Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 2

Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGuðni Rúnar til Valsmanna / B1 Fyrsti tapleikur Þórsara í 1. deildinni / B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r30. j ú n í ˜ 2 0 0 1 UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim tilmælum til sjávarút- vegsráðuneytisins að það taki til endurskoðunar umsókn Jóns Krist- jánssonar fiskifræðings, óski hann þess, um leyfi til fiskifræðilegra rannsókna og beiðni um heimild til að veiða þorsk utan aflamarks til að standa undir hluta rannsóknar- kostnaðar. Ráðuneytið hafði fallist á að veita leyfi til sjálfstæðra rannsókna með tilteknum skilyrðum ef umsækjandi teldi ástæðu til að afla gagna sem ekki lægju þegar fyrir hjá Hafrann- sóknastofnun. Umboðsmaður benti á að sam- kvæmt ákvæðum 13. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands væri sjávarútvegsráðherra heimilt, að fenginni umsögn Hafrannsókna- stofnunar, að veita tímabundnar heimildir til vísindalegra rannsókna í fiskveiðilandhelgi Íslands. Um- boðsmaður lagði á það áherslu að ekki yrði sú ályktun dregin af ákvæði 13. gr. laganna að heimild ráðherra til að veita leyfi til veiði- tilrauna og rannsókna takmarkað- ist við að þær upplýsingar og gögn sem umsækjandi áformaði að afla lægju ekki fyrir hjá Hafrannsókna- stofnun. Eftir stæði það álitaefni hvort og í hvaða mæli ráðherra væri almennt heimilt að binda leyfi samkvæmt greininni slíku skilyrði. Umboðsmaður tók það fram að vís- indarannsóknir af hálfu aðila, sem hefði þær að atvinnu sinni, félli undir 73. og 75. grein stjórnar- skrárinnar um tjáningar- og at- vinnufrelsi. Í niðurstöðu álits umboðsmanns segir að sjávarútvegsráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að ákvörðun þess um að binda leyfi umsækjanda til vísindalegra rannsókna því skil- yrði að rannsóknir hans takmörk- uðust við öflun gagna, sem ekki lægju fyrir í gagnagrunni Hafrann- sóknastofnunar, hafi verið nauðsyn- leg og þannig í samræmi við lög. Umboðsmaður um takmörkun ráðuneytis á leyfi til vísindarannsókna Ekki sýnt fram á að ákvörð- unin sé í samræmi við lög ÞORSTEINN Pálsson, for- stjóri Kaupáss hf., hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Stjórn Kaupáss, sem rekur verslan- ir Nóatúns, KÁ á Suður- landi, 11–11, Intersport og Húsgagna- höllina, hefur óskað eftir því við Þorstein að hann gegni starfinu áfram þar til eftir- maður hans hefur verið fund- inn og hefur hann samþykkt það. Fyrr í vikunni slitnaði upp úr samningaviðræðum Kaup- áss og Húsasmiðjunnar um mögulegan samruna en þær viðræður höfðu staðið yfir um hríð. Þorsteinn Pálsson stýrði Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi áður en hann tók við Kaupási. Þar áður starfaði hann hjá Hagkaupi. Hættir sem forstjóri Kaupáss Þorsteinn Pálsson NÝR hverfill Orkuveitu Reykja- víkur í Nesjavallavirkjun var gangsettur í gær af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Við þetta eykst raforkuframleiðsla Nesjavallavirkjunar úr 60 MW í 90 MW og verður virkjunin með þessu stærsta gufuaflsvirkjun landsins, en deildi því áður með Kröflu. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur, er vissulega þörf fyr- ir stækkun Nesjavallavirkjunar og telur hann að hér sé um hag- kvæman kost að ræða. „Það sem framleitt verður umfram af raf- magni er Landsvirkjun tilbúin að kaupa af Orkuveitunni en raunar hafa stóriðjufyrirtækin hér í ná- grenni borgarinnar einnig sýnt áhuga,“ segir Alfreð. Tekjur raforkuframleiðslu á Nesjavöllum verða um 1300 millj- ónir á ári að meðaltali næstu 10 ár en kostnaður við stækkunina nú er rúmlega 2,5 milljarðar. Nýr hverfill Nesjavallavirkjunar gangsettur við hátíðlega athöfn í gær Morgunblaðið/Sverrir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Alfreð Þorsteinsson að lokinni gang- setningu nýja hverfilsins í Nesjavallavirkjun í gær. Stærsta gufuafls- virkjun landsins UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU hefur borist svarbréf frá stjórn Ís- lenskra aðalverktaka varðandi eign- arhlut Jóns Ólafssonar í félaginu, að sögn Gunnars Gunnarssonar, skrifstofustjóra varnarmálaskrif- stofu ráðuneytisins. Hann segir að í svarbréfi stjórnarinnar komi fram að Íslenskum aðalverktökum hafi borist bréf frá Hilmari S. Sigurðs- syni, framkvæmdastjóra Jóns Ólafssonar og co sf., þar sem grein sé gerð fyrir samsetningu hluta- bréfaeignar hans í félaginu. Stjórn Íslenskra aðalverktaka segi að félagið hafi enga ástæðu til að ætla að neinn einn aðili eigi hlut í félag- inu umfram þau 7% sem reglur ut- anríkisráðuneytisins segi til um. Samkvæmt reglum utanríkis- ráðuneytisins, sem settar voru haustið 1998, áður en ríkið hóf sölu á hlut sínum í Íslenskum aðalverk- tökum, skyldi enginn, að ríkinu undanskildu, eiga meira en 7% hlutafjár í félaginu. Þetta var skil- yrði fyrir tilnefningu Íslenskra að- alverktaka til verktöku fyrir Varn- arliðið. Óbein eignaraðild 4,38% Að sögn Gunnars kemur fram í svarbréfi Hilmars Sigurðssonar að Jón Ólafsson eigi hlut í þremur félögum, sem síðan eigi hlutabréf í Íslenskum aðalverktökum. Þetta séu félögin Jón Ólafsson og co, sf., sem eigi 0,69% í Íslenskum aðal- verktökum, Nasalar Consultancy Limited, með 2,93% hlut, og Jamie- ton International Limited, sem eigi 7%. Hlutur Jóns Ólafssonar í þess- um þremur félögum sé 45% í Jóni Ólafssyni og co sf. og 41% í hvoru hinna tveggja félaganna. Óbein eignaraðild Jóns Ólafssonar í Ís- lenskum aðalverktökum í gegnum tengd félög sé því, að sögn Hilmars, 4,38%. Gunnar segir að verið sé að skoða túlkun á reglum varðandi þetta mál í utanríkisráðuneytinu, meðal annars með tilliti til íslenskra samkeppnislaga, sem og með tilliti til EES-reglna, en ráðuneytinu hafi borist fyrirspurn um málið frá ESA-eftirlitsstofnun EFTA. Fyrir- spurninni verði svarað innan tíðar. Enginn hluthafi á meira en 7% í fyrirtækinu Stjórn Íslenskra aðalverktaka svarar ráðuneytinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.