Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 20
ERLENT
20 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FULLTRÚAR Japana og Evrópu-
sambandsins (ESB) náðu í gær sam-
komulagi um að þrýsta á Bandaríkin
um að staðfesta Kyoto-bókunina frá
1997 um aðgerðir gegn losun gróð-
urhúsalofttegunda. Sendinefnd ESB
átti í gær fund með umhverfisráð-
herra Japans, Yoriko Kawaguchi.
Hann sagði öllu skipta að fá Banda-
ríkjamenn með en þeir bera ábyrgð
á um fjórðungi allrar koldíoxíðlos-
unar í heiminum. Meðal fulltrúa
ESB var Margot Wallström sem fer
með umhverfismál í framkvæmda-
stjórninni í Brussel.
Evrópsku fulltrúunum tókst á
hinn bóginn ekki að fá Japani til að
heita því að staðfesta bókunina jafn-
vel þótt Bandaríkjamenn myndu
sitja fast við sinn keip og hafna
henni. Bókunin frá 1997, sem aðeins
örfá ríki hafa enn staðfest, kveður á
um að árið 2010 hafi aðildarríkin
minnkað koldíoxíðlosun sína um
5,2% og er þá miðað við losunina
eins og hún var 1990. George W.
Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst
yfir andstöðu við Kyoto-bókunina.
Segir hann samninginn ekki byggð-
an á traustum vísindalegum rökum
og ákvæði hans gangi gegn hags-
munum Bandaríkjanna. Auk þess
séu mestu mengunarvaldarnir í
framtíðinni, stórþjóðir í þriðja heim-
inum, undanskildar. Öldungadeild
Bandaríkjaþings felldi á sínum tíma
tillögu um að staðfesta bókunina
með þorra atkvæða í deildinni.
„Leiðin fram undan er torsótt,“
sagði Kawaguchi umhverfisráðherra
er hún ræddi um afstöðu Banda-
ríkjamanna. „En við ættum að halda
áfram tilraunum okkar þar til allt
um þrýtur.“ Ráðherrann og evr-
ópsku fulltrúarnir voru sammála um
að allir deiluaðilar yrðu að sýna
sveigjanleika á ráðstefnu í Bonn sem
hefst 16. júlí. Þar verður gerð ný til-
raun til að ná fram samkomulagi.
Misvísandi yfirlýsingar japanskra
ráðamanna að undanförnu um
Kyoto-bókunina hafa valdið áhyggj-
um í Evrópu. Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, hringdi í Juni-
chiro Koizumi, forsætisráðherra
Japans, í gær til að fá hann til að
beita sér fyrir því að Japanir sam-
þykktu bókunina. Er Koizumi var í
opinberri heimsókn í Bandaríkjun-
um fyrir skömmu virtist hann taka
undir sjónarmið Bush um að sam-
komulagið væri gagnslaust. En síðar
dró ráðherrann þau ummæli til baka
og sagði þau hafa verið mistúlkuð.
Viðskipti Japana við Bandaríkin
og samskipti á öðrum sviðum eru
svo mikil að hinir fyrrnefndu leggja
sig mjög fram um að ná samstöðu
með stjórnvöldum í Washington í
helstu alþjóðamálum. Ekki skiptir
minnstu að ríkin tvö hafa átt sam-
starf um varnarmál undanfarna ára-
tugi. En talsmenn umhverfisvernd-
arsamtaka í Japan vilja að ríkið
staðfesti umyrðalaust Kyoto-bók-
unina.
Fulltrúar ESB á fundi í Tókýó
Þrýst á Japani
um að styðja
Kyoto-bókun
Tókýó. AFP, AP.
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR sjö
helstu iðnríkja heims hittust í Róm
sl. laugardag á undirbúningsfundi
fyrir fund átta efnuðustu ríkjanna
(G8-hópsins) sem áformaður er í
Genúa á Ítalíu 20.–22. júlí næst-
komandi. Á fundinum gætti var-
færnislegrar bjartsýni og lýstu
flestir ráðherrarnir þeirri skoðun
sinni að hvað efnhagslægð í heim-
inum varðar væri það versta
yfirstaðið. Jafnframt var rætt um
misfellur í alþjóðlegu fjármála-
kerfi, peningaþvætti, niðurfellingu
skulda fátækustu ríkjanna og efna-
hagslegar umbætur í Japan og
Rússlandi.
