Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Oh, ég er svo spennt, mig langar að heyra allt um þetta heimsins besta kvótakerfi. Ananda Marga-munkur á Íslandi Samfélagsþjón- usta og íhugun ANANDA Marga-hreyfingin varstofnuð árið 1955 á Indlandi með það markmið að auka fræðslu um and- legt líferni. Á vegum henn- ar er meðal annars rekinn leikskólinn Sælukot við Þorragötu. Áhugamenn um hugleiðslu og andlega rækt geta þessa dagana sótt námskeið á vegum An- anda Marga á Íslandi. Ind- verskur munkur að nafni Dada Acarya Satyatmak- ananda Avadhut, eða Dada Satya, er staddur á Íslandi til að taka þátt í starfi hreyfingarinnar og halda námskeið í hugleiðslu, jóga og ýmsu öðru sem kemur að andlegum efnum. Dada Satya mun dvelja hér á landi til 25. júlí við kennslu og önn- ur störf í þágu Ananda Marga. „Ég held ókeypis kynningar- tíma um jógahugleiðslu á hverju mánudagskvöldi klukkan átta. Námskeið um jógaheimspeki og slökun eru haldin þriðjudaga og fimmtudaga klukkan átta og mið- vikudaga og föstudaga klukkan sex. Einnig höfum við opna tíma í jóga og slökun á fimmtudögum og laugardögum klukkan sex. Í þess- um námskeiðum förum við yfir grundvallaratriði jógaheimspeki, hugleiðslu og slökunar.“ Hver er meginboðskapur An- anda Marga? „Kjarni hugmyndafræði An- anda Marga felst í tveimur hlut- um, sjálfsskilningi og þjónustu við mannkyn. Til að öðlast sjálfsskiln- ing verða menn að stunda hug- leiðslu og stunda andlega íhugun og eiga andlegan lífsgrunn dag frá degi. Samfélagsþjónustan, þjónustan við mannkyn, felst í því að við reynum að vinna að bættum lífs- kjörum fólks í heiminum, mennt- un, landbúnaði, heilbrigðisþjón- ustu og hvers konar hjálp sem við getum veitt samfélaginu auk þess sem við reynum að auka meðvit- und almennings um andleg mál- efni. Hvað olli því að þú ákvaðst að helga líf þitt þjónustu á vegum An- anda Marga? „Það er erfitt að nefna eina or- sök, en ég held að megin ástæðan sé að maður finnur innri þrá til að öðlast andlega upplýsingu. Einnig má nefna þjónustuþörfina. Ég hef fyrir löngu sagt skilið við hina litlu fjölskyldu. Alls staðar í heiminum eru bræður mínir og systur. Ég aðgreini engan með tilliti til stétt- ar, litar eða trúar. Á sanskrít er til orðtak sem segir Hara Hara Pita, Gaurii mata, Sva Desh Drivuni, hinn æðsti faðir er faðir minn, náttúran er móðir mín og alheim- urinn er heimili mitt. Við stefnum að því að skapa hafsjó kærleiks í hjörtum fólksins.“ Margir tala um að jógaiðkun sé líferni sem æskilegt sé að flétta inn í daglegt líf, hver er þín skoðun á þessu? „Á sanskrít þýðir orðið jóga eining einstaklingsvit- undarinnar við alheimsvitundina, sameining sjálfsins við guð. Í dag geta allir stundað jóga. Margir halda að jóga sé einungis líkams- æfingar. Það er ekki andi jóga. Þrátt fyrir að vissulega sé nauð- synlegt að gera hinar líkamlegu æfingar er það aðeins fyrsti hluti jóga. Jóga greinist í þrjá hluta, hinn líkamlega, hinn hugræna og hinn andlega. Lífið sjálft greinist á sama hátt. Jóga eru í raun vísindi þess að rækta líkama, hug og anda á hverjum degi. Á hverjum degi þurfum við að gera vissar líkam- legar æfingar til að hreinsa líkam- ann og gera hann heilbrigðan. Hugleiðsla hreinsar hugann og býr hann undir einingu við and- ann. Þriðja svið jóga er síðan að kanna hina guðlegu ást, að skapa ást til allra vera í heiminum, ekki einungis til manna, heldur einnig til dýra og plantna. Við hjálpum fólki að nálgast jóga frá þessum þremur áttum. Lífið er ekki aðeins að eta, drekka og vera glaður. Líf- ið er að gera sér grein fyrir sjálf- um sér. Fólk veit svo margt, en þekkir ekki sjálft sig. Jóga stefnir að því að kanna þá orku sem býr í hverri veru.