Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HINAR hörðu deilur inn-an Lyfjaverslunar Ís-lands hf. að undan-förnu snúist um kaup félagsins á fyrirtækinu Frumafli ehf. Tveir stjórnarmenn auk stórra hluthafa í félaginu hafa reynt að koma í veg fyrir kaupin sem meirihluti stjórnarinnar gekk frá 20. júní síðastliðinn. Meirihluti stjórnarinnar hefur aftur á móti sagt að þeir sem hafi verið að reyna að koma í veg fyrir kaupin á fyrirtækinu séu að svíkja gert samkomulag. Andstæðingar kaupanna á Frumafli innan Lyfjaverslunar hafa haldið því fram að verðið á fyrirtækinu sé allt of hátt og ekk- ert verðmat hlutlauss aðila hafi verið lagt fram. Með kaupunum sé verið að taka hagsmuni stærsta hluthafans, seljanda Frumafls, framyfir hagsmuni annarra hlut- hafa. Þá hafi meirihluti stjórnar- innar ekki staðið rétt að málum og knúið kaupin á Frumafli fram með óeðlilegum hætti. Stjórnarformaður Lyfjaverslun- ar hefur hins vegar sagt að kaupin á Frumafli verði að skoða í sam- hengi með nýlegum kaupum á tveimur öðrum félögum, A. Karls- syni hf. og Thorarensen-Lyfjum ehf. Kaupin á þessum þremur félögum séu hluti af nýrri framtíð- arsýn Lyfjaverslunar. Markaðs- hlutdeild félagsins og velta aukist verulega auk þess sem tækifæri skapist til að víkka það svið sem félagið starfar á bæði hér á landi og erlendis, sérstaklega með kaupunum á Frumafli. Greint hefur verið opinberlega frá niðurstöðum tveggja athugana sem snúa að verðmati á Frumafli, bæði unnin fyrir stjórnarformann Lyfjaverslunar. Annars vegar er um að ræða núvirt tekjustreymi og virði fasteignar Frumafls að ákveðnum tíma liðnum, sem end- urskoðandi Lyfjaverslunar hefur framkvæmt útreikninga á og er eins kona vísir að verðmati. Sam- kvæmt því er núvirt tekjustreymi og virði fasteignar Frumafls eftir 25 ár 140-160 milljónir króna. Í þessari athugun er ekki lagt mat á óefnislega þætti, s.s. viðskiptavild og því ekki um heildstætt verðmat að ræða. Hins vegar er verðmat endurskoðunarskrifstofu þar sem lagt er mat á Frumafl í heild sinni. Niðurstaða þess er að hluta- bréf Frumafls séu eðlilega metin með hliðsjón af því verði sem Lyfjaverslun greiddi fyrir þau. Deilurnar innan Lyfjaverslunar virðast því snúast um fjármuni, um aðferðir og hugsanlega um framtíðarsýn. Þessu til viðbótar er næsta víst að barátta um völd í félaginu hefur sitt að segja enda urðu veruleg umskipti í valdahlut- föllum innan hluthafahóps félags- ins með kaupunum á Frumafli. Hluthafafundur Lyfjaverslunar Íslands hf. hefur verið boðaður 10. júlí næstkomandi. Á dagskrá fundarins verður gert grein fyrir samningum félagsin við A. Karls- son hf., Thorarensen-Lyf ehf. og Frumafl ehf. Þá verður tekið fyrir vantraust á stjórn Lyfjaverslunar og stjórnarkjör. Undir liðnum önnur mál verður svo fjallað um meint trúnaðarbrot Lárusar L. Blöndal, stjórnarmanns. Með hlið- sjón af dagskrá fundarins er útlit fyrir að þar verði hart tekist á. Þess ber að geta að ríkið kemur með nokkrum hætti að þessu máli. Fyrirtækið Frumafl er tilkomið í kjölfar samnings fyrirtækisins Öldungs hf., dótturfélags Frum- afls, við heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið um rekstur hjúkr- unarheimilis fyrir aldraða að Sóltúni í Reykjavík, sem Ríkis- endurskoðun hefur gert nokkrar athugasemdir við og sagt að