Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 6

Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEIR H. Haarde, fjármálaráð- herra, átti viðræður við Karl Eric Schiøtt Petersen, fjármálaráðherra Noregs, í Ósló í fyrradag. Þeir ræddu um ástand efnahagsmála og ríkisfjármála í löndunum báðum. „Allir hans helstu samstarfs- menn í ráðuneytinu voru viðstaddir viðræðurnar og að þeim loknum fórum við í Norsku kauphöllina og var okkur kynnt starfsemi hennar. Hún hefur verið einkavædd og margt merkilegt átt sér stað í tengslum við starf hennar. Kaup- höllin er ákaflega nútímavædd og viðskiptin öll rafræn,“ segir Geir. Í gærmorgun átti Geir fund með seðlabankastjóra Noregs og hans samstarfsmönnum. Rætt var um peningamálastjórnun Seðlabank- ans í Noregi og ennfremur starf- semi olíusjóðsins, sem Seðlabank- inn annast. Norðmenn hafa ávaxtað hagnað af olíusölu sinni er- lendis. Geir sagði að áætlað væri að í lok ársins verði höfuðstóll sjóðsins farinn að nálgast 700 millj- arða norskra kr. eða nálægt 7 þús- und milljörðum ÍSK. Fyrr á árinu var tekin ákvörðun um að stjórn- völd nýttu sér raunvexti af sjóðn- um og er reiknað með að þar sé um 20-25 milljarða norskra kr. að ræða. Efnahagsmál rædd á fundi ráðherra Ljósmynd/Ragnheiður Árnadóttir Geir H. Haarde fjármálaráðherra ásamt Anders Brodin, aðstoðarframkvæmdastjóra Norsku kauphallarinnar, og Karl Eric Schiøtt Petersen, fjármálaráðherra Noregs, í skoðunarferð um kauphöllina. Geir H. Haarde fjármálaráðherra í opinberri heimsókn í Noregi FORSETA Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og heitkonu hans Dorrit Moussaief, var vel tekið af heimafólki í færeyskum byggðar- lögum sem hann heimsótti í gær og ljóst er að forsetaheimsóknin skiptir Færeyinga miklu máli. Í gær, á öðrum degi heimsóknar sinnar, heimsótti forsetinn Runavík, þriðja stærsta sveitarfélagið í Færeyjum, en þar hyggjast Færeyingar byggja upp olíuhöfn í tengslum við fyrirhugaða sjóolíuvinnslu inn- an lögsögu sinnar. Olíumálið er í algleym- ingi í Færeyjum þessa dagana, enda er búist við fyrsta olíuborpallinum inn í lögsöguna í dag, laugardag. Stefnt er síðan að því að hefja boranir 1. júlí. Samkvæmt því sem Lasse Borðoy, forstjóri Atlantic Supply Base, samtaka um olíuhöfn í Runavík, segir, munu Færeyingar ekki geta annað olíu- vinnslunni sjálfir, þ.e. ef olían finnst. Mun því þörf verða á aðfluttu vinnuafli. Runavík er um 4 þúsund manna bær þar sem næga atvinnu er að hafa, burtséð frá öllum áform- um um olíuvinnslu. Ólafur Ragnar sagðist við komuna til Runavíkur gleðjast yfir því ef olíuvinnsla gæti skilað Færeyingum efna- hagslegum árangri. Frá Runavík var för forsetans heitið til Nyrðri-Götu, þar sem ekki biðu hans síðri móttökur en í Runavík. Fjöldi fólks, börn og fullorðnir, beið komu hans og fagnaði hon- um vel. Komið var við í Blásastofu, safnahúsi forminjafélagsins í Götu, gamla kirkjan í Götu skoðuð að ógleymdum Þrándargrunni, þar sem Þrándur í Götu, á að hafa búið um 1000 og sagt er frá í Færeyingasögu. Ný kirkja hefur verið reist í sveitarfélaginu og beið þar eftir forsetanum Samkór Götu og Leirvíkur sem söng nokkur sálmalög til heiðurs gesti sínum. Forsetinn fékk einnig frábærar móttökur í Klakksvík, næststærsta sveitarfélagi Færeyja og í Kuney, þar sem hann sýndi fjörleg tilþrif er hann gróður- setti meira en mannhæðarháa alaskaösp frá Íslandi í grónum trjálundi í Kuney. Forsetinn hélt blaðamannafund um borð í Brimli, nýju og glæsilegu varðskipi Fær- eyinga síðdegis í gær með lögmanni Fær- eyinga, Anfinn Kallsberg, og lofaði mjög Færeyinga. „Ef ég ætti að nefna eitt orð, sem hefur verið kjarninn í upplifun minni hér í Færeyjum, þá er það sjálfstraust Fær- eyinga,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist ekki hafa orðið var við væntingar Fær- eyinga í þá veru að hann tæki afstöðu í full- veldisbaráttu þeirra við Dani. Hann sagði ennfremur að Íslendingar blönduðu sér ekki inn í þau mál, þótt hann teldi að það væri mjög sterk samkennd íslensku þjóðarinnar með sérhverri tilraun Færeyinga til að styrkja sig í sessi og efla samfélag sitt. Aðspurður hvort heimsókn Ólafs Ragnars skipti Færeyinga miklu máli með tilliti til fullveldisbaráttunnar, sagðist Anfinn Kalls- berg ekki geta talið svo vera. „Færeyingar hafa sjálfir tekið afstöðu til þessa máls,“ sagði hann. „Hins vegar er það uppörvandi að fá forseta Íslands í heimsókn og ég get nefnt það að í marga áratugi hafa Íslend- ingar stutt Færeyinga á ýmsan hátt. Ég get nefnt sérstaklega eitt mál, þ.e. þegar fisk- veiðilögsagan var færð út. Þá var Ísland eina landið sem gaf Færeyingum fiskveiði- réttindi án þess að gera mótkröfu,“ sagði hann. Færeyjaheimsókn Ólafs Ragnars og fylgd- arliðs lýkur í dag, laugardag. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands vel tekið í Færeyjum Morgunblaðið/Þorkell Uppörvandi að fá for- seta Íslands í heimsókn Heimsókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, hefur vakið mikla athygli í Færeyjum og hvarvetna hefur honum verið vel fagnað. Örlygur Steinn Sigurjónsson og Þorkell Þorkelsson fylgjast með heimsókninni til Færeyja. Morgunblaðið/Þorkell Brugðið á leik fyrir ljósmyndara og kvikmyndatökumenn. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaief heilsa ungum Færeyingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.