Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 18
VIÐ Húnaflóa eru ein stærstu heim- kynni sela við landið, segir þjóðfræð- ingurinn og leiðsögumaðurinn Gunn- ella Þorgeirsdóttir og undir það tekur skipstjórinn Bragi Árnason sem sigl- ir út Húnaflóann og stýrir bátnum Kópi HU 2 frá Blönduósi til þess m.a. að skoða seli og fugla af ýmsu tagi, m.a. lunda sem hreiðrar um sig í björgum víða svo ekki sé minnst á hvalina sem sýna sig stundum. Ferðir með Kópi eru nýlunda en hafa mælst vel fyrir það sem af er sumri, að sögn áhafnarinnar. Ferð- irnar verða sér í lagi eftirminnilegar því fjöldann allan af þjóðsögum kann Gunnella um svæðið sem siglt er um og ýmsan fróðleik um selina og fuglana. Siglingin tekur um það bil tvær klukkustundir en á leiðinni er stopp- að m.a. við fallega hamra, strandstað varðskipsins Þórs sem fórst á Sölva- bakkaskerjum árið 1929. Svo er siglt að Eyjarey sem liggur mitt á milli Skagastrandar og Blönduóss þar sem selirnir liggja makindalega ásamt kópum sínum en rísa upp þegar bát- urinn nálgast því forvitnir eru þeir og sumir eru gæfir og nálgast bátinn hægt en örugglega. Lundinn er þar einnig í stórum stíl og í hömrunum eru híbýli fugla; máva, fýls, ritu og æðarfugls. Gunnella bendir á hreiðrin og hvernig tegundirnar raða sér í flokkum á syllurnar, fýlarnir halda saman og riturnar eru þar skammt frá. Sjóstangveiði á bakaleiðinni Á leiðinni til baka gefst fólki kostur á að renna fyrir fisk og stunda sjó- stangveiði undir tryggri leiðsögn skipstjórans sem ólst upp við Húna- flóa. Bragi þekkir vel til byggðar við flóann fyrr á tímum og lumar á alls kyns sögum frá fyrri tímum. Kópur UH2 tekur hámark 19 far- þega en séu fleiri í hóp er unnt að fara með helming farþega í einu og stíga á land á Skagaströnd og snæða jafnvel hádegisverð í Kántríbæ. Hinn helm- ingurinn bíður í heimkynnum Hall- björns eftir að komast í siglingu til Blönduóss. Í sumar eru áætlaðar ferðir með Kópi frá bryggjunni á Blönduósi kl. 10 og kl. 21 daglega en einnig er unnt að panta ferðir á öðrum tímum. Upplýsngar og pantanir í síma 864-4823 og 452-6778 Veffang:www.islandia.is/selir Selir og kópar í hvíldarstöðu á Eyjarey við Húnaflóa. Morgunblaðið/Hrönn Marinósdóttir Ungir jafnt sem aldnir hafa gaman af siglingu um Húnaflóa. Á selaslóðum við Húnaflóa NEYTENDUR 18 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Minjasafnið er við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal NEYTENDUR eiga alltaf að geta séð upprunalegt vöru sem þeir eru að skoða á útsölum og þannig metið verðlækkunina sem boðið er uppá. Anna Birna Halldórsdóttir for- stöðumaður markaðsmálasviðs hjá Samkeppnisstofnun segir nauðsyn- legt að upprunalegt verð vörunnar komi fram. „Það verður að koma greinilega fram hvert upprunalegt verð vörunnar var fyrir útsölu. Hvað varðar skilareglur eru til leiðbein- andi reglur fyrir verslanir, útgefnar af viðskiptaráðuneytinu og Samtök- um verslunar og þjónustu. Þetta eru þó aðeins leiðbeinandi reglur og verslunum því í sjálfsvald sett hvaða reglum þær fylgja.“ „Reglur um skilarétt gallalausrar vöru eru ekki til sem slíkar“ segir Sesselja Ásgeirsdóttir fulltrúi hjá kvörtunarþjónustu Neytendasam- takanna. „Þetta er samkomulag sem gert er og er mismunandi eftir versl- unum. Það stendur oft á útsöluvör- um að þeim sé ekki hægt að skila né skipta, eða að aðeins sé hægt að skipta meðan á útsölu stendur. Ef ekkert er tekið fram þarf neytandinn að spyrjast fyrir um reglur þeirrar verslunar sem keypt er af.