Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 21
KÍNVERSKUR læknir, Wang
Guoqi, sem sótt hefur um pólitískt
hæli í Bandaríkjunum, sagði mann-
réttindaráði alþjóðasamskiptanefnd-
ar fulltrúadeildar þingsins frá því sl.
miðvikudag að líffærum fanga sem
teknir eru af lífi í Kína sé stolið.
Læknirinn heldur því fram að hann
hafi fjarlægt húð og hornhimnu um
100 látinna fanga meðan hann starf-
aði fyrir kínverska herinn.
Yfirvöld í Kína vísa þessum ásök-
unum með öllu á bug og saka lækn-
inn um lygar. „Hver heilvita mann-
eskja sér að þetta er skelfilegur
rógur gegn kínverskum yfirvöldum,“
er haft eftir Zhang Qiyue, talsmanni
kínverska utanríkisráðuneytisins á
fréttavef BBC.
Samkvæmt kínverskum lögum er
bannað að fjarlægja líffæri úr fólki
nema hinn látni hafi gefið samþykki
sitt. Því hefur þó verið haldið fram að
yfirvöld í Peking framfylgi ekki
þessari stefnu.
Yfirvöld í Kína sökuð
um líffærastuld
Hafna
öllum ásök-
unum
Peking. AP.
Reuters
Hershöfðingjar Kínahers.
LÍKLEGT er talið að Slobodan
Milosevic, fyrrverandi forseti Júgó-
slavíu, verði ákærður fyrir þátt sinn í
stríðunum í Króatíu og Bosníu-
Hersegóvínu árin 1991–1995 auk
þeirra atriða sem hann hefur þegar
verið ákærður fyrir.
Tuttugasta og fjórða maí 1999 gaf
embætti saksóknara við dómstólinn
út ákæru á hendur Milosevic vegna
atburðanna sem þá áttu sér stað í
Kósóvó-héraði í Serbíu. Í ákærunni er
Milosevic sakaður um glæpi gegn
mannkyninu og að hafa brotið al-
þjóðalög um hegðun manna í stríði.
Þyngsta refsing sem dómstóllinn get-
ur beitt er lífstíðarfangelsi.
Búist við löngum
málaferlum
Talsmaður dómstólsins sagði í gær
að allar ákærurnar yrðu sameinaðar í
eitt mál og gætu málaferlin hafist eft-
ir nokkra mánuði. Búist er við að
Milosevic lýsi yfir sakleysi sínu hvað
varðar flest ákæruatriði, en hann hef-
ur viðurkennt að hafa styrkt hersveit-
ir Bosníu-Serba í Bosníustríðinu.
Málið verður þingfest næstkomandi
þriðjudag en réttarhöldin sjálf munu
líklega taka langan tíma, jafnvel
nokkur ár, og búist er við að fjöldi
vitna verði kallaður til. Stipe Mesic,
forseti Króatíu, hefur lýst því yfir að
hann muni bera vitni í málinu, en
Mesic var forseti Júgóslavíu á undan
Milosevic.
Ennþá ganga 25 menn lausir sem
hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi í
Bosníu-stríðinu og eru Radovan Kar-
adsic, fyrrverandi forseti Bosníu-
Serba, og Ratko Mladic, fyrrverandi
yfirmaður hersveita Bosníu-Serba,
efstir á eftirlýsingarlistanum.
Stjórnmál í Júgóslavíu, sem er
sambandslýðveldi Serbíu og Svart-
fjallalands, eru í uppnámi nú í kjölfar
framsalsins. Vojislav Kostunica, for-
seti sambandsríkisins, var mótfallinn
framsalinu sem hann segir ólöglegt.
Forsetinn var ekki hafður í ráðum
þegar ríkisstjórn Serbíu tók ákvörð-
un um að framselja Milosevic og frétti
fyrst af henni þegar hann sá sagt frá
framsalinu í sjónvarpsfréttum.
Framtíð sambands-
ríkisins í hættu
Var ákvörðunin tekin skömmu eftir
að hæstiréttur Júgóslavíu hafði sett
lögbann á tilskipun stjórnarinnar um
framsal stríðsglæpamanna til Haag.
Sagði í yfirlýsingu Serbíustjórnar að
úrskurður réttarins stefndi framtíð
landsins í hættu og hagsmunir Serbíu
krefðust þess að Milosevic yrði fram-
seldur. Höfðu Bandaríkin sett fram-
salið sem skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð
til uppbyggingar landsins. Er það
skoðun margra Serba að ríkisstjórnin
hafi beygt sig í duftið fyrir erlendum
stórveldum og selt Milosevic fyrir
fjárhagsaðstoð.
Segja nokkrir vestrænir stjórnar-
erindrekar að það hafi þó ekki ráðið
úrslitum hjá öllum ráðherrunum.
