Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÖGMÁL Parkin- sons eru sígild. Eitt af lögmálum hans var; „Verðbólga er alltaf seðlaprentun“. Fagleg athugun þarf að fara fram á því hvort kvóta- sala hafi leitt til dulbú- innar seðlaprentunar og sé nú orsakavaldur verðbólgu. Í dag er ljóst að þeir sem seldu kvóta hafa selt verð- mæti sem aldrei voru til að einhverju leyti. Er það ekki dulbúin seðlaprentun? Hvað yrði gert ef ég seldi hlutabréf í „Alltíplati ehf.“ fyrir milljarða? Það hafa týnst 600 þúsund tonn af þorski á tveimur árum. Sé kvóti reiknaður á 700 kr./kg, eins og mark- aðurinn mælir, hafa glatast vænting- ar í þorskkvóta að andvirði 420 millj- arða. Verðmæti þessara glötuðu væntinga samsvara 1000 km af jarð- göngum, vegalengd sem nær frá Bakkafirði, suður á Skúlagötu 4, aft- ur til baka og afgangur samt. 5 km af jarðgöngum er slík fjárfesting að það stendur kolfast – humm, humm – í sumum en er aðeins 0,5% af þeim glötuðu væntingum sem hér um ræð- ir. Dulbúin seðlaprentun gæti þess vegna verið um 10% af þessum glöt- uðu væntingum og numið um 40 milljörðum. Þessi fölsku verðmæti hafa verið að síga inn í hagkerfið undanfarin ár og eru því hugsanleg- ur orsakavaldur verðbólgu og þar með gengisbreytinga. Þessa tilgátu má rökstyðja með eftirfarandi: Milljarðar af andvirði kvótasölu fóru til fjárfestinga í íbúðablokkum, skrifstofuhúsnæði, Kringlubrotum o.fl. á höfuðborgarsvæðinu. Þessir milljarðar eru því hugsanlegur or- sakavaldur að umframeftirspurn eft- ir vinnuafli og steinsteypu sem kann að hafa valdið launaskriði og keðju- verkun (þenslu) sem leiddi til verðbólgu. Er ekki eðlilegt að fjallað sé um þetta sem or- sakavald verðbólgu þegar ljóst er nú orðið að seld voru fölsk verð- mæti að einhverju leyti? Því var logið á Einar Ben., af öfundarpúk- um, að hann hefði selt norðurljósin. Sennilega eru þó norðurljósin verðmeiri en týndi kvótinn. Stjórnvöld hérlendis hafa ekki prentað seðla til greiðslu fjárlagahalla í þessu tilviki. Það er 100% öruggt. Séu rætur verðbólgunnar ekki í þessari dulbúnu seðlaprentun, hvar eru þær þá? Ekki dettur „þensla“ af himnum ofan? Lögmál Parkinsons stendur föstum fótum. Markaðsskráning gengis Verðbólgumarkmið og markaðs- skráning gengis var langþráð ákvörðun og bar vott um kjark. Mik- ið hefur reynt á krónuna síðan verð- bólgumarkmið var tekið upp. Komið hefur í ljós að krónan er nokkuð sterk. Sjómannaverkfall með skertu gjaldeyrisinnstreymi og glötuð verð- mæti af týndum þorski var stórt efnahagslegt áfall. Krónan stóðst þetta áfall vel og svörun markaðar- ins var afar trúverðug þegar á reyndi. Slík svörun á réttum tíma er jafn mikilvæg stjórnmálamönnum og loftvog veðurfræðingum. Trúverðug- leika þann sem kom fram við þessar aðstæður má ekki rýra með því að reyna að tjakka gengið til baka. Jafn- vægi virðist náð. Sjálfstæðan Seðlabanka Sjálfstæður seðlabanki er nú afar mikilvægur. Þá getur bankinn gert athugasemdir, hægt á eða jafnvel stöðvað viðskipti sem ógna settum verðbólgumarkmiðum. Gildir þá einu hvort um væri að ræða athugasemd Seðlabanka við vafasama kvótasölu (dulbúna seðlaprentun) eða hvort seðlabankastjóri teldi rétt að stöðva tímabundið sjálfvirka áskriftar- prentun húsbréfa. Útgáfa húsbréfa tekur ekkert tillit til framboðs á fjár- magni, verðbólgumarkmiða eða þenslu á vinnumarkaði. Er búið að sanna efnahagslögmál um húsbréfa- prentun í réttu hlutfalli við frekjuna í Jóhönnu? Öfgar í útgáfu húsbréfa með sjálfvirkri ákriftarprentun inn- an 7 daga er út í hött. Frýs