Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingibjörg EmmaBjörnsson fædd- ist 5. júlí 1903. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Leopold- ina Júlíusdóttir, f. 26.8. 1879, d. 26.1. 1967, og Guðmundur Björnsson, sýslu- maður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, áður á Patreksfirði, f. 5.12. 1873, d. 4.6. 1953. Ingibjörg Emma var elst sinna systkina en þau eru Pétur Emil Júlíus, f. 25.7. 1904, d. 26.11. 1991, Björn, f. 7.10. Reykjavík 1920. Hún var sýslu- skrifari í Borgarnesi 1920–28, og vann á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga 1931–34. Hún fluttist til Reykjavíkur 1936 og réðst þar til starfa hjá Heildverslun Stefáns Thorarensen þar sem hún vann í 40 ár. Ingibjörg tók virkan þátt í félagsstarfi, bæði í Borgarnesi og í Reykjavík. Hún var m.a. í Ung- mennafélaginu Skallagrími og varð fyrst kvenna formaður þess og var heiðurfélagi þess félags. Einnig var hún í nokkrum félögum í Reykjavík svo sem Borgfirðinga- félaginu, Guðspekifélaginu og Náttúrufræðifélaginu, en hjart- fólgnust var þó Oddfellowreglan, en í henni starfaði hún yfir 50 ár og gegndi þar fjölda trúnaðar- starfa. Ingibjörg var ógift og barn- laus. Seinustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför Ingibjargar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. 1905, d. 18.1. 1999, Þuríður Jenný, f. 13.1. 1907, d. 21.1. 1998, Karl Leó, f. 22.2. 1908, d. 6.7. 1941, Jórunn, f. 6.9.1913, d.18.8. 1998, Anna, f. 19.5. 1915, Margrét, f. 14.11. 1917, d. 2.7. 1996 og samfeðra Ingólfur Theodór, f. 3.12. 1905, d. 28.11. 1995. Ingibjörg fæddist á Klömbrum í Húna- vatnssýslu. Fjölskylda hennar fluttist til Pat- reksfjarðar 1905 og þaðan fluttu þau til Borgarness 1918. Ingibjörg lauk gagnfræða- prófi frá Menntaskólanum í Þegar ég fermdist tvöfaldaðist eign mín af ættingjum. Vináttan streymdi til mín, fyrst með fögrum fermingargjöfum frá afa, ömmu og föðursystkinum mínum öllum. Ingi- björg og Þuríður föðursystur mínar gáfu mér gullnælu, rós með rauðum steini. Þegar ég fluttist svo til Reykjavíkur til að fara í framhalds- skóla tóku allir þessir „nýju“ ætt- ingjar mér opnum örmum og studdu mig á allan hátt. Afi minn, Guð- mundur Björnsson fyrrverandi sýslumaður og amma mín Þóra Júlí- usdóttir höfðu hreiðrað um sig á Sogaveginum og buðu þau mér að dvelja hjá sér um tíma. Þangað komu allir því þau voru miðpunkturinn. Þar bjó einnig langamma mín, Ingibjörg Magnús- dóttir, prestsdóttir frá Grenjaðar- stað, og síðan læknisfrú að Klömbr- um. Hún var 97 ára gömul en las Morgunblaðið spjaldanna á milli gleraugnalaust. Hún sagði mér sög- ur frá æsku sinni á Grenjaðarstað og mundi gömlu tímana vel. Ingibjörg nafna hennar sem við kveðjum nú náði einmitt sama aldri. Hún var elst átta systkina, var einhleyp og bjó þá á Öldugötunni. Hún byrjaði strax að styðja unglinginn og fræða og fór ég að venja komur mínar til hennar með nokkuð jöfnu millibili því hún sagði alltaf „komdu bráðum aftur.