tekist vel, en hugmyndin sé sótt til Alþingis á Þingvöllum, þar sem fólk hafi sýnt sig og séð aðra. Á svæðinu er m.a. eldhús ömmu, þar sem kaupa má íslenskan mat, kynn- ingarbásar, listasýningar og fleira, og verður starfsemin aukin í ár. Fjölbreytt dagskrá Að vanda verður fjölbreytt dag- skrá á hátíðinni á Gimli. Til stóð að frumsýna leikrit eftir Ragnar Arn- alds, en því hefur verið frestað. Annars má nefna að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, flytur minni Kanada, Álafosskórinn undir stjórn Helga Einarssonar syngur og sendiherrarnir Hjálmar W. Hann- esson, sendiherra Íslands í Ottawa, og Eiður Guðnason, aðalræðismað- ur Íslands í Winnipeg, verða í fyrsta sinn á Íslendingadagshátíð, en þeir eru í stjórn kvikmyndahátíðarinnar. Í stjórninni eru einnig Janis John- son, þingmaður í Ottawa, Harley Jonasson, forseti Íslendingadags- nefndar, Helga Stepenson, stjórn- armaður Alþjóða kvikmyndahá- tíðarinnar í Toronto, og kvik- myndagerðarmennirnir Sturla Gunnarsson í Toronto, Caelum Vatnsdal í Winnipeg, Matt Holm í Winnipeg og Jón Einarsson Gúst- afsson í Winnipeg. Gert ráð fyrir um 50.000 gestum á Íslendingadaginn á Gimli í Kanada í sumar Íslensk-kanadísk kvik- myndahátíð í fyrsta sinn Ljósmynd/Jón E. Gústafsson Harley Jonasson, forseti Íslendingadagsnefndar, og Margret Lovisa Wishnowski fjallkona ásamt „prinsessunum“ Önnu Davison og Gillian Robinson framan við þinghúsið í Winnipeg 17. júní sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.