Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skrifstofur Háskólans á Akureyri
verða lokaðar vegna sumarleyfa frá
2. júlí til og með 27. júlí nk.
Vakin er athygli á að
bókasafn Háskólans er opið
virka daga í júlí frá
kl. 8-16. Í símaskrá er að
finna bein símanúmer
starfsmanna.
Rektor
Hjartans kveðjur og þakkir til sveitunga, vina og
vandamanna fyrir heimsóknir, gjafir og kveðjur
á gullbrúðkaupsdegi okkar þann 10. júní síðast-
liðinn. Lifið heil.
Sigríður og Sigfús,
Gunnarsstöðum.
skemmta í kvöld laugardagskvöld
Pétur Kristjáns
og
gargið
Opið öll kvöld frá kl. 20. Lokað á mánudögum.
Við Pollinn, Strandgötu 49, Akureyri
ÓBYGGÐAHLAUP eftir endilöng-
um Þorvaldsdal, Þorvaldsdalsskokk-
ið, fer fram laugardaginn 7. júlí
næstkomandi. Þetta er í sjöunda
sinn sem efnt er til þessa hlaups og
hafa þátttakendur verið á bilinu frá
20 til 50.
Skokkið hefst við Fornhaga í
Hörgárdal kl. 10 á morgun og endar
við Árskógsskóla en vegalengdin er
26 kílómetrar. Leiðin er ómerkt en
flestir hlauparar fylgja fjárgötum þó
frjálst sé að fara hvaða þá leið sem
þeim þykir þægilegust.
Fjórar drykkjarstöðvar verða á
leiðinni og þar verða björgunarsveit-
armenn til taks.
Þorvaldsdalsskokkið er öllum
þeim opið sem telja sig komast þessa
leið hlaupandi, skokkandi eða gang-
andi. Keppt er í fimm flokkum, 16 til
39 ára, 40 til 49 ára, 50 til 59 ára, 60
til 69 ára og 70 ára og eldri. Tíma-
töku verður hætt eftir 6 klukkutíma.
Skráning er við endamark, Ár-
skógsskóla, kl. 9.15 en þaðan verður
þátttakendum ekið að rásmarki.
Ferðafélagið Hörgur, Ungmenna-
félgið Reynir, Björgunarsveit Ár-
skógsstrandar og Ferðaþjónustan
Ytri-Vík/Kálfsskinni sjá um fram-
kvæmd þessa hlaups. Bjarni E. Guð-
leifsson á Möðruvöllum veitir nánari
upplýsingar um Þorvaldsdalsskokk-
ið.
Þorvalds-
dals-
skokk
í sjöunda
sinn
ÞRJÚ skemmtiferðaskip komu til
Akureyrar í gær með samtals um
3000 farþega og 1440 manns í
áhöfn. Jafnmörg skip hafa áður
komið til Akureyrar en farþegar
og áhafnir hafa aldrei verið jafn
fjölmenn og nú.
Skipin sem um ræðir eru Aur-
ora, stærsta skemmtiferðaskipið
sem kemur til Akureyrar í sumar
en það er 274 metrar, með 1.800
farþega og um 800 manns í áhöfn.
Flestir farþeganna eru Bretar og
Bandaríkjamenn. Þá komu einnig
skipin Delphin með 500 farþega
og 272 menn í áhöfn og Maxim
Gorki með 700 farþega og um 370
manns í áhöfn. Flestir farþegar
þessara tveggja skipa voru þýsku-
mælandi.
Af þessum 3.000 farþegum fóru
um 1.700 í skipulagðar skoðunar-
ferðir um Akureyri, austur í Mý-
vatnssveit, að Goðafossi og í Lauf-
ás. SBA-Norðurleið sá um fram-
kvæmd skoðunarferðanna og var
þetta langstærsti dagur sumarsins
hjá fyrirtækinu. Til að flytja far-
þegana í ferðirnar voru notaðar
um 40 rútur, en auk þess var fyr-
irtækið með um 25 aðrar rútur í
áætlunar- og hópferðum þannig
að á sjöunda tug langferðabíla var
í akstri á vegum SBA-Norður-
leiðar í gær. Fékk fyrirtækið bif-
reiðar, bílstjóra og ensku- og
þýskumælandi leiðsögumenn til
liðs við sig úr nágrannabyggðum
og af höfuðborgarsvæðinu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þrjú glæsileg skip á Pollinum í gær.
Þrjú skemmtiferðaskip með um 4.400 manns á Pollinum
40 rútur notaðar í skoðunarferðir
AKUREYRARKIRKJA:
Guðsþjónusta verður í kirkjunni á
morgun, sunnudag, kl. 11. Sr. Svavar
A. Jónsson. Félagar úr Kór Akur-
eyrarkirkju syngja ásamt stúlkna-
kór frá Lauterbach í Þýskalandi.
Organisti: Björn Steinar Sólbergs-
son. Guðsþjónusta á Hlíð kl. 16. Sr.
Svavar A. Jónsson. Morgunsöngur
kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Kyrrðar-
og fyrirbænastund kl. 12 á hádegi á
fimmtudag. Bænaefnum má koma til
prestanna. Unnt er að kaupa léttan
hádegisverð í Safnaðarheimili eftir
stundina.
GLERÁRKIRKJA: Kvöldmessa í
Lögmannshlíðarkirkju kl. 21 á
sunnudagskvöld.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa á
morgun, sunnudag, kl. 11 í Péturs-
kirkju við Hrafnagilsstræti 2.
