Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 35 ✝ Magnea SigrúnMagnús fæddist í Reykjavík 23. febr- úar 1912. Hún lést í Víðihlíð í Grindavík 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Magn- ússon frá Hrunakrók í Hrunamanna- hreppi, f. 21. janúar 1855, d. 25. janúar 1931, og Sigrún Sveinsdóttir frá Efra- Langholti, Hruna- mannahreppi, f. 20. september 1867, d. 11. mars 1931. Systir Magneu var Lovísa Brynjólfsdóttir, f. 1. nóv- ember 1893, d. 11. maí 1969. Henn- ar maður var Jóhann Gíslason, f. 28. nóvember 1896. Hann drukkn- aði milli Íslands og Færeyja 17. desember 1923. Börn Lovísu og Jóhanns eru: 1) Einar Jóhannsson, f. 27. mars 1921, d. 10. júlí 1984. Hans kona Elisabeth Betty Clegg Jóhannsson, f. 27. apríl 1916, d. 19. september 1998. 2) Margrét Jó- hannsdóttir, f. 20. mars 1922, d. 25. mars 1985. Henn- ar maður Símon Kristjánsson, f. 18. september 1916. 3) Jóhann K. Jóhanns- son, f. 1. apríl 1924, d. 19. júlí 1945. Magnea ólst upp í Reykjavík. Hún gekk í Miðbæjarskólann, framhaldsskóla Ís- aks Jónssonar og Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Magn- ea vann ýmis versl- unarstörf, m.a. hjá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar og Feldinum í Reykja- vík sem var verslun og sauma- stofa. Hún fór til New York 1948 sem barnfóstra og vinnukona og vann síðast á skrifstofu hjá trygg- ingafélagi í New York. Magnea fluttist til Íslands 1998 og bjó hjá frænku sinni á Borg á Vatnsleysu- strönd. Hún var ógift og barnlaus. Magnea verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu- strönd í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var yndislegt veður og Snæ- fellsjökull skartaði sínu fegursta að morgni 21. júní sl., dagsins sem Magga frænka dó. Það var eins og almættið vildi sýna allt það falleg- asta við landið okkar þennan dag, rétt eins og gert var þegar við átt- um von á Möggu frænku í heimsókn frá Ameríku hér áður fyrr. Mikið hlökkuðum við krakkarnir til þegar von var á Möggu frænku heim og ég held að tilhlökkunin hafi ekki verið síðri hjá þeim fullorðnu. Allt var tekið í gegn og pússað og það fór held ég ekki fram hjá neinum í Brunnastaðahverfinu hvað til stóð- .En þegar kom að kveðjustundun- um vorum við ekki eins upprifin. Ég man eftir því að ég reyndi meira að segja að fela mig til að athuga hvort Magga frænka hætti ekki við að fara aftur til Ameríku. En henni leið vel í New York og þar vildi hún vera þótt henni þætti mjög vænt um landið sitt Ísland. Hún lagði alltaf mikla áherslu á að tala góða ís- lensku sem hún og gerði. Árið 1980 fór ég fyrst í heimsókn til hennar. Þá ferðuðumst við saman um Bandaríkin og áttum saman mjög góðar stundir, en að ferðast var hennar aðaláhugamál. Hún skoðaði sig mikið um út um allan heim og vissi margt um þá staði sem hún hafði komið á. Magga frænka hafði gaman af börnum og í mörg ár vann hún sem barnfóstra í New York. Hún átti líka marga góða vini bæði hér og úti. Revson-fjölskyldan reyndist henni mjög vel alla tíð. Hjá þeim passaði hún þrjú systkini sem hún sinnti rétt eins og hún ætti þau sjálf. Því var það henni mikið áfall þegar annar bróðirinn, Jimmy, lést aðeins 26 ára gamall. Nú faðmast þau á himnum, eins og frú Revson komst að orði þegar hún frétti um andlát Magneu en hún var aldrei kölluð annað en Magnea meðal vina sinna. Það var gott að koma til hennar daginn áður en hún dó. Það var eins og hún biði eftir því að fá að sjá okkur og kveðja. Við snerum okkur við í dyrunum, þá vinkaði hún og það vottaði fyrir brosi á vörum hennar. Elsku Magga frænka, takk fyrir allt. Guð geymi þig. Magnea Sigrún Símonardóttir. Á fallegum sumardegi kvaddi Magga frænka þennan heim, veðrið eins og hún vildi sjá á Íslandi, bjart, hlýtt og angan gróðurs í lofti. Það er svo margs að minnast og þá fyrst þegar Magga frænka er að koma í heimsókn frá Ameríku með framandi ferðatöskur sem höfðu svo margt að geyma, og við systkinin biðum spennt eftir að yrðu opnaðar. Enginn