Morgunblaðið - 30.06.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.06.2001, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 25 VESTUR-ÍSLENDINGURINN Eric Olafson, forstjóri Tomax-fyrir- tækisins í Utah í Bandaríkjunum, hlaut nýverið frumkvöðlaverðlaun ársins í Utah í flokki hugbúnaðar, en verðlaunin eru gefin af alþjóðlega bókhalds- og ráðgjafafyrirtækinu Ernst & Young. „Þetta er mjög mikil viðurkenning til fyrirtækisins í heild, frá þróun til markaðssetningar,“ segir Eric Olaf- son. „Tomax hefur frá upphafi lagt áherslu á að vera skapandi og hug- vitssamt fyrirtæki og að fá viður- kenningu frá eins mikilsvirtri stofn- un og Ernst & Young er, er lofsamlegt og mikið ánægjuefni.“ Eric Olafson er frá Gimli í Mani- toba í Kanada og rafmagnsverk- fræðingur að mennt. Ervin, faðir hans, hefur verið mjög virkur í vest- ur-íslenska samfélaginu í Manitoba og var m.a. einn helsti hvatamaður og formaður bygginganefndar menningarmiðstöðvar á Gimli, The Waterfront Centre, sem var form- lega opnuð í haust sem leið, en í henni eru íbúðir fyrir aldraða, mið- stöð fyrir íslenska starfsemi í Mani- toba og Safn íslenskrar menningar- arfleifðrar í Nýja Íslandi, The New Iceland Heritage Museum. Tveir Kanadamenn af ís- lenskum ættum útnefndir á skömmum tíma 1988 gekk Eric til liðs við Tomax, sem var lítið hugbúnaðarfyrirtæki í Salt Lake City og hugbúnaður, sem hann þróaði, vakti fljótlega athygli og hefur síðan verið flaggskip fyr- irtækisins. Þegar hann varð forstjóri 1990 voru starfsmenn átta en undir hans stjórn hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og starfa nú um 200 manns hjá Tomax. „Nú erum við í farar- broddi á sviði hugbúnaðar fyrir sölu- keðjur,“ segir hann. Ernst & Young veita verðlaun í mörgum flokkum í hverju ríki Bandaríkjanna en í haust verða veitt landsverðlaun í hverjum flokki og valinn frumkvöðull ársins í Banda- ríkjunum og koma þá allir verð- launahafar til greina. Að sögn Erics voru meira en 200 manns tilnefndir til verðlaunanna í flokki hugbúnaðar, en undir þennan flokk falla fyrirtæki eins og t.d. Yahoo! og America On- line. „Ég var kjörinn frumkvöðull ársins í Utah en þó um persónuleg verðlaun sé að ræða er þetta mikill heiður og auglýsing fyrir fyrirtækið og alla starfsmenn þess,“ áréttar hann og undanskilur ekki Jaye, eig- inkonu sína. „Þetta er viðurkenning til alls hópsins.“ Eric er annar Kanadamaðurinn af íslenskum ættum, sem fær frum- kvöðlaverðlaun á skömmum tíma, en Melanie Specula, sem á og rekur verslun með notuð húsgögn og fleira á Gimli, var útnefnd frumkvöðull ársins 2000 í Manitoba af Samtökum kvenna í atvinnurekstri í Manitoba. Hefur slegið í gegn Að sögn Jóns Baldvins Hannibals- sonar, sendiherra Íslands í Washing- ton, hefur Eric Olafson þróað hug- búnað sem er heildarlausn fyrir risavaxnar smásölukeðjur á borð við Wal-Mart og fleiri. Jón Baldvin segir að hugbúnaðurinn hafi slegið í gegn og sé nú seldur víða í Bandaríkjun- um, Kanada og í Japan. Þá telur Jón Baldvin Evrópuinnrás væntanlega. Eric Olafson hlaut frum- kvöðlaverðlaun ársins í Utah Frá afhendingu frumkvöðlaverðlaunanna. Frá vinstri Eric Olafson, Jaye með verðlaunin og foreldrar Erics, Lois og Ervin Olafson.     FYRSTA kvikmyndahátíð Gimli, The 1st Gimli Film Festival, verður haldin í tengslum við Íslendinga- daginn á Gimli í Kanada 3. til 6. ágúst nk. og verður Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmað- ur, sérstakur gestur hátíðarinnar. Stjórn Íslendingadagsnefndar og skrifstofa aðalræðismanns Íslands í Winnipeg í samvinnu við íslenska sendiráðið í Ottawa standa að þess- ari íslensk-kanadísku kvikmyndahá- tíð. Sýndar verða sjö leiknar myndir í fullri lengd; Such A Long Journey í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar, Tales From Gimli Hospital eftir Guy Maddin, Englar alheimsins, sem Friðrik Þór Friðriksson leik- stýrir, 101 Reykjavík, sem Baltasar