Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGuðni Rúnar til Valsmanna / B1 Fyrsti tapleikur Þórsara í 1. deildinni / B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r30. j ú n í ˜ 2 0 0 1 UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim tilmælum til sjávarút- vegsráðuneytisins að það taki til endurskoðunar umsókn Jóns Krist- jánssonar fiskifræðings, óski hann þess, um leyfi til fiskifræðilegra rannsókna og beiðni um heimild til að veiða þorsk utan aflamarks til að standa undir hluta rannsóknar- kostnaðar. Ráðuneytið hafði fallist á að veita leyfi til sjálfstæðra rannsókna með tilteknum skilyrðum ef umsækjandi teldi ástæðu til að afla gagna sem ekki lægju þegar fyrir hjá Hafrann- sóknastofnun. Umboðsmaður benti á að sam- kvæmt ákvæðum 13. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands væri sjávarútvegsráðherra heimilt, að fenginni umsögn Hafrannsókna- stofnunar, að veita tímabundnar heimildir til vísindalegra rannsókna í fiskveiðilandhelgi Íslands. Um- boðsmaður lagði á það áherslu að ekki yrði sú ályktun dregin af ákvæði 13. gr. laganna að heimild ráðherra til að veita leyfi til veiði- tilrauna og rannsókna takmarkað- ist við að þær upplýsingar og gögn sem umsækjandi áformaði að afla lægju ekki fyrir hjá Hafrannsókna- stofnun. Eftir stæði það álitaefni hvort og í hvaða mæli ráðherra væri almennt heimilt að binda leyfi samkvæmt greininni slíku skilyrði. Umboðsmaður tók það fram að vís- indarannsóknir af hálfu aðila, sem hefði þær að atvinnu sinni, félli undir 73. og 75. grein stjórnar- skrárinnar um tjáningar- og at- vinnufrelsi. Í niðurstöðu álits umboðsmanns segir að sjávarútvegsráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að ákvörðun þess um að binda leyfi umsækjanda til vísindalegra rannsókna því skil- yrði að rannsóknir hans takmörk- uðust við öflun gagna, sem ekki lægju fyrir í gagnagrunni Hafrann- sóknastofnunar, hafi verið nauðsyn- leg og þannig í samræmi við lög. Umboðsmaður um takmörkun ráðuneytis á leyfi til vísindarannsókna Ekki sýnt fram á að ákvörð- unin sé í samræmi við lög ÞORSTEINN Pálsson, for- stjóri Kaupáss hf., hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Stjórn Kaupáss, sem rekur verslan- ir Nóatúns, KÁ á Suður- landi, 11–11, Intersport og Húsgagna- höllina, hefur óskað eftir því við Þorstein að hann gegni starfinu áfram þar til eftir- maður hans hefur verið fund- inn og hefur hann samþykkt það. Fyrr í vikunni slitnaði upp úr samningaviðræðum Kaup- áss og Húsasmiðjunnar um mögulegan samruna en þær viðræður höfðu staðið yfir um hríð. Þorsteinn Pálsson stýrði Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi áður en hann tók við Kaupási. Þar áður starfaði hann hjá Hagkaupi. Hættir sem forstjóri Kaupáss Þorsteinn Pálsson NÝR hverfill Orkuveitu Reykja- víkur í Nesjavallavirkjun var gangsettur í gær af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Við þetta eykst raforkuframleiðsla Nesjavallavirkjunar úr 60 MW í 90 MW og verður virkjunin með þessu stærsta gufuaflsvirkjun landsins, en deildi því áður með Kröflu. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur, er vissulega þörf fyr- ir stækkun Nesjavallavirkjunar og telur hann að hér sé um hag- kvæman kost að ræða. „Það sem framleitt verður umfram af raf- magni er Landsvirkjun tilbúin að kaupa af Orkuveitunni en raunar hafa stóriðjufyrirtækin hér í ná- grenni borgarinnar einnig sýnt áhuga,“ segir Alfreð. Tekjur raforkuframleiðslu á Nesjavöllum verða um 1300 millj- ónir á ári að meðaltali næstu 10 ár en kostnaður við stækkunina nú er rúmlega 2,5 milljarðar. Nýr hverfill Nesjavallavirkjunar gangsettur við hátíðlega athöfn í gær Morgunblaðið/Sverrir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Alfreð Þorsteinsson að lokinni gang- setningu nýja hverfilsins í Nesjavallavirkjun í gær. Stærsta gufuafls- virkjun landsins UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU hefur borist svarbréf frá stjórn Ís- lenskra aðalverktaka varðandi eign- arhlut Jóns Ólafssonar í félaginu, að sögn Gunnars Gunnarssonar, skrifstofustjóra varnarmálaskrif- stofu ráðuneytisins. Hann segir að í svarbréfi stjórnarinnar komi fram að Íslenskum aðalverktökum hafi borist bréf frá Hilmari S. Sigurðs- syni, framkvæmdastjóra Jóns Ólafssonar og co sf., þar sem grein sé gerð fyrir samsetningu hluta- bréfaeignar hans í félaginu. Stjórn Íslenskra aðalverktaka segi að félagið hafi enga ástæðu til að ætla að neinn einn aðili eigi hlut í félag- inu umfram þau 7% sem reglur ut- anríkisráðuneytisins segi til um. Samkvæmt reglum utanríkis- ráðuneytisins, sem settar voru haustið 1998, áður en ríkið hóf sölu á hlut sínum í Íslenskum aðalverk- tökum, skyldi enginn, að ríkinu undanskildu, eiga meira en 7% hlutafjár í félaginu. Þetta var skil- yrði fyrir tilnefningu Íslenskra að- alverktaka til verktöku fyrir Varn- arliðið. Óbein eignaraðild 4,38% Að sögn Gunnars kemur fram í svarbréfi Hilmars Sigurðssonar að Jón Ólafsson eigi hlut í þremur félögum, sem síðan eigi hlutabréf í Íslenskum aðalverktökum. Þetta séu félögin Jón Ólafsson og co, sf., sem eigi 0,69% í Íslenskum aðal- verktökum, Nasalar Consultancy Limited, með 2,93% hlut, og Jamie- ton International Limited, sem eigi 7%. Hlutur Jóns Ólafssonar í þess- um þremur félögum sé 45% í Jóni Ólafssyni og co sf. og 41% í hvoru hinna tveggja félaganna. Óbein eignaraðild Jóns Ólafssonar í Ís- lenskum aðalverktökum í gegnum tengd félög sé því, að sögn Hilmars, 4,38%. Gunnar segir að verið sé að skoða túlkun á reglum varðandi þetta mál í utanríkisráðuneytinu, meðal annars með tilliti til íslenskra samkeppnislaga, sem og með tilliti til EES-reglna, en ráðuneytinu hafi borist fyrirspurn um málið frá ESA-eftirlitsstofnun EFTA. Fyrir- spurninni verði svarað innan tíðar. Enginn hluthafi á meira en 7% í fyrirtækinu Stjórn Íslenskra aðalverktaka svarar ráðuneytinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.