Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Varðskipið Óðinn kom með norska loðnuskipið Magnarson til hafnar á Ísafirði á sunnudagskvöld vegna meintra ólöglegra veiða innan ís- lenskrar lögsögu. Ákæra verður væntanlega gefin út í dag. VERULEGT misræmi er milli afla- tölu í dagbók norska loðnuskipsins Magnarson, sem fært var til hafnar á Ísafirði af varðskipinu Óðni á sunnudagskvöld, og þeirrar tölu sem gefin var upp til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslu- manns á Ísafirði. Skipstjóri skips- ins, sem var yfirheyrður í gær, ber fyrir sig mistökum. Sýslumaður mun síðar í dag gefa út ákæru á hendur skipstjóranum á grundvelli niðurstöðu rannsóknarinnar. Mun- urinn milli þessara talna er marg- faldur, að sögn Ólafs Helga. Þá hefjast skýrslutökur hjá sýslu- manninum á Seyðisfirði í dag af skipstjórnarmönnum þriggja norskra loðnuskipa sem varðskipið Ægir færði til hafnar síðdegis í gær vegna meintra brota á lögum um veiðar erlendra skipa í íslenskri lög- sögu. Skipin, sem nefnast Inger Hildur, Tromsøybuen og Torson, voru á leið til Noregs með dágóðan loðnuafla þegar varðskipið stöðvaði þau og færði til hafnar á Seyðisfirði. Héldu norsku skipstjórnarmennirn- ir því fram að þeir hefðu verið að loðnuveiðum innan grænlensku landhelginnar, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, en ekki þeirri íslensku. Skýrslutökur gátu ekki hafist í gærkvöldi þar sem sýslumaður beið skýrslna frá varð- skipsmönnum. Í gærkvöldi var ákveðið að landa aflanum um borð í Magnarson í Bolungarvík og sigldi skipið þangað frá Ísafirði í þeim tilgangi. Skipstjórinn og áhöfn skipsins eru ekki í farbanni að sögn Ólafs Helga, en lagt hefur verið hald á al- þjóðamælibréf skipsins, þannig að áhöfnin getur ekki siglt. Hið sama gildir um skipin á Seyðisfirði sem voru kyrrsett í gærkvöldi eftir að Lárus Bjarnason sýslumaður fór um borð í þau ásamt réttargæslu- manni og ræðismanni Norðmanna, sem fór sem túlkur. Áhafnirnar á varðskipunum Óðni og Ægi geta ekki farið aftur á miðin meðan rannsókn stendur yfir og Týr hefur verið bundinn við festar í Reykjavíkurhöfn, þannig að ekkert íslenskt varðskip var á miðunum í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Norskt loðnuskip fært til hafnar á Ísafirði og sýslumaður gefur út ákæru                                              !     "    #            $       "     !           $  % %       &!        '(                                             Margfaldur munur er á til- kynntum afla og afladagbók Skýrslutökur á Seyðisfirði í dag af skipstjórum þriggja norskra loðnuskipa FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL hækkun gjalda símtala í farsíma til 17 Evrópulanda tók gildi í gær hjá Símanum. Heiðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Símans, segir ástæðu breyt- inganna vera þá að þjónustugjöld erlendra símafyrirtækja hafi farið hækkandi. „Við erum að gera gjaldskrána okkar gegnsærri og erum að koma því þannig fyrir að þeir aðilar sem nýta sér þessa þjónustu borgi fyrir hana. Sem dæmi er ekki eðlilegt að innanlandssímtöl í GSM eða heim- ilissíma greiði þá þjónustu niður. Þetta eru í rauninni fáir aðilar sem eru að nýta sér þessa þjónustu mið- að við heildarþjónustu okkar og eðlilegt að þeir greiði fyrir hana.“ Spurð um hversu miklar hækk- anir sé um að ræða segir hún að hækkunin nái til 17 Evrópulanda og hækki mínútugjaldið um 18 krónur en það sé um 80% hækkun. Gjaldskráin í endurskoðun hjá Íslandssíma Pétur Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Íslandssíma, segir að verðskráin sé í skoðun en engar ákvarðanir hafi verið teknar ennþá. Tengigjaldið hafi verið hækkað 1. júlí sl. úr 3,20 kr. í 3,42 kr. og aðrar breytingar ekki gerðar að undan- förnu. „Það er ljóst að það hafa orðið kostnaðarhækkanir á aðkeyptri þjónustu og gengisþróunin hefur ekki verið okkur hagstæð þannig að það er ótímabært að segja nokkuð um hvað við gerum. Gjaldskráin er í endurskoðun, hvort tveggja fyrir farsíma- og fastlínuþjónustu, og verið er að skoða hvort þörf sé fyrir hækkanir eða ekki.“ Aðspurður hvort Íslandssími eigi í viðskiptum við sömu aðila og Sím- inn segir Pétur að eitthvað sé um það en flestir þeirra samningar séu við Concert sem sé í eigu British Telecom (BT). „Okkar stærsti samningur er við Concert en svo er- um við að gera aukasamninga við einstök fyrirtæki úti í heimi.