Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðjón ÞórirTómasson fædd-
ist 8. desember 1923
á Dalvík við Eyja-
fjörð. Hann lést að
kveldi 18. júní síðast-
liðins á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut. For-
eldrar Guðjóns Þóris
voru Tómas Sigurðs-
son frá Selá á Ár-
skógsströnd, f. 8.
sept. 1898, d. 1926,
og Sigrún Kristins-
dóttir frá Ingvörum,
Svarfaðardal, f. 22. apr. 1900, d. 18.
sept. 1969. Bróðir hans var Svein-
björn Sigurður, kaupmaður á
Siglufirði, f. 21. ágúst 1921, d. 30.
sept. 1975, kvæntur Önnu Láru
Herterwig, f. 25. júní 1923, þau
áttu tvo syni. Fyrri kona Guðjóns
var Guðrún Ásmundsdóttir, f. 21.
fóstur þriggja ára til hjónanna Sig-
urjóns Oddssonar skipasmiðs, f. 27.
apr. 1888, d. 30. okt. 1937, og Maríu
Elísabetu Jónsdóttur, f. 16. maí
1887, d. 6. feb. 1971, þau ólu einnig
upp uppeldissystur hans Björgu
Einarsdóttur rithöfund, f. 25. ágúst
1925, maki hennar er Harald Guð-
mundsson rafvirkjameistari, f. 11.
des. 1921, þau eiga þrjú börn. Guð-
jón ólst upp á Akureyri þar til fóstri
hans lést en þá flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur. Á sumrin dvaldi hann
oft á Siglufirði við ýmis störf en
Sigrún, móðir hans, var búsett þar.
Guðjón stundaði nám við Verzlun-
arskóla Íslands og starfaði víða við
verslunarstörf sem sölumaður og
frá 1970 til starfsloka sem birgða-
vörður hjá ÍSAL. Guðjón var mikill
áhugamaður um lax- og silungs-
veiði, hvatamaður að stofnun „Ár-
manna“, áhugamannafélags um
fluguveiði, hann var og vel þekktur
sem fær fluguhnýtari. Á yngri ár-
um var hann kunnur bridgespilari
og naut sín einnig við skákborðið.
Útför Guðjóns fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
maí 1927, d. 2. sept.
1980, þau skildu, dótt-
ir þeirra er Hildur
Rúna Hauksdóttir, f. 7.
okt. 1946, hún á tvö
börn. Seinni kona Guð-
jóns er Kristjana
Steingrímsdóttir
kennari í Reykjavík, f.
24. okt. 1923. Foreldr-
ar hennar voru Stein-
grímur Guðmundsson
prentsmiðjustjóri og
Eggrúnar Arnórsdótt-
ur. Börn Guðjóns og
Kristjönu eru Margrét
endurskoðandi, f. 13. maí 1958,
maki Hörður Kristjánsson rafvirki,
f. 29. mars 1955, þau eiga tvo syni,
og Arnór Steingrímur viðskipta-
fræðingur, f. 6. júlí 1961, maki Auð-
ur Ólína Svavarsdóttir rekstrar-
hagfræðingur, f. 13. des. 1962, þau
eiga tvö börn. Guðjón var tekinn í
Eftir því sem árin færast yfir
fækkar þeim á veginum sem sam-
fylgd eiga. Má ég reyna það er upp-
eldisbróðir minn, Guðjón Þórir Tóm-
asson, er andaður eftir skammvinn
en hörð veikindi. Það er ný reynsla er
samferðamaður frá bernsku og í ára-
tugi og jafnan innan seilingar hverfur
á braut.
Tilefni er til endurlits og ár
bernsku og æsku verða mér ofarlega
í hug. Einnig sú óbrigðula vinátta er
jafnan var að mæta þar sem Guðjón
var. Aðstæður okkar voru hliðstæðar
að því leyti að bæði höfðu misst for-
eldri en hlutum fóstur hjá hjónum er
reyndust okkur sem bestu foreldrar.
