Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Það er alveg gróið fast draslið. Það verður bara að skipta um allt toppstykkið, Halldór minn.
Börn og ferðalög
Varnir og
meðferð
FÓLK fer gjarnanmeð börn í ferðalögá sumrin. Ýmist
innan lands eða þá til út-
landa og nú er einmitt tím-
inn sem slík ferðalög
standa sem hæst. Á ferða-
lagi til útlanda með börn er
stundum nauðsynlegt að
sýna ákveðna fyrirhyggju
svo komast megi hjá vanda-
málum í fríinu. Ólöf Jóns-
dóttir barnalæknir var
spurð hverju helst væri
gott að hyggja að í þessu
sambandi?
„Hvað nauðsynleg er
ræðst af því m.a. hvert
ferðinni er heitið. Ef farið
er til algengustu ferða-
mannalandanna þarf ekki
að hafa áhyggjur af sér-
stökum bólusetningum en
ýmislegt getur eigi að síður komið
upp á. Algengt er til dæmis að börn
fái niðurgang á ferðalögum og
einkum er þá um að kenna alls kon-
ar hrámeti og jafnvel menguðu
vatni.“
– Er hægt að komast hjá því að
börn fái niðurgang á ferðalögum?
„Já, t.d með því að hreinsa vel og
skola grænmeti, ber og ávexti.
Kranavatnið er oft ekki drykkjar-
hæft og þarf þá að kaupa vatn í
flöskum. Gæta þarf sín á fæði eins
og majonesi og mjúkum ís. Oftast
eru einkennin væg og standa yfir í
einn til tvo daga. Þá er sérstaklega
mikilvægt fyrir börnin að halda
vökvabúskapnum í lagi.“
– Er hægt að kaupa eitthvað til
meðferðar gegn niðurgangi?
„Sykursaltlausn er hægt að
kaupa í apóteki eða blanda sjálfur
og hafa meðferðis. Þegar krakkar
fá niðurgang þurfa þau mikinn
vökva og þá er besti vökvinn syk-
ursaltlausn og heimatilbúin blanda
er þá; tvær matskeiðar sykur og
hálf teskeið salt sett út í einn lítra
af soðnu vatni. Þetta má bragð-
bæta með ávaxtasafa. Ef vel geng-
ur á að fara í hefðbundna fæðu sem
fyrst. Best er að byrja á ristuðu
brauði, soðnum mat en ekki steikt-
um, hrísgrjónum, súpum og
fleiru.“
– Hvað um börn sem hafa fæðu-
ofnæmi?
„Fjölskyldur borða oft á veit-
ingastöðum á ferðalögum og þá má
tala um áhættufæði í þessu sam-
bandi sem getur innihaldið dulda,
sterka ofnæmisvaka. Þessi áhættu-
fæða getur t.d. verið hamborgarar,
pylsur, ýmiss konar sælgæti og þá
aðallega súkkulaði, ásamt bakkelsi.
Mikilvægt er að spyrja vel út í hvað
réttir sem fjölskyldan pantar inni-
haldi.“
– En hvað á að gera ef börn fá
ígerðir eða smit t.d. vegna flugna-
bits?
„Mýflugna-, geitunga- og bý-
flugnabit eru algeng. Best er að
reyna að fyrirbyggja þetta með því
að klæða sig vel, t.d. í síðbuxur og
síðerma boli þegar farið er inn á
svæði þar sem slík skordýr eru al-
geng. Allir fá einhverja húðsvörun
með roða og þrota á stungusvæð-
inu. Hættulegustu
stungurnar geta verið
af völdum geitunga og
býflugna, ofnæmislost
er afar sjaldgæft en lík-
legast ef stungan er ná-
lægt öndunarvegum, í
hálsi eða í munni. Áhættan er sem
betur fer enn minni hjá börnum en
fullorðnum. Gerist þetta eigi að síð-
ur þá er mikilvægt að sýna hvorki
fum né fát heldur reyna að ná
stungugaddinum út úr sárinu því
annars getur eitrið haldið áfram að
losna úr honum. Gott er því að hafa
flísatöng í töskunni, ef svo er ekki
má bjarga sér með nöglum eða
jafnvel Visakortið getur komið að
notum við þrýsta gaddinum út,
gæta verður þess að ýta honum
ekki lengra inn. Auðvitað á sam-
tímis að reyna að koma barninu án
tafar undir læknishendur.“
– Hvernig lýsir ofnæmislost sér?
„Það lýsir sér með almennri van-
líðan – svima, ógleði, fölva og svitn-
un, öndunarerfiðleikum og oft út-
breiddum útbrotum.“
– Hvað á fólk að gera ef börn
meiða sig og fá sár?
„Líkur á ígerð í sári eru meiri í
hita því gott að taka sótthreinsandi
vökva með. Hreinsa skal sárið vel
og svo þarf að fylgjast reglulega
með hvort roði eða þroti aukist í
stað þess að minnka og hvort barn-
ið fái hita. Þá þarf að leita læknis.
