Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 37
nístandi stefið „Ég skil þetta eigi. Ég skil það ennþá eigi“, úr Systurláti Hannesar Hafstein í huga minn, því þótt vitund um bjartari lífsvang sé huggun í harmi, – eru ómar efans í huga og hjarta sárir. Já, við skiljum þetta ekki. Við finnum til, en fáum engin svör og kannski er líka best að fá að finna til og leita engra svara en í hljóðri bæn þakka fyrir að hafa feng- ið að njóta samfylgdar góðs drengs um tíma og átt samvistarstundir sem geta ekki gleymst. Hannes heldur áfram og lýsir systur sinni eins ég vildi einnig lýsa Jóni Berki „Þú hafð- ir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló.“ Þannig er minning mín um Jón Börk. Ég blikna í hvarmi og er sár í hjarta og verð að líta undan stað- reyndum síðustu mánaða, yfir til þess sem er ævarandi og fyrir allar kynslóðir, ástina á lífinu, þrátt fyrir allt. Lífinu sem var lifað og er lifað. Við sjáum skógarlundina fagur- grænu í Öskjuhlíðinni sem breiða blíðusvipmót yfir hrjóstrugt landið og sýnist alltaf geta án áreynslu tekið á sig norðanvindinn sem svo oft bylgjar sig niður frá Esjunni og er ævinlega kaldur og þróttmikill, eftir ferðalagið yfir sundin. Sólin vermir og næring hlíðarinnar gefur líf og styrk, en kærleiki ræktunarmanna frá því að fræi var sáð gefur kraftinn. Og við skiljum að það sem færir fram og nærir svo mikla mannlega reisn og styrk sem fjölskyldan hans Jóns Barkar hefur þurft að hafa í frammi og sýnt síðustu mánuði, er kærleik- ans kraftur frá kærleikans fræi sem Jón Börkur hafði sáð í hvert hjarta sinna samferðamanna og hlúð var að af foreldrum og systrum og stórfjöl- skyldunni allri. Kærleikurinn var að verki. Guð blessi þessa sterku kær- leiksríku fjölskyldu í sárum harmi hennar. En við sem í jaðrinum eru þökkum góðar og dýrmætar stundir með Jóni Berki og fjölskyldu hans. Fyrir þær viljum við þakka nú þegar baráttu vinar er lokið með reisn og fullnaðarsigri á sársaukanum. Guð blessi látinn vin og gefi hinum líkn sem lifa. Jóhanna Guðnadóttir. „Ég ætla að segja ykkur frá bróð- ur mínum. Bróður mínum, Jóni Berki, ég ætla að segja frá honum. Mér finnst það næstum eins og æv- intýri og svolítið eins og draugasaga líka, og samt er það allt satt. Enginn veit það betur en ég og Jón Börkur.“ Þessi útgáfa af upphafsorðum sög- unnar okkar „Bróðir minn Ljóns- hjarta“ eftir Astrid Lindgren kemur mér í hug þar sem ég sit hér aftur í Gautaborg og geri mér grein fyrir því að þú komir aldrei aftur. En þegar ég er með fjölskyldunni minni, með fjölskyldunni þinni og vinum okkar, verður mér hugsað til þín. Sú minning er afar ljúf. Hún er af góðum og tillitssömum bróður sem verður mér alltaf björt fyrirmynd. Ég sé fyrir mér þegar við vorum litlir. Þá lékum við okkur á Studie- gången og hjóluðum niður að Här- landa Tjärn. Við veiddum froskaegg, komum þeim fyrir í rauðum þvotta- bala fyrir utan hjá mér og fylgdumst með seiðum vaxa og verða að frosk- um yfir sumarið. Og það gerðir þú líka, óxt úr grasi, þannig að stóri Freyr varð allt í einu orðinn að litla Frey. Ég man þegar þú snerir þér við og tróðst yfir mig í fyrsta skipti. Þar var strákur með glampa í augum sem ég er þakklátur og stoltur af að hafa þekkt. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Þegar ég er með fjölskyldunni minni, með fjölskyldunni þinni og vinum okkar, munum við gleðjast saman yfir því að hafa þekkt þig. Elsku Hófí, Jónsi, Una og Ása Karen mín, mikið vildi ég að ég væri heima svo ég gæti að minnsta kosti tekið utan um ykkur. Bless, Jón Börkur minn. Jón Börkur okkar. Sjáumst í Nangijala. Freyr Hermannsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 37 ✝ Sigríður Sigurð-ardóttir var fædd á Nauteyri, N- Ísafjarðarsýslu, 1. mars 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 25. júní 2001. Foreldrar Sigríð- ar voru Sigurður Pálsson, f. 4. apríl 1897, d. 23. júní 1973, og Sigurveig Jónsdóttir, f. 23. október 1900, d. 26. nóvember 1991. Systkini Sigríðar eru Arndís, f. 1924, gift Ólafi Bjarnasyni. Páll, f. 1928, kvæntur Hólmfríði Pálsdóttur. Helga Guð- rún, f. 1934, d. 5. Júlí 1991, gift ey, Guðbjörg Rós og Pétur Al- bert. 2) Berta Kolbrún f. 1952 gift Jóni Gesti Hermannssyni, f. 1948. Synir þeirra Gunnar Þór og Ingi Björn. 3) Sigurveig, f. 1953, gift Hermanni A. Hákon- arsyni. Börn þeirra Unnar, Há- kon og Dagný. 4) Bjarni Kristján, f. 1966, kvæntur S. Evu Frið- geirsdóttur, f. 1970. Synir þeirra eru Magnús Pétur og Friðgeir Óli. Langömmubörn Sigríðar eru sex. Sigríður stundaði nám við Hér- aðsskólann í Reykjanesi og var síðan einn vetur í húsmæðraskóla að Löngumýri í Skagafirði. Sigríður var félagi í Kven- félaginu Hlíf, Kvenfélagi Ísa- fjarðarkirkju og Oddfellow-stúk- unni Þórey, auk þess söng hún með Sunnukórnum á Ísafirði og Kirkjukór Ísafjarðarkirkju í ára- tugi. Útför Sigríðar fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju laugardaginn 30. júní kl. 14.00. Geir Guðbrandssyni, d. 23. nóv. 2000 og Elínborg, f. 1941, gift Guðbirni Ingasyni. Í september 1951 giftist Sigríður Gunn- ari Péturssyni bif- reiðastjóra, f. 1. mars 1930, þau bjuggu all- an sinn búskap á Ísa- firði, fyrst á Græna- garði en síðan á Hlíð- arvegi 17. Foreldrar hans voru hjónin Al- bertína Elíasdóttir og Pétur Pétursson, Grænagarði. Börn Sigríðar og Gunnars eru: 1) Sigurður, f. 1950, kvæntur Lindu Rós Kristjónsdóttur, f. 1948. Börn þeirra Sigríður Lauf- Ísafjörður skartaði sínu fegursta þann 25. júní sl., pollurinn var spegilsléttur, sólin skein og amma á Hlíðarveginum kvaddi okkur. Ein af fyrstu minningum okkar um ömmu er þegar hún var að vinna í Niðursuðuverksmiðjunni en þar vann hún í rúm 20 ár eða allt til ársins 1999 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þegar við vorum lítil fengum við stundum að koma með henni í vinnuna, sitja við bandið og pilla rækjuna með henni en þegar við urðum eldri fórum við að vinna þar með henni. Amma var mikil handavinnu- kona og eftir að langömmubörnin fæddust prjónaði hún peysur og sokka á þau og gaf þeim í jólagjaf- ir. Langömmubörnunum fannst alltaf gaman að koma til ömmu og afa á Hlíðarveginn og var hún ætíð ánægð að sjá þau. Hún hafði gam- an af að lesa, syngja og spila við þau og var alltaf kátt á hjalla þeg- ar þau voru hjá henni. Ekki