Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 15 Laugavegi 20, sími 562 6062. ÚTSALAN er hafin ÁRLEG Sólahátíð leikskólabarna á leikskólanum Sóla í Vest- mannaeyjum, kennara og foreldra fór fram á dögunum. Að venju var fjölmargt til skemmtunar gert. Foreldrar grill- uðu og seldu pylsur, nemendur sýndu listaverk sem einnig voru seld en hagnaður hátíðarinnar er notaður til eflingar starfinu á Sóla. Þá buðu nemendur upp á brúðu- leikhús og trúðar skemmtu. Hesta- konan Ása Hrönn kom með hest og fengu allir sem vildu að fara á hestbak og var það notað óspart. Þess má að lokum geta að á hverju vori er sérstök útskrift- arhátíð á Sóla þegar útskrift- arnemendur eru brautskráðir við mikinn virðuleik nemenda, for- eldra og leikskólakennara. Börnin skemmtu sér vel á hestbaki. Árleg Sólahátíð Vestmannaeyjar NÝLEGA voru undirritaðir samning- ar við JÁ-verktaka um uppsteypu ný- byggingarinnar við Hótel Selfoss og byggingarstjórn. Um er að ræða bygg- ingu með 80 hótelherbergjum, hótel- móttöku, veitingasal og tveimur kvik- myndasölum. Það voru Óli Rúnar Ástþórsson, for- maður stjórnar Eignarhaldsfélagsins Brúar hf., og Jón Árni Vignisson, framvæmdastjóri JÁ-verktaka hf., sem undirrituðu samninginn í grunni byggingarinnar. Viðstaddir undirrit- unina voru fulltrúar aðila, byggingar- nefnd Brúar hf. og eigendur JÁ-verk- taka. Framkvæmdir munu ganga hratt fyrir sig en stefnt er að því að taka hið nýja hótel í notkun 1. júní 2002. Framkvæmdir hefjast innan tíðar við menningarsal eldra hússins með útboði á múrverki. Nýlega var gengið frá hönnun á útliti hússins, klæðningu nýbyggingarinnar og litasetningu eldra hússins. Hótel Selfoss. JÁ-verktakar reisa Hótel Selfoss UNNIÐ hefur verið að kappi að und- anförnu að endurnýjun gamla frysti- húss Kaupfélags Þingeyinga sem á að hýsa hvalasafnið sem nú er í þröngu húsnæði. Mikla athygli vegfarenda hefur vakið veggskreyting sú sem nú prýð- ir húsið, en það er eftir japönsku listakonuna Namiyo Kubo sem er m.a. þekkt fyrir útilistaverk á stór- byggingum. Þetta er þriðja sumarið sem Namiyo kemur til Húsavíkur og hef- ur hún mjög heillast af umhverfinu og hvalasafninu, en hún vinnur allt í sjálfboðavinnu og er því mikill feng- ur að hennar starfi. Namiyo hefur haldið sýningar víða um heim og í júní hafa verk hennar verið til sýnis í hvalasafninu á Húsa- vík. Margt fólk hefur sýnt uppbygg- ingu þessa safns áhuga og í sumar eru starfandi fjórir þýskir sjálfboða- liðar sem vinna í húsinu auk sjálf- boðaliða frá Nordjobb. Til stendur að opna nýja safnið að ári og mun þá mjög rýmkast um alla safngripi, m.a. beinagrindur af stórum hvölum en þær eru mjög plássfrekar. Morgunblaðið/Atli Listakonan Namiyo Kubo. Japönsk lista- kona skreytir veggi nýja hvalasafnsins Laxamýri HEYSKAPUR er að hefjast í Fljótsdal. Á túninu í Hamborg var verið að rúlla fyrsta heyið. Þrátt fyrir nýja og stórvirka tækni þegar heyrúllur eru ann- ars vegar ber enn við að fólk beri hrífu í tún til að raka dreifina. Það ber vott um snyrtimennsku þar sem ljótt er að sjá gular heydreifar á túnum er kemur fram á sumar sem allt of algengt er nú til dags. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Heyskapur í Hamborg Norður-Hérað Upplifun fyrir miðaldra skrifstofumenn að vinna landsliðið! Ör skipti og aukabíll gerðu útslagið Morgunblaðið/Steinunn Sigurlið harðsnúinna reiðhjólakappa komu með Landsmótseldinn til Eg- ilsstaða á sunnudag. Þeir lögðu að baki 698 km leið á 24 klst. og 2 mín. unin sem skipti öllu máli,“ segir Helgi. „Málið er að við hálfpartinn slysuðumst inn í úrslitakeppnina. Hjólreiðafélagið okkar ákvað að taka þátt í forkeppni um það hvaða lið fengi að taka þátt í Eldrauninni sjálfri. Það var strax ljóst að nokkrir af bestu strákunum sem eru í lands- liði Íslands, voru þarna að keppa sam- an í liði og það var nánast formsatriði fyrir þá að klára keppni. En svo vor- um við bara ekkert mjög langt á eftir þeim í forkeppninni,“ segir Helgi. „Það má alveg koma fram,“ segir Kristinn, „að þeir gerðu ein mistök sem íþróttamenn mega aldrei gera og það er að vanmeta andstæðinginn. Að leiðarlokum erum við auðvitað mjög glaðir yfir því að vera komnir hingað til Egilsstaða og hitta hópinn sem hér tók á móti okkur og fylgdi okkur í hlað.“ Helgi segir það heilmikla upplifun og skemmtilega fyrir miðaldra skrif- stofumenn að vinna landsliðið. „Það er frábært! Þannig setjum við tóninn fyrir Landsmót UMFÍ: Allir með. Það er ekki aðalatriðið að vinna, held- ur að taka þátt.“ skiptust á með kortérs millibili til að þeir myndu ekki kólna. Hinir tveir hvíldu á meðan. Síðsta sprettinn hjól- uðu svo allir fjórir á fimm mínútna fresti.“ Helgi segir einnig að aukabíll- inn hafi hugsanlega gert gæfumun- inn. „Það var miklu betur að okkur búið, við vorum með sjúkraþjálfara í þeim bíl sem gat nuddað og haldið mönnum í lagi. Við gátum haft hjólin inni í bílnum þannig að það þurfti ekki að vera að sækja þau alltaf á kerr- urnar með miklu meira tilstandi. Þetta þýddi líka að hægt var að henda mönnum út með engum fyrirvara, hafa mjög örar skiptingar og hvíla í brekkum. Aukabíllinn gerði sem sagt allt miklu einfaldara hjá okkur. Við spiluðum þetta því miklu taktískara heldur en landsliðið og sýndum auð- vitað bara að það er reynslan sem menn fara á.“ Félagarnir eru spurðir hvers vegna þeir hafi ákveðið að taka þátt í þessari miklu þolraun. Allt gamlir keppnismenn „Þetta eru allt saman gamlir keppnismenn og því var það áskor- LANDSMÓTSELDUR UMFÍ kom til Egilsstaða á sunnudag eftir 698 km ferðalag frá Reykjavík. Það var norð- urliðið sem skilaði eldinum í mark rúmri klukkustundu fyrr en hópurinn sem hjólaði suður fyrir. Hópur fólks beið við veginn inn í bæinn til að taka á móti liðunum og bíll með kalltæki ók um og hvatti menn til móttökunnar. Talsmaður sigurliðsins, Helgi Geir- harðsson, var spurður um lokasprett- inn. „Við vorum orðnir svolítið skelk- aðir þegar líða tók á,“ sagði Helgi, „sérstaklega eftir Mývatn. Þá fengum við svo mikinn mótvind að við bara tommuðum ekki áfram. Við lentum líka á vondum vegum og miklum hækkunum, hólum og hæðum, sem var frekar erfitt við að eiga. Svo frétt- um við af því að hitt liðið var að draga á þetta forskot sem við vorum búnir að vinna okkur inn, sem voru á milli 70 og 80 kílómetrar þegar mest var. Við urðum að setja í fluggír og haus- inn undir okkur og gáfumst ekkert upp. Síðan fór þetta nú að lagast þeg- ar við komum ofan í Jökuldalinn, því við fengum meðvind niður hann allan. Það var reyndar um leið og við kom- um af Möðrudalsöræfunum sem vind- urinn stakk sér einhvern veginn ofan í dalinn og niður eftir honum. Þá héld- um við það góðum hraða að við sáum fram á að trúlega myndum við halda þessu.“ Kristinn Sigurðsson, annar liðs- stjóranna, er að vonum ánægður með sína menn og segir að það hafi aldrei komið til greina að tapa keppninni. „Þetta eru gamlir og reyndir keppn- ismenn sem tóku á öllu því sem þeir áttu til. Svo höfðum við það fram yfir félaga okkar í landsliðinu að hafa tvo bíla.“ Helgi segir liðið hafa tekið réttan pól í hæðina með skiptingar. Ákveðið hafi verið að hafa þær mjög örar. „Það þýddi að þeir þreyttust sem minnst en gáfu mest afl. Tveir og tveir hjóluðu saman og Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.