gleymdist. Það voru gjafir handa öllum og sælgæti sem við höfðum aldrei smakkað hvað þá séð áður. Fötin hennar voru eins og úr ævintýrasögum. Seinna meir vissi maður að Magga frænka þurfti að eignast allt þetta með fyrirhöfn og vinnu. Magga frænka missti báða for- eldra sína á sama ári, með mánaðar millibili og var hún þá aðeins 19 ára. Þetta var henni mikill missir og hafði hún þá systur sína Lovísu, sem var amma mín, til að halla sér að. En Magga var dugleg og kjark- mikil og það bjargaði og hjálpaði henni á lífsleiðinni. Hún hafði mik- inn áhuga á landafræði og mann- kynssögu og var alltaf vel upplýst um þau lönd sem hún síðan ferðað- ist til. Útþráin leiddi hana til Bandaríkj- anna 1948 því hún var viss um að þaðan væri möguleiki til að ferðast og skoða sig um í heiminum. Hún gætti barna hjá Hannesi Kjartans- syni sendiherra í New York. Þetta var bæði vinna og ævintýri, sagði hún mér einu sinni. Þaðan fer hún til enskumælandi fjölskyldu sem barnfóstra og þar heyrir hún ekki íslensku í tvö ár. Hún var svo hrædd um að tapa niður íslenskunni að hún talaði við sjálfa sig þegar hún var með börnin en þau héldu að hún væri ekki alveg „all right“. Hún var síðast barnfóstra hjá Revson- hjónunum í New York og reyndust þau henni alla tíð mjög vel. Hjá þeim átti hún sína fjölskyldu og elskaði börnin sem sín. Magga frænka ferðaðist mikið öll sín ár og var búin að heimsækja öll ríki Bandaríkjanna en Ísland var alltaf hennar og hún unni því alla tíð. Hún varði það einnig af alhug ef því var hallmælt á einhvern hátt. Hún naut þess að taka á móti gest- um og hafa margir notið þess og einnig aðstoðaði hún námsmenn að „heiman“ og liðsinnti þeim við það sem hún gat þegar þeir voru við nám í New York. Að heimsækja Möggu frænku til New York þótti viðburður innan fjölskyldunnar og fékk ég að njóta þess að vera fyrst af systkinum mínum sem það gerðu. Umhyggja hennar og tillitssemin að sýna mér sem mest og segja frá því flestu sem hún hafði upplifað í borginni stóru. Hún kynntist mörgum á 50 ára dvöl sinni í New York og það eru margir sem sakna hennar það- an. Kristín Kimmel var hennar ná- granni í nær 40 ár og fóru þær margar ferðirnar saman í sumarfrí- um sínum. Þegar heilsan fór að bila var Kristín ávallt tilbúin að gefa Möggu nudd og styðja við hvað eina sem hún gat og á hún miklar þakkir fyrir. Gréta Ólafsdóttir átti líka ómældar ferðirnar í hús númer 525 við 85. Götu til að aðstoða með læknisferðir, bankaferðir eða bara hvað sem var. Guð launi fyrir alla þessa hjálp. Magga frænka var mjög sjálf- stæð kona sem lét skoðanir sínar óspart í ljós en þó án þess að særa neinn. Smekkleg var hún í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Var alltaf fín og vel til fara – hún var dama, að manni fannst. Hún var vinnusöm og ósérhlífin, heiðarleg og trygglynd. Ég er þakklát fyrir það að hafa fengið að kynnast Möggu frænku eins vel og ég gerði. Við urðum pennavinkonur strax og ég gat fyrst eitthvað skrifað og það entist meðan hafið aðskildi okkur. Magga frænka var okkur allt og við vorum henni allt. Hún naut þess að koma heim og segja okkur sögur frá framandi heimi og einnig að fylgjast með því hvað við værum að gera. Hvort heldur að fara með okk- ur systrunum á skátafund, strák- unum í fjárhúsin eða pabba út í rauðmaganetin, þar sem hún laum- aði rauðmaganum út í sjóinn aftur af því „hann bað um líf“ sagði hún. Þegar heilsan var farin að segja verulega til sín flutti Magga frænka heim til Íslands. Hún bjó hjá mér þar til hún fór á hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík og naut þar að- hlynningar og hlýju á góðum stað. Börnin mín Birkir, Margrét, Arn- ar og Kristín Svava þakka allar samverustundir og vináttu. Ég kveð elskulega frænku með þakklæti fyrir allar okkar stundir og bið góðan Guð að blessa allar minningar. Hvíl í friði. Þórdís Símonardóttir. Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót ... Þessar ljóðlínur við söng Guð- mundar Jónssonar hafa í mínum huga alltaf tilheyrt Möggu frænku. Það var ekki svo algengt að ung- ar stúlkur færu í aðra heimsálfu til að vinna og sjá sig um í heiminum á þeim árum þegar Magga frænka fór til Ameríku. Magga frænka ferðað- ist mikið um Bandaríkin og hafði unun af að fara með okkur ætt- ingjana í ferðir um „Landið sitt“ eins og hún kallaði Bandaríkin. Henni var mikið í mun að við skoð- uðum okkur um og kynntumst sögu hvers staðar sem við vorum á. Er mér minnisstæð ferð okkar saman til Kanada þar sem við heimsóttum meðal annars slóðir indíána, en Magga frænka dáði mjög sögu þeirra og menningu. Oft var glatt á hjalla og mikið hlegið í litlu íbúðinni hennar Möggu frænku við áttugasta og fimmta stræti í New York og þar voru líka málin rædd, það þurfti að ræða gang mála hjá landi og þjóð, Magga vildi fylgjast vel með öllum í fjöl- skyldunni, það var ekki mjög vel lið- ið að koma til New York og vita ekki hvað barnabörnin hans Sævars voru orðin mörg og hvað þau hétu, eða hvar „krakkarnir“ hans Einars bjuggu og hvað þau væru að gera. Magga bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldunni sinni, alltaf var hún tilbúin að koma og vera með okkur og veita stuðning bæði í gleði og sorg. Í bernskuminningum mínum er eins og tímatalið hafi oft ekki verið miðað við áramót, frekar var miðað við hvenær Magga frænka kom í heimsókn og þegar Magga frænka kæmi næst ætluðum við að gera þetta og gera hitt. Alltaf var mikil tilhlökkun á Neðri-Brunnastöðum þegar Magga frænka hafði ráðgert Íslandsferð, og undirbúningur stóð lengi yfir, við systkinin æfðum okkur í að vera stillt og prúð, en það reyndist mér oft erfitt, það hefur ekki verið mín sterka hlið, eflaust hef ég stundum reynt á þolrifin í henni frænku minni, henni fannst ég oft ekki mjög dömuleg og pen. Magga frænka ólst upp við Spít- alastíginn í Reykjavík, og dáði hún mjög þann stað. Í einni af seinni Ís- landsferðum hennar hreiðruðum við um okkur í Þingholtunum í nokkra daga og fórum í stuttar gönguferðir um hverfið, hún sagði mér hver hafði búið hvar og hvernig lífið var í þá daga. Mér er það ógleymanlegt að hafa fengið að skyggnast inní þann heim sem Reykjavík var í þá daga og þá lífsbaráttu sem þar var háð. Magga frænka var eins og margir Íslendingar sem búa erlendis, mikill Íslendingur, allt sem var íslenskt eða frá Íslandi var henni mikils virði, hún mætti á allar samkomur Íslendinga og Skandinava í New York, klædd þjóðbúningnum sínum, líka 17. júní, þá skipti 40° hiti ekki máli, það áttu allir að sjá að hún var Íslendingur. Elsku Magga frænka, enn hefur þú lagt af stað í ferð, til að kanna ókunnar slóðir, ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera þér samferða í þessu tilverustigi sem við búum í. Góður Guð blessi minningu Möggu frænku. Lovísa Símonardóttir. Það er ekki auðvelt að kveðja þig, Magga frænka, í fáum línum. Í minningunni er allt sem tengdist þér framandi og sveipað einhverjum dýrðarljóma. Allt sem tengdist þér í uppvexti okkar fannst okkur svo merkilegt. Þú áttir heima í stórborg í Ameríku og þegar þú varst heima hjá okkur voru alltaf einhver æv- intýri að gerast. Ég man þegar ég fékk að fara með þér í heimsóknir til vinafólks í Reykjavík og fyrsta bíóferðin mín var með þér þegar við fórum að sjá Bakkabræður í Bæj- arbíói í Hafnarfirði. Öll jólin þegar þú varst „uppi“, eins og sagt var, eru sterk í minningunni, gjafir, ný föt, framandi sælgæti og jafnvel maturinn, en þú hafðir yndi af að taka á móti fólki og halda þeim veislur. Já, húsið heima lyktaði jafnvel öðruvísi þegar þú varst hjá okkur. Og árin liðu og við systkinin komin með börn og áfram hélst þú að vera þessi elskulega Magga frænka í Ameríku og fylgdist með öllum og spurðir frétta af frændgarði þínum. Það var sárt að sjá hvað alzheim- ersjúkdómurinn dró úr þér máttinn. En nú ert þú búin að fá friðinn og þér líður betur þar sem þú ert nú. Guð varðveiti minningu þína í hugum okkar allra. Ingi. MAGNEA SIGRÚN MAGNÚS ✝ Anna Björnsdótt-ir fæddist á Eld- járnsstöðum í Blöndudal 20. des- ember 1909. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi 18. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurbjörg Péturs- dóttir og Björn Stef- ánsson. Systkini Önnu voru sex. Eitt dó ungt. Þau sem komust til fullorðins- ára voru Stefán, Guðrún, Pétur, Ein- ar og Steingrímur, en hann er yngstur og enn á lífi. Anna var ógift en ól upp þrjú fóstur- börn. Hún bjó á Mó- bergi í Langadal en flutti til fósturdóttur sinnar, Guðlaugar á Skriðulandi, þegar hún hætti búskap. Anna bjó á Héraðs- hælinu á Blönduósi síðustu æviárin. Útför Önnu fer fram frá Holtastaða- kirkju í Langadal í dag og hefst athöfn- in klukkan 11.30. Anna Björnsdóttir ólst upp hjá for- eldrum sínum, Sigurbjörgu Péturs- dóttur og Birni Stefánssyni, sem á þessum árum bjuggu á ýmsum bæj- um, ýmist í sjálfsmennsku eða hús- mennsku. Efnin voru lítil og marga munna að metta. Anna fór ung að vinna fyrir sér. Hún réð sig í Bólstaðarhlíð og var þar einn vetur hjá Elísabetu og Klemens. Þaðan fór hún í Vatnshlíð og var þar í átta ár hjá Pétri Guðmundssyni og Herdísi Grímsdóttur, sem reyndust henni afar vel og hélst vinátta þeirra alla tíð. Þau hjón áttu tvær dætur, Þuríði og Kristínu, og þar eignaðist Anna sína bestu vinkonu. Anna fór í Kvennaskólann á Blönduósi ásamt Helgu, mágkonu sinni, og var þar í tvö ár, bæði sem nemandi og aðstoðarkona. Hún var mjög hög í höndum, sannkölluð lista- kona. Hún fer síðan sem ráðskona til Péturs, bróður síns, sem þá bjó í Mjóadal. Þar var hún þar til Pétur keypti hálfa jörðina Móberg í Langa- dal á móti Einari, bróður sínum. Þar bjuggu þau saman, Pétur og Anna og Einar og Helga ásamt börnum sín- um. Anna og Helga voru alla tíð nánar vinkonur og börnin ólust upp saman. Börn Einars og Helgu eru fjögur. Pétur og Anna ólu upp þrjú bróður- börn sín og reyndust þeim sem bestu foreldrar. Börnin eru: Guðlaug Sig- urbjörg, gift Guðsteini Kristinssyni. Þau eiga þrjá syni, Steingrím, Pétur og Björn; Valdimar Ágúst, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Pétur, Unni Önnu og Jónu Ell- en; Stefán Björn, kvæntur Ernu Svavarsdóttur. Þau eiga eina dóttur, Þóru. Alltaf var mannmargt á Móbergi þar sem börnin voru sjö og afinn og amman einnig á heimilinu í umsjá Önnu til dauðadags. Þá voru einnig börn til sumardvalar í sveitinni, tvö og stundum þrjú á báðum heimilun- um. Ekkert munaði um að bæta við. Anna fylgdist með börnunum í störfum og íþróttum, sem mikið voru stundaðar. Hún var félagslynd og hafði gaman af að vera innan um fólk þótt hún væri hlédræg í aðra röndina. Hún var gestrisin og gott að koma til hennar, ljóðelsk og átti auðvelt með að kasta fram vísu þótt hún vildi lítið flíka þeim hæfileika. Anna starfaði með kvenfélaginu í dalnum og var í stjórn þess í nokkur ár. Barnabörnunum var hún góð amma. Hún prjónaði hlýja sokka og vettlinga og saumaði föt og sendi þeim. Hún breiddi sig yfir fjölskyld- una eins og hún gat og vildi öllum gott gera. Samband Önnu og Guðlaugar var sérlega náið. Þær voru mæðgur og vinkonur. Guðlaug og Guðsteinn tóku við búinu og byggðu nýtt hús í Móbergs- landi og nefndu það Skriðuland. Þangað fluttu Anna og Pétur með þeim. Anna naut þess að fylgjast með barnabörnunum. Hún bjó næst drengjum Gullu en við Valdimar vor- um lengra burtu og nutum hlýjunnar þegar við komum í heimsókn eða hún kom til okkar. Þegar heilsan fór að bila fluttust Anna og Pétur á Héraðshælið og þar andaðist Anna að kvöldi 18. júní síð- astliðinn. Ég sem skrifa þessi orð er tengdadóttir hennar og geymi góðar minningar um hana alla tíð. Að leiðarlokum vil ég þakka Guði það sem hann gaf mér, manninum mínum og börnunum okkar, með Önnu. Valdimar átti góða mömmu þar sem hún var. Hún hvíli í Guðs hendi og hans ei- lífa ljós lýsi henni. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Guðrún Jónsdóttir. ANNA BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.