Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 23
PRÓFESSOR Þorbjörn
Broddason heldur fyrirlestur á
sænsku í Norræna húsinu í
dag, þriðjudag, kl. 13.30-15 og
fjallar um íslenska fjölmiðlun.
Þorbjörn gerir grein fyrir sögu
og þróun í íslenskri fjölmiðlun.
Að loknum fyrirlestrinum gefst
viðstöddum kostur á að bera
fram spurningar. Fyrirlestur-
inn er í fyrirlestrarröðinni
Menning, mál og samfélag.
Fyrirlestur
um íslenska
fjölmiðlun
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 23
SÝNING á íslenskri málaralist var
opnuð í sameiginlegu húsnæði nor-
rænu sendiráðanna í Berlín síðastlið-
inn fimmtudag. Sýningin ber yfir-
skriftina „Gullpensillinn“ sem er
heitið á félagi 14 íslenskra listmálara
sem stofnað var 1999, en fyrsta stóra
sýning hópsins fór fram á Kjarvals-
stöðum í byrjun þessa árs.
Í opnunarræðu sinni sagði Ingi-
mundur Sigfússon, sendiherra Ís-
lands, þetta fyrstu sýninguna frá opn-
un norrænu sendiráðanna í október
1999 sem einungis væri skipuð ís-
lenskum listamönnum. Sendiherrann
sagðist sannfærður um að listmálar-
arnir 14 ættu eftir að hafa talsverð
áhrif á þróun íslenskrar myndlistar.
Áður en Ingimundur opnaði sýn-
inguna formlega greindi hann við-
stöddum frá því að þetta væri síðasta
opinbera verk hans sem sendiherra í
Þýskalandi eftir sex og hálfs árs dvöl,
en hann tekur við starfi sendiherra í
íslenska sendiráðinu í Japan sem opn-
að verður í haust.
Málverkið lifir
Í opnunarræðu Bókmenntahátíðar
Berlínar sem forseti þýska sam-
bandsþingsins, Wolfgang Thierse,
hélt vikuna áður í norrænu sendiráð-
unum voru falsspár um dauða bók-
arinnar helsta viðfangsefnið. Viku síð-
ar var komið að Eiríki Þorlákssyni,
forstöðumanni Listasafns Reykjavík-
ur, að kveða niður falsspár um dauða
málverksins. Eiríkur sagði málaralist
hafa verið mikilvægustu myndrænu
listgreinina í meira en hálft árþúsund.
Á 20. öld hafi margir spáð dauða mál-
verksins í kjölfar tilkomu nýrrar
tækni en þrátt fyrir allt lifi málverkið
enn góðu lífi í upphafi 21. aldarinnar.
Hann sagðist ganga út frá því að enn
væru haldnar fleiri málverkasýningar
en sýningar í nokkrum öðrum list-
greinum. Málverkið hafi átt undir
högg að sækja á 7. og 8. áratugnum,
og sú staðreynd endurspeglaðist í
listaháskólunum sem sneru baki við
málverkinu og fögnuðu nýjum miðl-
um. Þrátt fyrir það hafi komið fram
nýr hópur íslenskra málara á Íslandi
á 9. áratugnum undir áhrifum „nýja
málverksins“ í Evrópu, og á næsta
áratug hafi enn fleiri málarar fylgt í
kjölfarið þrátt fyrir erfiða stöðu mál-
verksins. Eiríkur kynnti hópinn sem
tiltölulega unga málara sem ættu því
eftir að hafa áhrif á íslenska málara-
list um þó nokkuð skeið. Öll hafi þau
numið á tímum þar sem málverkið var
jaðarfyrirbæri innan listaháskólanna
en þrátt fyrir það hafi þau valið mál-
aralistina sem listform. Málurunum
liði vel innan málaralistarinnar og
fyndist þeir á engan hátt tímaskekkj-
ur.
Eiríkur sagði að líta mætti á nýjan
styrk og sköpunarmátt málverksins í
byrjun þessarar aldar sem uppreisn
gegn þeim listgreinum sem hafa verið
ráðandi á undanförnum áratugum, og
jafnvel megi tala um þögla byltingu.
Hann tók það fram að hópurinn væri
ekki uppfinning gallerista heldur hafi
einstaklingarnir myndað „Gullpensil-
inn“ í kjölfar vináttu og gagnkvæmr-
ar virðingar fyrir störfum hvers ann-
ars.
Minna rými
en á Kjarvalsstöðum
Að lokum kallaði Eiríkur upp á svið
þá 6 listamenn af 14 sem komu til
Berlínar til að vera viðstaddir opn-
unina: Daða Guðbjörnsson, Ingu Þór-
eyju Jóhannsdóttur, Jóhann Ludwig
Torfason, Jón Bergmann Kjartans-
son Ransu, Sigríði Ólafsdóttur og Sig-
trygg Bjarna Baldvinsson. Eiríkur
sagði viðstadda líklegast geta getið
sér til um það hver væru verk Ransu
á sýningunni en hann var í bol frá
Nike og af hlátrinum að dæma voru
viðstaddir fljótir að tengja málarann
við verk hans af vörumerkjum Nike
og Adidas.