“ Ingvar Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Halló – Frjáls fjar- skipti, segir að þar sem um kostn- aðarhækkanir sé að ræða erlendis þá sé þetta eðlilegur farvegur en hingað til hafi Halló tekið á sig þennan kostnaðarauka. „Minn skilningur er sá að Ís- landssími og Tal séu með þetta inni hjá sér líka eins og fram kemur á heimasíðum þeirra en við og Lands- síminn vorum ekki með þetta þann- ig að við þurfum að endurskoða verðskrá okkar.“ Ingvar segist ekki búast við hækkunum hvað hringingar í fast- línukerfi varðar en hann þurfi að skoða verð fyrir símtöl í farsíma- kerfi. „Í kjölfar þess að við erum að skipta um erlendan þjónustuaðila þá munum við endurkoða verðskrá okkar og kynna hana fljótlega.“ Hagkvæmari þjónusta með IP-neti Ingibjörg Valdimarsdóttir, mark- aðsstjóri Línu.Net, segir að þau sjái ekki fram á neinar hækkanir eins og staðan er í dag. Hún segir að hvað millilandaþjón- ustuna varðar þá þurfi viðskiptavin- ir fyrirtækisins ekki að greiða inn- anlandsgjöld þegar hringt er til útlanda úr almennum síma. „Lína.Net býður upp á almenna símaþjónustu yfir IP-net og því get- um við boðið upp á ódýrari þjón- ustu. Það er hagkvæmara að hringja yfir netið heldur en í gegn- um símalínuna.“ Spurð um álagningu Línu.Net á erlend númer þá segir hún að það sé misjafnt á milli landa. „Við erum að bjóða mínútuna á 16,50 til okkar helstu viðskipta- landa, þ.e. Bretlands, Norðurlanda, Bandaríkjanna og fleiri landa.“ Erfitt að fylgjast með breytilegu verði erlendis Ársæll Baldursson, markaðs- stjóri Tals, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort fyrirtækið muni hækka verð á símtölum í far- síma erlendis. „Þegar hringt er úr Tal farsíma í innlendan farsíma sem staddur er erlendis þá greiðir sá sem er staddur á Íslandi innan- landstaxta. Síminn sem staddur er erlendis greiðir útlandasímtal sam- kvæmt útlandaverðskrá Tals, dæmi 19 kr. til Danmerkur, að viðbættu 15% GSM-gjaldi sem rennur til þess símafyrirtækis sem hann er í reiki- sambandi við. Þegar hringt er úr Tal síma frá Íslandi í erlendan far- síma greiðir Tal síminn útlanda- taxta samkvæmt útlandaverðskrá Tals, til dæmis 19 kr. til Danmerk- ur, að viðbættu álagi þess símafyr- irtækis sem viðkomandi sími er skráður hjá. Þetta álag er mismun- andi eftir símafyrirtækjum og tekur oft mið af verðlagi á samskonar þjónustu í löndunum, þ.e. ef verð fyrir GSM-þjónustu er hátt þá eru þessi gjöld oft há líka. Vegna fjölda fyrirtækja á þessum markaði í hverju landi og síbreytilegs verðs er orðið mjög erfitt að fylgjast með þessu.“ Síminn hækkar verð á símtölum í farsíma til 17 Evrópulanda um 80% Verðskrá annarra endurskoðuð                                      !   "  "#    $  " %  $ & '   ( ) *     *                                                        +0 10 2030 40 +0"%    ""3-1/"*""((5 ' "5 "   *""  "5 ""6" " "6 "&  "7 " "+1-4/"*"&" *" "8-//"*"&" *"&" " ""5 *  #"9'"5 """   "" "&" "   "3,-./"* 10"%    ""3-21"*""((5 ' "5 "   *""  "5 ""6" " "6 "&"  "7   "+1"*"&" *" "+/"*"&" *"&" *""  "   " "  "" "  +,-./"*"&*" *-" "+.-//"*""   " "  "   " ""3:-./"*"&" * 30"%    ""/"*""  "5 ""6" " "6 "&"  " "&" "   6 " ***"+." *""9'"5 ""6"% "  "&"  "&"  " 6 "1:  *""! " "7 "  "+4;" 7 & " " "'  "" ' "&* 20"%    ""3-1/"*" $ & "'   ( "" " " <  " "' "5<"&" * 40"9'"5 """  " 6"&"'" "" " "    "    "  ( " "5<"&" *""9'"5 " ""5 "" " "  &"'" "' "' '  "  &" "5  " * Ungmenni köstuðust af palli bifreiðar PALLBÍLL, sem flutti tíu manns, fór út af Þórsmerkurvegi á móts við Húsadal á laugardagsmorgun. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli voru sjö ungmenni uppi á palli bílsins og þrjú inni í honum. Fimm þeirra, sem á pallinum sátu, slösuðust og voru flutt með tveimur sjúkrabílum frá Hvolsvelli á slysadeild í Reykjavík. Í þremur tilfellum var um beinbrot að ræða. Ungmennin köstuðust af pallinum þegar ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni, með þeim afleiðingum að hún fór út af. Ökumaður bifreiðarinn- ar er grunaður um ölvun við akstur og telur lögreglan það mikla mildi að ekki fór verr. Alltof margir farþegar hafi verið í bílnum, auk þess sem bannað sé að flytja farþega á palli. EKIÐ var á mórauða kind og lamb hennar á Vesturlandsvegi nærri bænum Vogatungu í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi urðu ekki slys á fólki og ekki teljandi skemmdir á bifreið en kindurnar drápust. Þá segir lögreglan að ítrekað hafi verið haft samband við eigendur kinda vegna lausagöngu við þjóðveg- inn um síðustu helgi. Jafnframt kom fram í máli lögreglu að lausaganga búfjár sé mikið vandamál á þessu svæði og varla líði sá dagur að ekki þurfi að standa í smalamennsku og símhringingum af þeim sökum. Ítrekað stuggað við kindum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.