Atvik til fóstursins voru ólík, við þeim
alveg óskyld og með okkur ekki
skyldleiki.
Auðveldlega get ég framkallað þá
stund er leiðir lágu saman. Hann var
tæpum tveimur árum eldri en ég og
hafði verið nánast einkasonur hjá
hinum mætu fósturforeldrum í tæp
þrjú ár er mig bar að garði til dvalar.
Af góðri skaphöfn og glaðri lundu
fagnaði hann mér og við hófum þegar
að sýsla sem systkini og leikfélagar.
Fyrsta misserið veturinn 1929-
1930 áttum við heima í húsi fjölskyld-
unnar neðarlega við Laugaveginn í
fjölbreyttu umhverfi. En vegna
breyttrar atvinnu fósturföðurins
fluttumst við til Akureyrar um vorið
þar sem hann hafði tekið við stjórn
dráttarbrautar (slipps) við skipavið-
gerðir og tilheyrandi smíði í miðbæ
Akureyrar og heimilið var þar á
næsta leiti. Í maílok var siglt norður
með m/s Dronning Alexandrine, einu
skipa danska gufuskipafélagsins.
Glæsilegur farkostur sem veitti far-
þegum góðan aðbúnað, komið var við
á Ísafirði og Siglufirði og við nutum
ferðarinnar út í æsar. Mót sumar-
birtu var siglt inn Eyjafjörð og að
Torfunesbryggju í Bótinni. Guðjón
hoppaði glaðbeittur í land og sam-
samaði sig þegar í stað nýjum að-
stæðum.
Honum varð vel til vina og sum þau
bönd hafa enst út ævina. Auðvelt er
að sjá hann fyrir sér á þessum árum;
stóran, stæðilegan og frjálsan ís-
lenskan dreng í stöðugri athöfn alla
daga ýmist að leik eða í skólanum og
líkast því sem hvort tveggja rynni
saman í eina heild. Niðri á bryggju-
sporði að dorga handa heimiliskett-
inum honum Nikulási, á hjóli inn að
ósum Eyjafjarðarár, niður á Oddeyri
og út í Glerárþorp – allt svæðið virtist
vera undir. Á skíðum að vetrinum í
endalausum brekkum Akureyrar-
bæjar, gera sér ærlegan dagamun á
öskudaginn að sið innfluttum af
dönskum íbúum bæjarins, á ferð um
ísilagðan Pollinn, í jakahlaupi þegar
sunnanvindur braut upp vetrarísinn
og rak á haf út, á flekum eða bátum á
sumrum út um allan sjó.
Strákaafmælin í götunni (nú
göngugata) eru ótrúleg í minning-
unni þegar ærslin urðu þvílík að jafn-
vel köttur sá sitt óvænna og flúði upp
í símastaur og mátti sækja símamann
á röraskóm til bjargar dýrinu. En
hvernig sem allt veltist og á hverju
sem gekk hafði Guðjón ævinlega bak
við eyrað að mér væri hvergi hætt og
sýndi í því þá ábyrgð sem hann átti í
ríkum mæli. Ætt hans og uppruni var
af Norðurlandi og stundum var á
ferðinni skyldfólk hans frá Dalvík,
Árskógsströnd og Siglufirði – mynd-
arlegt fólk, frændrækið og viðræðu-
gott. Frá Siglufirði komu móðir Guð-
jóns og einkabróðir, ævinlega voru
fagnaðarfundir og líkast því að Guð-
jón hefði sólskinið sín megin.
Nokkur sumur var hann í dvöl hjá
mætu fólki í Bringu í Öngulsstaða-
hreppi og tók af alhug þátt í sveitalíf-
inu. Þangað fékk ég að fara í heim-
sókn í orlofi og upplifa að búa þar í
torfbæjum, sópuðum og prýddum.