“ Það var gefandi að hlusta á þessa gáfuðu konu. Hún var heimsborgari, hafði dvalið í Danmörku og Þýska- landi, talaði tungumálin og hafði frá mörgu að segja. Hún fræddi mig um ættingjana og lífið sjálft og hafði fastmótaðar skoðanir á öllum hlut- um. Hún varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum í Reykjavík en átti svo við heilsuleysi að stríða í mörg ár og beið þess aldrei bætur. Ingibjörg vann við skrifstofustörf hjá Heild- verslun Stefáns Thorarensen í um 50 ár. Hún kvartaði aldrei og gekk að vinnu sinni hvern dag. Veikindadaga átti hún fáa. Eftir að hún hætti að vinna var hún oft kölluð til afleys- inga í veikindum eða sumarfríum. Eftir að afi og amma fluttu úr Sogamýrinni og Ingibjörg keypti sér íbúð að Fornhaga 15 fluttist mið- punktur fjölskyldunnar þangað. Hún fylgdist vel með unga fólkinu og dró það að sér. Ættræknin var sterk og sagði hún mér einu sinni að fimm- menningar í Grenjaðarstaðarættinni væru meira skyldir en þremenning- ar úr öðrum ættum. Ingibjörg var mjög gestrisin og viljug að hafa fjölskylduboð og vin- konukaffiboð. Þrátt fyrir fötlun sína var hún skemmtin og glöð og hafði leiftrandi frásagnargáfu. Hún var félagslynd og gekk í Oddfellowregl- una 1950 og komst til æðstu metorða þar. Ég átti því láni að fagna að vera henni samferða þar frá 1960 og sótti hún fundi á meðan heilsan leyfði. Einnig var hún meðlimur í Guð- spekifélaginu. Börnunum mínum eru þakkir í huga fyrir allar Odd- fellowjólaskemmtanirnar sem þau sóttu í hennar boði eins lengi og þau vildu þiggja og alltaf kom hún þang- að sjálf á meðan hún gat. Frænka mín og vinkona talaði aldrei við mig um trúmál en var örugg og yfirveguð í öllum háttum. Hún dvaldi að Skjóli síðustu árin og enn kvartaði hún aldrei. Þegar hún var spurð svaraði hún ávallt með æðruleysi. „Mér líður vel“ eða „ég hef það gott.“ Fyrir örfáum vikum sagði hún við mig. „Ég hef spurn- ingu.“ „Hver er hún?“ „Trúmálin“ sagði hún þá. „Guð tekur á móti þér með útbreiddan faðminn þegar þú kemur á hans fund, því þú hefur ver- ið umburðarlynd í lífinu og öllum gert gott.“ Ég fann að það slaknaði á handtakinu hennar og við þurftum ekki að ræða þetta frekar. Með þessu svari mínu vil ég kveðja frænku mína, full þakklætis fyrir langa samfylgd. Stefana Karlsdóttir. Ingibjörg föðursystir mín, Bogg, var elst í stórum systkinahópi. Fyrstu árin bjuggu foreldrar hennar á Klömbrum í Húnavatnssýslu sem voru æskuslóðir móður hennar en fluttu árið 1905 til Patreksfjarðar þegar faðir hennar varð sýslumaður í Barðastrandarsýslu. Oft minntist hún uppvaxtaráranna þar með gleði og stundum brá fyrir söknuði eða jafnvel ásökun í garð foreldranna fyrir að hafa flutt í Borgarnes þegar hún var unglingur þótt góðar minn- ingar væru líka bundnar þeim stað. Á Patreksfirði fæddust síðan hin systkinin nema Júlíus sem var líka fæddur fyrir norðan eins og Ingi- björg. Heimilið var annasamt, auk sívaxandi barnahóps var mikill gestagangur. Allir sem áttu erindi við sýslumann komu þangað, allir fengu veitingar, sumir gistingu. Bogg átti margar góðar minningar um fólk af Patreksfirði og úr sveit- unum þar í kring. Minnisstæðastur þeirra held ég samt að Snæbjörn í Hergilsey hafi verið, hreinskiptinn, sérstæður og fastheldinn á skoðanir sínar. Hann var giftur frænku þeirra og fljótlega myndaðist traust sam- band milli þessara fjölskyldna. Snæ- björn varð fylgdarmaður sýslu- manns í mörgum ferðum og lentu þeir í ýmsum svaðilförum og urðu sumar frægar. Mörg systkinanna dvöldu um tíma í Hergilsey hjá Guð- rúnu og Snæbirni og hafa vafalítið verið fóðruð á hákarlalýsi, fýl og eggjum auk annars sem land og sjór gáfu. Barnahópurinn stækkaði og nöfn- in þeirra