Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEIR H. Haarde, fjármálaráð- herra, átti viðræður við Karl Eric Schiøtt Petersen, fjármálaráðherra Noregs, í Ósló í fyrradag. Þeir ræddu um ástand efnahagsmála og ríkisfjármála í löndunum báðum. „Allir hans helstu samstarfs- menn í ráðuneytinu voru viðstaddir viðræðurnar og að þeim loknum fórum við í Norsku kauphöllina og var okkur kynnt starfsemi hennar. Hún hefur verið einkavædd og margt merkilegt átt sér stað í tengslum við starf hennar. Kaup- höllin er ákaflega nútímavædd og viðskiptin öll rafræn,“ segir Geir. Í gærmorgun átti Geir fund með seðlabankastjóra Noregs og hans samstarfsmönnum. Rætt var um peningamálastjórnun Seðlabank- ans í Noregi og ennfremur starf- semi olíusjóðsins, sem Seðlabank- inn annast. Norðmenn hafa ávaxtað hagnað af olíusölu sinni er- lendis. Geir sagði að áætlað væri að í lok ársins verði höfuðstóll sjóðsins farinn að nálgast 700 millj- arða norskra kr. eða nálægt 7 þús- und milljörðum ÍSK. Fyrr á árinu var tekin ákvörðun um að stjórn- völd nýttu sér raunvexti af sjóðn- um og er reiknað með að þar sé um 20-25 milljarða norskra kr. að ræða. Efnahagsmál rædd á fundi ráðherra Ljósmynd/Ragnheiður Árnadóttir Geir H. Haarde fjármálaráðherra ásamt Anders Brodin, aðstoðarframkvæmdastjóra Norsku kauphallarinnar, og Karl Eric Schiøtt Petersen, fjármálaráðherra Noregs, í skoðunarferð um kauphöllina. Geir H. Haarde fjármálaráðherra í opinberri heimsókn í Noregi FORSETA Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og heitkonu hans Dorrit Moussaief, var vel tekið af heimafólki í færeyskum byggðar- lögum sem hann heimsótti í gær og ljóst er að forsetaheimsóknin skiptir Færeyinga miklu máli. Í gær, á öðrum degi heimsóknar sinnar, heimsótti forsetinn Runavík, þriðja stærsta sveitarfélagið í Færeyjum, en þar hyggjast Færeyingar byggja upp olíuhöfn í tengslum við fyrirhugaða sjóolíuvinnslu inn- an lögsögu sinnar. Olíumálið er í algleym- ingi í Færeyjum þessa dagana, enda er búist við fyrsta olíuborpallinum inn í lögsöguna í dag, laugardag. Stefnt er síðan að því að hefja boranir 1. júlí. Samkvæmt því sem Lasse Borðoy, forstjóri Atlantic Supply Base, samtaka um olíuhöfn í Runavík, segir, munu Færeyingar ekki geta annað olíu- vinnslunni sjálfir, þ.e. ef olían finnst. Mun því þörf verða á aðfluttu vinnuafli. Runavík er um 4 þúsund manna bær þar sem næga atvinnu er að hafa, burtséð frá öllum áform- um um olíuvinnslu. Ólafur Ragnar sagðist við komuna til Runavíkur gleðjast yfir því ef olíuvinnsla gæti skilað Færeyingum efna- hagslegum árangri. Frá Runavík var för forsetans heitið til Nyrðri-Götu, þar sem ekki biðu hans síðri móttökur en í Runavík. Fjöldi fólks, börn og fullorðnir, beið komu hans og fagnaði hon- um vel. Komið var við í Blásastofu, safnahúsi forminjafélagsins í Götu, gamla kirkjan í Götu skoðuð að ógleymdum Þrándargrunni, þar sem Þrándur í Götu, á að hafa búið um 1000 og sagt er frá í Færeyingasögu. Ný kirkja hefur verið reist í sveitarfélaginu og beið þar eftir forsetanum Samkór Götu og Leirvíkur sem söng nokkur sálmalög til heiðurs gesti sínum. Forsetinn fékk einnig frábærar móttökur í Klakksvík, næststærsta sveitarfélagi Færeyja og í Kuney, þar sem hann sýndi fjörleg tilþrif er hann gróður- setti meira en mannhæðarháa alaskaösp frá Íslandi í grónum trjálundi í Kuney. Forsetinn hélt blaðamannafund um borð í Brimli, nýju og glæsilegu varðskipi Fær- eyinga síðdegis í gær með lögmanni Fær- eyinga, Anfinn Kallsberg, og lofaði mjög Færeyinga. „Ef ég ætti að nefna eitt orð, sem hefur verið kjarninn í upplifun minni hér í Færeyjum, þá er það sjálfstraust Fær- eyinga,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist ekki hafa orðið var við væntingar Fær- eyinga í þá veru að hann tæki afstöðu í full- veldisbaráttu þeirra við Dani. Hann sagði ennfremur að Íslendingar blönduðu sér ekki inn í þau mál, þótt hann teldi að það væri mjög sterk samkennd íslensku þjóðarinnar með sérhverri tilraun Færeyinga til að styrkja sig í sessi og efla samfélag sitt. Aðspurður hvort heimsókn Ólafs Ragnars skipti Færeyinga miklu máli með tilliti til fullveldisbaráttunnar, sagðist Anfinn Kalls- berg ekki geta talið svo vera. „Færeyingar hafa sjálfir tekið afstöðu til þessa máls,“ sagði hann. „Hins vegar er það uppörvandi að fá forseta Íslands í heimsókn og ég get nefnt það að í marga áratugi hafa Íslend- ingar stutt Færeyinga á ýmsan hátt. Ég get nefnt sérstaklega eitt mál, þ.e. þegar fisk- veiðilögsagan var færð út. Þá var Ísland eina landið sem gaf Færeyingum fiskveiði- réttindi án þess að gera mótkröfu,“ sagði hann. Færeyjaheimsókn Ólafs Ragnars og fylgd- arliðs lýkur í dag, laugardag. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands vel tekið í Færeyjum Morgunblaðið/Þorkell Uppörvandi að fá for- seta Íslands í heimsókn Heimsókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, hefur vakið mikla athygli í Færeyjum og hvarvetna hefur honum verið vel fagnað. Örlygur Steinn Sigurjónsson og Þorkell Þorkelsson fylgjast með heimsókninni til Færeyja. Morgunblaðið/Þorkell Brugðið á leik fyrir ljósmyndara og kvikmyndatökumenn. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaief heilsa ungum Færeyingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.