Hafi upplýsingar um voðaverk þau
sem unnin voru af serbneskum ör-
yggissveitum í Kósóvó smám saman
verið að koma í dagsljósið og hafi
nokkrir ráðherranna einfaldlega ver-
ið á þeirri skoðun að rétt væri að
Milosevic sætti afleiðingum gjörða
sinna.
Margir Serbar, Kostunica þeirra á
meðal, efast um hlutleysi alþjóðadóm-
stólsins enda hafa engar ákærur verið
gefnar út á hendur herforingjum
bandamanna vegna loftárásanna á
Serbíu sumarið 1999. Einnig þykir
mörgum það stinga í stúf að Franjo
Tudjman, fyrrverandi forseti Króat-
íu, sem margir telja að hafi borið
ábyrgð á svipuðum voðaverkum og
Milosevic er sakaður um, hafi ekki
verið ákærður. Fékk hann læknis-
meðferð í Bandaríkjunum og lést
hann í embætti árið 1999.
Zoran Djindjic, forsætisráðherra
Serbíu, var aðaldrifkrafturinn á bak
við framsalið og hefur hann sagst
ætla að hitta Kostunica og ræða al-
varlega við hann um pólitíska framtíð
hins síðarnefnda. Fulltrúar eins
flokks Svartfellinga, sem situr í stjórn
sambandslýðveldisins, hafa hótað því
að draga sig úr stjórnarsamstarfinu
og óttast menn að það geti haft upp-
lausn sambandsríkisins í för með sér.
Kostunica hefur sagt að þótt hann
hafi verið andsnúinn framsali forset-
ans fyrrverandi muni hann gera allt
sem í hans valdi stendur til að tryggja
áframhaldandi stöðugleika og einingu
ríkisins. Staða og áhrif Kostunica eru
háð framtíð sambandsríkisins, því
rjúfi Svartfellingar tengslin við Serb-
íu mun Júgóslavía sem slík ekki leng-
ur vera til og hyrfi forsetaembætti
Kostunica með henni.
Serbía í pólitísku uppnámi á meðan Slobodan Milosevic bíður dóms í Haag
Sagður eiga lífstíðar-
fangelsi yfir höfði sér
Haag, Belgrad. AFP, AP.
Reuters
Yfirsaksóknari alþjóðastríðsglæpadómstólsins, Carla Del Ponte. Fram-
sal Milosevic þykir mikill persónulegur sigur fyrir hana, en hún hefur
lagt ofuráherslu á að hann verði dreginn fyrir dóm.
LÖGFRÆÐINGAR bandaríska
dómsmálaráðuneytisins eru nú að
íhuga hvort leita eigi sátta í málinu
gegn Microsoft,
áfrýja því til
hæstaréttar eða
halda áfram að
krefjast þess
ásamt ríkjunum
19, sem upphaf-
lega höfðuðu mál-
ið gegn tölvuris-
anum, að fyrir-
tækinu verði skipt
upp. Áfrýjunar-
réttur hafnaði þeirri kröfu í fyrradag
en staðfesti úrskurð undirréttar um
að fyrirtækið hefði brotið lög gegn
einokun og hringamyndun.
Talsmenn Microsoft fögnuðu því í
gær að fyrirtækið ætti ekki lengur
yfir höfði sér að vera skipt upp en
John Ashcroft dómsmálaráðherra
fagnaði því ekki síður að rétturinn
hefði verið einróma í því áliti sínu að
Microsoft hefði brotið lög með því að
einoka markaðinn fyrir stýrikerfi.
Hann vildi þó ekkert segja um næstu
skref en ýmsir þingmenn hafa lagt til
að leitað verði sátta í málinu. Haft er
eftir ónefndum embættismanni að
alltaf hafi verið nokkur vilji til að
fara sáttaleiðina og þykja líkur á því
hafa aukist með tilkomu nýrrar rík-
isstjórnar. Stjórn Bush hyggst t.d.
reyna að semja við tóbaksfyrirtækin
en málið gegn þeim og Microsoft var
höfðað í valdatíð Bills Clintons.
Umbætur eða bolabrögð?
Í yfirlýsingu frá Microsoft segir að
kjarni málsins sé sá að hvert fyrir-
tæki ætti að vera frjálst að því að
breyta og bæta framleiðslu sína í
þágu neytenda en talsmenn ákæru-
valdsins og annarra framleiðenda
segja að markmiðið með breyting-
unum hjá Microsoft hafi fyrst og
fremst verið að bola keppinautum út
af markaði.
Áfrýjunarúrskurður í Microsoft-máli
Dómsátt sögð
hugsanleg
Washington. AP, AFP.
Bill Gates
DICK Cheney, varaforseti
Bandaríkjanna, sagði í gær
að hann hefði fundið fyrir
skammæjum óreglubundn-
um hjartslætti og myndi
fara í rannsókn til þess að
láta skera úr um hvort hann
þyrfti að gangast undir að-
gerð og fá hjartagangráð.