Ánægjuauki var hversu söngvinn
og lagviss Guðjón var og drátthagur
við vinnubókagerðina í Barnaskóla
Akureyrar og haukur í horni fyrir
hina sem ekki áttu eins hægt með
teikniblýið. En það sem þyngst var á
metunum í afþreyingu innandyra var
manntafl; á þessu skeiði var mikið
skáklíf í bænum og margir að tafli.
Við systkinin tefldum oft og var Guð-
jón efnilegur í þeirri íþrótt.
Þannig tók eitt við af öðru og kom-
ið fram á vordaga 1937. Hann fermd-
ist, tók fullnaðarpróf úr barnaskóla
og inntökupróf í Menntaskólann og
leiðin virtist bein framundan þegar
sól brá sumri. Veikindi fósturföður
okkar leiddu til þess að um haustið
var flutt suður þar sem hann
skömmu síðar lést á Landspítalan-
um. Ferðin suður hafði annan blæ en
norðurförin tæpum átta árum áður.
Undir haust upp úr miðjum septem-
ber, er dag tekur senn að stytta, sil-
aðist strandferðaskipið Esja út Eyja-
fjörð í þungbúnu veðri og að því er
virtist yfirfullt af farþegum. Ferðin
tók um viku og komið við í nánast
hverri höfn og sífellt bættist í hópinn
á suðurleið; fólk að koma úr sumar-
vinnu og aðrir að fara í vetrarvist og
urmull af skólafólki. Þegar lagst var
að bakka í gömlu höfninni í Reykja-
vík sýndist endalaus straumur fólks
úr iðrum skipsins.
Nú var ekki lengur gefið hvað næst
tæki við hjá stálpuðum pilti. Skólar
voru þéttsetnir í höfuðstaðnum og
inntaka í Menntaskólann á Akureyri
dugði ekki til inngöngu í Menntaskól-
ann í Reykjavík. Loks fékkst pláss
fyrir Guðjón í 1. bekk Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga (Ingimarsskólan-
um) við Lindargötu og þar nam hann
næsta vetur og eftir það tvo vetur í
Verslunarskólanum. Fjölskyldan
þurfti að koma sér fyrir í bænum,
ekki var auðgripið húsnæði í Reykja-
vík og tómarúm eftir gömlu vinina og
leikbræðurna.
Auðvelt var að missa fótanna í nýj-
um, breyttum og að sumu leyti
óvissum aðstæðum. Guðjón var sann-
arlega föðurbundinn; fárra ára hafði
hann misst föður er stundaði sjó og
nú varð hann aftur fyrir föðurmissi á
viðkvæmum aldri. Sviptur því öryggi
er stafar frá traustum heimilisföður
sem er eins og bjarg er allt hvílir á og
verðug fyrirmynd ungum manni fyr-
ir lífið fram undan. Ég tel að Guðjón
hafi ekki endurheimt það heimilis- og
innra öryggi er hann fór á mis við
fyrr en hann síðar á ævinni átti sam-
leið með tengdaföður sínum, Stein-
grími Guðmundssyni prentsmiðju-
stjóra, yfirveguðum heiðursmanni er
skapaði umhverfis sig jafnvægi og
rósemd; ræddi hvert málefni af sann-
girni og reynslu langra lífdaga. Það
held ég að hafi orðið Guðjóni góður
skóli.
En nánasta fjölskylda, traust eig-
inkona og mannvænleg börn að vaxa
úr grasi, urðu honum hvati til að end-
urmeta stöðu sína og lifnaðarhætti og
mörgum fremur hefur hann staðið
heill og óskiptur við þá ákvörðun.
Seinasti aldarfjórðungurinn hefur
borið í skauti sér margar góðar og
glaðar stundir í hópi sinna nánustu
og góðra vina í ferðalögum og við
íþróttir líkt og stangveiði og bridge-
spilamennsku.