spillti fyrir að alltaf var til ís á Hlíð- arveginum og vissu þau nákvæm- lega hvar hann var geymdur. Söngurinn var ömmu mjög mik- ilvægur og söng hún mikið fyrir okkur systkinin. Hún var mjög lagviss og spilaði á píanó og harm- onikku. Varla var sú samkoma inn- an fjölskyldunnar að ekki væri tekið lagið og var hún þá ávallt í fararbroddi. Amma spilaði mikið á spil og kenndi hún okkur að spila, leggja kapla og gera spilagaldra en síð- asta spilagaldurinn kenndi hún okkur í vetur eftir að hún veiktist. Amma tók mikinn þátt í öllum merkum atburðum í lífi okkar. Hún aðstoðaði við allan undirbún- ing og bakaði fyrir fermingar og útskriftir okkar og núna síðast fyr- ir skírn hjá langömmubörnunum. Einnig bakaði hún brúðkaupstert- una fyrir Guðbjörgu og Hannes sl. sumar og gerði hún það með glæsibrag. Á haustin tók amma alltaf slátur en síðastliðið haust kenndi hún okkur að taka slátur og getum við örugglega gert það skammlaust næsta haust því leiðbeiningarnar voru slíkar. Um verslunarmannahelgar er það venja hjá fjölskyldunni að hitt- ast á Nauteyri og er þá alltaf tekið í spil og voru hún og Geir mágur hennar þar fremst í flokki. Næst þegar fjölskyldan hittist á Naut- eyri verður tekið í spil og þá taka áreiðanlega nýir við spilunum og spila rakka eins og þeim var einum lagið. Sumarið er búið að vera fallegt á Ísafirði. Blómin í fullum blóma og fuglarnir syngja. Við kveðjum ömmu með söknuði og þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með henni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Sigríður, Guðbjörg og Pétur. Á stundum sem þessum er erfitt að koma skýrum hugsunum á blað. Sama hversu snilldarleg ritsmíðin gæti orðið á endanum mun hún aldrei ná að lýsa henni Siggu ömmu okkar með viðeigandi hætti. Hún var nefnilega svo einstök og yndisleg manneskja að ómögulegt er að gera því skil í fáeinum orð- um. Nokkrar hendingar verða þó að nægja þar til við hittumst á ný. Hún Sigga amma okkar var fast- ur og ómissandi punktur í tilver- unni öll okkar uppvaxtarár á Ísa- firði. Hvergi var betri staður fyrir okkur en á Hlíðarveginum hjá afa og ömmu. Þar var litlum sálum frá upphafi búinn griðastaður og æv- intýraheimur þar sem margt var brallað með ömmu og Gunnari afa. Ávallt var tíminn nægur til að sinna jafnvel okkar minnstu hugð- arefnum. Þar komum við t.d. sam- an um jólin ár hvert og áttum margar okkar bestu stundir sam- an. Góðu stundirnar voru sann- arlega ófáar. En hún Sigga amma átti sinn eiginn griðastað. Það varð okkur sífellt ljósara eftir því sem við komumst til vits og ára. Sá staður var á Nauteyri við Ísafjarðardjúp, hennar uppvaxtarstaður og hennar eigin ævintýraheimur. Aldrei var ánægjulegra að vera í kringum Siggu ömmu en þegar við komum saman á Nauteyri og það reyndum við að gera sem flest a.m.k. einu sinni á hverju sumri. Þar samein- uðust allir þeir þættir sem gerðu hana ömmu okkar svo yndislega og birtust öllum greinilega sem það vildu sjá. Ást hennar og umhyggja fyrir landinu, náttúru Íslands, fólki og fjölskyldunni. Ömmu munum við alla tíð tengja kvöldvökum á Nauteyri, samræðum við kertaljós um lífið og tilveruna