Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
KAUPÞING hf. hefur undirritað
viljayfirlýsingu um sameiningu við
Sofi Financial Services Group í
Finnlandi. Sofi er verðbréfafyrir-
tæki sem hefur sérhæft sig í eigna-
stýringu og verðbréfamiðlun fyrir
fyrirtæki, stofnanafjárfesta og efn-
aða einstaklinga og er það aðili að
kauphöllinni í Helsinki.
Starfsmenn Sofi eru nú um 35 og
það hefur jafnvirði um 50 milljarða
króna í eignastýringu. Sigurður Ein-
arsson, forstjóri Kaupþings, segist
telja að finnski markaðurinn eigi eft-
ir að sækja mjög í sig veðrið á næstu
árum og að Sofi hafi alla burði til að
vaxa hratt.
Kaupþing
kaupir finnskt
verðbréfa-
fyrirtæki
Kaupþing hyggst/18
JEPPABIFREIÐ valt við bæinn
Efstadal austan Laugarvatns á tí-
unda tímanum í gærkvöldi. Tvennt
var í bílnum og voru bæði farþegi og
ökumaður fluttir á Landspítala í
Fossvoi með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar. Hvorki bílstjóri né farþegi
reyndust lífshættulega slasaðir en
báðir voru lagðir inn á spítalann til
frekari meðferðar.
Þegar slysið átti sér stað var þyrl-
an stödd á Þingvöllum að svipast um
eftir ferðalangi sem þar hafði villst
fyrr um daginn. Maðurinn hafði ver-
ið á ferð ásamt hópi sem hingað kom
með skemmtiferðaskipi, en misst
sjónar á hópnum. Maðurinn var heill
á húfi þegar hann fannst kl. 21.30, en
kaldur og hrakinn. Skemmtiferða-
skipið hafði hins vegar látið úr höfn.
Þyrla sótti
tvo slasaða
menn eftir
bílveltu
GENGI deCODE, móðurfélags Ís-
lenskrar erfðagreiningar, hækkaði
um 42,3% eftir mikil viðskipti með
bréf í fyrirtækinu á bandaríska Nasd-
aq-verðbréfamarkaðinum í gær.
Bréfin hækkuðu um 3,66 dali á hlut
og var lokagengi bréfanna 12,31 dalur
á hlut. Birting á lokagengi helstu vísi-
talna og hlutabréfa frestaðist í gær
vegna bilunar sem varð á tölvukerfi
Nasdaq-markaðarins.
Talsverðar sveiflur hafa verið á
gengi fyrirtækisins undanfarna mán-
uði. Féll gengi bréfanna umtalsvert
fyrri hluta þessa árs en hefur verið á
uppleið að undanförnu. Þetta er
mesta hækkun bréfanna um langt
skeið.
Íslensk erfðagreining
tjáir sig ekki
Páll Magnússon, framkvæmda-
stjóri samskipta- og upplýsingasviðs
Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í
gærkvöldi að fyrirtækið hefði þá
stefnu að bregðast ekki við upplýs-
ingum sem fram koma um breytingar
á gengi á hlutabréfum í fyrirtækinu.
Vildi hann því ekki tjá sig um þessa
miklu hækkun.
Gengi de-
CODE
hækkar
um 42,3%
MIKIÐ sjóstangaveiðimót átti að
hefjast kl. 6 í morgun við Grímsey
og stendur það fram eftir degi.
Þetta er í þriðja sinn sem slíkt mót
er haldið í eyjunni og hefur það átt
sívaxandi vinsældum að fagna.
Garðar Ólason, útgerðarmaður
í Grímsey, segir að allt stefni í að
65 manns taki þátt í veiðinni en í
fyrra voru þeir 48. Alls verða á
annað hundrað manns í eyjunni
yfir helgina sem er ríflega tvöföld-
un á íbúafjöldanum. Ferjan Sæ-
fari kom í gærkvöldi til Grímseyj-
ar og um borð voru 108 manns og
áður hafði talsverður fjöldi verið
kominn á staðinn.