einhver úti þótt útgáfa þessara verðbréfa verði sveigjanleg í samræmi við sett verðbólgumarkmið? Eiga ekki hús- eigendur einmitt mesta hagsmuni undir því komna að verðbólga fari ekki af stað með þensluhvetjandi að- gerðum svo lánin hækki ekki. Krónan á möguleika en . . . Niðurstaðan er að krónan eigi raunhæfan möguleika, en aðeins ef hún fær alþjóðlega viðurkennt starfsumhverfi með sjálfstæðan Seðlabanka. Vextir verða að lækka í svipað og gerist erlendis – og vísi- töluviðmiðun verður að afnema á fjármagnsviðskipti. Markaðsvið- skipti, verðbréfamarkaðir og frelsi í fjármagnsflutningum er nægilega öruggt umhverfi fyrir sparifé. Vísi- tölur eru verðbólguhvati, sbr. krafa um hækkun á laun vegna hækkunar da da vegna hækkunar á húsbréfa- lánum sem hækkuðu vegna hækkun- ar da da bensíns o.s.frv. Hver er ekki búinn að fá nóg af þessari lönguvit- leysu? Allar vísitölubindingar eru ógnun við sett verðbólgumarkmið og því ógnun við sjálfa krónuna sem sjálfstæða mynt. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Krónan á ágæta möguleika að því tilskildu að hún fái alþjóðlega viðurkennt starfs- umhverfi og sjálfstæðan Seðlabanka. Stenst krónan til framtíðar? Kristinn Pétursson Efnahagsmál Krónan á raunhæfan möguleika, segir Kristinn Pétursson, en aðeins ef hún fær alþjóðlega viðurkennt starfsumhverfi með sjálfstæðan Seðlabanka. Höfundur er framkvæmdastjóri. ÓHÆTT er að segja að Þjórsárver hafi verið á dagskrá upp á síðkastið. Eftir að forsvarsmenn Norðuráls ákváðu að kanna möguleika á enn frekari stækkun álbræðslunnar hefur málið verið í brenni- depli. Forstjóri Landsvirkjunar hefur greint frá störfum fyr- irtækisins að þessum málum, hélt t.a.m. er- indi á fundi Verslun- arráðs Íslands í byrj- un maí, þar sem fram kom að Landsvirkjun teldi það hlutverk sitt að afla orku til stækkunaráforma Norðuráls og að Búðarhálsvirkjun og Norðlinga- ölduveita væru forsendur þess að hægt yrði að afhenda næga orku til fyrsta áfanga stækkunarinnar fyrir 2004. Þá hefur einnig komið fram hjá forstjóranum að í undirbúningi sé matsskýrsla vegna umhverfis- áhrifa miðlunarlóns við Norðlinga- öldu. Hægt hefur verið að fylgjast með framvindu þessara mála á heimasíðu Landsvirkjunar enda er það í samræmi við yfirlýsta stefnu fyrirtækisins um aðgang almenn- ings að upplýsingum (sbr. grein Friðriks Sophussonar í Morgun- blaðinu 2. sept. 2000). Hvað býr að baki álitsgerð? Nú hefur verið birt álitsgerð Páls Hreinssonar lagaprófessors, þar sem hann að ósk iðnaðarráðu- neytisins svarar nokkrum spurn- ingum um málið. Spurningarnar varða valdamörk stjórnvalda, þ.e. hvaða stjórnvald sé bært að lögum til þess að breyta fyrirmælum að friðlýsingum um friðland í Þjórs- árverum og hlutverk og valdheim- ildir annarra stjórnvalda við und- irbúning að þeirri ákvörðun. Það er ekki skrýtið þótt hér staldri menn við og spyrji sig hvað búi hér að baki. Það lítur óneitanlega út fyrir að iðnaðarráðherra sé með það á prjónunum að breyta gildandi frið- lýsingarákvæðum Þjórsárvera þannig að hægt sé að gera miðl- unarlón við Norð- lingaöldu án þess að hluti þess lendi innan hins friðlýsta svæðis (!) Í greinargerð Páls má lesa, að það sé á valdi umhverfisráð- herra að breyta mörk- um friðlanda, reyndar getur hann þess ekki að slíkt gæti umhverf- isráðherra ekki án samráðs við Náttúru- vernd ríkisins, Nátt- úruverndarráð og Náttúrufræðistofnun Íslands (sjá lög um náttúruvernd). Er furða þó spurt sé: Hvers virði er friðlýsing ef mörk hins friðlýsta svæðis eru ekki heil- agri