“ Gölluð vara alltaf í ábyrgð Aðspurð um reglur varðandi gall- aðar vörur segir Sesselja: „Gölluð vara er alltaf í ábyrgð. Það eina sem getur breytt því er ef varan er seld á lægra verði vegna þess að hún er með ákveðinn galla. Þá er gallinn sjálfur ekki í ábyrgð en varan í ábyrgð að öðru leyti.“ Morgunblaðið/Jim Smart Engar reglur eru til um skilarétt gallalausrar vöru. Upprunalegt verð verður að koma fram á útsöluvöru FERÐALÖG Í NÝRRI rannsókn á OTA-hafra- grjónum, sem unnin var af danska matvælaeftirlitinu fyrir dönsk neyt- endasamtök, kom í ljós að í grjón- unum eru leifar af efninu chlorme- quat. Efninu er sprautað á hafraakra til að stjórna vexti plantnanna. Rannsóknin hefur vak- ið sterk viðbrögð í Danmörku og hafa neytendafrömuðir jafnt sem þingmenn lýst yfir hneykslan á þessu. Þetta kemur fram á heima- síðu Neytendasamtakanna www.ns.is. Efnið chlormequat er ekki bann- að í fæðu heldur er það takmörk- unum háð í Evrópusambandinu. Samkvæmt heimasíðu Neytenda- samtakanna sýna tilraunir á dýrum að efnið getur meðal annars haft áhrif á eistu karldýra sem éta efnið auk þess að hafa áhrif á frjósemi kvendýranna. Leyfilegt magn chlormequats eru þau sömu í dýra- fóðri og afurðum ætluðum til mann- eldis, 2 milligrömm í hverju kílói af korni en 5 milligrömm í hverju kílói af höfrum. Í OTA-hafragrjónunum fundust 2 milligrömm í hverju kíló- grammi sem er því undir leyfilegum mörkum fyrir hafra. Danskir landbúnaðarráðunautar hafa lengi haft þá stefnu að ekki skuli nota hálm af korni, sem úðað hefur verið með chlormequat, í dýrafóður. Í sama streng taka svínaræktendur sem segja ekki gott að nota fóður sem inniheldur efnið. Segja vöruna hættulausa Í fréttatilkynningu frá framleið- endum OTA-hafragrjóna segir að það magn sem fannst af chlorme- quati í þeirra vörum sé langt undir viðmiðunarmörkum og því algerlega í lagi að neyta þeirra. Einnig er bent á að aðrar vörur innihaldi einn- ig þessi efni, sérstaklega annað korn og jafnvel ávextir. Innflytjandi OTA-hafragrjón- anna er HÓ&B. Alfreð Jóhannsson sölustjóri ítrekar að þetta sé vel innan við leyfileg mörk. „Þetta efni finnst víða, í korni, ávöxtum, kart- öflum og auk þess í öllum höfrum.“ Gildi undir leyfilegum hámarksgildum Að sögn Sjafnar Sigurgísladóttur, forstöðumanns matvælasviðs Holl- ustuverndar ríkisins, er leyfilegt magn chlormequats í vörum hér á landi það sama og í Evrópusam- bandinu, eða 2 milligrömm í hverju kílógrammi af korni en 5 grömm í hverju kílógrammi af höfrum. En hver verða þá viðbrögð Holl- ustuverndar ríkisins? „Þessi gildi eru öll undir leyfileg- um hámarksgildum“ segir Sjöfn. „Þess vegna getum við ekki aðhafst neitt í málinu. Hámarksgildi 5 milli- grömm í hverju kílógrammi segir okkur að allt að því magni er álitið hættulaust og því ekki ástæða til að innkalla vöruna þó í henni séu 2 milligrömm í hverju kílói.“ Umdeilt efni í hafragrjónum FYRIR nokkru var sagt frá því á neytendasíðu Morgunblaðsins að foreldrar ungabarna í Danmörku hefðu verið varaðir við hugsanlegum ofnæmisvaldandi efnum í blautklút- um ætluðum ungbörnum. Sam- kvæmt innihaldslýsingu á þeim tíma fannst efnið idopropynyl butylcarb- amate í Pampers Sensitive-blaut- klútum, en efnið getur valdið ofnæmi og jafnvel lifrarskemmdum. Þetta sögðu innflytjendur og framleiðend- ur Pampers Sensitive á misskilningi byggt og að pakkningarnar hefðu verið rangt merktar. Að sögn Huga Sævarssonar mark- aðsstjóra hjá Íslensk-ameríska verslunarfélaginu sem flytur inn vöruna eru nýjar pakkningar ekki enn komnar á markað. „Í næstu sendingu verður þetta rétt merkt. Við gerum ráð fyrir að rétt merkt sending verði komin á markað í sept- ember.