Í minni tilveru er ekki aðeins eft-
irsjá að besta bróður heldur einnig
fjölskyldu minni mætum vini er ætíð
lét sig hana varða. Eiginmaður minn
og uppkomin börn okkar og fjöl-
skyldur þeirra þakka margra ára góð
samskipti.
Megi Guðjón Þórir Tómasson fara
í friði og mæta í nýjum aðstæðum
þeim er létu sér annast um hann í lif-
anda lífi og mun þar fósturmóðirin
fremst vera.
Björg Einarsdóttir.
Mér er kært að minnast mæts vin-
ar míns, sem lést eftir skamma sjúk-
dómslegu einmitt þegar útlit var fyr-
ir að hann væri að ná sér á ný, eftir
vel heppnaða læknismeðferð að því
er virtist. En enginn veit sinn köll-
unardag. Guðjón Þ. Tómasson var
einn þeirra manna sem maður lað-
aðist ósjálfrátt að við fyrstu kynni,
sakir hlýlegs viðmóts, einstakrar
snyrtimennsku og yfirvegaðrar
framkomu. Kynni okkar hófust fyrir
nokkrum áratugum og var sameig-
inlegt áhugamál okkar stangaveiðin,
hvatinn að nánari kunningsskap og
síðar að góðri vináttu. Mér er ljúft að
minnast allra þeirra góðu daga sem
við áttum saman við elfurnar ströngu
og oft urðu fjörlegar umræður þegar
rökræddir voru leyndardómar
stangaveiðanna með öllu sínu lit-
skrúði og fjölbreytileik. Þá var eink-
um gott að eiga vísa gestrisni þeirra
hjóna Kristjönu og Guðjóns á Hring-
brautinni og geta eytt köldum haust-
og vetrarkvöldum yfir kaffibolla á
meðan menn ræddu komandi vertíð,
skoðuðu veiðimyndbönd og glugguðu
í flugusafn Guðjóns, sem var einstakt
í sinni röð.
Þegar Guðjón stóð á árbakka með
stöng sína og flugur var eins og hann
breyttist í sér langtum yngri mann
og svo næmur var hann á straumvatn
og veður við veiðarnar að fáir stóðu
honum á sporði. Flugurnar hnýtti
hann allar sjálfur og var þekktur sem
afbragðs fluguhnýtari, hannaði
margar flugur sem kunnar hafa orðið
og þótti mörgum fengur í því að eiga
flugur sem hnýttar voru af Guðjóni.
Þegar við veiðifélagar Guðjóns
kveðjum hann nú hinstu kveðju finn-
um við og vitum að seint verður fyllt í
hans skarð. Mér er efst í huga þakk-
læti fyrir að hafa átt Guðjón að félaga
og vini stóran hluta ævi minnar og
sendi Kristjönu, börnum og barna-
börnum mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning góðs vinar.
Hilmar H. Svavarsson.
Það var í mars á þessu ári að við
félagarnir spiluðum síðast saman í
heimaklúbbnum okkar. Einn fundur
var eftir í apríl, en hann var aldrei
haldinn. Guðjón var orðinn veikur og
í júní var hann allur. Það er margs að
minnast eftir nær 60 ára vináttu sem
hófst með sameiginlegum áhuga á
bridge. Guðjón var tveimur árum
eldri en við hinir og það tók okkur
félagana nokkuð langan tíma að
kynnast honum. Hann hafði flust frá
Akureyri til Reykjavíkur 1937 með
fósturforeldrum sínum og fóstursyst-
ur 14 ára að aldri. Skömmu síðar lést
Sigurjón fóstri þeirra systkina og
María fóstra þeirra stóð ein uppi með
börnin. Guðjón var þá þegar búinn að
þreyta próf upp í fyrsta bekk M.A.
sem hann stóðst með láði. Það varð
þó ekkert úr þeirri skólagöngu þar
sem heimilisaðstæður breyttust.