en svo að flytja megi þau til eftir þörfum orkufrekra ráðherra? Náttúruvernd ríkisins í lykilhlutverki Nú er eðlilegt að rifja það upp að mörk friðlandsins í upphafi tóku mið af þeim möguleika að einn góð- an veðurdag óskaði Landsvirkjun eftir því að gera lón á svæðinu og í auglýsingu um friðlandið (nr. 507/ 1987) segir að Landsvirkjun sé heimilt að veita til Þórisvatns úr upptakakvíslum Þjórsár og austur- þverám hennar án þess að sérstakt samþykki [Náttúruverndar ríkis- ins] liggi fyrir. Ennfremur segir þar að [Náttúruvernd ríkisins] muni fyrir sitt leyti veita Lands- virkjun undanþágu frá friðlýsing- unni til að gera uppistöðulón við Norðlingaöldu með því skilyrði þó að það rýri ekki óhæfilega nátt- úruverndargildi veranna. Og sam- kvæmt auglýsingunni er það [Nátt- úruvernd ríkisins], sem á að meta verndargildið. Við það mat hefur náttúruverndin sér til fulltingis nefnd þá sem stór hluti álitsgerðar lagaprófessorsins fjallar um, Þjórsárveranefnd, og eftir því sem lesa má úr spurningum ráðuneyt- isins virðist manni nefndin sú þvælast eitthvað fyrir iðnaðarráð- herranum. Í það minnsta virðist vilji ráðherrans sá, að nefndin að- hafist ekkert og segi helst ekkert Hvers virði er friðlýsing? Kolbrún Halldórsdóttir ÞESSI mál hafa æði oft verið ofarlega í um- ræðunni utan þings og innan, allt frá lýðveld- istökunni, og þar sýnist sitt hverjum. Hvað stjórnarskrána varðar finnst mörgum ýmsir hnökrar vera á henni og kannski af eðlilegum ástæðum. Skipuð hefur verið nefnd á nefnd of- an til að endurskoða hana, flestar hafa þær ef ekki allar fæðst að heita má andvana og af- raksturinn af störfum þeirra verið samkvæmt því. Nokkrar breyting- ar hafa verið gerðar á skipan kjör- dæma, misviturlegar. Ekki hvarflar að mér þótt ég lítið sigldur gamall skröggurinn leggi orð í belg, að ég hafi einhverja patentlausn á þessum stórmálum og því síður að hin háæru- verðugu og alvitru stjórnvöld ljái því eyra, sem fest verður hér á blað, en sem borgari og kjósandi þessa lands, og þar sem mál- og ritfrelsi er í há- vegum haft, dunda ég mér við að festa þetta á blað. Eitt grundvallar- atriði lýðræðisins og sem stjórnar- skráin mælir fyrir um, hið þrískipta vald, þ.e. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald, er í skötulíki. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að nán- ast er löggjafinn afgreiðslustofnun fyrir sitjandi fram- kvæmdavald hverju sinni. Samkvæmt eðli málsins mætti teljast eðlilegt að forsætisráð- herra væri kosinn beinni kosningu og veldi sér síðan samráð- herra, með viðeigandi sérfræðingum og öðru starfsliði, og þetta væri hið raunverulega fram- kvæmdavald óháð lög- gjafarvaldinu, að öðru leyti en því að halda sér innan ramma laganna og fjárlaga, sem í dag er mikill misbrestur á að sé gert. Eins og fyrr segir hefur nokkrum sinnum verið hróflað við kjördæmaskipuninni og nú sitjum við frammi fyrir einni nýj- unginni. Í gegnum tíðina hefur verið metingur og átök milli kjördæma, um vægi atkvæða á bak við hvern kjörinn þingmann. Þetta sjónarmið hefur verið ofar mínum skilningi í gegnum tíðina því ég tel að hver sá sem kjörinn er til þings sé fulltrúi þjóðarinnar allrar og eigi í megin- atriðum að láta samvisku sína stjórn- ast af því hvað þjóðinni í heild er fyrir bestu, en ekki binda afstöðu sína við einstök landsvæði, þ.e. það kjördæmi sem hann er kosinn í. Önnur hlið er á sama meiði hvað varðar kjörfulltrúa á löggjafarþing þjóðarinnar, þ.e. formið sem stjórnmálaflokkarnir nota við að stilla upp