Fjármálaráðherrar Bretlands,
Þýskalands, Frakklands, Kanada,
Ítalíu, Japans og Bandaríkjanna
hittust á sveitasetri í útjaðri
Rómaborgar til að undirbúa fund
leiðtoga fyrrnefndra ríkja síðar í
mánuðinum en þann fund munu
Rússar einnig sækja. Haft var eftir
gestgjafanum, Guilio Tremonti,
fjármálaráðherra Ítalíu, að „bjart-
sýnistónn væri í mönnum“. Hann
sagði jafnframt að Japanir, sem
eiga við hvað mestan efnahags-
vanda að stríða, mættu búast við
betra efnahagsástandi á næstu
tveimur til þremur árum.
Aukinn hagvöxtur
í Bandaríkjunum
Meðal þeirra sem talaði af bjart-
sýni á fundinum var fjármálaráð-
herra Þýskalands, Hans Eichel.
Hann lýsti þeirri skoðun sinni að
þar sem útlit væri fyrir efnahags-
lega uppsveiflu í Bandaríkjunum
myndi það hafa jákvæð áhrif á
efnahagslíf annarra landa, til
dæmis Evru-svæðið. „Efnahags-
svæði heimsins eru háðari innbyrð-
is en við gerðum okkur grein fyr-
ir,“ útskýrði Eichel á
blaðamannafundi. Þá sagðist fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna, Paul
ÓNeill, gera ráð fyrir meiri vexti í
Bandaríkjunum fljótlega og að
hagvöxtur þar yrði kominn í 3%
árið 2002.
Orðrómur um ósætti
kveðinn niður
Einn ráðherra var efins um að
heimurinn væri á leið upp úr efna-
hagslegri niðursveiflu. Það var
fjármálaráðherra Bretlands, Gor-
don Brown, sem lét þessa skoðun
sína í ljós. Hann sagði efnahagslíf
heimsins enn ekki hafa náð
„botni.“ Brown virtist enn fremur
vera ósammála öðrum fundar-
mönnum um hver andi fundarins
væri. Lýsti hann því að fundurinn
hefði verið vinsamlegur en á við-
skiptalegum nótum. Paul O’Neill
kvað fundinn hins vegar hafa verið
„framúrskarandi“ góðan.
Paul O’Neill, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, olli nokkru fjaðra-
foki í Evrópu fyrr í vikunni er
hann lýsti því yfir að Bandaríkja-
menn væru að gera hvað þeir gætu
til að rétta við efnahag heimsins og
gaf um leið í skyn að það væru
Evrópubúar og Japanir ekki að
gera.
Evrópubúar hafa áður fengið á
sig viðlíka gagnrýni frá Bandaríkj-
unum en þeir hafa til að mynda
gagnrýnt Seðlabanka Evrópu fyrir
að lækka ekki vexti til að hleypa
lífi í hagkerfi Evrópu. Bandaríski
seðlabankinn hefur aftur á móti
lækkað sína vexti sex sinnum á
þessu ári eða alls um 2,75% til að
koma í veg fyrir að samdrátt í
bandarísku efnahagslífi. Ýmsir
evrópskir stjórnmálamenn hafa
tekið undir þessa gagnrýni Banda-
ríkjamanna, þar á meðal Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands.
Fundarmenn gerðu aftur á móti
sitt besta til að kveða niður þann
orðróm að bandarískir og evrópsk-
ir fundargestir hefðu deilt um or-
sakir þess efnahagsvanda sem nú
steðjar að og til hvaða úrræða
mætti grípa til að leysa hann. Þá
sögðu Frakkar og Þjóðverjar að
ummæli Pauls O’Neill hefðu verið
mistúlkuð í fjölmiðlum. O’Neill tók
undir það en lagði um leið áherslu
á að til að rétta við efnahag heims-
ins yrðu Bandaríkin, Evrópa og
Japan að vinna saman. Eichel,
fjármálaráðherra Þýskalands, vís-
aði því enn fremur á bug að spenna
hefði myndast í samskiptum
Bandaríkjanna og Evrópu í kjölfar
þess að framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins (ESB) kom í veg
fyrir samruna bandarísku risafyr-
irtækjanna General Electric og
Honeywell.