Greindi The New York Tim-
es frá þessu. Kvaðst Cheney
búast við að niðurstaðan
yrði sú að hann þyrfti að fá
gangráð, en læknar hefðu
fullvissað sig um að engin
ástæða væri til að óttast að
aðgerðin eða gangráðurinn
myndi gera honum ókleift
að gegna embætti varafor-
seta.
Cheney í rannsókn
Dick Cheney
JAPANSKRI konu var nauðgað á
bílastæði á Okinawa-eyju í Japan í
gær og nokkrir bandarískir her-
menn voru yfirheyrðir eftir að sjón-
arvottur skýrði frá því að bandarísk-
ir hermenn kynnu að hafa ráðist á
konuna.
Ónafngreindur vegfarandi sagði
lögreglunni að nokkrir menn, líklega
bandarískir hermenn, hefðu ráðist á
konuna á bílastæði í bænum Chatan
og síðan flúið í bíl.
Konan, sem er á þrítugsaldri,
sagði að nokkrir útlendir menn hefðu
umkringt hana og einn þeirra hefði
nauðgað henni. Hún sagði ekkert um
frá hvaða landi mennirnir væru eða
hvort einhver í hópnum hefði reynt
að hindra nauðgunina. Árásin átti
sér stað við veitingahús og bari á
svæði, sem kallað hefur verið
„Bandaríska þorpið“ og er nálægt
nokkrum bandarískum herstöðvum.
Nokkru síðar voru hermenn, sem
höfðu sést á bílastæðinu, yfirheyrðir
í Okinawa-borg þar sem rannsóknin
fór fram. Talsmaður bandaríska
sendiráðsins í Tókýó sagði að banda-
rísk yfirvöld aðstoðuðu við rann-
sóknina og staðfesti að bandarískur
hermaður kynni að hafa nauðgað
konunni.
Nauðgunin átti sér stað nokkrum
klukkustundum áður en Junichiro
Koizumi, forsætisráðherra Japans,
hélt til Washington á fyrsta fund
sinn með George W. Bush Banda-
ríkjaforseta. Líklegt er að þeir ræði
meðal annars kröfu íbúa Okinawa
um að bandarísku hermönnunum á
eyjunni verði fækkað.
48.000 bandarískir hermenn eru í
Japan og um helmingur þeirra er í
herstöðvum á Okinawa. Glæpir
bandarískra hermanna hafa orðið að
miklu hitamáli á eyjunni og kynt
undir kröfunni um að fækkað verði í
herliðinu. Mikil mótmæli blossuðu
t.a.m. upp eftir að þrír hermenn
nauðguðu tólf ára stúlku árið 1995.
AP
Keiichi Inamine, ríkisstjóri Okinawa (t.h.), ræðir við James L. Jones,
hershöfðingja í Bandaríkjaher, um vandamál tengd veru bandaríska
setuliðsins á Okinawa-eyju. Íbúarnir krefjast fækkunar í herliðinu.
Nýjar nauðgunar-
ásakanir í Japan
Okinawa-borg. AP.
TALIÐ er að 58 manns hafi lát-
ið lífið sl. þriðjudag þegar ungt
fólk úr Tiva-ættbálknum réðist
inn í þorpið Tudun Adabu í
Nígeríu og gengu þar berserks-
gang. Árásarmennirnir réðust
inn í þorpið búnir sveðjum og
byssum og drápu börn jafnt
sem fullorðna. Tiva-ættin lagði
til atlögu í hefndarskyni, en
fjöldi fólks úr ættinni hefur lát-
ist í herferð sem aðrir hópar frá
Nasawara-héraði hafa á síðast-
liðnum tveimur vikum staðið
fyrir gegn ættbálknum.
Sameinast gegn
Tiva-ættinni
Tugir þjóðernishópa frá
Nasawara-héraði, sem allir tala
sama tungumálið, Hausa, hafa
sl. hálfan mánuð staðið í átök-
um við Tiv-ættbálkinn. Talið er
að hvatinn að deilunum hafi
verið morð á þekktum höfð-
ingja eins þjóðernishópsins.
Hóparnir eiga það allir sameig-
inlegt að hafa andúð á Tiva-
ættbálknum vegna þess að
meðlimir ættarinnar séu að-
fluttir og sölsi undir sig land.
Haft var eftir vígbúnum bónda,
William A. Adu, af Tiva-ætt-
bálknum að héraðið sé hans
heimkynni, þar sé Tiva-fólkið
fætt. „Ég veit ekki hvers vegna
þeir vilja drepa okkur. Við vilj-
um frið en við verðum tilbúnir
til átaka ef þeir koma.“
Um 35 þúsund manns af
Tiva-ættinni hafa nú flúið hér-
aðið og halda til í búðum sunnar
í landinu.
Átök milli
ættbálka
í Nígeríu
Lafía, Nígería. AFP.