voru fengin úr ættum beggja foreldra. En þau fengu líka gælunöfn sem mörgum þóttu skrýtin og pabbinn sem hafði gaman af að velta fyrir sér orðum og fella þau í stuðla orti eitt sinn: Sjö eru góð og blíðlynd börn sem babbi og mamma unna: Úlli, Kalli, Íða, Björn, Anna, Bogg og Nunna. Seinna bættist Maggý við og hef- ur örugglega fengið sína vísu. Guðmundur færði sig um set árið 1918 og tók Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu og öðruvísi ár tóku við. Heilsuleysi tók að herja á sum syst- kinin. Bogg fann alltaf til í öðru hnénu og var sífellt með hita en læknarnir fundu ekkert og sögðu þetta bara þvælu, stelpan væri móð- ursjúk. Ýmis ráð voru reynd en ekki batnaði henni þar til einn læknir kvað uppúr og sagði þetta líklega vera berkla. Þessu var ekki vel tekið og meira að segja afinn, Júlíus Hall- dórsson, sem sjálfur var læknir brást mjög illa við og sagði með þjósti að það væru alls engir berklar í ættinni! Að lokum var tekið á það ráð þegar hitinn hvarf ekki og verk- urinn ekki heldur að senda hana til Danmerkur á sjúkrahús. Þangað var hún flutt á skipi og var sleginn sam- an trékassi til að flytja hana í. Móðir hennar sagði síðar að þegar hún kvaddi hana var hún viss um að þær sæjust aldrei framar, enda var þessi kassi líkastur líkkistu. Kveðjustund- in var líka erfiðari fyrir það að með Bogg fór systir hennar, Þuríður, sem einnig hafði fengið berkla og átti að leita sér lækninga þar ytra. Þrátt fyrir góða umönnun og lækningu á Finsens sjúkrahúsi voru afleiðingar berklanna óafturkræfar enda höfðu þeir fengið að grassera of lengi og Bogg varð hölt og annað nýrað þurfti að fjarlægja. Mörgum árum seinna gekkst hún undir skurðaðgerð þar sem önnur mjöðm- in var gerð stíf og varð þetta allt langt og oft kvalafullt ferli. En hún var ætíð reist og sterk, vön að sjá framúr hlutunum og kvartaði ekki. Þótt hún væri afar sjálfstæð hafði stuðningur foreldranna og systkin- anna sem voru mjög samrýnd líka sitt að segja þegar ræða þurfti málin og finna út hvað væri besta leiðin. Árum saman hafði hún vanist því að grípa í störf hjá föður sínum og var alvön skrifstofustörfum og þegar hún flutti sig alveg til Reykjavíkur vann hún mestallan starfsaldur sinn sem ritari hjá Stefáni Thorarensen apótekara í Laugavegs apóteki. Hún hafði alltaf verið félagslynd og gekk fljótlega í Oddfellow-regl- una, einnig var hún félagi í Guð- spekifélaginu en snemma fór hún að hugleiða tilgang lífsins og átti fjöl- margar bækur um andleg mál. Stjórnmál voru henni líka hugleikin og þótt hún vildi veg Sjálfstæðis- flokksins mikinn keypti hún Þjóð- viljann um árabil, sérstaklega vegna skrifa Magnúsar Kjartanssonar en líka vegna þess að henni fannst að ein skoðun væri ekki nóg, öll mál hefðu margar hliðar. Stuðning veitti hún ýmsum frændsystkinum sínum með ýmsu móti og var sérlega annt um að kvenfólkið yrði sér úti um menntun. Sumum fannst hún jafnvel stjórnsöm en það var dæmigert fyrir hana að þegar hún eitt sinn var spurð af hverju hún létti ekki undir hjá frænda sem átti í basli, svaraði hún: Maður hefur ekki leyfi til að taka lífsreynsluna frá fólki. Hún sá um sig sjálf og bjó ein, leigði framan af en keypti að lokum íbúð í vesturbænum þar sem hún átti heimili til dauðadags. Síðustu árin INGIBJÖRG BJÖRNSSON ✝ Hrólfur Einars-son fæddist 7. maí 1912 á Folafæti við Ísafjarðardjúp og lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði 1. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Elín Salómons- dóttir og Einar Ein- arsson. Hrólfur var næst- elstur af alsystkin- um sínum en syst- kini hans voru Einar, sem var elst- ur og hálfbróðir samfeðra, Guðmundur, Guðjón, Hólmfríður, Jóel og Una. Öll eru þau látin nema Guðjón, sem nú dvelst á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hrólfur missti foreldra sína barn að aldri og ólst upp hjá Einari Guðfinnssyni og Elísabetu konu hans frá sjö ára aldri og var hjá þeim fram undir tvítugt. Eftir það bjó hann lengst af hjá bróður sínum, Guðmundi Einars- syni, og konu hans, Daðeyju Einarsdótt- ur, í Bolungarvík. Hrólfur stundaði sjómennsku, mestan hluta ævi sinnar á bátum frá Bolungarvík. Hrólfur var ókvæntur og barnlaus. Útför Hrólfs fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hrólfur Einarsson, eða Hrólli afi eins og flest börnin í fjölskyldunni kölluðu hann, lést aðfaranótt 1. júlí á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Með láti hans er stórt skarð höggvið í okkar fjölskyldu, því Hrólfur var mikill vinur okkar sem og frændi. Ég kynntist Hrólfi fyrir fimmtán árum, þá var ég rúmlega tvítug en hann á áttræðisaldri. Ég hefði ekki trúað því fyrir þann tíma að ég ætti eftir að eignast nýjan vin sem kominn væri á þennan aldur. Aldursmunurinn hafði hins vegar ekkert að segja því það var hægt að tala um alla hluti við Hrólf. Hann hafði mikinn áhuga á bæjar- og þjóðmálum en þó átti sjór- inn hug hans allan. Daglega varð Hrólfur að fá að vita hverjir væru á sjó og hvað hver bátur væri að fiska og var ekki í rónni fyrr en hann vissi allt um það. Okkur fjölskyldunni finnst erfitt til þess að hugsa að sú sjóferð sem við höfðum stefnt á að fara í með Hrólfi var aldrei farin, en það var kvöldferð með Ísafold um Ísafjarðardjúp. Hrólfur var fram undir það síðasta mjög hraustur, ósérhlífinn og kvartaði aldrei. Á hverjum degi fyrstu búsetuár okkar fjölskyldunnar hér í Bolungarvík kom hann daglega í heimsókn. Þegar vetur gekk í garð lét Hrólfur það ekki aftra sér við heimsóknirnar, heldur kom hann hvernig sem veður var og mokaði sig inn til okkar og ef að fennti þegar hann sat hjá okkur mokaði hann aftur frá þegar hann fór. Þannig var Hrólfur alltaf boðinn og búinn til að hjálpa. Hrólfur gerði ekki miklar kröfur til lífsins gæða og nýtti mjög það sem hann átti, enda hafði hann lifað tímana tvenna. Síð- ustu árin dvaldi hann yfirleitt hjá okkur á aðfangadagskvöld og þegar kom að því að opna gjafirnar varð hann alltaf jafn hissa yfir því hvað hann fékk mikið, því hann átti jú nóg af öllu og vanhagaði ekki um neitt. Gjafafjöldinn til Hrólfs undir trénu sýndi einnig að hann átti marga vini. Hrólfur kvæntist aldrei og átti engin börn, en hann var mikið fyrir börn og öll hændust þau að honum. Alltaf þótti okkur Nonna jafn vænt um þá spurningu frá okkar börnum sem iðulega barst fyrir hver jól: „Verður Hrólli afi ekki hjá okkur um jólin?