Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 31
✝ Dagbjört JónaJónsdóttir fædd-
ist í Bæjum á Snæ-
fjallaströnd 17.
ágúst 1912. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
1. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jón G.
Karvelsson, f. 10.
febr. 1880, og
Margrét J. Dag-
bjartsdóttir, f. 17.
júní 1878. Systur
Dagbjartar voru
Rósinkransa, f. 9.
maí 1907, látin, Guðbjörg, f. 19.
júní 1910, látin, og Bjarney Guð-
munda, f. 6. mars 1915, lést ung.
Tveggja ára gömul fluttist Dag-
björt með foreldrum sínum og
systrum til Bolungavíkur. Þar
giftist hún 28. sept. 1933 Gissuri
H.B. Jónssyni, f. 10. okt. 1912 á
Minnibakka í Skála-
vík ytri, d. 9. mars
1980. Sonur þeirra
er Bjarni Guðmund-
ur, f. 11. sept. 1934.
Með fyrri konu sinni
Elsu Valdimarsdótt-
ur eignaðist Bjarni
fimm börn: Valdísi,
Gissur, Dagbjörtu,
Sævar og Valdimar.
Seinni kona hans er
Elín Á. Jónsdóttir.
Fósturdóttir Dag-
bjartar og Gissurar
er Anna Ingimars-
dóttir, f. 11. des.
1940, hún giftist 5. okt. 1963
Gísla Jósepssyni, f. 22. mars
1942, d. 12. okt. 1988. Þeirra
börn eru Jósep, Guðbjörg, Sigríð-
ur og Ólöf.
Útför Dagbjartar fer fram frá
Aðventkirkjunni í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Dagga frænka. Þessi lífsglaða
hjartahlýja kona sem bar sig um
með reisn er látin. Í bjartri sum-
arnóttinni sveif sál hennar á vit ást-
vina á landi eilífðarinnar, laus úr
viðjum líkama sem var þrotin að
kröftum, en hún stóð meðan stætt
var. Þessi jákvæða kona sem ekkert
sá nema það góða í hverjum manni.
Sem miðlaði öðrum af viskubrunni
sínum, fékk mann til að staldra við
og skoða sjálfan sig gagnrýnum
augum. Hvað ég óskaði þess heitt
að líkjast henni, þó ekki væri nema
að litlu leyti. Hún var svo stór hluti
af lífi mínu alla tíð. Fyrst sem lít-
illar stúlku sem man svo vel heim-
sóknir í litla húsið við ána og á Sól-
velli, húsið þeirra á Holtunum.
Seinna sem follorðinnar konu sem
vildi líkjast Döggu frænku. Þessi
kona sem alltaf var svo heppin að
eigin sögn sá alltaf jákvæðu hliðina
á öllu og kvartaði aldrei. Hún lagði
traust sitt á Guð og hann hafði alltaf
verið henni svo góður og leitt hana
gegnum lífið. Hún átti líka góða fjöl-
skyldu sem umvafði hana elsku
sinni alla tíð, ekki síst síðustu mán-
uðina. Það var einhvern veginn svo
að allir sem voru nálægt henni elsk-
uðu hana og virtu og fóru betri
menn af hennar fundi. Við, fjöl-
skyldan hennar í Bolungarvík, erum
ríkari að hafa átt hana að frænku og
vini. Þær voru alltaf eins og góðar
systur hún og Únna og vinátta
þeirra einstök, enda um margt lík-
ar. Badda, Önnu og fjölskyldum
þeirra sendum við hlýjar kveðjur og
ekki síður systurbörnum hennar og
fjölskyldum sem reyndust henni svo
vel. Elsku frænka mín. Við syst-
kinin og fjölskyldur okkar kveðjum
þig með söknuði að sinni og biðjum
Guð að geyma þig. Við sjáumst síð-
ar. Minning þín mun lifa með okkur
um ókomin ár.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geislinn hæð og laut,
en aftanskinið hverfur hljótt,
það hefir boðið góða nótt.
(Árni Thorsteinsson.)
Kristný Pálmadóttir.
Sælir eru friðflytjendur, því þeir
munu Guðs börn kallaðir verða.
(Matt. 5.9.)
Þessi orð úr fjallræðunni, þar
sem Jesús er að að kenna mann-
fjöldanum, komu mér í hug er ég
frétti af andláti minnar kæru
frænku Dagbjartar J. Jónsdóttur.
Svo sannarlega var hún alltaf frið-
flytjandi. Öll hennar framkoma og
fas bar vott um fágun, mannkær-
leika og mildi. Við Dagbjört vorum
bræðradætur.