hafi ekki verið í samræmi við útboðs- stefnu ríkissjóðs í innkaupum. Þá kemur ríkið að málinu með öðrum hætti því Íslenskir aðalverktakar sjá um byggingaframkvæmdir Sóltúnsheimilisins, en ríkið er stærsti hluthafinn í Íslenskum að- alverktökum, sem síðan eiga 15% í Öldungi á móti 85% Frumafls. Umskipti í valdahlutföllum Lyfjaverslun keypti allt hlutafé í Frumafli 20. júní þrátt fyrir að í minnisblaðinu frá því í janúar sé kveðið á um að félagið kaupi 44,44% af hlutafénu en hafi kauprétt á 27,78% af hlutafénu til 6 mánaða frá und- irritun samnings og kauprétt á öðrum 27,78% til 12 mánaða. Með kaupunum eign- aðist Jóhann Óli Guð- mundsson, seljandi Frumafls, verulega stærstan hlut í félaginu. Eftir kaupin er hlutur hans 35,12% af heildarhlutafé Lyfjaverslunar en hann fékk greitt fyrir fyrirtækið með hlutabréfum í félaginu að nafnvirði 170 milljónir króna. Hann fékk hins vegar engar bein- ar peningagreiðslur. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að fyrir hin tvö félögin sem Lyfja- verslun hefur keypt á þessu ári, A. Karlsson hf. og Thoraren- sen-Lyf ehf., greiddi Lyfjaverslun annars vegar 375 milljónir króna í peningum auk 80 milljóna í hlutabréfum í félaginu og hins vegar 750 milljónir í peningum auk 50 milljóna í hlutabré Jóhann Óli var næ hluthafinn í Lyfjaverslu kaupin á Frumafli. Að Karlsson var stærsti hl fyrir kaupin en er næst nú með 10,77% hlut. Bindandi samningur e Einn stærsti anginn a um innan Lyfjaverslunar kaupin á Frumafli hafi inatriðum verið ákveðin irlýsingu og minnisb tengslum við kaup félags Karlssyni hf. í janúar síða eða ekki. Meirihluti Lyfjaverslunar segir svo hefur sakað þá sem hafa koma í veg fyrir kaupin svíkja gert samkomulag hluti stjórnarinnar, þ.e stjórnarmenn, fjórir a stjórnarmönnum félagsins tíma er yfirlýsingin og min ið voru staðfest, svo og stó hafar í félaginu, halda vegar fram að minnisbla einungis verið innanhússp Lyfjaverslun en ekki kaupsamningur. Meirhluti stjórnarinnar fjórir af fimm stjórnar félagsins á síðasta starfs undir höndum lögfræðileg gerðir, hvor um sig sínum til stuðnings. Magnús Tho hrl. tók saman álitsge meirihluta stjórnarinnar hann komst að þeirri ni að kominn hafi verið á samningur um kaup Ly unar á Frumafli með yf unni og minnisblaðinu f janúar. Hreinn Loftss komst að þveröfugri ni fyrir fjóra af fimm stjórn um síðustu stjórnar. Þáttur Búnaðarban Stjórn Lyfjaverslunar kröfu Lárusar L. Blöndals armanns og fulltrúa A Karlssonar, um að fram f mat á Frumaflsamningnum ur Sæmundsen stjórnarf afhenti Árna Tómassyni stjóra Búnaðarbankans, g að fá aðstoð við að verðm islega þætti Frumaflssa ins“, eins og Grímur sag irlýsingu 14. júní. Yngvi Örn Kristinsson kvæmdastjóri verðbréfasv aðarbankans, sendi Grím dagsett 12. júní, fram kemur a hafi verið kynn urstöður v bankans á F samningnum 2 Verulegar athug hafi þá hins veg fram við mat ba hinum óefnisleg um Frumafls og hafi óskað eftir að bankin ekki inn verðmati sínu. Bréf Yngva Arnar varð að Grímur sendi frá sé angreinda yfirlýsingu 14. sem hann sagði bréfið í m um atriðum rangt. Hið ré að Árni Tómasson hefði Grími að hann treysti sér að meta hina óefnisleg Frumaflssamningsins. Á h inn hefði Árni lagt óform virðismat á Sóltúnsverk um það hefði þegar legið f frá endurskoðanda félag