eða stutt spil. Á Nauteyri var Siggu ömmu frá blautu barnsbeini alin sú ást á list- um sem fylgdi henni alla tíð. Hún var vel spilandi á píanó og ógleym- anleg er minningin um hana í stof- unni á Hlíðarveginum með stóru harmonikuna í fanginu sem Gunn- ar afi gaf henni. Hún var mikil félagsvera og fátt þótti henni skemmtilegra en að taka lagið enda afbragðs söngkona. Fengu fjölmargir, ef ekki hreinlega allir, íbúar Ísafjarðar að njóta þess með einhverjum hætti í gegnum þátt- töku hennar í allskyns söng- og félagsstarfi áratugum saman. Hún Sigga amma var svo sann- arlega gleðigjafi og aldrei lét hún styggðarorð falla í garð nokkurrar manneskju. Við hlið hennar stóð ávallt Gunnar afi, eins og klettur í hafinu í gegnum súrt og sætt, og umhverfis þau stór og samheldin fjölskylda. Hún fékk án efa sína stærstu ósk uppfyllta í því að eiga þessa fjölskyldu – allt þetta fólk sem hún gaf svo ríkulega alla sína tíð. Fram á síðasta dag hafði hún áhyggjur af því hvort barnabarna- börnin hefðu ekki örugglega fengið afmælisgjafir. Fátt getum við gert betra í framtíðinni henni til heið- urs en hlúð að fjölskyldunni henn- ar og haldið áfram á þeirri braut sem amma markaði svo skýrt fyrir okkur. Ekkert var henni hjart- fólgnara en velferð fjölskyldumeð- lima og ófáar spurningarnar sem við þurftum að svara um okkar hagi nánast í hvert sinn er við hitt- um hana. Stundum þótti okkur nóg um áhugann á okkar oft fábrotna einkalífi, en nú stendur eftir tóma- rúm sem ekki verður fyllt. Áhug- inn var umhyggja. Spurningarnar væntumþykja. Sigga amma verður okkur ævar- andi fordæmi og leiðarvísir fyrir lífið. Ef að leiðarlokum verður hægt að segja um okkur að við höfum lifað lífinu í samræmi við lífshlaup Siggu ömmu, þá höfum við gert gott með veru okkar í þessum heimi. Hún var svo lífsglöð og stráði þvílíkri birtu og yl hvar sem hún kom, að líklega var það rétt ákvörðun hjá almættinu að taka hana svo skjótt til sín þegar ljóst var orðið hvert stefndi. Feg- urstu rósirnar eiga ekki skilið að visna. Hún Sigga amma var smávaxin kona en í raun stærsta kona sem við höfum kynnst. Ef einhver hef- ur átt skilið veglegar móttökur hið efra með tónlist og söng þá er það í okkar huga hún amma okkar. Í hvert sinn sem við minnumst hennar verður það ósjálfrátt með bros á vör og gleði í hjarta. Því í hvert sinn heyrum við gleðióm af tónlist og söng svo greinilega af himnum ofan. Sá ómur mun fylgja ömmu um alla eilífð. Megum við öll bera gæfu til að vera jafn góðar manneskjur og hún Sigga amma okkar. Unnar, Sigríður og strák- arnir, Hákon og Dagný. Það er komin kveðjustund. Að baki er erfið sjúkdómslega minnar góðu vinkonu Sigríðar Sigurðar- dóttur, hún fékk hægt og friðsælt andlát í faðmi fjölskyldunnar sem hún unni svo mjög, þau sem áttu kærleika hennar allan. Fjölskyldan var Siggu, eins og hún var alltaf kölluð, allt – en það voru svo margir aðrir sem fengu notið vináttu hennar og um- hyggju. Sigga var þeim mannkostum bú- in að rétta hjálparhönd hvort sem var á gleði- eða sorgarstund ef vin- ir hennar og kunningjar þurftu á aðstoð að halda. Að eiga góðan vin er mikils virði fyrir hverja