Messur
ÞINGIÐN, félag iðnaðarmanna í
Þingeyjarsýslum hefur fordæmt þá
ákvörðun Félags verslunar- og skrif-
stofufólks á Akureyri að kaupa or-
lofshús frá Lettlandi til að setja upp í
orlofshúsabyggðinni að Illugastöð-
um í Fnjóskadal. Verið er að setja
umrætt hús upp þar nú á vegum Ís-
balt, Íslensk-Baltneska verslunar-
félagsins. Stjórn Félags bygginga-
manna í Eyjafirði tekur í sama
streng og Þingiðn í ályktun sem for-
maður þess sendi frá sér í gær.
Forsvarsmenn Félags verslunar-
og skrifstofufólks segjast hafa tekið
hagstæðasta tilboði með hagsmuni
félagsmanna að leiðarljósi
Þingiðn dregur í efa að tveir lettn-
eskir starfsmenn sem ásamt íslensk-
um iðnaðarmönnum vinna við að
setja húsið saman hafi tilskilin leyfi
og hyggst félagið láta reyna á lög-
mæti þess.
Í ályktun frá Félagi bygginga-
manna í Eyjafirði segir einnig að
hinir erlendu starfsmenn hafi ekki
getað framvísað atvinnuleyfi eins og
lög um atvinnuréttindi útlendinga
gera ráð fyrir með starfsmenn sem
búa utan Evrópu og átelur félagið
slík vinnubrögð harðlega.
Bæði félögin nefna að mikilvægt
sé að flytja ekki störf úr landi og eru
verkalýðsfélög sérstaklega hvött til
að nýta sér íslenska verkþekkingu
og starfsmenn. Þingiðn þykir það
gegna furðu að verkalýðsfélag skuli
kaupa orlofshús frá útlöndum og ýta
þar með undir atvinnuleysi meðal
iðnaðarmanna á Norðurlandi sem
búi við verkefnaskort.
Ari Jónsson framkvæmdastjóri
Ísbalt segir að Lettarnir tveir þurfi
ekki atvinnuleyfi. Þeir séu hér á
landi á vegum verksmiðjunnar ytra
til að kenna mönnum hér og leið-
beina þeim um uppsetningu
húsanna. Ferð þeirra hingað sé inni-
falin í verði hússins, en það er hið
fyrsta sinnar tegundar hér. „Það er
fullkomlega eðlilegt að þeir komi
hingað til að sýna okkur hvernig
setja á þessi hús saman, það er al-
gengt að útlendingar komi hingað til
lands í svipuðum erindagjörðum án
þess að allt fari á annan endann,“
sagði Ari.
Hann vísaði á bug gagnrýni verka-
lýðsfélaganna tveggja á að verið
væri að flytja inn erlent orlofshús.
„Við erum að flytja inn timbur og ef
því er rétt raðað saman verður úr því
hús. Allt timbur hér er innflutt þann-
ig, einu íslensku húsin eru torfbæir,“
sagði Ari. Þá benti hann á að fjöldi ís-
lenskra iðnaðarmanna væri að störf-
um við uppsetningu hússins og fyr-
irsjáanlegt væri að fyrirtækið myndi
í framtíðinni skapa þeim aukna
vinnu ef sala á þessum orlofshúsum
yrði góð.
Hagsmunir félags-
manna að leiðarljósi
Páll H. Jónsson starfandi formað-
ur Félags verslunar- og skrifstofu-
fólks sagði að félagið hefði tekið hag-
stæðasta tilboði, en húsið, uppsett
með búnaði og tækjum, kostaði um 4
milljónir króna. „Ég efast um að hin-
ir þingeysku iðnaðarmenn geti boðið
slíkt verð fyrir samskonar hús,“
sagði Páll. Hann sagði að hagsmunir
félagsmanna hefðu verið hafðir að
leiðarljósi við kaupin á orlofshúsinu,
ekki hefði verið völ á ódýrara húsi
sambærilegu að gæðum. „Það hefur
áður verið flutt inn timbur og það
sett saman í hús, t.d. skálinn uppi í
Strýtu í Hlíðarfjalli, en þá sagði eng-
inn neitt. Ég skil ekki alveg þessi
læti núna.“
Þingiðn og byggingamenn í Eyjafirði fordæma
kaup á erlendu orlofshúsi á Illugastöðum
Hagstæðasta tilboði tekið
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Orlofshúsið á Illugastöðum sem styrinn stendur um en þar voru íslensk-
ir iðnaðarmenn á fullu í gærmorgun.
BENJAMIN Koppel Quartet
frá Danmörku mun spila í
Deiglunni kl. 20:30 annað
kvöld, sunnudagskvöldið 1.
júlí, á Listasumri 2001 á Ak-
ureyri.
Benjamin Koppel Quartet
spilar hressandi blöndu af
nýrri tónlist og einstaka
þekktari jazznúmerum af
mikilli leikgleði, fimi og til-
finningu.
Dansvæn tónlist
Tónlistin er aðgengileg og
oft dansvæn. Kvartettinn
sendi fyrir nokkru frá sér
plötuna „Armarillo Race“,
sem fékk einróma lof gagn-
rýnenda. Gestir geta átt von
á mikilli upplifun á tónleik-
unum hjá þeim Koppel og
félögum en þeir hafa leikið á
djasshátíðum víða um heim
og eru á góðri leið með að
verða ein helsta djasssveit
Danmerkur.
Höfuðpaurinn, saxófónleik-
arinn Benjamin Koppel,
starfar einnig með öðrum
hljómsveitum. Auk hans eru
þeir Steen Rassmussen, pí-
anó, Jonas Westergaard,
kontrabassi, og Jakob And-
ersen, trommur, í kvartett-
inum.
Benjamin
Koppel
Quartet
í Deigl-
unni