Þegar við kynntumst Guðjóni bjó
hann hjá Maríu fóstru sinni við
Bragagötu og nutum við ómældrar
hlýju og gestrisni þegar við „ungling-
arnir“ vorum að spila þar. Við vin-
irnir gátum ekki annað en dáðst að
þessum norðanstrák, hann var fjall-
myndarlegur, snyrtilegur og klædd-
ist svo vel að af bar. Guðjón var mað-
ur margra leikja, mjög efnilegur
skákmaður og þar mat hann Alek-
hine mest og las allt sem hann komst
yfir af hans skákum. Hann vann ann-
an flokk hjá T.R. 1940. Baldur Möller
skákmeistari skrifaði um úrslit þessa
flokks og lofaði taflmennsku Guð-
jóns. En það var fleira sem heillaði og
Guðjón fór að leika billiard og þar
varð hann yfirburða spilari og við
sem horfðum á hann leika billiard
dáðumst að stíl hans sem var í senn
mjúkur, hreinn og alltaf fallegur. Áð-
ur en við kynntumst Guðjóni höfðum
við spilað bridge um tveggja ára
skeið og eftir að hann kom inn í hóp-
inn höfum við spilað saman meira en
hálfa öld, þó með hléum. Áður en
Guðjón náði 20 ára aldri varð bridge-
spilið aðaltómstundagaman hans.
Þar naut hann sín kannski best af öll-
um þeim tómstundaleikjum sem
hann stundaði. Þar varð hann að spila
með félaga og hafði hann sérlega
góða hæfileika til að sveigja sig að
félögum sínum hvort heldur í sókn
eða vörn, enda hafði hann góða til-
finningu fyrir þeim. Bridge er erfiður
leikur og leggur mikið á spilarann ef
hann ætlar sér að ná árangri og oft
var nóttin of stutt til að leysa vand-
ann sem skapaðist svo til í hverju
spili. Hægt og bítandi jókst styrkleiki
okkar og það tók 10 ár að sjá árang-
ur. Næstu árin vann Guðjón marga
titla m.a. Íslandsmeistaratitilinn í
sveitakeppni og hann var valinn í
landslið Íslands er spilaði í Austur-
ríki 1957. Guðjón var vinsæll „gleði-
maður“ og með árunum tók það mik-
inn toll af honum og eflaust glataði
hann mörgum tækifærum til að ná
fullkomnu valdi á bridge, en það var
sama á hverju gekk, aldrei glataði
hann prúðmennskunni.
Fyrir um 25 árum kvaddi hann
Bakkus fyrir fullt og allt og þá hófst
nýr kafli í lífi hans. Hann sneri sér að
útiveru í frístundum og þá aðallega
að lax- og silungsveiði og þar sem í
öðru varð hann listilega góður veiði-
maður. Þar sýndi hann sömu natni og
snyrtimennsku í umgengni við veiðar
og veiðarfæri eins og honum var svo
tamt og ekki leið á löngu þar til hann
fór að hnýta sínar eigin flugur og er
árin liðu urðu þær eftirsóttar af
fjölda veiðimanna
Að leiðarlokum viljum við þakka
Guðjóni fyrir langa vináttu og send-
um eftirlifandi eiginkonu hans Krist-
jönu og börnunum, Margréti og
Arnóri, innilegar samúðarkveðjur
svo og fóstursystur hans Björgu Ein-
arsdóttur og fjölskyldu hennar.
Agnar Jörgensson,
Guðmundur Pálsson,
Róbert Sigmundsson.
GUÐJÓN ÞÓRIR
TÓMASSON
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
LEGSTEINAR
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
-
#
8
2
$%9#:;
.# !"#
$
.'
, ' "
/00+
$ + % ,'
$ $ % )*
* $ )* . '
8- ( $ ' 4
)*
$ ' $ < -)*
- -( '%- - -( /
-
+2
=>3
.# 6*
# %
$
&
% * + #,' 2 </ %)*
% %+ #,)*
2 6
*? )*
- -( '%- - -( /