Garðar segir að mikil stemmn-
ing sé fyrir mótinu. Þrír til sex
manns eru í hverjum báti, jafnt
konur sem karlar. Seinna er farið
með börnin í þriggja til fjögurra
manna hópum og þeim leyft að
spreyta sig. Það er Sjóvak, stang-
veiðifélag Eyjafjarðar, Kiwanis-
klúbburinn og Kvenfélagið í
Grímsey, sem standa fyrir
mótinu. Garðar segir að mótið eigi
sífellt meiri vinsældum að fagna
enda fiskist jafnan mikið. Í fyrra
var aflinn 14 tonn sem deildist nið-
ur á 48 veiðimenn. Garðar segir að
aðkomumenn gisti í heimahúsum
og margir hafi með sér fellihýsi og
tjöld. Kalt var í Grímsey í gær-
kvöldi en logn.
Árlegt sjóstangaveiðimót
nýtur vinsælda í Grímsey
Ferðamenn
fleiri en íbúar
í eyjunni
FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN og knatt-
spyrnumenn minntust í gærkvöldi
frækinna landskeppnissigra á
Norðmönnum og Dönum í frjáls-
íþróttum í Ósló og á Svíum í knatt-
spyrnuleik á Melavellinum föstu-
daginn 29. júní 1951, eða fyrir 50
árum.
Liðsmenn beggja liða ásamt eig-
inkonum og fjölda fulltrúa íþrótta-
hreyfingarinnar og íþrótta- og
menntamálaráðherra komu saman
til athafnar í Neskirkju síðdegis og
minntust þar látinna félaga. Að því
búnu gekk hópurinn undir fánum
til kvöldverðar á Hótel Sögu en þar
voru íþróttamennirnir heiðraðir af
sérsamböndum sínum. Margar af
frægustu íþróttahetjum þjóðar-
innar voru þar saman komnar og
hér getur að sjá nokkrar þeirra;
frjálsíþróttagarpana (f.v.) Örn
Clausen, Inga Þorsteinsson, Hauk
Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson og
Magnús E. Baldvinsson.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Minntust frækinna sigra
Samstaðan/B2
sem hugsa sér til hreyfings enda víð-
ast hvar spáð mildu veðri. Fyrsta
helgin í júlí er allajafna önnur mesta
ferðahelgi sumarsins, næst á eftir
verslunarmannahelginni. Víða var
nokkur viðbúnaður vegna óspekta
sem urðu um sömu helgi í fyrra,
einkum í Húsafelli.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík var talsverður
straumur úr höfuðborginni, bæði í
austur- og vesturátt og mikill þungi
á gatnamótunum við Suðurlandsveg
og Vesturlandsveg, auk þyngsla á
leið til Mosfellsbæjar. Nokkur um-
ferðarstraumur var norður í land og
telur lögreglan í Borgarnesi að um
7.000 bílar hafi farið fyrir Hafnarfjall
í gær. Í Borgarnesi eru samankomn-
ir yfir 3.000 manns um helgina vegna
Búnaðarbankamóts yngri flokka í
UMFERÐARSTRAUMUR var
mikill víða um land í gær og margir
knattspyrnu sem þar fer fram og eru
tjaldstæði og önnur gistirými bæj-
arins þéttskipuð.
Allt með kyrrum kjörum í
Húsafelli í gærkvöldi
Í Húsafelli er nokkur fjöldi manna
samankominn, mest fjölskyldufólk
og þar var allt með ró og spekt í gær-
kvöldi. Í Ólafsvík eru færeyskir dag-
ar nú um helgina og voru öll tjald-
stæði þéttsetin þar í gærkvöldi og að
sögn lögreglu á staðnum fór allt vel
fram.
Þá var töluverð umferð á Aust-
fjörðum í gær og voru ferðalangar
þar um slóðir ýmist á leið til Atlavík-
ur, í sumarbústaði eða til Egilsstaða.
Almennt gekk umferð vel í gær og
fáir voru stöðvaðir fyrir of hraðan
akstur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Mikið var að gera á bensínstöðvum í gær, enda vissara að fylla geyminn áður en haldið er í ferðalag.
Önnur mesta ferðahelgi ársins gengin í garð
Mikil umferð var
víða um land
♦ ♦ ♦