Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðaflugmálastofnun, ICAO, hef- ur skilað niðurstöðum sínum vegna úttektar á rannsókninni á flugslys- inu í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000, er TF-GTI fórst. Er niðurstaða stofnunarinnar sú að rannsókn og skýrsla Rannsóknarnefndar flug- slysa, RNF, um flugslysið standist fyllilega þær kröfur sem unnið er eftir í flugheiminum. Því sé ekki ástæða til frekari rannsókna á slys- inu. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra kynnti í gær niðurstöður ICAO, en í apríl síðastliðnum fór hann fram á það við stofnunina að hún legði mat á framkvæmd flug- öryggismála hjá Flugmálastjórn Ís- lands. Þá óskaði ráðherra jafnframt eftir því að ICAO legði mat á hæfi RNF til að rannsaka flugslys, með því að skoða starfsaðferðir og verk- lag nefndarinnar, en tilefni þessarar beiðni var flugslysið í Skerjafirði. Í bréfi forseta ICAO segir að RNF hafi kannað alla þá þætti slyssins er máli skipta. Þær tillögur um úrbætur í öryggisátt sem lagðar hafi verið fram miði að því að koma í veg fyrir að koma í veg fyrir frekari flugslys, auk þess sem þær auki ör- yggi í flugi og þannig hafi markmið rannsóknarinnar verið uppfyllt. Sérfræðingarnir, sem komu hing- aði til lands í maí síðastliðnum á vegum ICAO, gerðu úttekt á skýrslu RNF í kjölfar rannsóknar hennar á flugslysinu í Skerjafirði. Í skýrslu sérfræðinga ICAO kemur fram að þeir séu þess fullvissir að rannsókn RNF hefði náð til allra þátta sem máli skiptu varðandi slys- ið og að RNF hefði gert viðeigandi tillögur í öryggisátt. Sturla sagði að í ljósi úttektar og niðurstöðu ICAO telji ráðuneytið ekki efni til frekari rannsókna á flugslysinu í Skerjafirði. Engu að síður muni ráðuneytið að sjálfsögðu taka tillit til framkominna athuga- semda og leita allra leiða til að tryggja öryggi flugsins á Íslandi. Sú ákvörðun að óska eftir úttekt ICAO á málinu hefði meðal annars grund- vallast á yfirþjóðlegri og hlutlausri stöðu stofnunarinnar og sagði hann að hlutlausari eða tæknilega betri úttekt á RNF en sú sem nú liggi fyrir, hefði ekki fengist með því að leita til annarra sérfræðinga. Tillaga um breytingu á lögum um RNF Sturla greindi einnig frá því að í undirbúningi væri tillaga til breyt- ingu á lögum um RNF, sem hann hygðist leggja fyrir Alþingi innan skamms. Í breytingunni felist að reynt verði að tryggja að upplýs- ingastreymi um rannsóknir sé sem best, sem og almennt vinnulag. Þar sé ekki átt við að ráðherra eða ráðu- neytið hlutist til um einstaka rann- sóknir, heldur að reglum um upplýs- ingaflæði verði komið í fastar skorður og að almennt vinnulag nefndarinnar verði rætt innan ráðu- neytisins. Niðurstaða Alþjóðaflugmálastofnunar vegna úttektar í kjölfar flugslyssins í Skerjafirði Rannsókn og skýrsla RNF standast fyllilega kröfur ÞEGAR lög um brunatryggingar voru til endurskoðunar árið 1999 var meðal annars í umræðunni hvort af- nema ætti skyldubrunatryggingu fasteigna. Kjartan Gunnarsson, skrifstofu- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, sem jafnframt var formaður nefndar sem hafði lögin til endurskoðunar, segir að fjölmargir hagsmunaaðilar hafi verið beðnir um að gefa umsögn um hvort þeir teldu rétt að skyldutrygg- ingin væri afnumin. Allir vildu þeir halda skyldutryggingunni, að Bændasamtökum Íslands og Sam- bandi íslenskra tryggingafélaga undanskildum, og var ákveðið að halda óbreyttu kerfi. Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri SÍT, segir að þar sem almenn samstaða hafi verið um að halda skyldutryggingunni hafi tryggingafélögin ákveðið að leggjast ekki gegn því. Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, segist alls ekki vilja afnema þá skyldu- tryggingu sem felst í brunabótakerf- inu. „Maður sér hversu andvaralaust fólk er um hagsmuni sína þegar hús brenna og innbú er óvátryggt,“ segir Sigurður. „Ég held að við myndum fyrst lenda í vandræðum, ef skyldu- tryggingin væri afnumin.“ Vátryggingafélögin bjóði upp á viðbótartryggingu Brunabótamat lækkar um 4% á landsvísu, í endurskoðuðu bruna- bótamati sem barst landsmönnum í byrjun síðustu viku. Sigurður Helgi segist telja nauðsynlegt að trygg- ingafélögin fari að bjóða upp á við- bótartryggingu á húseignir sem þau hafa ekki gert til þessa og að Hús- eigendafélagið muni beita sér fyrir því. Skyldutryggingin eigi aðeins að veita lágmarksvernd. „Menn hafa hér talið sig vera nógu vel tryggða til þessa og hafa haft möguleika á að fá brunabótamatinu breytt ef það er bersýnilega rangt,“ segir hann. „Miðað við hve fátíðir eldsvoðar eru hér á landi, þar sem hér er yf- irleitt hitað upp með heitu vatni, ætti það ekki að vera óyfirstíganleg áhætta og kostnaður fyrir trygg- ingafélögin.“ Framkvæmdastjóri SÍT segir hins vegar að sé brunabótamatið réttilega unnið sé þar komin eðlileg vátryggingarfjárhæð sem beri að leggja til grundvallar við bruna- tryggingar húseigna. Ástæða sé til að ætla að brunabótamatið í þeirri mynd sem sérfræðingar hafi lagt grunninn að nú, komist nær eðlilegri vátryggingarfjárhæð, en áður var. „Félögin hljóta því að vera mjög varkár í því að selja viðbótartrygg- ingar vegna nákvæmlega þessarar áhættu, þ.e.a.s. að húseignin skemmist í eldi,“ segir hann. Sigmar segir að þar sem bruna- tryggingar húseigna taki fyrst og fremst á efnislegu verðmæti gætu félögin hugsanlega verið reiðubúin til að bjóða upp á einhvers konar hagsmunatryggingu vegna óbeins tjóns. „Það að missa húsið sitt hefur í för með sér margvíslegt óhagræði og ýmsan kostnað, eins og t.d. að taka nýtt hús á leigu,“ segir hann. „Það verður að vera samræmi milli áhættunnar sem félagið er að taka á sig og þeirra hagsmuna sem eru í húfi.“ Afskriftir ekki nýjar af nálinni Ástæða þess að brunabótamat lækkar, er að í endurskoðuðu mati er í fyrsta sinn unnið eftir lagabreyt- ingunni frá árinu 1999 þar sem segir að tekið skuli tillit til afskrifta eigna með hliðsjón af aldri, sliti og ástandi eignar. Það er þó ekki nýtilkomið að af- skriftirnar séu teknar með í reikn- inginn. Það hefur verið gert frá því brunatrygginar voru lögboðnar á fyrri hluta tuttugustu aldar, en þær hafa verið reiknaðar út eftir á. Hvað varðar afskriftarákvæðin segir Sigurður Helgi að hann sjái ekki hvaða öðrum reglum væri hægt að beita við útreikning vátrygging- arupphæðar, þótt hann segist ekki vera sáttur við afskriftirnar. „Það er hrópandi ósamræmi í því hvernig verðmiklar gamlar eignir koma út úr þessu mati,“ segir Sigurður. „Þetta getur verið mjög hastarlegt, en er í samræmi við reglur og sjónarmið sem gilda í vátryggingarrétti bæði hér á landi og erlendis. Sigurður segir breytinguna þó hafa verið góða þegar á heildina er litið. „Sum hús voru allt of lágt tryggð og önnur of hátt. Það er grundvallarsjónarmið að jafnræðis sé gætt í stjórnsýslu, að sambæri- legar eignir séu teknar sambæri- legum tökum. Yfir heildina er þetta leiðrétting og samræming, en lækk- unin kemur í sumum tilfellum á óvart.