Mikilvægt er að hafa með sér sótt-
hreinisvökva og plástur þegar farið
er með börn í ferðalög.“
– Hvað myndir þú sjálf grípa
með þér ef þú færir með barnið þitt
í ferðalag?
„Auk sótthreinsisvökva og plást-
urs, flísatangar og sykursaltlausn-
ar myndi ég taka með mér sterka
sólarvörn, hitalækkandi lyf og
verkjalyf t.d. parasetamólstíla eða
töflur. Ég tæki með mér stera-
áburð, t.d. vægan kortisonstera til
að bera á ef fólk fær sólbruna eða
sólarexem. Einnig má bera slíkan
áburð á húð sem orðið hefur fyrir
flugnabiti. Ég myndi líka hafa með
mér hitamæli og muna
að hafa með mér góðan
aukaskammt af þeim
lyfjum sem börnin
hugsanlega eru á. Rétt
er að skrifa niður lyfja-
heiti á blað og
skammtastærðir ef um slíkt er að
ræða og fá lækninn sinn til að
skrifa læknisheitið á sjúkdómnum
og stutta lýsingu á ensku, ef ske
kynni að barnið lenti á sjúkrahúsi í
fríinu. Taka þarf einnig fram ef
barnið hefur ofnæmi fyrir ein-
hverjum lyfjum. Margt má því
gera til að fyrirbyggja vandamál
þannig að fólk geti notið frísins.“
Ólöf Jónsdóttir
Ólöf Jónsdóttir fæddist 29.
ágúst 1960 í Reykjavík. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1980 og lækna-
prófi frá Háskóla Íslands 1986.
Sérfræðinámi lauk hún í almenn-
um barnalækningum í Svíþjóð
1995 og námi í ofnæmisfræði
barna lauk hún frá barnasjúkra-
húsinu í Lundi í Svíþjóð 1999.
Hún hefur starfað eftir námslok
sem barnalæknir við ungbarna-
eftirlit á vegum Miðstöðvar
heilsuverndar barna og í Kópa-
vogi og er einnig með sjálf-
stæðan eigin rekstur í Domus
Medica. Ólöf er gift Stefáni
Bjarna Gunnlaugssyni lögmanni
og eiga þau fjögur börn.
Með fyrir-
hyggju
má leysa
vandamál
NÝVERIÐ flutti embætti Sýslu-
mannsins í Kópavogi í nýtt húsnæði
að Dalvegi 18 í Kópavogi. Í tilefni
tímamótanna var boðað til fagnaðar
þar sem Sólveig Pétursdóttir, dóms-
málaráðherra, flutti ávarp.
Að sögn Þorleifs Pálssonar sýslu-
manns er nýja húsnæðið 1.970 fer-
metrar og með flutningnum er öll
starfsemi embættisins komin undir
sama þak. „Embættið var til húsa að
Auðbrekku 10 og hafði verið þar síð-
an árið 1978. Þá hafði embættið verið
með í leigu viðbótarhúsnæði frá
árinu 1993.“ Þorleifur sagði það hafa
staðið til í alllangan tíma að flytja og
því hafi tölvukerfið einnig að hluta til
verði endurnýjað við þessi tímamót
sem og símstöðin. Alls starfa nú um
55 manns hjá embættinu.
Morgunblaðið/Arnaldur
Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, og Sólveig Pétursdóttir,
dómsmálaráðherra við formlega opnun nýja húsnæðisins.
Embætti sýslumannsins í
Kópavogi í nýtt húsnæði
STJÓRN Þróunarfélags Austur-
lands hefur ráðið Elísabetu Bene-
diktsdóttur nýjan framkvæmda-
stjóra fyrir Þróunarstofu félagsins
og Atvinnuþróunarsjóð Austurlands.
Elísabet tekur við starfinu af Gunn-
ari Vignissyni rekstrarfræðingi sem
gegnt hefur stöðu framkvæmda-
stjóra frá árinu 1993.
Elísabet er rekstrarhagfræðingur
frá Háskólanum í Álaborg í Dan-
mörku. Hún starfaði að loknu námi
sem verkefnisstjóri í átaksverkefni í
atvinnumálum á Egilsstöðum og
Seyðisfirði. Hún var forstöðumaður
útibús Byggðastofnunar á Austur-
landi frá 1992 til 1998, síðan af-
greiðslustjóri hjá Sparisjóði Norð-
fjarðar á Reyðarfirði og nú síðast
rekstrarstjóri við Heilbrigðisstofnun
Austurlands í Fjarðabyggð. Elísabet
situr í stjórn NORA, er varamaður í
stjórn Byggðastofnunar, er í bæjar-
stjórn Fjarðabyggðar og hefur
gegnt trúnaðarstörfum vegna verk-
efnis um atvinnumál kvenna.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Þróunarstofu
Austurlands