Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 14
SUÐURNES
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Verð frá
kr. 140 þúsund,
4-8 manna.
HEITIR POTTAR
Á GÓÐU VERÐI!
Skeifan 7, sími 525 0800
FYRSTU íbúðirnar sem byggðar
eru á vegum Suðurnesjadeildar Bú-
manna verða afhentar 1. september
nk. og virðist talsverð eftirspurn eft-
ir slíkum íbúðum víða á Suðurnesj-
um. Ásgeir Hjálmarsson, formaður
Suðurnesjadeildar Búmanna, segir
framkvæmdir hafa gengið vel hingað
til og þegar sé kominn biðlisti eftir
íbúðum í Garði, þar sem fjórar fyrstu
íbúðirnar verða afhentar í haust og
sex íbúðir næsta sumar.
Suðurnesjadeild Búmanna var
stofnsett fyrir um þremur árum, en
slíkar deildir eru starfræktar víða
um land. Á Suðurnesjum er síðan
einn aðili frá hverju byggðarlagi í
stjórn. Félagsmenn í Búmönnum
kaupa sér búseturétt í íbúðunum
með 10% eða 30% eignaraðild. Þá er
borgað fast búsetugjald og er allt
innifalið í því nema rafmagn, s.s. hiti
tryggingar, fasteignagjöld og allt
viðhald á húsunum.
Að sögn Ásgeirs hefur gengið æv-
intýranlega vel að koma fram-
kvæmdum í gegnum kerfið en íbúð-
irnar eru byggðar þegar fyrir liggur
lánsloforð frá Íbúðalánasjóði. Ásgeir
er jafnframt fulltrúi Gerðahrepps í
Búmönnum og mun sjálfur flytja inn
í eina af íbúðunum í Garðinum í sept-
ember. Þar hófust byggingarfram-
kvæmdir í október á síðasta ári við
fjórar íbúðir sem afhentar verða í
haust, en verktaki er Bragi Guð-
mundsson úr Garði.
Fyrir eldra fólk sem vill
minna og hentugra húsnæði
Þá er áætlað að sex íbúðir verði til-
búnar 1. júní næsta sumar í Garði og
hefjast framkvæmdir við þær í
ágúst. Um er að ræða 5 parhús í
þessum tveimur áföngum og eru
íbúðirnar ýmist 105 fermetrar eða 90
fermetrar og fylgir bílskúr öllum
íbúðunum. Þær eru afhentar fullbún-
ar, bæði að utan og innan, og eru
íbúðirnar hannaðar með þarfir fólks í
hjólastólum í huga. Fólk getur valið
um þrjár stærðir, 70, 90 og 105 fer-
metra, en ennþá hefur enginn sótt
um 70 fermetra íbúð, að sögn Ás-
geirs.
„Það er rosaleg eftirspurn eftir
þessum íbúðum. Þegar þessar voru
auglýstar stóttu 11 um þessar 10
íbúðir, en einn hætti fljótlega við og á
síðustu stundu hættu önnur hjón við.
Þá var sú íbúð auglýst og 6 sóttu um
þessa einu lausu íbúð. Þannig að það
er þegar kominn biðlisti eftir fleiri
íbúðum hérna og við erum að vonast
til að fá lánsloforð fyrir fleiri íbúðum.
Það verður sótt um það í haust til
Íbúðalánasjóðs og ég vonast til þess
að við getum haldið áfram hér,“ segir
Ásgeir.
Íbúðir Búmanna eru eingöngu fyr-
ir fólk sem er 50 ára og eldra og segir
Ásgeir að þeir sem sækja aðallega
um íbúðirnar séu fólk sem vill
minnka við sig og komast í hentugra
húsnæði. „Ég bý t.d. í 280 fermetra
húsi á tveimur hæðum og við erum
búin að vera í því ein hjónin í mörg
ár. Það er engin glóra í því en þetta
kerfi er alveg þrælsniðugt og mjög
vinsælt. Það er mjög mikil aðsókn í
þetta alls staðar.“
Framkvæmdir á viðræðustigi
í Reykjanesbæ
Framkvæmdir Búamanna á Suð-
urnesjum hófust í Sandgerði og þar
verða 8 íbúðir afhentar á sama tíma í
og fyrstu íbúðirnar í Garðinum. Í
Vogum er búið að hanna sérstakt
svæði fyrir íbúðir Búmanna en fram-
kvæmdir eru ekki komnar í gang
ennþá. Þar stendur til að byggja 30
íbúðir en ennþá hafa ekki borist láns-
loforð fyrir þeim íbúðum.
Ásgeir segir að engar fram-
kvæmdir séu hafnar í Reykjanesbæ
þar sem stærstur hluti félagsmanna
býr, um 60 til 70 manns. Að sögn Ás-
geirs virðist sem bæjaryfirvöld hafi
ekki sýnt málinu nógu mikinn áhuga
en aðalstjórn Búmanna leggi mikið
upp úr því að eitthvert frumkvæði
komi frá sveitarstjórnum, þótt sveit-
arfélögin þurfi í rauninni ekki að
gera neitt annað en að útvega lóðir.
„Þegar við fórum af stað hér fór ég
ásamt formanni húsnæðisnefndar
hér á staðnum og sveitarstjóranum
til fundar með framkvæmdastjóra
Íbúðalánasjóðs og það hefur mikið að
segja að þessu sé sýndur áhugi. Það
hefur orðið einhver misskilningur
hjá forsvarsmönnum Reykjanesbæj-
ar. Þeir hafa haldið að þetta kerfi sé
eitthvað öðruvísi og töldu sig vera
með íbúðir fyrir fólk í eins kerfi, en
það er bara ekkert eins,“ segir Ás-
geir.