manneskju. Sigga var mér sannur vinur í orðsins fyllstu merkingu. Þau eru orðin mörg ár- in sem ég og fjölskylda mín hefir notið hlýju hennar umhyggju og kærleika og það var ekki gert með hávaða eða eftirtölum. Samvera okkar Siggu hefir verið á svo margvíslegan máta, – við höfum starfað saman í kórum og ýmsum félagasamtökum þar sem Sigga skilur eftir svo mörg góð og vel unnin störf. Hún sagði við mig sl. vetur þegar við vorum að koma frá að hnoða laufabrauðið fyrir jóla- markaðinn okkar til eflingar Tón- listarskólanum: Geigei, þetta er í síðasta sinn sem ég verð við að baka laufabrauðið. Sigga var ein af stofnendum Styrktarsjóðs til byggingar Tónlistarskóla á Ísa- firði. Hún hafði verið við að hnoða og baka laufabrauðið frá upphafi, fyrir utan svo margt annað sem hún lagði af mörkum fyrir þennan göfuga málstað, oftast eftir langan og stundum erfiðan vinnudag. Sigga var félagi í Kvenfélagi Ísa- fjarðarkirkju og hefir átt sæti í stjórn félagsins í mörg ár, nú síð- ast gjaldkeri, samstarf okkar þar eins og annars staðar var svo náið. Hún var trúuð kona og vildi auðga starf kirkjunnar sem mest og best, hún hefir sungið við messur og at- hafnir í Ísafjarðarkirkju í fjölda mörg ár. Sigga þurfti ekki alltaf að hafa sálmabók fyrir framan sig því fjölda sálma kunni hún utan að. Það bar þess vott að snemma hefir litla stúlkan frá Nauteyri lært að fara með ljóð og lög. Á þessari stundu hrannast upp minningar um svo mörg liðin ár sem ég hefi átt með minni elsku- legu vinkonu. Hún hafði einstak- lega gott skap, var réttsýn og trú sinni skoðun og vildi miðla til ann- arra, henni leið illa ef vinir hennar áttu á einhvern hátt erfitt hvort sem það voru veikindi eða ein- hverjir mannlegir brestir, það voru hennar mannkostir að hafa gleði og kærleika í fyrirrúmi. Þær eru líka margar minningarnar frá gleðistundum, mikið sungið og hlegið og Sigga sett við píanóið ef enginn var undirleikarinn. Þá hló Sigga og sagði: Ég kann ekkert að spila. Enginn heyrði það og píanó- leikarinn spilaði og spilaði en ekki nóg með það, því hún kunni alla texta og þurfti því jafnóðum og sungið var að kenna textana. Þær eru margar minningarnar sem verða geymdar og munu ylja um ókomna tíma – það verður vand- fyllt skarðið sem hún Sigga skilur eftir. Ég hefi aldrei getað nógsam- lega þakkað allt það sem þessi góða kona hefir verið mér, ég held þó að henni þættu það dýrmæt laun ef allir hugsuðu um að rækta gleði og kærleika og hafa það í fyrirrúmi í mannlegum samskipt- um. Hún kvaddi þetta jarðlíf í sumri og sól og við biðjum að leiðin hennar nú verði sumar og sól. Kæri Gunnar, það hafa verið erfiðir tímar hjá þér og fjölskyldu þinni undanfarna mánuði, þar sem þú hefir gengið í gegnum erfiða aðgerð samhliða veikindum þinnar elskulegu konu, þar sem þið öll lögðuð alla ykkar alúð og kærleika til að henni liði sem best. Við Jón biðjum Guð að gefa þér sem best- an bata á ný og biðjum að minn- ingin um kærleiksríka mannkosta- konu létti ykkur sporin. Geirþrúður Charlesdóttir. SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Jón Börk Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.