Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÓGARÞRÖSTUR nokkur valdi sér heldur óvenjulegt hreiðurstæði í skotbómu gámalyftara sem er í fullri notkun hjá Skipaafgreiðslu Húsavíkur ehf. Að sögn Helga Páls- sonar, framkvæmdastjóra Skipa- afgreiðslunnar, hafa starfsmenn hennar haft gaman af þessum áræðna þresti í sumar, en hann hef- ur mátt elta lyftarann um vinnu- svæðið til að fæða unga sína. „Hann flögrar á eftir honum og bíður rólegur þangað til lyftarinn er kyrr, þá notar hann tækifærið,“ sagði Helgi. Þrösturinn mun nú hafa komið upp ungum sínum og þeir flognir úr hreiðrinu en hreiðr- ið stendur enn og hljóta það að vera meðmæli með þessu trausta en jafn- framt hreyfanlega hreiðurstæði. Sjá má glytta í hreiðrið við lukt- ina á bómu gámalyftarans. Ljósmynd/Helgi Pálsson Hreiðurstæði í bómu gámalyftara flytjast búferlum út á land þegar störfin væru flutt, en hins vegar væru margir tilbúnir að vinna þessi sömu störf þótt þau væru utan höf- uðborgarsvæðisins, þar á meðal fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er ekki ólíkt því sem gerist þegar störf flytjast milli staða á landsbyggðinni eða af landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins, en slíkt hefur gerst í töluverðum mæli, sérstaklega í sjávarútvegi með flutn- FORMAÐUR Sambands íslenskra bankamanna, Friðbert Traustason, telur þá hugmynd Kristins H. Gunn- arssonar, stjórnarformanns Byggða- stofnunar, fráleita að setja sérstaka löggjöf um réttindi starfsmanna við flutning stofnunar eða starfs milli landshluta. Kristinn velti þessari hugmynd upp á ársfundi Byggða- stofnunar í síðustu viku og taldi að með slíkum reglum gæti náðst betri árangur en verið hefur við flutning stofnana og starfa. Kristinn sagði ennfremur að löggjöfin ætti einnig að ná til almenna vinnumarkaðarins. Sem kunnugt er deildu Byggðastofn- un og Samband íslenskra banka- manna um réttindi starfsmanna stofnunarinnar við flutning hennar frá Reykjavík til Sauðárkróks. Kristinn sagði ennfremur á árs- fundinum að reynslan af flutningi stofnana benti til þess að fáir starfs- menn á höfuðborgarsvæðinu kysu að ingi skipa og kvóta. Fólk vill vera þar sem það hefur komið sér fyrir og tekur óstinnt upp röskun á sínum högum sem flutningur á starfi vissu- lega er,“ sagði Kristinn. Ágreiningur mun rísa á ný Varðandi flutning Byggðastofnun- ar frá Reykjavík til Sauðárkróks sagði stjórnarformaðurinn að deilt hefði verið um hvort flutningurinn jafngilti því að starf væri lagt niður og þá yrði um biðlaunarétt að ræða. Það hefði verið sjónarmið iðnaðar- ráðuneytisins og ríkislögmanns að ekki hefði verið um niðurlagningu starfs að ræða en Samband íslenskra bankamanna hefði haldið hinu gagn- stæða fram. „Þessi lagalegi ágreiningur er óleystur og mun rísa að nýju þegar næsta stofnun verður flutt, hvort sem það verður í heilu lagi eða að hluta,“ sagði Kristinn. Friðbert telur líklegra að löggjöf um flutning starfa muni rýra réttindi starfsmanna frekar en hitt. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að með slíkri löggjöf sé eingöngu verið að taka af fólki réttindi í þá átt að rík- isvaldið fái fulla heimild til að flytja störfin og fólkinu sé þá bara sagt upp með venjulegum uppsagnarfresti. Mér finnst það að minnsta kosti ólík- legt að þeir hugsi sér að auka rétt- indi starfsmanna,“ segir Friðbert. Sérstök löggjöf um flutning stofnana og starfa milli landshluta Bankamenn telja hugmynd- ina fráleita VERÐ á leiguhúsnæði á vegum Félagsbústaða í Reykjavík hækkaði um 5,3% um mánaðamótin og er þetta mesta hækkun á leiguverði hjá Félagsbústöðum á þessu ári. Að sögn Sigurðar Friðrikssonar, fram- kvæmdastjóra Félagsbústaða, hækkar leigan á þriggja mánaða fresti í takt við vísitölu og í leigu- samningi er skýrt tekið fram að leiga á íbúðum hækki í samræmi við neysluvísitölu. Sigurður segir að leiga hjá Félagsbústöðum hafi hækkað um 0,3% í janúar og í apríl um 0,8% og miðað við hækkanir á neysluvísitölu hefði hún nú átt að hækka um 4,2%. Hins vegar hafi vísitalan í raun átt að hækka um 1,3% í janúar og 0,9% í apríl og af þeim sökum bætist 1,1% aukalega við leiguna núna en þessar hækkanir hefðu í raun átt að koma inn í leiguverð fyrr. „Þessi hækkun gildir þó aðeins frá þessum mánaða- mótum og verða Félagsbústaðir að líta á það sem mistök af sinni hálfu að 1,1% hækkunin hafi ekki orðið fyrr. En því miður áttum við engan annan valkost en að setja þessa hækkun inn í leiguna núna og þess vegna verður nú 5,3% hækkun í stað eðlilegrar hækkunar sem hefði verið 4,2%,“ segir Sigurður. Sigurður bendir á að kostnaður Félagsbústaða við íbúðirnar aukist í takt við vísitölu. „Félagsbústaðir fjármagna íbúðakaupin með 90% lánum frá Íbúðalánasjóði og þau lán eru tengd við neysluvísitölu. Stærsti kostnaðarliður Félagsbústaða er við- haldskostnaður og hann tengist auð- vitað launum og öðru í landinu.“ Að sögn Sigurðar eru leigutakar Félagsbústaða 1.200 og hafa nokkrir hringt og spurst fyrir um þá hækkun sem varð nú um mánaðamótin, en allir sem leigja íbúðir hjá Félagsbú- stöðum eru lágtekjufólk. Leiga á vegum Félagsbústaða er sú lægsta sem hægt er að fá enda niðurgreidd af borginni. „Eftirspurnin eftir húsnæði á veg- um Félagsbústaða er mikil og bið- listar gífurlega langir, en ástandið í húsnæðismálum hér hefur skapað þessa miklu eftirspurn. Leiguíbúð- um á hinum almenna markaði hefur fækkað en Félagsbústaðir hafa bætt við 100 íbúðum á ári undanfarin þrjú ár,“ segir Sigurður. Húsaleigubætur ekki vísitölutengdar Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru húsa- leigubætur ekki vísitölutengdar, en við hækkun á leigu er þó mögulegt að húsaleigubætur hækki. Samkvæmt reglum um húsaleigubætur er aldrei hægt að fá hærri bætur en sem nem- ur helmingi leigufjárhæðar og er há- marksupphæð bóta á mánuði 35.000 krónur, en hækki leiga er mögulegt að bæturnar hækki líka í þeim til- vikum þar sem þetta ákvæði virkar. Ef leigjandi greiðir hins vegar til- tölulega lága húsaleigu er mögulegt að húsaleigubætur séu föst fjárhæð og þá verður ekki hækkun á þeim þó leiga hækki að einhverju marki. Leiga hjá Félagsbústöðum hækkar Leiguverðið fylgir neyslu- vísitölunni síðan bleikja komst um Tungná í nokkur vötn í Veiðivatnaklasanum. Þau sömu vötn hafa dalað að vin- sældum hjá veiðimönnum, því bleikjan þótti taka illa. Þegar menn fóru að líta eftir Langavatni, sem er örskammt frá gistimiðstöðinni stærsta sem frést hefur af í sumar. Ingólfur sagði enn fremur að aðrir tveir viðskiptavinir hefðu lýst at- burði frá Þingvallavatni þar sem risableikja slapp uppi í fjöru, eftir firnalanga og spennandi viðureign. Slógu mennirnir á að bleikjan hafi verið um 90 sentimetrar. Geta menn þá gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Stóra bleikjan í Langavatni mun hafa tekið fremur stóra mosa- græna púpu, í stærðinni 6, og fékk veiðimaðurinn að sögn Ingólfs fleiri væna fiska þó þessi hafi verið langstærstur. Nokkuð mörg ár eru INGÓLFUR