Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 25
fyrr en hún hefur fengið formlegt erindi þar um. Hlutverk Þjórsárveranefndar Að mati þeirrar sem hér heldur á penna er Þjórsárveranefnd fengið í hendur skýrt og vel afmarkað er- indi í auglýsingunni um friðlandið og hefur hingað til unnið sín störf samkvæmt því. En nú virðist lagaprófessorinn líta svo á, að hún hafi ekki nægar forsendur til að vinna sín störf fyrr en Landsvirkj- un hefur lagt fram nákvæmar til- lögur um verktilhögun og útfærslu mannvirkja. Gott og vel, við skul- um ganga út frá því að lokaniður- staða um slíka hluti þurfi að liggja fyrir áður en endanleg ákvörðun um framkvæmd eða ekki-fram- kvæmd er tekin. En að ætla að þagga niður í Þjórsárveranefnd á þessu stigi málsins er aldeilis frá- leitt, enda virðist nefndin hafa verið í nánu samstarfi við Lands- virkjun varðandi mögulegar fram- kvæmdir við Norðlingaöldu og Kvíslaveitur svo árum skiptir. Allt um það má lesa á heimasíðu Landsvirkjunar [www.lv.is]. Það er því grunsamlegt þegar iðnaðarráð- herra virðist hafa uppi tilburði til að gera Þjórsárveranefnd tor- tryggilega, sama dag og Lands- virkjun tilkynnir að hún hafi ákveðið að láta framkvæma mat á umhverfisáhrifum Norðlingaöldu- miðlunar. Það er vonandi ekki ástæða fyrir þeim ótta sem læðist að manni, að það sé ætlunin að reka fleyg í samstarf Landsvirkj- unar, Náttúruverndar ríkisins, Þjórsárveranefndar og viðkomandi sveitarfélaga, sem við – sem fylgj- umst með utanfrá höfum verið látin halda að sé með ágætum. En ef hin grunsemdin sem vaknar er rétt þá er alvarleiki málsins jafnvel enn meiri. Í miðopnu Morgunblaðsins 22. júní 2001 er gerð grein fyrir rökum Landsvirkjunar fyrir því að hefja hið formlega matsferli nú. Þar verður ekki annað séð en að Landsvirkjun telji það ekki lengur hlutverk Náttúruverndar ríkisins að segja af eða á um framkvæmdir á friðlýstum svæðum. Satt að segja vonar maður að hér sé um ein- hvern misskilning að ræða því lög um náttúruvernd eru alveg afdrátt- arlaus hvað þetta varðar. Í þeim segir: Leyfi Náttúru- verndar ríkisins þarf til fram- kvæmda þar sem hætta er á að spillt verði friðlýstum náttúruminj- um. Nei, það er ekki skrýtið þótt maður taki þann ótta sem læðist að manni alls staðar að sem hvatningu til að herða varðstöðuna um verin. Þeir eru ófáir sem vilja leggja allt í sölurnar til að bjarga Þjórsárver- um frá því að verða virkjana-maníu stjórnvalda að bráð. Í því sambandi má rifja upp fjölmennan fund í Ár- nesi á dögunum, þar sem Gnúp- verjar ályktuðu að nú væri komið nóg; nógu fórnað af náttúruverð- mætum vegna virkjanafram- kvæmda í Þjórsárverum. Menn ættu líka að hafa það í huga í þess- ari umræðu að verndargildi er ekki flatarmálseining, eins og oft mætti halda af máli þeirra virkjanaglöðu, heldur fjársjóður sem fólginn er í því að koma með himnaríki í aug- unum til byggða að lokinni dvöl á stað eins og Þjórsárverum. Þjórsárver Hvers virði er friðlýs- ing, spyr Kolbrún Halldórsdóttir, ef mörk hins friðlýsta svæðis eru ekki heilagri en svo að flytja megi þau til eftir þörfum orkufrekra ráðherra? Höfundur er alþingismaður. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 25 SIGNÝ Jóhannesdóttir formaður Verkalýðsfélagsins Vöku í Siglufirði hefur gert athugasemd við grein, sem birtist eftir hana í blaðinu síð- astliðinn laugardag. Greinin hafði beðið alllengi birt- ingar vegna rúmleysis í blaðinu og verða lesendur að lesa greinina í því ljósi. Signý segir í athugasemd sinni- að hún hafi orðið mjög undrandi þegar hún sá að verið var að birta gamla grein um „efni sem þá var efst á baugi, en í dag verður að skoða með augum sagnfræðinnar. Það hefði verið heldur skárra að birta greinina með breytingunum. Mér þætti vænt um að þessari athuga- semd minni væri komið á framfæri í blaðinu hið fyrsta, t.d. innan tveggja daga. Signý Jóhannesdóttir“ Athuga- semd Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.