“ Hugi segir að klútarnir hafi verið rannsakaðir og reynt að greina hvort efnið skaðlega væri í þeim. „Við báð- um um að þetta yrði rannsakað á Til- raunastöð Háskóla Íslands í meina- fræði á Keldum. Þeir gátu staðfest að klútarnir væru ekki skaðlegir. Þeir fundu ekki umrætt efni en gátu þó ekki með sínum mælingum úti- lokað að það væri í klútunum, eða eins og segir í skýrslu þeirra: Aðeins er hægt að segja að það sé minna en 0,001% í vökvanum ef það er til stað- ar. Til samanburðar má nefna að hæsta leyfilega magn af efninu í snyrtivörum í Danmörku er 0,05%.“ Rannsóknin gat því að sögn Huga útilokað að efnið væri í það miklu magni að það gæti talist skaðlegt. „Það góða við þessa rannsókn er að þó hún sýni ekki fram á að efnið sé ekki í blautklútunum sýnir hún þó að ef svo er þá er það nánast ógrein- anlegt. Því er ekkert til fyrirstöðu að varan sé á markaði enda komin stað- festing á því að hún er ekki skaðleg.“ Klútarnir ekki skaðlegir GRUNUR leikur á að rekja megi 3 dauðsföll í Svíþjóð til neyslu á orku- drykknum Red Bull sem inniheldur m.a. mikið magn af koffíni. Í 2 til- vikum létust ungmenni eftir að hafa blandað drykkinn með áfengi. Þetta kemur fram í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter. Hópur lækna í Stokkhólmi hyggst rannsaka hvort drykkurinn hafi valdið dauða þre- menninganna en þeir segja að aug- ljóslega sé varasamt að blanda sam- an áfengi og Red Bull-drykknum. Hér á landi hefur, að sögn Stein- ars B. Aðalbjörnssonar næringar- fræðings hjá Hollustuvernd, þrisvar verið sótt um að fá að flytja inn orku- drykkinn Red Bull. „Ein umsókn barst árið 1997 og tvær árið 1998 en í öllum tilvikum var vörunni hafnað. Koffínmagnið í drykknum var of hátt þegar það var borið saman við reglur sem gilda hér á landi.“ Ollu orkudrykkir dauðsföllum? Sótt um innflutningsleyfi hérlendis þrisvar sinnum Í SUMAR mun þjóðgarðurinn í Jök- ulsárgljúfrum bjóða upp á göngu- ferðir með landvörðum. Alla daga kl. 11 og 14 er farið í stutta gönguferð um botn Ásbyrgis. Gönguferðin tekur tæpa klst. Alla daga kl. 14 er farið í stutta gönguferð um Hljóðakletta.Göngu- ferðin tekur um 1–1,5 klst. Öll kvöld kl. 20:00 er farið í stutt rölt frá tjaldsvæðinu í Ásbyrgi. Geng- ið er um nágrenni tjaldsvæðisins og tekur gangan um 1 klst. Gönguferðir eru alla daga nema sunnudaga. Á mánudögum er gengið frá tjald- svæðinu í Ásbyrgi um Áshöfðann og að gljúfrum Jökulsár. Gangan hefst kl. 14 og tekur um 3 klst. Á þriðjudögum er gengið frá tjald- svæðinu í Vesturdal að Karli og Kerl- ingu og þaðan um Eyjuna í Vestur- dal. Gangan hefst kl. 14 og tekur um 2–3 klst. Á miðvikudögum er gengið frá tjaldsvæðinu í Ásbyrgi og farið upp á barma Ásbyrgis. Gangan hefst kl. 14 og tekur um 3 klst. Á fimmtudögum er gengið frá tjaldsvæðinu í Vesturdal um Hljóða- kletta og farið á Rauðhóla. Gangan hefst kl. 14 og tekur um 3 klst. Á föstudögum er gengið frá tjald- svæðinu í Ásbyrgi og upp á Eyjuna sem skiptir Ásbyrgi í tvennt. Gangan tekur um 2 klst og hefst hún kl. 14. Á laugardögum er gengið frá tjald- svæðinu í Vesturdal að Svínadal sem er gamalt eyðibýli í miðjum þjóðgarð- inum. Þaðan er gengið að Kallbjargi þar sem áður var kláfur yfir Jökulsá og síðan til baka með Jökulsá. Gang- an hefst kl. 14 og tekur um 3 klst. Á laugardögum er einnig farið í gönguferð frá Hljóðaklettum í Ás- byrgi. Lagt er af stað kl. 13 og tekur gangan um 4–5 klst. Til að komast í Hljóðakletta frá Ásbyrgi er hægt að taka áætlunarbíl sem fer frá Ásbyrgi kl. 11:40 en æskilegt er að tilkynna þátttöku deginum áður svo tryggt sé að laus sæti séu í bílnum. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.