Kolbeinsson, kaup- maður í Vesturröst, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði fengið veiðimann í búðina fyrir skömmu sem hefði dregið 12 punda bleikju í Langavatni í Veiðivötnum fyrir fáum dögum. Eru svo stórar bleikjur fágætar og er þessi sú við Tjaldvatn, reyndist vera mikið af rígvænni bleikju sem tók bara vel. Álftá er á rólegu róli og í gærdag voru komnir 13 laxar og 15 sjóbirt- ingar úr ánni og hafa hollin verið að kroppa upp fisk og fisk. Birting- urinn er vænn, mikið 2-4 pund, en laxinn smár, enginn stærri en 6 pund. Hins vegar eru tveir risar í ánni, báðir við Hrafnkelsstaðabrú, og er annar talinn a.m.k. 20 pund, en hinn er lítið eitt smærrri. Er mikið staðið og rennt á þessa fiska, enda gott að fylgjast með þeim af brúnni. Til þessa hafa þó aðeins smærri bræður og systur tekið agn veiðimanna. Sex laxar veiddust í síðasta holli í Fáskrúð og eru það fyrstu laxarnir úr ánni í sumar. Nýlega hætti holl í Norðurá með 108 laxa sem er methollið í sumar. Voru þá komnir 670 laxar úr ánni, nokkrum stykkjum meira en á sama tíma í fyrra. Þrír laxar veiddust á svæðum 1-2 í Stóru-Laxá á sunnudaginn og voru með þeim komnir 11 á land af svæðunum. Sást nokkur fiskför upp ána þennan dag að sögn. 12 punda bleikja úr Veiðivötnum Veiðimaður rennir við Snoppuna í Leirvogsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? LÆKNANEMAR eru mun oft- ar haldnir bráðaofnæmi og of- næmistengdum sjúkdómum en aðrir jafnaldrar þeirra. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Elínar Bjarnadóttur, Davíðs Gíslasonar og Þórarins Gísla- sonar, sem greint er frá í nýj- asta hefti Læknablaðsins. Um- ræddur munur er talinn kunna að skýrast af uppvaxtarskilyrð- um meðal annars, til dæmis því að læknanemar eiga að jafnaði færri systkini en jafnaldrar þeirra. Rannsóknin tók fyrir 100 læknanema á aldrinum 20 til 25 ára og jafnstóran samanburðar- hóp jafnaldra sem valinn var af handahófi úr þjóðskrá. Voru gerð húðpróf þar sem kannað var ofnæmi fyrir ýmsum jurtum og dýrum og eins voru þátttak- endur látnir svara spurninga- lista þar sem spurt var um of- næmi í ætt, einkenni frá öndunarfærum, fjölda systkina, heimilisaðstæður í æsku og reykingar. Húðpróf reyndust já- kvæð hjá 41% læknanema og 26,5% viðmiðunarhópsins, ásamt því sem asmi og ofsakláði voru marktækt algengari meðal læknanema. Einnig kom í ljós að læknanemar áttu nær helmingi færri systkini en viðmiðunar- hópurinn og að þeir deildu sjaldnar svefnherbergi með eldra systkini í æsku. Langskólagengnum hætt- ara við ofnæmi en öðrum Fólki með langskólanám að baki er talið hættara við ofnæmi en þeim sem hafa minni mennt- un, segir í skýrslu rannsóknar- innar. Þar geti legið að baki um- hverfisþættir svo sem minni fjölskylda eða minni snerting við dýr í æsku meðal þeirra sem hafa meiri menntun. Komið hafi í ljós að fjöldi systkina skiptir máli hvað ofnæmi varðar, því fleiri systkyni sem eru á heim- ilinu því minni líkur á ofnæmi. Eins bendi athuganir til þess að mikil umgengni við dýr í æsku kalli fram vörn gegn ofnæmi, en börn alin upp í sveit fái síður of- næmi en börn alin upp í þéttbýli. Í skýrslu rannsóknarinnar er tekið fram að því sé ósvarað hvort fólki með langskóla- menntun hætti almennt frekar til að fá ofnæmi en fólki með skemmri menntun, eða hvort unglingar með ofnæmi sækist frekar eftir menntun en þeir sem ekki hafa ofnæmi. Ofnæmi algengt meðal lækna- nema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.