“ Nú ferðast þú mikið, hvernig skilgreinir þú hugtakið heimili? „Í raun eru til mörg hugtök sem fjalla um heimilið. Á sanskrít er hægt að segja að heimili sé stað- urinn þar sem maður er líkamlega, og finnur tengslin við fólkið sem býr þar. Á þessari plánetu eru mismunandi menningarheimar og mismunandi staðir og mismunandi fólk. Þar sem fólk býr lengi festist það oft við landafræðileg, loftlags- leg og menningarleg skilyrði. Ég er fæddur í Indlandi, en mér finnst ég ekki eiga heima í Indlandi. Mér finnst allur heimurinn vera heimili mitt. Ég er skyldur öllum verum heims. Heimili mitt er ekki einn sérstakur staður. Nú bý ég á Ís- landi í þessu húsi í þess- ari borg og upplifi tengsl við fólkið hér. Heimili er því tengsl líkam- legra og andlegra róta. Ég tel mig mjög heppinn vegna þess að venjulega eru munkar menn sem búa uppi í fjalli í klaustri langt frá fólkinu. Ananda Marga munkar eins og ég lifa í samfélagi með fólk- inu og vinna með því. Því er ég alltaf heima hjá mér.“ Þeir sem eru áhugasamir um námskeið hjá Dada Satya geta haft samband við Ananda Marga hreyfinguna í síma 554-7434. Dada Satyatmakananda  Dada Acarya Satyatmak- ananda Avadhut fæddist í Vihir- héraði á N-Indlandi 1. janúar 1941. Hann lauk prófi í stærð- fræði frá Pagalbur-háskóla á Indlandi og kenndi stærðfræði í menntaskóla áður en hann hóf störf sín fyrir Ananda Marga- hreyfinguna. Dada Satyatmak- ananda hefur síðan 1963 til- einkað líf sitt sjálfboðastarfi á vegum Ananda Marga um allan heim. Hann hefur unnið í Norð- ur- og Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu, og Ástralíu, meðal annars við fræðslustörf, landbúnað og hugleiðslu. Fólk veit svo margt, en þekkir ekki sjálft sig ÁSGEIR Eiríksson, fjár- málastjóri hjá Reykjalundi í Mosfellsbæ, hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Strætó bs., sem er nýtt sam- einað fyrirtæki um almenn- ingssamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu. Ásgeir er menntaður rekstrarhagfræðingur frá háskólanum í Uppsala í Sví- þjóð og hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum auk þess að hafa unnið sem strætóbíl- stjóri með námi, bæði í Reykjavík og Svíþjóð. Lokaritgerð hans í háskólanum í Uppsala var unnin fyrir Uppsalabus AB og fjallaði um þátttöku starfsmanna í stjórnun og ákvarðanatöku innan fyrir- tækisins. Ásgeir er sonur Eiríks Ásgeirssonar, sem um árabil var forstjóri SVR. Hann er kvæntur Kristrúnu Davíðsdóttur lyfjafræðingi. Ásgeir tekur við starfinu í september nk. Um 250 starfsmenn starfa hjá Strætó bs. og ársveltan er liðlega tveir milljarðar króna. Ráðinn framkvæmda- stjóri Strætó bs. Ásgeir Eiríksson BILUN varð í Boeing 757 vél Flug- leiða á Kastrup-flugvelli í Kaup- mannahöfn um klukkan 22.10 að staðartíma í fyrrakvöld. Vélin stóð við brottfararhlið þegar hluti hægri hjólabúnaðar gaf sig. Öllum 180 farþegum vélarinnar var boðin hótelgisting um nóttina en önnur 757 vél Flugleiða lenti með farþegana í Keflavík kl. 8.40 í gær- morgun. Orsök bilunarinnar er ekki ljós, en rannsókn á atvikinu er hafin hjá Boeing-verksmiðjunum og hjá tæknistöð Flugleiða. Bilun í vél Flugleiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.