Leið okkar lá fyrst saman í Bol-
ungarvík, þar sem hún bjó með eig-
inmanni sínum Gissuri Jónssyni og
einkasyni Bjarna. Það var gaman að
heimsækja frænku. Heimilið hlý-
legt, og allir alltaf velkomnir. Hún
var lærð saumakona og var það
hennar aðalstarf til margra ára, og
frábært allt hennar handbragð. Ég
man eftir þegar ég, þá ung að árum,
var að bögglast við að koma saman
flík, og eitthvað var snúið hjá mér,
að mamma mín sagði: „Farðu til
frænku þinnar, því þú verður ekki
ánægð nema þú fáir Dagbjartar
svip á flíkina“ og það voru orð að
sönnu.
Dagbjört mín var alltaf mikill
Bolvíkingur og það var fyrir henni
að fara „heim“ þegar hún ætlaði
þangað. Oft dreif hún mig með sér á
samverustundir með Bolvíkingum,
eftir að hún var flutt suður, þá átti
hún til að spyrja, þegar við hittumst
á þessum samverustundum: „Ert þú
frændi minn? eða ert þú Bolvík-
ingur?“ Allir voru henni jafn kærir,
hvert sem svarið var. Og veit ég að
allir Bolvíkingar sakna nú vinar í
stað. Eftir að fjölskyldur okkar
fluttu til Reykjavíkur sameinuð-
umst við aftur. Þegar Gissur, maður
Dagbjartar, missti heilsuna varð
hún að fara út á vinnumarkaðinn.
Lengst af vann hún í þvottahúsi
Ríkisspítalanna. Oft var hún þreytt
og lasin sjálf, en það sem hún dáðist
mest að var hvað maðurinn hennar
væri duglegur að vinna allskonar
heimavinnu, þrátt fyrir veikindi sín,
og var henni kappsmál að segja öðr-
um frá þessu. Hún gleymdi alltaf
sjálfri sér. Mann sinn missti hún 9.
mars 1980, og tók hún því með sama
æðruleysi og trúartrausti, sem ein-
kenndi hana alla tíð. Einkasoninn
Bjarna og alla hans fjöskyldu um-
vafði hún ástúð og kærleika. Eftir
lát Guðbjargar, systur Dagbjartar,
tók hún að sér fósturdóttur hennar,
Önnu, sem þá var innan við ferm-
ingu. Reyndist hún henni sem besta
móðir, og fjölskyldu hennar bar hún
umhyggju fyrir alla tíð, einnig börn-
um Rósinkrönsu systir sinnar, og
þeirra fjölskyldum.
Mér er kært að minnast allra
góðra stunda með frænku á heimili
mínu. Hin seinni ár eftir að hún
hætti að halda heimili sjálf, var hún
hjá okkur Jóhannesi hvert gamlárs-
kvöld. Munum við sakna þess.
Margar stundir áttum við saman í
Áskirkju, enda var það henni hin
mesta gleði og andlegur styrkur að
heyra Guðs orð, og varðveita það.
Við Jóhannes, og fjöskyldur okkar
sendum öllum ástvinum Dagbjartar
J. Jónsdóttur innilegar samúðar-
kveðjur.
Vertu svo Guði falin, elsku
frænka mín.
Petrína Kristín Steindórsdóttir.
Við fráfall elskulegrar frænku
minnar, Dagbjartar Jónu Jónsdótt-
ur, er margs að minnast. Minningar
henni tengdar eru allar bjartar og
hlýjar. Frá henni geislaði ávallt
kærleikur og ástúð. Það var ein-
staklega gefandi að vera í návist
hennar og þá leið manni vel. Um
Dagbjörtu frænku má segja að hún
hafi lifað sína kristnu trú. Trú henn-
ar kom fram í verkum hennar.
Trúna á frelsarann Jesú Krist eign-
aðist hún á æskuheimili sínu í Bol-
ungarvík. Hún var arfur frá for-
eldrum hennar þeim Jóni G.
Karvelssyni og Jónínu Margréti
Dagbjartsdóttur. Þau hjónin eign-
uðust þrjár dætur: Rósinkrönsu,
Guðbjörgu og Dagbjörtu Jónu. Dag-
björt var fædd á Bæjum á Snæ-
fjallaströnd. Hún fluttist með for-
eldrum sínum og systrum til
Bolungarvíkur árið 1914. Dagbjört
giftist Gissuri H.B. Jónssyni úr Bol-
ungavík og eignuðust þau einn son,
Bjarna. Eftir að Dagbjört og Gissur
fluttu til Reykjavíkur bjuggu þau
lengst af við Laugarnesveg. Gissur
er látinn fyrir allmörgum árum.
