Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 17
UM helgina seldi Goði hf. öll sín vöru- merki og kjötvinnslur til Norðlenska sem er í meirihlutaeigu KEA. Kjöt- vinnslurnar sem um ræðir eru í Borg- arnesi og við Kirkjusand og Faxafen í Reykjavík en samanlagt velta þær um einum og hálfum milljarði og um hafa um 140 starfsmenn. Upphaflega stóð til að félögin tvö, Norðlenska og Goði, yrðu sameinuð en viðræðurnar fóru út um þúfur í lok síðasta mánaðar. Ráðamenn félag- anna eru þó sammála um að hagræð- ingin sem hefði orðið með sameiningu náist með þessum samningum. „Aðal- ástæða sölunnar er að við sjáum mik- ið hagræði í því að sameina kjöt- vinnslurnar. Þessi grein býr við mjög erfið rekstrarskilyrði og því þarf að nýta öll tækifæri til að hagræða og það er það sem við erum að gera. Sameining kjötvinnslnanna er mikil- vægt skref þar sem það skapar gíf- urleg samlegðaráhrif. Hvorugur aðili vildi missa af þeim ávinningi þó svo að ekki næðist full sameining,“ segir Kristinn Geirsson, framkvæmda- stjóri Goða. Eiríkur Jóhannsson, stjórnar- formaður Norðlenska og kaupfélags- stjóri KEA, tekur í sama streng. „Það hefði verið mjög áhættusamt fyrir okkur að yfirtaka Goða. Með þessum samningi náum við fram hagkvæmn- inni án þess að auka áhættu. Með sölu á sínum vinnslum og vörumerkjum nær Goði að tryggja sín verðmæti en á þó áfram hlutdeild í þeim þar sem félagið fær greitt með hlutabréfum í Norðlenska,“ segir Eiríkur. Að sögn Eiríks nær Norðlenska að nýta eignir sínar betur með kaupunum. Í kjötvinnslu Goða á Kirkjusandi starfa nú rúmlega 40 manns en með sölunni leggjast öll þessi störf niður. Hins vegar munu skapast um 20 ný störf í kjötvinnslum Norðlenska á Norðurlandi. Framkvæmdastjóri Norðlenska er Jón Helgi Björnsson. Hann segir félagið ekki hafa í hyggju að breyta kjötvinnslum Goða í Faxa- feni og Borgarnesi en að vinnslunni á Kirkjusandi verði hins vegar lokað og verkefnum dreift á aðrar vinnslur. Hann segir ennfremur nauðsynlegt að hagræða í þessum erfiða iðnaði í þeim tilgangi að auka framleiðni. Með samningnum flytjast öll vöru- merki Goða yfir til Norðlenska. Eirík- ur segir þó ljóst að með kaupunum á Goða eignist Norðlenska of mörg vörumerki og því og því verði áhersla lögð á þau sterkustu. Jón Helgi segir að með kaupunum eignist Norðlenska sterk vörumerki. „Við lítum á það sem einn meginstyrk félagsins að hafa yfir að ráða vörumerkjum eins og Goði, KEA og fleiri. Við gerum ráð fyrir að við munum sérhæfa merkin og þá stendur félagið eftir með nokkur sterk vörumerki,“ segir Jón Helgi. Vinnslur og vörumerki Goða til Norðlenska Kjötvinnslu á Kirkjusandi hætt og tuttugu ný störf skapast á Akureyri MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 17 Þú eyðir 1/3 hluta ævinnar í rúminu! Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stellingu sem er. Með öðrum takka færð þú nudd sem þú getur stillt eftir eigin þörfum og látið þreytuna eftir eril dagsins líða úr þér. Með stillanlegu rúmunum frá Betra Bak er allt gert til þess að hjálpa þér að ná hámarks slökun og þannig dýpri og betri svefni. ...gerðu kröfur um heilsu & þægindi 20” THOMSON á betra verði í BT Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 Opið: Mán. - fös kl. 10-18 ÞAÐ ER ALLT BRJÁLAÐ VIÐSKIPTI SAMHERJI og Síldarvinnslan hafa stofnað nýtt félag, Sæblik. Hvort félagið á um 50% hlut í hinu nýja félagi. Sæblik mun annast sölu á öll- um frosnum og söltuðum síldar-, loðnu- og kolmunaafurðum félag- anna. Þó er Japansmarkaður undan- skilinn en SH hefur selt fyrir Síld- arvinnsluna inn á Japansmarkað. Að sögn Björgólfs Jóhannssonar forstjóra Síldarvinnslunnar sem verð- ur framkvæmdastjóri hins nýja félags mun dagleg stjórnun vera að mestu leyti í höndum Svanbjörns Stefáns- sonar gæða- og framleiðslustjóra sem hefur aðsetur í Neskaupstað og Ein- ars Eyland sölustjóra sem hefur að- setur á Akureyri. Björgólfur segir að með þessu sé verið að ná saman sölu- og markaðsstarfi á öllum frosnum og söltuðum síldar-, loðnu og kolmuna- afurðum félaganna. „Þetta er eðlilegt skref í að búa til öflugra kerfi í kring- um sölu- og markaðssetningu afurða Samherja og Síldarvinnslunnar. Við teljum að einn anginn sem vantar inn í íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sé þekking á markaði. Markmiðið með stofnun þessa fyrirtækis er að bæta við og byggja upp sölu og markaðs- þekkingu,“ segir Björgólfur. SÍF hefur að mestu leyti séð um sölu á þessum afurðum Síldarvinnsl- unnar fram að þessu. Björgólfur segir að það geti vel verið að ekki verði breyting á sölufyrirkomulagi afurða Síldarvinnslunar. SÍF geti keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra aðila um sölu á þessum tilteknu afurðum fyr- irtækisins. Markmið Síldarvinnslunn- ar sé að hámarka það verð sem fæst fyrir afurðirnar félagsins segir Björg- ólfur. Áætluð verðmæti afurða sem seld verða í gegnum Sæblik er um þrír milljarðar á ári. Samherji og Síldar- vinnslan stofna Sæblik Áætlað söluverð- mæti af- urða 3 milljarðar ♦ ♦ ♦ GJALDÞROTUM og nauðungar- uppboðum í Danmörku hefur farið ört fjölgandi á öðrum fjórðungi árs- ins miðað við þann fyrsta eða um 11% og bendir það til erfiðara rekstrarumhverfis fyrirtækja, segir í Politiken. Þegar tölur um fjölda gjaldþrota fyrirtækja eru bornar saman á milli ára er útlitið enn dekkra: gjaldþrotin á öðrum árs- fjórðungi hafa aukist um 44% miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er ekki bundin við sérstakar atvinnu- greinar ef frá er talinn byggingar- iðnaðurinn, en þar fjölgar gjaldþrot- um um 63% milli ára. Fleiri gjaldþrot í Danmörku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.