Sýningin í Berlín er frábrugðin
þeirri sem var á Kjarvalsstöðum í
byrjun ársins að því leyti að sýning-
arrýmið er minna. Auk þess var þeg-
ar búið að selja einhverjar myndanna
og aðrar hafa komið í þeirra stað.
Þannig gafst sýningargestum í Berlín
ekki kostur á að sjá verk úr myndaröð
Þorra Hringssonar „Blaut kona“
heldur sætabrauðsmálverk sem ef-
laust hefur minnt einhvern á nýlega
sýningu Jeff Koons í Berlín. Birgir
Snæbjörn Birgisson sýndi verk úr
myndaröðinni „Ljóshærðir hjúkrun-
arfræðingar“ og söfnurum gafst kost-
ur á að kaupa andlitsmynd Helga
Þorgils Friðjónssonar af öðrum gull-
pensli, Georgi Guðna, fyrir 8.000
mörk. Sigríður Ólafsdóttir sýndi
áhugavert verk af íslensku vísitölu-
fjölskyldunni í hefðbundinni uppstill-
ingu ljósmyndastofunnar, en erlendir
gestir hafa varla borið kennsl á Hall-
grím Helgason í miðju annarrar
tölvu-unninnar hópmyndar sem ber
titilinn „I have a dream ‘01“.
Sýningin stendur yfir til 26. ágúst
og verður næsta sýning hópsins í
Þórshöfn í Færeyjum í haust.
Gullpensillinn sýnir í norrænu sendiráðunum í Berlín
Á engan hátt tímaskekkjur
Berlín. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Davíð Kristinsson
Gullpenslar: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Daði Guðbjörnsson, Inga
Þórey Jóhannsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Jón Bergmann Kjartansson
Ransu og Jóhann L. Torfason á verönd norrænu sendiráðanna í Berlín.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
eru í tónleikaröðinni Bláa
kirkjan á Seyðisfirði á morg-
un, miðviku-
dag, kl. 20.30.
Þá syngur
Bergþór
Pálsson við
undirleik
Þorsteins
Gauta Sig-
urðssonar.
Á efnis-
skránni eru
m.a. lög eftir
Robert Schu-
mann.
Miðar á
tónleikana
fást á skrif-
stofu Bláu
kirkjunnar,
Ránargötu 3
á Seyðisfirði,
og í kirkju
fyrir tón-
leikana.
Einsöngs-
tónleikar á
Seyðisfirði
Þorsteinn
Gauti
Sigurðsson
Bergþór
Pálsson
VEITINGAHÚSIÐ Atlantic, sem
tengir Austurstræti og Thorvald-
sensstræti við Austurvöll býður upp
á ljósmyndasýningu með Ara Magg.
Ljósmyndir Ara hafa það sér til
ágætis að vera skýrar og litsterkar
þannig að þær falla vel að björtum
og svölum veggjum veitingahússins.
Þá má telja Ara það til tekna að
inntakið beinist með óbeinum hætti
gegn kynþáttafordómum, þeim
menningarlega rottufaraldri sem
margir eru hræddir um að magnist
hér með skæðari hætti en áður.
Þær byggjast á portrettmyndum
af ýmsu fólki með íslenska fánann
blaktandi í baksýn. Ein af mynd-
unum er hálfgert stílbrot því þar er
fáninn kominn á dós undan
drykkjarvöru. Sérkenni þessara
mynda er hve sterkt þær eru mót-
aðar af vitundariðju auglýsingaiðn-
aðarins. Það er vissulega styrkur
þeirra upp að vissu marki, en jafn-
framt veikleiki þegar öll kurl koma
til grafar.
Þótt myndir Ara séu vissulega
mjög álitlegar tæknilega séð ber
sterkur auglýsingasvipurinn list-
rænt innihald þeirra ofurliði. Þær
eru þjakaðar af hinu þreytta og
yfirborðslega „kúl lúkki“ sem marg-
ir halda að tryggi kantaðri ver-
stöðvarmenningu okkar heimsborg-
aralegan stimpil.
En ekkert er eins leiðigjarnt og
einnota og einmitt þessi samtvinnun
listar og auglýsingamennsku. Í
fyrsta lagi er hún rúin allri djörf-
ung. Með því að kitla alla bragð-
lauka meðalmennskunnar tekst
henni aldrei að gefa af sér neina
merkingarlega snerpu. Synd að
jafnsnjall ljósmyndari skuli festa
sig í jafnfáfengilegri hálfvelgju.
MYNDLIST
A t l a n t i c ,
A u s t u r s t r æ t i 8
Til 12. júlí. Opið á opnunartímum
veitingahússins.
LJÓSMYNDIR
ARI MAGG
Með fánann í bakið
Íslenski fáninn er aðalyrkisefni Ara Magg á sýningu hans í Atlantic.
Halldór Björn Runólfsson