Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Á leikferð um landið:         $3'+?/ $ !   -  ?/:  5 ;?/ ,    0?/    *?/ ( )   1?/     !" #"  $% $&''()& % *+ "" ,% &-- ..'//**!""0+1!2/! 333  & (   $4 & (  HEDWIG KL. 20.30 Fös 13/7 örfá sæti laus Lau 14/7 örfá sæti laus Fös 20/7 nokkur sæti laus Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN Miðasalan er opin frá kl 10-14 í Iðnó og 14-18 í Loftkastalanum alla virka daga og frá kl. 14 fram að sýningu á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 14. júlí kl. 20 – NOKKUR SÆTI LAUS Lau 21. júlí kl. 20 – LAUS SÆTI Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Fi 12. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI Fi 19 júlí kl. 20 –LAUS SÆTI Ath. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið         Vesturgötu 2, sími 551 8900 Eyjólfur Kristjánsson í kvöld HVER er sinnar gæfu smiður segir máltæki en ég er nú bara ekkert viss um að ég sé sammála því. Í dag virðist þetta oft vera; „velgengni foreldra þinna er þinn gæfu smiður“! Þá kannski sérstaklega í vestrænu þjóð- félagi. Fyrir vikið hefur mótast ný kyn- slóð svokallaðra „slackera“ – hópur ungs fólks sem er þess full- visst að það eigi ekkert tæki- færi til að öðlast velgengni í lífinu. Það hefur sér því ekk- ert skýrt takmark og er í raun skítsama um allt og alla. Þessar andhetjur hafa orðið mjög vinsælar í myndasögum sem öðrum bókmenntum á síðastliðnum áratug. Andhetjurnar láta sig fljóta frá einum deginum til þess næsta og eiga í stöðugri og harðri baráttu við að halda jafnvægi á milli upplífgandi og niðurdrepandi upplifana. Hámark sælunnar er að finna í frumnautnum mannsins. Þar af leiðandi eru öll líkam- leg þægindi vel þegin; borða góðan mat, ódýrar skemmt- anir, komast í einhvers konar vímu. Hámarkinu er svo náð með sóðalegum skyndikynn- um. Yfirleitt elska þessar persónur sjálfar sig of lítið til þess aðrar eigi einhverja von um að geta gert það. Í nýjustu bók sinni gerir Ed Bru- baker, sem er að móta sér nafn á með- al athyglisverðustu myndasöguhöf- unda samtímans, þessa dæmigerðu bandarísku andhetju sér að umfangs- efni. Og það er í raun hægt að segja að Tommy, persónan sem hann gerir að söguhetju sinni, sé með þeim lágkúru- legustu sem birst hafa í römmum myndasagna hans. Áður en við afgreiðum verkið sem „ófrumlegt“ og „klisjukennt“ eru tveir þættir sem við verðum að taka tillit til. Í fyrsta lagi er þetta safn eldri verka og í öðru lagi er verkið sjálfs- ævisögulegt. Í formála sögunnar opinberar Brubaker að margir hans nánustu hafi orðið illa særðir við lestur myndasögunnar sem á eftir fylgir en það sé hið dýra gjald heiðarleikans. Þó viðurkennir hann að hafa aðskilið sig frá Tommy með nokkrum mynd- arlegum ýkjum og skemmtilegum til- búningum. En þrátt fyrir það lítur út fyrir að tilvist Ed Brubakers á yngri árum hafi verið ansi fjarri því að þykja aðdáunarverð. Bókinni er skipt niður í nokkrar smásögur sem segja frá hinum ýmsu „ævintýrum“ Tommys. Hann hendist áhugalaus frá einni vinnunni í aðra, klúðrar þeim sam- böndum sem hann kemst í og er í raun afar óaðlaðandi maður. Hann er óheiðarlegur, kemst í kast við lögin og yfirmenn sína í vinnunni. Samt er hann alls enginn vitleysingur og það er kannski það sem gerir hann hvað hættulegastan. Eftir að hafa lesið þessa bók öðlast önnur verk Brubakers aukið gildi þar sem maður fær á tilfinninguna að hann þekki þá glæpaheima sem hann skrifar vanalega um. Hann er greini- lega góður mannþekkjari og fær í að skynja kosti og galla persóna. Þar er hann sjálfur engin undantekning. Ef til vill hefur hann notað sköpunargáfu sína til þess að tappa af þeim erjum sem hafa hrjáð hann og nuddað sam- viskubiti sínu á pappír með blýanti sínum.Við verðum bara að vona að honum líði aðeins betur í dag. MYNDASAGA VIKUNNAR Samviskubit á pappír A Complete Lowlife eftir Ed Bru- baker. Gefin út af Top Shelf Pro- ductions árið 2001. Fæst í mynda- söguverslun Nexus. Birgir Örn Steinarsson biggi@mbl.is FJÖLSKYLDUMYNDIN Cats and Dogs var ívið vinsælli en Scary Movie 2 meðal bandarískra bíó- gesta um helgina. Báðar slógu þær hins vegar við mynd Spiel- bergs, A.I., sem féll fyrir vikið niður í þriðja sætið. Kettir og hundar er brellum hlaðin grínmynd sem sögð er fyr- ir alla fjölskylduna. Hún segir frá hörku orrustu milli katta og hunda sem beita háþróaðri njósnatækni til að klekkja hverjir á öðrum, án minnstu vitneskju eigenda sinna, mannfólksins. Jeff Goldblum og Elizabeth Perkins eru helstu leikararnir úr röðum mannvera en raddir atkvæða- mestu katta og hunda í myndinni eru eign Alec Baldwins, Tobeys Maguires og Susan Sarandons. Scary Movie 2 er framhald grínhrollvekjunnar vinsælu frá í fyrrasumar, þeirrar sem lofaði að engin framhaldsmynd myndi fylgja. Það virðist samt sem áður vera töluverður áhugi á frekara hryllingsbulli frá þeim Wayans- bræðrum. Það er mál manna að hægt sé að finna eitthvað við allra hæfi í bíóhúsunum um þessar mundir, svo mikil þykir fjölbreytnin. Fjöl- skyldumynd í fyrsta, grínhroll- vekja í öðru, vísindaskáldsaga í þriðja og í því fjórða kemur inn ný bardagamyndin Kiss of the Dragon með nýjustu hetjunni úr þeim geiranum, Jet Li. Kappakstursmyndin The Fast and the Furious ætti að skríða yf- ir 100 milljónir dollara á næstu dögum og verður þar með sjö- unda myndin á árinu til að afreka það. The Mummy Returns stefnir hins vegar örugglega að 200 milljóna dollara markinu og verð- ur, þegar og ef það gerist, ein- ungis önnur myndin á árinu, á eftir Shrek, til að ná því mikla af- reki.                                                         !"   #    $ % &!                        '()* + ',)( + (-)* + .')/ + .0.)( + *.)( + ..()/ + ,0)0 + /-), + 0)1 +    Fjölskyldumyndin sá við gamanhryllingnum Talandi kettir og hundar Reuters Jeff Goldblum og Elizabeth Perkins með Herra Tinkles, valdaóðum persneskum ketti, í Köttum og hundum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.