Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 4
BETUR fór en á horfðist þegar jeppi valt rétt austan við Hvols- völl á sunnudagskvöld. Kona og karl voru í bílnum og sluppu þau ómeidd, sem þau geta þakkað bíl- beltunum og því að veltigrind var í stýrishúsi bílsins. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli er bíllinn mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. Talið er að hjólabúnaður hafi gefið sig, með þeim afleiðingum að eitt hjólið læstist og missti bíl- stjórinn við það stjórn á bílnum. Bíllinn fór í hálfa veltu yfir á öfugan vegarhelming og segir lögregla það mikla mildi að ekki varð árekstur, því stór og öflugur jeppi var að koma úr gagnstæðri átt í þann mund sem bíllinn valt, en ökumaður hans náði að stöðva bifreið sína í tæka tíð og því varð ekki meiri skaði af. Bílbeltin björguðu FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                  Til sölu Suzuki Vitara JLX 1600 nýskráður 12.03.1998, sjálfskiptur 5 dyra, leðurinnrétting, ekinn 44.000 km. Ásett verð 1.350.000 nánari upplýsingar hjá Bílaþing Heklu. SAMNINGANEFND Þroskaþjálfa- félags Íslands og samninganefnd ríkisins undirrituðu nýjan kjara- samning laust fyrir miðnætti á laug- ardagskvöld á sáttafundi hjá ríkis- sáttasemjara. Guðný Stefánsdóttir, talsmaður Þroskaþjálfafélags Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að ánægja ríkti innan samninganefndar með að samningur væri loks í höfn. Þórodd- ur Þórarinsson, varaformaður Þroskaþjálfafélags Íslands, tók und- ir orð Guðnýjar og segir sátt ríkja um samninginn. Hann segir samn- inginn fela í sér sambærilega upp- hafshækkun og fólst í samningi þroskaþjálfa hjá Reykjavíkurborg, eða um 38%. Meiri sveigjanleiki með rammakerfi Byrjunarlaun þroskaþjálfa miðuð við 25 ára aldur eru þá komin upp í 143.000 krónur á mánuði en voru áð- ur 100.001 króna. Þetta er um tveim- ur þúsundum krónum hærri byrjun- arlaun en þroskaþjálfar hjá borginni sömdu um en sá munur jafnast að sögn Þórodds út með færri aldurs- þrepum og minni mun á milli launa- þrepa svo prósentuhlutfallið verður hið sama. Launaþrepin í nýja samn- ingnum eru miðuð við lífaldur, en áð- ur voru þau miðuð við starfsaldur. „Nú erum við að fara inn í hið svo- kallaða nýja launakerfi sem ríkið hefur samið um við BHM og fleiri. Þetta er rammakerfi sem gefur meiri sveigjanleika en við höfum áð- ur haft. Uppbygging launa er tals- vert öðruvísi þar sem launaprósent- an verður mismunandi eftir stöðu, starfs- og lífaldri hvers og eins,“ sagði Þóroddur spurður um helstu breytingar frá fyrri samningum. Kjarasamningurinn er eins og fyrr segir hliðstæður við kjarasamning- inn sem þroskaþjálfar hjá Reykja- víkurborg samþykktu með 93,6% at- kvæða 26. júní sl. Samningurinn gildir til 30. nóvem- ber 2004 og verður hann kynntur félagsmönnum sem starfa hjá ríkinu á sérstökum kynningarfundum samninganefndarinnar á næstu dög- um. Kosið verður um samninginn í gegnum póstatkvæðagreiðslu en dagsetning kosningarinnar hefur ekki verið ákveðin. Við undirskrift samningsins var verkfalli þroskaþjálfa hjá ríkinu frestað til 1. ágúst nk. Einnig var verkfalli frestað til 1. ágúst hjá Styrktarfélagi vangefinna, Skálatúni og Reykjalundi en gengið var frá kjarasamningi við þær stofnanir hjá ríkissáttasemjara í gær. Þroskaþjálfar hjá ríkinu undirrita kjarasamning Byrjunarlaun verða 143.000 krónur Morgunblaðið/Sigurður Jökull Sólveig Steinsson, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, og Þórir Ein- arsson, ríkissáttasemjari, innsigla nýjan kjarasamning. JEPPABIFREIÐ festist í Krossá að- faranótt sunnudags, tveir voru í bíln- um og sluppu þeir ómeiddir. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli fór jeppinn á kaf á móts við Húsadal fyrri hluta nætur en ekki barst vitneskja um at- burðinn fyrr en undir morgun. Menn- irnir komust út um opna bílrúðu og náðu synda í land. Mikið var í Krossá þannig að ekki náðist að draga bílinn upp úr ánni fyrr en á sunnudagskvöld þegar dregið hafði úr vatnsstreymi. Lögreglan telur varhugavert að menn fari yfir vöð sem þeir ekki þekkja einbíla um hánótt. Þetta séu vatnsföll sem breytast og þegar menn séu þarna á ferð á nóttunni geti verið langt í hjálp. Að sögn skálavarðar í Húsadal var mikil umferð á svæðinu. Margir sneru reyndar til síns heima á laugardeg- inum sökum rigningar. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er nokkuð um að menn lendi í vandræðum við að fara yfir Krossá. Jeppi fór á kaf í Krossá JEPPI þeirra Sigurðar Tryggvason- ar og Lilju Gísladóttur sat fastur í Hólmsá við Fjallabaksleið syðri í á þriðju klukkustund á sunnudaginn. Sigurður sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann hefði því sem næst verið kominn yfir ána en þá af- ráðið að snúa við. Á bakaleiðinni lenti jeppinn hins vegar á jarðföstu bjargi. Framhjólin fóru upp á stein- inn og í sama mund gróf áin undan afturhjólunum þannig að jeppanum varð ekki hnikað. Sigurður hringdi þá úr NMT-síma eftir aðstoð. „Við vorum heppin að ná sambandi. Þetta er skuggasvæði í NMT-kerfinu sem er alger hending að ná símasambandi á,“ sagði Sig- urður. Hann óð við svo búið í land og náði í hnullunga sem hann setti undir framdekkin í þeirri von að þau myndu ná gripi. Þær tilfæringar dugðu þó ekki til að losa jeppann. Þau héldu því til í jeppanum og biðu eftir hjálp. Ætluðu í Eldgjá Aðspurður hvort hætta hefði verið á ferðum sagði Sigurður að svo hefði ekki verið. Bíllinn hefði verið alger- lega skorðaður á bjarginu og e.t.v. grafist niður um nokkra sentímetra meðan hann sat fastur í ánni. Hann hefði aldrei drepið á sér og því hefðu þau notið ylsins úr miðstöðinni. Eilít- ið vatn seytlaði reyndar inn í jepp- ann en hægt var að hleypa því út hlé- megin. Þá hefði ekki verið neitt mál að vaða í land hefði til þess komið. Ferðinni hafði reyndar verið heit- ið í Eldgjá. „Við ætluðum aldrei að fara Fjallabaksleið syðri, svo komum við að skilti sem á stóð Álftavatns- krókur en ekkert vegnúmer,“ sagði Sigurður. „Við stoppuðum þarna en fundum ekkert þessu tengt á kortinu hjá okkur og héldum bara áfram. Vorum nýlega búin að mæta svona sex til sjö bílum og það voru meira eða minna slyddujeppar eins og ég er á þannig að við höfðum ekki áhyggjur af veginum, þannig lagað. En um leið og við vorum orðin föst sáum við ekki einn einasta bíl þessa klukkutíma sem við vorum þarna.“ Talsvert hafði rignt um daginn og því hafði nokkur vöxtur hlaupið í Hólmsána. Sigurður bendir á að áin sé ekki merkt og því hafi þau í raun ekki vit- að í hvaða á þau voru föst. Sam- kvæmt upplýsingum frá Björgunar- sveitinni Stjörnunni varð slæmt símasamband á þessum slóðum m.a. til þess að leiðbeiningar Sigurðar um staðsetningu jeppans komust illa til skila. Björgunarsveitin Lífgjöf og Víkverji voru að auki kallaðar út auk þess sem lögreglan í Vík í Mýrdal hóf eftirgrennslan. Björgunarsveit- irnar komu að Hólmsánni skömmu fyrir sex og drógu jeppann á þurrt. Þegar Morgunblaðið ræddi við Sig- urð í gær hafði hann látið yfirfara jeppann sem reyndist í góðu standi. Ferðalaginu var því haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Lögreglan í Vík segir athugandi hvort ekki megi merkja ár og vöð betur en nú er gert. Jeppi fastur í þrjá tíma í á Breyting- ar á útliti gagna- safnsins NOKKRAR útlitsbreytingar hafa verið gerðar á upphafssíðu gagnasafns Morgunblaðsins. Hin helsta er sú að nú er hægt að velja ýmist efnis- eða orða- leit á síðunni. Hægt er að fá frekari upplýsingar um þessar mismunandi leitarvélar með því að lesa hjálpartexta sem finna má á síðunni. Á sömu síðu má nálgast blað dagsins í hægri dálki vefjarins. Efnisflokkar hafa verið lagfærðir lítillega og dagsetningu viðkomandi blaðs bætt við efst í dálkinn. Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.