listunum, og er algengasta aðferðin sú að nota próf- kjörsformið eða fulltrúaráð flokk- anna velja frambjóðendurna á listana. Þetta form er gefin leið til að binda stjórnmálamennina flokksaga og gera þá ósjálfstæða málefnalega. Því er það dálítið skondið og um leið grátlegt hvað eiðstafnum er misboðið og hann lítilsvirtur þegar nýir menn taka sæti á þingi og eru látnir sverja eið að stjórnarskránni. Þessi svar- dagi heldur áreiðanlega ekki vöku fyrir háttvirtum alþingismönnum því þeim er kunnugt um vald sem er „æðra“ stjórnarskránni, þ.e. flokks- valdið. Það vita allir að þeir sem rek- ast illa í flokknum þurfa ekki að gera sér vonir um að verða ellidauðir á listanum. Ekki fyrir löngu kynntu þingmenn Frjálslynda flokksins á Alþingi hug- mynd sína um að gera landið allt að einu kjördæmi. Að sumu leyti væri sú skipan góð, því með henni væri kjördæmarígurinn um vægi atkvæða trúlega úr sögunni og auðvelt að fækka þingmönnum en eftir stæðu sem áður flokkslistarnir (þ.e. hóp- framboð) með flokksagann og ósjálf- stæðið í farteskinu (Nei, ágætu þing- menn með flokkinn yfir ykkur, skortir ykkur sjálfstæði „Bjarts í Sumarhúsum“). Enn er ónefnd sú kjördæmaskipan sem ég tel uppfylla flesta kostina en það er einmenningskjördæmi, þar nýtist sjálfstæðið betur, og þing- menn nánast háðir eigin samvisku og kjósendum sínum. Með þeirri skipan væri líka auðvelt að fækka þing- mönnum, og hækka þingfararkaup þeirra um leið, eins og Pétur Blöndal hefur lagt til og notaði hann sömu rök fyrir þeirri hækkunartillögu og fyrrverandi forseti Alþingis Ólafur Geir Einarsson gerði á sínum tíma, að ekki fengjust hæfir menn til þings á svo lágum launum sem nú væri. Ég dáist að hógværð, lítillæti og um leið kokhreysti þessara talsmanna fyrir bættum kjörum starfsfélaga sinna. En rökin sem slík verða ekki á annan veg skilin, en að meirihluti núverandi þingmanna og kannski allir séu ekki hæfir sem slíkir. En skyldi hæfni þeirra aukast ef launin hækkuðu? Satt best að segja finnst mér þessi rök umræddra talsmanna fyrir launahækkun til þingmanna bæði hlægileg rökleysa og móðgandi fyrir sitjandi þingmenn. Mér er ljóst og trúlega öðrum einnig að hér skortir mikið á alla útfærslu að framkvæmd einmenningskjördæma, en ég trúi því að það verði sú leið sem koma muni þótt síðar verði. En það sem er nú mest aðkallandi er aðskilnaður löggjafar- og framkvæmdavalds. Örfá orð, svona í framhjá- hlaupi frá upphafinu Þessa dagana og raunar lengi hef- ur verðlag á æðimörgum vörum verið á fljúgandi ferð upp á við, má þar nefna matvöru, bensín og olíu, meðul sumstaðar alveg um 100% og þar sem krónan hefur snarlækkað hafa nánast allar innfluttar vörur hækkað að sama skapi og í kjölfar þessarar sveiflu lætur vísitala verðbólgunnar ekki á sér standa. En hinn ráðsnjalli forsætisráðherra okkar segir þetta allt í himnalagi, og engin teikn á lofti um nein hættumerki á verðbólgu. En þörf sé á að losna við Þjóðhagsstofn- un svo að hún sé ekki að rugla fólkið með einhverjum hræðsluspám. Fróðlegt væri að sjá og heyra hvað eftir stendur af þeim kjarabótum, sem launþegar hafa verið að semja um að undanförnu, og þó sérstaklega hvað eftir stendur af hinu örláta framlagi stjórnvalda til litla manns- ins. Stjórnarskrá, kjördæmi o.fl. Guðmundur Jóhannsson Kjaramál Fróðlegt væri að sjá og heyra, segir Guð- mundur Jóhannsson, hvað eftir stendur af þeim kjarabótum, sem launþegar hafa verið að semja um að undanförnu. Höfundur er eftirlaunaþegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.