Kormákur leikstýrir, Ikingut undir stjórn Gísla Snæs Erlingssonar, Black as Hell, Strong as Death, Sweet as Love eftir Caelum Vatns- dal og Kanadiana, sem Jón Ein- arsson Gústafsson leikstýrir. Á hátíðinni verða fimm stutt- myndir og þar á meðal ein eftir Martein Þórsson. Þá verða þrjár til fimm heimildarmyndir, m.a. Tied by Blood, a Journey Into Genealogy, eftir David Arnason, Guðjón Arn- grímsson og fleiri, Scattering of Seedssaga of Hope: An Icelandic Odyssey, eftir Juliann Blackmore- Whitney og Ásthildi Kjartansdótt- ur, og The Importance of Being Icelandic eftir Jón Einarsson Gúst- afsson. Menningartengslin styrkt Harley Jonasson, forseti Íslend- ingadagsnefndar, var á Íslandi á dögunum í boði Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, en í ferðinni átti hann auk þess fundi með m.a. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra. Hann segir tilgang ferðarinnar hafa verið að treysta tengsl Íslands við Íslendingadaginn á Gimli, en forsætisráðherra leggi mikið upp úr menningarsamskipt- um Íslands við Manitoba og ekki síst við Íslendingadaginn. Íslendingadagurinn var fyrst haldinn í Winnipeg en hátíðin var flutt til Gimli 1932 og hefur verið þar árlega síðan. Fjallkonan kom fyrst fram 1928, en fjallkonan í ár er Margret Lovisa Wishnowski, fyrr- verandi íslenskukennari frá Riv- erton, og er hún sú 73. í röðinni. Hún er dóttir Jóns Hallgrímssonar, sem fæddist á Íslandi, og Jóhönnu Sigrúnar Eastman. Í fyrra var þess minnst að 125 ár voru frá landnámi Íslendinga við Winnipegvatn en í ár eru 125 ár síð- an Íslendingar settust að í Riverton og 100 ár frá því þeir settust að í Árborg. Vegna þessa verða sérstök hátíðarhöld á viðkomandi stöðum og hefjast þau með bátasiglingu í Riverton á morgun, 1. júlí, en 13. til 22. júlí verður sérstök hátíð í Ár- borg. Gert ráð fyrir um 50.000 gestum Íslendingadagurinn nýtur mikilla vinsælda fólks í Kanada og Banda- ríkjunum af íslenskum ættum. Har- ley Jonasson segir að í fyrra hafi gestir verið um 60.000 og í ár sé gert ráð fyrir um 50.000 gestum, en íbúar Gimli eru innan við 5.000. Fyrir fjórum árum lagði hann til að komið yrði á fót nokkurs konar torgi í skemmtigarðinum á Gimli þar sem fólk gæti hist, en Íslend- ingadagurinn væri fyrst og fremst hátíð þar sem ættingjar og vinir hefðu tækifæri til að koma saman. Þingvellir Nýja Ísland varð til í fyrra og segir Harley að útfærslan hafi tekist vel, en hugmyndin sé sótt til Alþingis á Þingvöllum, þar sem fólk hafi sýnt sig og séð aðra. Á svæðinu er m.a. eldhús ömmu, þar sem kaupa má íslenskan mat, kynn- ingarbásar, listasýningar og fleira, og verður starfsemin aukin í ár. Fjölbreytt dagskrá Að vanda verður fjölbreytt dag- skrá á hátíðinni á Gimli. Til stóð að frumsýna leikrit eftir Ragnar Arn- alds, en því hefur verið frestað. Annars má nefna að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, flytur minni Kanada, Álafosskórinn undir stjórn Helga Einarssonar syngur og sendiherrarnir Hjálmar W. Hann- esson, sendiherra Íslands í Ottawa, og Eiður Guðnason, aðalræðismað- ur Íslands í Winnipeg, verða í fyrsta sinn á Íslendingadagshátíð, en þeir eru í stjórn kvikmyndahátíðarinnar. Í stjórninni eru einnig Janis John- son, þingmaður í Ottawa, Harley Jonasson, forseti Íslendingadags- nefndar, Helga Stepenson, stjórn- armaður Alþjóða kvikmyndahá- tíðarinnar í Toronto, og kvik- myndagerðarmennirnir Sturla Gunnarsson í Toronto, Caelum Vatnsdal í Winnipeg, Matt Holm í Winnipeg og Jón Einarsson Gúst- afsson í Winnipeg. Gert ráð fyrir um 50.000 gestum á Íslendingadaginn á Gimli í Kanada í sumar Íslensk-kanadísk kvik- myndahátíð í fyrsta sinn Ljósmynd/Jón E. Gústafsson Harley Jonasson, forseti Íslendingadagsnefndar, og Margret Lovisa Wishnowski fjallkona ásamt „prinsessunum“ Önnu Davison og Gillian Robinson framan við þinghúsið í Winnipeg 17. júní sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.