Hvattir til að fella niður
skuldir þriðja heimsins
Breskur hópur fólks sem berst
fyrir því að skuldum fátækustu
ríkja heims verði aflétt hvöttu á
laugardag iðnríkin sjö til að létta
byrðar þriðja heimsins. Talsmaður
hópsins sagði að hin nýja ríkis-
stjórn Ítalíu stæði frammi fyrir
þeirri áskorun að bæta orðstír G8-
hópsins eftir misheppnaðan fund í
fyrra. „Á fundinum í Okinawa í
fyrra nutu fundargestir gestrisni
Japana á fundi sem kostaði 500
milljónir dollara (51,5 milljarð
króna) án þess að þeir hefðu frum-
kvæði að því að hjálpa fátækustu
löndum heims á nokkurn hátt.“
Gert er ráð fyrir að fundur iðn-
ríkjanna átta í Genóva síðar í júlí
muni draga að tugi þúsunda mót-
mælenda. Að því er fram kemur á
fréttavef BBC hafa yfirvöld á
Ítalíu vaxandi áhyggjur af því að
uppþot vegna fundarins kunni að
verða enn meiri en mótmælin sem
brutust út vegna fundar ESB í
Gautaborg í júní. Mikill viðbún-
aður verður vegna fundarins og
munu 20.000 lögreglu- og hermenn
verða á vakt í Genúa fundardagana
þrjá.
Fundur fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims í Róm
Telja stöðu efnahags-
mála fara batnandi
Róm, AP. AFP.
LÆKNAR sögðu í gær að átta ára
bandarískur drengur, sem missti
aðra höndina þegar hann varð fyrir
árás hákarls við strönd Flórída á
föstudagskvöld, væri enn meðvit-
undarlaus og kynni að hafa orðið
fyrir heilaskaða. Læknum tókst að
græða höndina á drenginn en þeir
sögðu að liðið gætu allt að átján
mánuðir þar til hann gæti notað
hana.
Drengurinn var settur í himnu-
skiljun vegna nýrnabilunar á
sunnudag. Hann var enn talinn í
lífshættu í gær, en hann var mjög
illa haldinn vegna blóðmissis þegar
hann var fluttur á sjúkrahús.
Frændi drengsins náði taki á há-
karlinum, sem var rúmlega tveggja
metra langur, og kastaði honum
upp á ströndina. Lögreglumaður
skaut hákarlinn með skammbyssu
og notaði kylfu til að opna kjaft
hans. Slökkviliðsmaður aðstoðaði
síðan við að ná hönd drengsins út
úr hákarlinum.
Slökkviliðsmenn fjarlægja hér
hákarlinn af ströndinni.
AP
Átta ára drengur lifði
af árás hákarls
MIKLAR kynþáttaóeirðir brutust út
í Bradford í Yorkshire á Englandi um
helgina og lögreglan var enn þá með
mikinn viðbúnað í borginni í gær, af
ótta við frekari ólæti.
Óeirðirnar hófust á laugardag eftir
að asísk ungmenni efndu til mótmæla
gegn samtökum hvítra þjóðernis-
sinna. Hundruð hvítra og asískra
ungmenna börðust með kylfum og
grjóti á götum borgarinnar. Kveikt
var í bifreiðum og ráðist var á hús-
næði nokkurra verslana. Hátt á fjórða
tug manna voru teknir höndum.
Yfir 160 lögreglumenn slösuðust í
átökum við óeirðaseggina á laugar-
dagskvöld og voru 600 lögreglumenn
kallaðir á vakt í Bradford á sunnudag
til að koma í veg fyrir áframhaldandi
óeirðir. Það dugði þó ekki til, því hóp-
ur hvítra ungmenna réðst að ind-
verskum veitingastað og bensínstöð í
eigu asískra innflytjenda og braut þar
glugga.
Bradford er fjórða borgin í norður-
hluta Englands þar sem komið hefur
til átaka milli hvítra íbúa og íbúa af
asískum uppruna á undanförnum vik-
um. Ögrunum hvítra þjóðernissinna
er að mestu kennt um uppþotin.
Miklar
óeirðir í
Bradford
Bradford. AP.
GAMLI Bítillinn George
Harrison segir að sér líði vel
eftir að hafa gengist undir
læknismeðferð
í Sviss vegna
heilaæxlis.
Í yfirlýsingu
frá lögmanni
Harrisons
kemur fram að
Harrison hafi
gengist undir
meðferð í Bell-
inzona í suður-
hluta Sviss fyr-
ir mánuði. Aðeins tveir
mánuðir eru síðan hann fór í að-
gerð í Bandaríkjunum vegna
lungnakrabbameins.
„George Harrison var send-
ur hingað til að gangast undir
geislameðferð. Hann lauk með-
ferðinni fyrir rúmum mánuði
og við teljum ekki þörf á frekari
meðferð,“ sagði Franco Cavalli
krabbameinssérfræðingur á
sjúkrahúsinu.
Harrison
með heila-
æxli
George
Harrison