Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 43
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 43 SNEMMA í morgun, 9. júlí, hringdi ég til lögreglunnar í Hafnarfirði og tilkynnti að ég teldi að á gangstétt- inni, við götuna þar sem ég bý, væri hjól sem líklega hefði verið stolið og skilið þar eftir. Hjólið hefði staðið þarna ólæst dögum saman á gang- stéttinni, en ekkert hús er við gang- stéttina, og kæmi mér ekki á óvart ef þarna væri hjól sem eigandinn sakn- aði. Lögreglumaðurinn sem ég talaði við tók þessa ábendingu niður og spurði mig síðan um kennitölu, en þar sem ég er þeirrar skoðunar að notkun kennitalna sé stórlega ofnot- uð á Íslandi, auk þess sem ég get ekki séð að það komi málinu neitt við, vildi ég ekki gefa honum upp kennitölu mína. Og viðbrögð lögreglumannsins við þessari neitun minni voru þessi: „Þá látum við bara hjólið liggja.“ Og þar með lauk samtalinu. Vafalaust er lögreglan í Hafnarfirði með númera- birti hjá sér og getur séð úr hvaða númeri er verið að hringja og skráð það niður, telji hún það nauðsynlegt. En að sinna ekki ábendingu um mál- efni sem varðar hugsanlega stolnar eigur Hafnfirðinga vegna þess að við- mælandinn vill ekki gefa upp kenni- tölu sína, finnst mér fyrir neðan allt velsæmi og svarið vera ruddalegt. Ég tel mig hafa þann rétt að gefa ekki upp kennitölu mína ef ég vil það ekki, en ég tel að lögreglan í Hafn- arfirði hafi ekki þann rétt að sinna ekki ábendingum um grun um þýfi nema að fá kennitölu viðmælanda síns fyrst. Nú er mikið talað um að besta vörnin við innbrotum á heimili sé ná- grannavarsla og er ég sammála því. Skiltum hefur verið komið upp í Hafnarfirði þar sem vakin er athygli á þessu atriði og er það vel. En geta íbúar Hafnarfjarðar átt von á sömu svörum frá lögreglunni í Hafnarfirði og ég fékk ef þeir tilkynna um eitt- hvað athugavert við hús nágrannans en vilja ekki gefa lögreglunni upp kennitöluna sína? Ef hringt yrði til lögreglunnar í Hafnarfirði og henni sagt að verið væri að bera út búslóð nágrannans og það væri ekki ná- granninn sem stæði í þeim útburði, gæti þá svarið ef til vill orðið eitthvað á þessa leið: Nú, ef þú vilt ekki gefa okkur upp kennitölu þína þá látum við bara þessa menn halda áfram að hreinsa út hjá nágrannanum! Varðandi hjólið þá tel ég rétt að upplýsa, ef einhver saknar þess, að þetta er dökkblátt ALBATROS Uni- ted gírahjól sem stendur við Glitvang í Hafnarfirði, því ekki er það hjá lög- reglunni í Hafnarfirði – hennar vegna má það bara liggja þarna áfram úr því hún fékk ekki kennitöl- una mína. GUÐMUNDUR ÓSKARSSON Glitvangi 15, Hafnarfirði. Hjólið ennþá í óskilum Frá Guðmundi Óskarssyni: FRÉTTIR flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Ármúla 21, sími 533 2020 Fagmennirnir þekkja Müpro Rörafestingar og upphengi Allar stærðir og gerðir rörafestinga og upphengja HEILSALA - SMÁSALA Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heill- andi borgar. Þú bókar tvö sæti til Mílanó þann 27. júlí, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar mest spennandi borgar Evrópu á frábærum kjörum. Frá Mílanó liggja þér allar leiðir opnar um Evrópu og hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4ra stjörnu hótela. Aðeins 28 sæti í boði Tveir fyrir einn til Mílanó 27. júlí frá 15.207 kr. Verð kr. 15.207 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 30.414.- / 2 = 15.207.- Skattar kr. 2.495 ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.- Forfallagjald kr. 1.800.- Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Þar sem garðáhöldin fást Geri ð verð sam anb urð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: Prestsetrasjóður vill koma fram eftirfarandi upplýsingum vegna blaðagreinar um lóðarleigu í landi Útskála. Með bréfi dags. 13. mars 2000 var leigutökum á landi Útskála tilkynnt að lóðarleigusamningar væru út- runnir og að sjóðurinn hefði ákveðið að láta útbúa nýja samninga í sam- ræmi við þá lóðarleigusamninga sem almennt eru notaðir í sveitarfélaginu. Í bréfinu var tekið fram hver leigan yrði á hvern fermetra ásamt því að leigutaka var tilkynnt hver stærð lóð- arinnar væri skv. skrám Fasteigna- mats ríkisins. Í því bréfi upplýsti sjóðurinn að lóðarleiga fyrir árið 2000 yrði krafin. Í þessu bréfi var leigutök- um boðið að koma með athugasemd- ir. Athugasemdir bárust einungis frá þremur leigutökum og vörðuðu at- hugasemdir tveggja um gjaldtökuna en eins um stærð lóðarinnar. Náðst hefur samkomulag um að minnka lóð- ina umtalsvert. Frá upphafi hefur legið ljóst fyrir að Prestsetrasjóður ákvað að hafa sama gjald og tíðkast hjá meirihluta landeigenda í hreppn- um. Gjaldtaka sjóðsins kom skil- merkilega fram í bréfinu til leigutak- anna. Þar sem ekki bárust frekari at- hugasemdir var ákveðið að fá bygg- ingarfulltrúa Gerðahrepps til að út- búa lóðarbréf í samræmi við eldri lóðarleigusamninga og skrá Fast- eignamats ríkisins. Þeirri vinnu lauk nú á vordögum. Þann 6. júní sl. var leigutökum sent nýtt bréf ásamt leigusamningi og gíróseðlum eins og boðað var í fyrra bréfi. Í því bréfi var enn á ný óskað eftir að leigutakar hefðu samband við lögmann sjóðsins hefðu þeir einhverj- ar athugasemdir fram að færa. Eftir það bréf hafa nokkrir leigu- takar óskað eftir því að lóðirnar yrðu minnkaðar og er verið að vinna að því. Í lok júní sl. óskaði einn leigutaki, fyrir hönd leigutaka í Útskálalandi, eftir fundi með forsvarsmanni og lög- manni sjóðsins. Sá fundur var ákveð- inn þann 16. júlí nk. og gat ekki orðið fyrr vegna sumarleyfa. Þetta sam- þykkti leigutakinn og væntanlega hefur hann séð um boðun fundarins. Ljóst er að þannig stóðu málin þegar leigutakar ákveða að leita aðstoðar Gerðahrepps og áðurnefnd blaða- grein birtist. Það er ljóst að það eru ekki margir leigutakar sem hafa haft samband við forsvarsmann eða lögmann sjóðsins eins og staðhæft er í viðtali við einn viðmælanda blaðsins. Athyglisvert er að viðmælandi blaðsins upplýsir að íbúar séu tilbún- ir að borga sambærilega lóðarleigu og aðrir í hreppnum. Það er einmitt það sem Prestsetrasjóður hefur boð- ið leigutökum. Ljóst er að með nýju fasteignamati lóða í Gerðahreppi er gjaldtaka Gerðahrepps hærri nú en sú sem Prestsetrasjóður er að bjóða leigu- tökum. Það vekur hins vegar undrun að hreppurinn sem ekki er leigutaki á landi frá Útskálum muni ætla að kosta lögfræðilegt álit á lóðarleigu Prestsetrasjóðs sem búið var áskilja í bréfi í mars 2000. F.h. Prestsetrasjóðs, Bjarni Kr. Grímsson form. stjórnar. Athugasemd frá Prestsetrasjóði REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 12. júlí. kl. 19. Kennsludagar verða 12., 16. og 17. júlí. Kennt verður frá kl. 19-23. Námskeiðið telst vera 16 kennslu- stundir. Einnig verður haldið 8 kennslu- stunda endurmenntunarnámskeið dagana 19. og 23. júlí. Kennt verður frá kl. 19-22. Notað verður nýtt námsefni sem RKÍ gaf út fyrir skömmu. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðin verða hald- in í Fákafeni 11, 2. hæð. Námskeið í skyndihjálp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.