Dagbjörtu frænku á ég persónulega
mikið að þakka. Hún reyndist mér
og systkinum mínum einstaklega
vel við fráfall föður okkar 1934 og
þegar móðir okkar varð að dveljast
um tíma á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Þá upplifðum við þessa manngæsku
sem hún var svo rík af. Börn okkar
nutu góðvildar hennar og nafns
Döggu frænku var ávallt minnst
með aðdáun og virðingu. Það var
svo gleðilegt að hún hélt sinni fág-
uðu reisn til síðustu daga sinna og
tiltölulega stutt er síðan hún naut
sinnar síðustu göngu á almanna-
færi. Ég kveð Dagbjörtu frænku
með þakklæti og virðingu. Ég votta
Bjarna, syni hennar, og öðrum að-
standendum innilega samúð og bið
Guð að blessa minningu hennar á
meðal okkar.
Baldvin Steindórsson.
Kveðjustundin er sár og söknuð-
ur mikill nú þegar mín kæra vin-
kona Dagbjört Jónsdóttir hefur
kvatt þennan heim, en hjartað er
fullt af einlægu þakklæti fyrir að
hafa átt hana að vini allt frá mínum
æskuárum í Bolungavík.
Dagga, eins og hún var daglega
nefnd, var fágæt persónugerð. Til-
litssemin, háttvísin, mannvirðingin
og næmleikinn fyrir líðan annarra
og viljinn til þess að gleðja voru
henni svo eiginleg að hún greindi
það ekki sjálf hve rík hún var af
þessum guðsgjöfum, en þess nutu
allir sem kynntust henni.
Tíminn og æviskeiðið rennur eins
og fljót – á ýmsum tímamótum
staldrar maður við og horfir ekki
aðeins fram á við – heldur einnig til
baka til liðins tíma og atburða, og
nú með lífsreynsluna og meiri skiln-
ing á lífsins göngu. Í minningunum
sem ég á er ljúft að muna allt góða
fólkið sem runnið hefur með manni í
fljótinu.
Ég minnist orða móður minnar er
hún sagði – það get ég sagt ykkur
að betra fólki og nábúum hef ég
ekki kynnst en þeim Margréti og
Jóni Karvelssyni, er við bjuggum á
Snæfjallaströndinni. Þetta fólk sem
reyndist móður minni svona vel
voru foreldrar Dagbjartar svo hún
átti ekki langt að sækja þá góðu og
traustu manngerð sem hún var.
Hlutverk húsmóður lét henni
einkar vel – en móðurhlutverkið var
henni helgast af öllu. Á heimili
Döggu og Gissurar ríkti góðvild og
gestrisni.Hennar næmi smekkur og
dugnaður þeirra hjóna bjó þeim
heimili sem bauð mann velkominn
og þar leið öllum vel.
Í þessu ljúfa andrúmi umvöfðu
þau syni Bjarna og systurdótturina
Önnu, börn þeirra og barnabörn og
öll systrabörnin sem þau elskuðu.
Mörg ár eru liðin síðan Dagga
missti mann sinn eftir erfið veikindi.
Slíkir tímar skilja eftir sig spor
reynslu og kærleika. „Kærleikurinn
fellur aldrei úr gildi.“
Samband okkar og samvistir hin
síðari ár urðu báðum dýrmæt hvort
það var á gleði- eða sorgarstundum.
Dagga var alltaf tilbúin – hvort sem
var í söngvökum okkar, gönguferð-
um, Bolvíkingasamkomum eða
hverskonar mannfagnaði, og alltaf
jafnvirðuleg og glæsileg í fasi. Hún
sagðist aldrei vera ein og þakkaði
Guði af alhug fyrir gjafir hans.
Nú þegar ég kveð þessa góðu
konu og kæran vin – full af þakklæti
segi ég: Far þú í friði, friður Guðs
þig blessi.
Öllum ástvinum hennar sendi ég
einlægar samúðarkveðjur.
Steinunn Finnbogadóttir.
Ég hef láða og lagar
langa vegu flögrað.
Mér hafa miklar brekkur
mörgum sinnum ögrað.
Hlaut ég yfir höfin
hyldjúp óskaleiði.
Sál þín var mér sífellt
sólskinsdýrð í heiði.
Eins og klukknakliður
kallar mig til tíða,
það er þvílík sæla
þinni rödd að hlýða.
Ég vil enn þá hafa
eintal við þig kæra.
Ég vil enn þá stafa,
enn við brjóst þitt læra.
Kveðja, þín
Oddný.