fleirum. Því hefði ekk grundvöllur til frekari m Hart deilt um fjármuni, aðferðir, framtíðarsý Hluthafa hyglað eða skynsamleg fjárfesting Útlit er fyrir að hart verði tekist á á hlut- hafafundi Lyfjaverslunar Íslands 10. júlí. Grétar Júníus Guðmundsson kynnti sér málið, en meirihluti stjórnar félagsins hef- ur m.a. verið sakaður um að hygla einum hluthafa með kaupum á fyrirtækinu Frumafli en segir þau hluta af framtíðar- sýn og sókn á ný svið og sakar andstæð- inga kaupanna um að ætla að svíkja gert samkomulag. Flestir sem að þessu máli koma eru sam- mála um að málaferli geti skaðað Lyfja- verslun Íslands MILOSEVIC TIL HAAG Það er flestu leyti fagnaðarefni aðSlobodan Milosevic, fyrrum forseti Júgóslavíu, skuli hafa verið framseldur til Stríðsglæpadóm- stólsins í Haag. Milosevic ber öðrum fremur ábyrgð á átökunum á Balkan- skaga síðastliðinn áratug. Hin hat- ursfulla þjóðernisstefna hans og draumurinn um Stór-Serbíu varð kveikjan að þjóðernishreinsunum og tilraun Serbíu til að leggja undir sig nágrannaríkin. Sú tilraun mistókst og Milosevic á nú yfir höfði sér kæru vegna morða á hundruðum Albana auk nauðungar- flutninga 740 þúsund Albana frá Kos- ovo. Hann hefur ekki enn verið ákærð- ur vegna grimmdarverka er framin voru í stríðunum í Bosníu og Króatíu en saksóknarar Stríðsglæpadómstóls- ins sögðu í gær að til stæði að bæta þeim kærum við á næstunni. Milosevic er fyrsti þjóðhöfðinginn sem látinn er svara til saka fyrir gjörð- ir sínar með þessum hætti. Hann er hins vegar ekki sá eini er ber ábyrgð á grimmdarverkunum á Balkanskaga. Hættan er sú að með réttarhöldunum yfir Milosevic minnki líkurnar á því að aðrir, jafnt þeir sem tóku ákvarðanir og mótuðu stefnuna ásamt forsetanum, sem og þeir er framkvæmdu grimmd- arverkin, verði dregnir fyrir dómstóla. Framsal Milosevics bar að með skjótum hætti degi áður en stór alþjóð- leg ráðstefna um endurreisn Júgóslav- íu hófst í Brussel. Með því að afhenda Stríðsglæpadómstólnum forsetann fyrrverandi hafa Serbar nú rutt helstu hindrun þess úr vegi, að Vesturlönd geti veitt þeim stórfellda efnahagslega aðstoð. Ef ekki hefði komið til fram- salsins var jafnvel talið að nokkur ríki, þar á meðal Bandaríkin, myndu hunsa ráðstefnuna í Brussel. Þess í stað virð- ast menn nú ætla að taka höndum sam- an um að byggja upp Júgóslavíu eftir eyðilegginguna í stríðinu. Nú þegar hafa stjórnvöldum í Belgrad borist fyr- irheit um á annan milljarð dollara í fjárhagslega aðstoð. Auðvitað hefði á margan hátt verið æskilegt að framsal Milosevics hefði borið að með öðrum hætti og þá ekki síst vegna þess hvaða áhrif það mun hafa á serbnesk stjórnmál. Löng hefð er fyrir því í Serbíu að kenna öðrum um ófarir þjóðarinnar. Stjórn Serbíu tókst ekki að fá samþykkt lög um fram- salið og brá því á það ráð um síðustu helgi að gefa út tilskipun er heimilaði framsal stríðsglæpamanna. Þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Serbíu hafi svo á fimmtudag úrskurðað að ekki væri hægt að framselja neinn á grundvelli tilskipunarinnar þá var Milosevic engu að síður framseldur. Fyrirséð er að þetta mun valda uppnámi í júgóslav- neskum stjórnmálum og serbneska stjórnin með Djindjic forsætisráð- herra er nú þegar sökuð um að hafa svikið Milosevic í hendur Vesturlanda vegna fyrirheits um