“ Hætt verði að miða við brunabótamat Sigurður segir þann mikla mun sem gjarnan er á milli markaðsverðs og brunabótamats, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, vera bagaleg- an. Hann segir að fjöldi fólks hafi haft samband við Húseigendafélagið og margir hafi haft áhyggjur að hús- bréfalánum sínum þar sem matið á veðhæfni eignarinnar fellur niður. Einnig hafi fólk haft áhyggjur af yfirvofandi skattahækkunum vegna hækkunar fasteignamatsins og segir Sigurður að Húseigendafélagið muni beita sér gegn hækkun eigna- skatts. Lánshæfi er einnig metið út frá brunabótamati og segir Sigurður að honum sýnist á forstjóra Íbúðalána- sjóðs og félagsmálaráðherra að sam- staða sé um að taka þurfi á því máli. „Félagsmálaráðherra talaði um að lánsprósenta af brunabótamati yrði hækkuð, en við viljum helst kasta brunabótamatinu út sem viðmiði og nota frekar kaupverð, eða markaðs- verð fasteignar,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Billi Þverpólitísk samstaða kom fram í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær um að skattkerfið verði tekið til endurskoðunar fyrir næstu áramót. Verði álagningarprósentunni ekki breytt er talið að skatttekjur hins opin- bera muni aukast um fimm milljarða. Skyldubrunatrygging séríslenskt fyrirbrigði Skyldubrunatrygging fasteigna er séríslenskt fyrirbæri, þótt hún tíðk- ist einnig í nokkrum fylkjum í Þýskalandi og einhverjum kantónum í Sviss. Á Norðurlönd- unum og meginlandi Evrópu, þar sem bruna- tíðni er mun hærri en hér á landi, er fólki í sjálfvald sett hvort það kaupi sér brunatrygg- ingu eður ei. VILHJÁLMUR Egilsson, alþing- ismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir nauðsyn- legt að farið verði í heildarend- urskoðun á skattkerfinu í kjölfar endurskoðaðs fasteigna- og bruna- bótamats sem tekur gildi í haust og felur í sér 14% hækkun á fast- eignamati að meðaltali og 4% lækkun á brunabótamati. Hann segir að fasteignamats- stofninn hækki um 200 milljarða króna í heild við þessar breytingar og að slegið hafi verið á að breyt- ingarnar gætu þýtt fimm milljarða króna í auknar skatttekjur hins opinbera, miðað við óbreytta álagningarprósentu. Vilhjálmur segir að þar af sé hlutur sveit- arfélaga um 1900 milljónir og hlut- ur ríkisins um þrír milljarðar. Þverpólitísk samstaða Efnahags- og viðskiptanefnd kom saman til fundar í gærmorg- un til að ræða heildaráhrif endur- skoðaða matsins og segir Vilhjálm- ur að almenn samstaða hafi verið í nefndinni um að ráðast í heildar- endurskoðun á skattkerfinu strax í haust en breytingarnar koma ekki inn í skattgreiðslur fyrr en á næsta ári. Hann telur vafasamt að nota brunabótamat sem mat á veð- hæfni, frekar eigi að miða við kaup- eða markaðsverð. „Í eðli sínu er hlutverk brunabótamatsins að vera mælikvarði á þau verð- mæti sem tapast verði altjón í bruna en þegar fólk kaupir fast- eign er það líka að kaupa lóðina og þær framkvæmdir sem fylgja henni, eins og t.d. lagnir. Það sama má segja um staðsetningu; eftir því sem hún er farin að skipta meira máli í verðlagningu verður brunabótamatið ekki eðlileg við- miðun hvað veðhæfni varðar,“ seg- ir Vilhjálmur. Skoðað hvort breyta þurfi hlutföllum Vilhjálmur segir að í kjölfar lækkunar brunabótamats verði að skoða hvort breyta þurfi því hlut- falli sem tekið er af brunabótamati í ýmis opinber gjöld. Hann segist telja að þessi end- urskoðun á fasteigna- og bruna- bótamati hafi verið nauðsynleg og að vel hafi verið að henni staðið. Fundur efnahags- og viðskiptanefndar í gær Skatt- kerfið verði end- urskoðað í heild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.