DAGBJÖRT JÓNA
JÓNSDÓTTIR
inni bjó Ágústa systir Erlendar og
hennar fjölskylda. Efri hæðin var
fallega innréttuð með svölum út úr
risinu. Þessar svalir kölluðu þau
himnaríki og þar sat móðir Erlend-
ar, Ingibjörg, löngum stundum með
handavinnu sína, en hún bjó hjá
þeim hjónum. Íbúðin í Skólastræti
var líka einskonar miðstöð fyrir
stórfjölskylduna þar sem vinir og
vandamenn voru aufúsugestir. Allt-
af var opið hús á 17. júní, en þá var
öllum boðið í kaffi og kökur. Er-
lendur var af dönsku bergi brotinn,
sem setti hann í sérstöðu hjá mér,
því að í þá daga fannst mér að allt
spennandi hlyti að koma utan úr
heimi. Erlendur og Sigga ferðuðust
líka mikið bæði innanlands og utan
sem gaf þeim ákveðinn ævintýra-
ljóma í mínum huga. Þau voru t.d. í
Berlín í þann mund sem borginni
var skipt í tvennt með múrnum. Er-
lendur tók líka betri ljósmyndir en
ég hafði séð aðra gera. Með þessari
tómstundaiðju sinni skrásetti hann
líka á vissan hátt ákveðinn hluta lífs
okkar í fjölskyldunni. Ég man líka
eftir því að þegar Erlendur ók bíl, á
þessum tíma, hélt hann oft bara
með þumlunum neðst í stýrið. Þetta
fannst mér afar svalt og stóð mig að
því mörgum árum síðar að herma
eftir honum. Þá var Erlendur ein-
staklega hagur og vandvirkur smið-
ur, sem lét aldrei illa unninn hlut
frá sér fara.
Það var þeim Erlendi og Siggu
mikil gæfa að eignast dótturina
Ingibjörgu Jóhönnu. Inga Hanna,
eins og við köllum hana, er okkur
systkinunum sem systir. Enda
dvöldum við löngum stundum sam-
an austur í sumarbústað. Það mátti
sjá að alltaf var mikill kærleikur
milli Ingu Hönnu og pabba hennar
og að hún væri honum mjög náin.
Hann naut þess að umgangast
barnabörnin og geta verið í sam-
skiptum við dóttur sína og Kristján
eiginmann hennar. Það er líka aðdá-
unarvert hve vel Inga Hanna hefur
reynst foreldrum sínum. Erlendur
var aldrei maður fjöldans. Hann
vildi helst sitja í fárra manna hópi
og ræða málin. Maður kom aldrei
að tómum kofunum í samræðum við
Erlend. Hann var vel lesinn og
hafði farið víða. Hann reyndi samt
aldrei að troða sínum skoðunum
upp á aðra eða taka þátt í deilum
eða illindum. Hann lét lítið á sér
bera en rann ekki undan neinum
þegar hann hafði tekið ákvörðun.
Þá var hann staðfastari en aðrir
menn og sumir hafa eflaust kallað
hann þveran eða sérvitran. Hann
stóð með sjálfum sér og því sem
hann trúði á og margir mundu kalla
það staðfestu. Erlendur var mikill
vinur barna. Við börnin í fjölskyld-
unni nutum góðs af því. Þegar við
vorum austur í sumarbústað fór
hann með okkur í bíltúra, leyfði
okkur að þvo bílinn sinn, tók af okk-
ur ljósmyndir, lagaði og bjó til leik-
föng. Hann bjó til rólur, vegasalt,
sandkassa og síðast en ekki síst
kofa sem við kölluðum Karde-
mommubæ. Þetta var draumahús
með hurð og gluggum og svo stórt
að við gátum boðið fullorðna fólkinu
í heimsókn í moldarkaffi og drullu-
kökur.
Seinna þegar foreldrar mínir
fluttu út á Seltjarnarnes og við urð-
um nágrannar Erlendar og Siggu
kynntist ég honum betur. Þá kynnt-
ist ég greiðvikni og hjálpsemi Er-
lendar og sá að hann vildi alltaf
leysa hvers manns vanda. Það var
alltaf mikill samgangur milli fjöl-
skyldnanna og oft glatt á hjalla. Er-
lendur hafði áhuga á því hvað við
systkinin tókum okkur fyrir hendur
og hvaða stefnu við vorum að taka í
lífinu. Við höfðum gaman af því að
koma og spjalla við Erlend og segja
honum frá ferðum okkar og áætl-
unum.
Við, foreldrar mínir, systkini mín
og fjölskyldur okkar, kveðjum Er-
lend með söknuði en þökkum hon-
um jafnframt samfylgdina í gegnum
árin. Þrátt fyrir hógværa og hljóð-
láta framkomu hafði hann áhrif á líf
okkar. Elsku Sigga, Inga Hanna,
Kristján og synir, megi Guð vera
með ykkur á þessari stund og
styðja í sorginni.
Jóhann Thoroddsen.
!"#
!" !
$ % &' (
)*
&" % )* + % ,'
- -( '% (#.)/
#
0123
+4) 5
'- 677
$
%
& '
()
#
**++
,!
" + " )*
'% (#.) /