fjárstuðning. Milosevic mun nú svara til saka fyrir þau grimmdarverk er framin voru und- ir hans stjórn. Það er hins vegar einnig nauðsynlegt að serbneska þjóðin horf- ist í augu við ábyrgð sína og líti ekki svo á að með því að framselja Milosevic sé búið að afgreiða málið endanlega. UNDIR JÖKLI Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull varopnaður við hátíðlega athöfn á Malarrifi í fyrradag, þegar Árni Bragason, forstöðumaður Náttúru- verndar ríkisins, tók formlega við vörslu hans frá umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttur. „Við stöndum á merkum tímamótum í sögu þjóðgarða og náttúruverndar á Íslandi,“ sagði umhverfisráðherra í ræðu sinni og vísaði þar til þeirrar staðreyndar að opnun þessa þjóðgarðs er hin fyrsta í 28 ár. Þess verður þó ekki jafnlangt að bíða að næsti þjóðgarður verði opn- aður, því fyrirhugað er að stofna Vatnajökulsþjóðgarð á næsta ári sem verður mikilsverð viðbót við þau svæði sem þegar njóta friðlýsingar. Frá sjónarmiði náttúruverndar er stofnun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls afar mikilvæg. Á Snæfellsnesi eru ein- stakar náttúruminjar, enda er lands- lagið við rætur jökulsins mjög sér- stakt. Í jöklinum sjálfum mætast þeir kraftar sem einkenna íslenska nátt- úru; eldur og ís, en frá jöklinum og eldvörpum umhverfis hann hafa runn- ið víðáttumikil hraun sem setja svip sinn á svæðið. Að auki er fjöldi mann- vistarminja frá ýmsum tímum innan þjóðgarðsins, sem gefa svæðinu aukið gildi á sviði sögulegrar uppfræðslu. Snæfellsnes hefur á undanförnum árum notið vaxandi vinsælda ferða- manna sem áhugavert og aðgengilegt útivistarsvæði. Við opnun þjóðgarðs- ins komu í ljós hugmyndir um að tvinna saman náttúruvernd og hug- myndafræði umhverfisvænnar ferða- þjónustu innan þjóðgarðsins. Er það vissulega tímabær þróun í íslensku samfélagi þar sem þjónusta við ferða- menn er vaxandi atvinnugrein. Í um- ræðu tengdri ferðamannaiðnaði hefur á síðustu árum verið hafið máls á nauðsyn þess að rannsaka þolmörk ís- lenskrar náttúru hvað ágang ferða- manna varðar, því ljóst er að náttúran er viðkvæm og getur ekki tekið á móti ótakmörkuðum fjölda gesta án þess að láta á sjá. Þjóðgarðar á Íslandi geta haft mikilvægu hlutverki að gegna sem vettvangur rannsókna á þessu sviði, enda brýnt að mörkuð sé stefna varðandi aðgengi og yfirferð ferða- manna um landið svo það haldi ósnortnum einkennum sínum og að- dráttarafli til frambúðar. Að öðrum kosti verður stoðunum kippt undan orðspori Íslands sem áfangastaðar þar sem hægt er að komast í kynni við óspjallað og tilkomumikið umhverfi. Ekki má horfa framhjá táknrænu vægi þess að setja svæðið í kringum Snæfellsjökul í flokk með öðrum þýð- ingarmiklum verndarsvæðum þjóðar- innar. Jökullinn hefur ætíð haft yfir sér dulúðugt yfirbragð í huga fólks og orðrómur um kynngi hans hefur bor- ist víða um lönd, ekki síst fyrir tilstilli franska rithöfundarins Jules Verne, sem árið 1864 skrifaði vísindaskáld- sögu um ferðina að miðju jarðarinnar sem hefst á jöklinum. Sömuleiðis er saga Halldórs Laxness af „Kristni- haldi undir Jökli“ Íslendingum kær, enda einstæð heimild um tengsl ís- lenskrar þjóðarsálar við hulduheima og yfirnáttúruleg fyrirbrigði, sem nú eru óðum að hverfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.