“ Okkur fannst það jafn hollt fyrir börnin og okkur að fá að hafa gamlan mann svona mikið inni á heimilinu. Lengst af bjó Hrólfur að Grund- arstíg 3 í Bolungarvík hjá bróður sínum, Guðmundi Einarssyni, og konu hans, Daðeyju Einarsdóttur. Guðmundur lést árið 1979 en Hrólf- ur hélt áfram að búa á Grundarstígn- um þar til hann flutti fyrir nokkrum árum í íbúðir aldraðra að Aðalstræti 22. Þó að Hrólfur hafi alltaf verið hraustur fór svo að um síðustu jól veiktist hann og flutti um stundar- sakir yfir á Sjúkraskýlið í Bolung- arvík en fór heim aftur. Hann var fluttur á Sjúkrahús Ísafjarðar um hálfum mánuði fyrir andlátið og hafði þá verið kominn aftur á Sjúkra- skýlið. Hrólfur var þá orðinn mjög veikur. Viljum við þakka starfsfólki Sjúkraskýlisins í Bolungarvík og Sjúkrahússins á Ísafirði fyrir góða umönnun og viðmót, því að vel var hugsað um Hrólf og alltaf tekið vel á móti okkur aðstandendunum. Það er huggun harmi gegn, elsku Hrólfur, að þér líður vel núna. Þú sem varst alltaf svo duglegur að hreyfa þig, fara í sund og gönguferð- ir, hefðir ekki getað sætt þig við að liggja lengi veikur. Að lokum viljum við fjölskyldan þakka fyrir góðar samverustundir og vináttu í gegnum öll árin. Gakktu á Guðs vegum. Sigrún, Jón Þorgeir, Ingibjörg, Elías og Nikulás. Mig langar að minnast kærs afa- bróður míns, Hrólfs Einarssonar. Í mínum systkinahópi var Hrólfur ávallt kallaður „Hrólli stóri“ þar sem einn af bræðrum mínum heitir Hrólfur. Hann hélt því nafni þó svo að Hrólli bróðir yxi honum talsvert yfir höfuð. Hrólfur var líka afskap- lega stór maður í okkar huga og þótti okkur mjög vænt um hann. Hrólfur eignaðist ekki börn og komum við að einhverju leyti í staðinn fyrir afa- börnin sem hann aldrei eignaðist. Hann reyndist okkur líka eins og góður afi. Á jólum og afmælum færði hann okkur alltaf gjafir og ekkert fjölskylduboð var haldið án hans. Þegar ég og Smári bjuggum á Akranesi þá vorum við svo lánsöm að Hrólfur kom og dvaldi hjá okkur í nokkra daga á sumrin og þá orðinn áttræður. Það var indælt að fá hann og þægilegri persónu var varla hægt að hafa á heimilinu. Á hverjum morgni klukkan sjö læddist hann út og fór fótgangandi úr Jörundarholt- inu í sund. Hann tók ekki í mál að ég drifi mig á fætur og hefði til morg- unmat, hann vildi aldrei vera byrði á neinum. Hrólfur var með duglegri og ósérhlífnari mönnum sem ég hef kynnst. Eitt sumarið þegar hann var hjá okkur vorum við að standsetja lóðina. Fyrr en varði var hann kom- inn á kaf í garðvinnu og voru það ófá- ar ferðirnar sem hann fór með hjól- börurnar fullar af grjóti. Einnig var hann duglegur að hugsa um börnin okkar sem voru þá eins og tveggja ára. Hann fór gjarnan með þau í göngutúra upp í skógrækt, Örn Steinn í vagni og Arna Kristín hélt í. Ég man þetta vakti aðdáun margra er sáu til, maðurinn á níræðisaldri. Það er ekki skrítið þó börnin kölluðu hann Hrólla-afa, því hann var svo góður við þau. Í heimsóknum til hans í Hvíta húsið gaukaði hann alltaf ein- hverju að þeim og kunnu þau vel að meta það. Við vorum lánsöm að eiga Hrólf að og hann kenndi okkur margt. Við munum sakna hans sárt og biðjum við Guð að geyma hann. Daðey S. Einarsdóttir og fjölskylda. Elsku Hrólfur, eða Hrólli-afi eins og Emil Þór sonur minn kallaði þig alltaf, nú hefur þú kvatt okkur í hinsta sinn. Þau voru ófá skiptin sem þú dvald- ir á Heilsuhælinu í Hveragerði og það var alltaf jafn gaman að heim- sækja þig þangað. Þú varst alltaf svo gestrisinn og vildir ætíð bjóða okkur í kaffiveislu. Það var einmitt þá sem þú sagðir eina af þínum gullsetning- HRÓLFUR EINARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.