Að sögn Ásgeirs standa þó vonir til
að hreyfing sé að komast á málin í
Reykjanesbæ og eru framkvæmdir
komnar á viðræðustig.
Framkvæmdir hafnar
við sex íbúðir í Grindavík
Í Grindavík er nýverið búið að
auglýsa eftir umsóknum í íbúðir þar,
en ætlunin er að byggja 20 íbúðir í
tveimur áföngum. Sæþór Þorláksson
er í stjórn Suðurnesjadeildar Bú-
manna fyrir Grindavík og segir að nú
sé á prjónunum að byggja sex íbúðir í
fyrsta áfanga, eða þrjú parhús, sem
þegar hafa fengið lánsloforð. Bæjar-
yfirvöld hafa skipulagt sérstakt
svæði eingöngu fyrir íbúðir Bú-
manna og verða fyrstu sex íbúðirnar
afhentar eftir u.þ.b. eitt ár.
„Mér heyrist að talsvert hafi verið
spurt eftir þessum íbúðum á bæjar-
skrifstofunum, en fók sækir um þetta
þangað. Það er alltaf verið að hringja
og spyrja og mér sýnist þetta ætla að
verða mjög vinsælt,“ segir Sæþór.
Fyrstu íbúðir Búmanna afhentar í haust í Sandgerði og Garði
Mikil eftir-
spurn víða á
Suðurnesjum
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Ásgeir Hjálmarsson og Sæþór Þorláksson á nýja svæðinu í Grindavík.
Morgunblaðið/Eiríkur P.
Ásgeir Hjálmarsson, til vinstri, ásamt iðnaðarmanni við nýja parhúsið.
Reykjanes
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef-
ur ákveðið að veita Hvalastöðinni
ehf. vínveitingaleyfi um borð í Haf-
súlunni 2511 til eins árs. Leyfið mið-
ast við að hægt sé að bjóða vínveit-
ingar fyrir ferðamenn og
ráðstefnugesti um borð í bátnum
sem takmarkast af helgidagalöggjöf.
Vínveitingar
í Hafsúlunni
Reykjanesbær
SEX umsóknir bárust um starf
fjármálastjóra Grindavíkur-
bæjar og voru umsóknir þeirra
til skoðunar á síðasta bæjar-
ráðsfundi. Þá sóttu sjö um starf
skólastjóra Tónlistarskóla
Grindavíkur.
Þeir sem sóttu um starf fjár-
málastjóra voru Jón Þórisson,
Grindavík, Karen Sævarsdótt-
ir, Kristófer Tómasson, Sel-
fossi, Lárus Páll Pálsson, Ak-
ureyri, Sigrún Jónsdóttir,
Reykjavík, og Stephen P.
Bustos, Grindavík. Katrín S.
Ólafsdóttir hjá PriceWater-
houseCoopers mætti á fund
bæjarráðs og gerði grein fyrir
umsóknunum og þeir Stephen
P. Bustos og Jón Þórisson
mættu til viðtals við bæjarráð.
Umsóknir um starf skóla-
stjóra Tónlistarskóla Grinda-
víkur voru alls sjö. Umsækj-
endur voru Birna Bragadóttir
Kirkjubæjarklaustri, Esther
Helga Guðmundsdóttir,
Grindavík, Eyjólfur Ólafsson,
Fáskrúðsfirði, Gunnar Krist-
mannsson, Jóhann Smári Sæv-
arsson, Smári Ólason, Reykja-
vík, og Úlrik Ólason, Kópavogi.
Þrettán
sóttu um
tvö störf
Grindavík
VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflug-
velli hefur keypt 30 nýja bíla af um-
boðsaðila Heklu í Reykjanesbæ.
Söluverðmætið er um 100 milljónir
króna miðað við markaðsvirði en 70
til 80 milljónir að frádregnum tollum
og aðflutningsgjöldum.
Að sögn Kjartans Steinarssonar,
umboðsaðila Heklu, keypti varnar-
liðið Mitsubishi Pajero og Pajero
Sport-jeppa auk Volkswagen-bif-
reiða. Bílarnir verða notaðir í hinum
ýmsu deildum varnarliðsins en bíla-
floti þess er orðinn gamall og með-
alaldur bifreiða um 10 ár, að sögn
Kjartans. Herlögreglan mun taka
Pajero Sport-jeppana í sína þjónustu
sem leysa af hólmi gamla bandaríska
tveggja dyra herlögreglujeppa.
Að mati Kjartans er um verulega
búbót fyrir fyrirtækið að ræða en
sala á bílum hefur dregist saman um
43% miðað við sama tíma í fyrra.
„Það hefur margt breyst. Hér áð-
ur fyrr versluðu þeir við sína heima-
menn. Það spilar líka inn í hversu
sterkur dollarinn er orðinn,“ segir
Kjartan. Hann segir að Bandaríkja-
menn kunni að meta japönsku jepp-
ana og ekki spilli fyrir að þeir séu að
gera hagstæð kaup. Að sögn Kjart-
ans leitaði varnarliðið eftir tilboðum
frá bílaumboðunum.
„Það var eiginlega okkar að velja
bílana fyrir þá og ákveða hvaða bílar
henta hverju verkefni fyrir sig. Ég
held að það sé kannski það sem
menn verði að vera sniðugir við,“
segir Kjartan.
Hann á von á að varnarliðið fari í
frekari útboð á bílum. „Það er svo
skrítið að þótt varnarliðið sé búið að
vera hér í öll þessi ár höfum við átt
sáralítil viðskipti við þá þannig lag-
að. Þeir hafa flutt inn allar matvörur
og annað beint frá Bandaríkjunum,“
segir Kjartan. Hann telur að mikil
breyting sé að verða á þessu fyrir-
komulagi og varnarliðið sé í auknum
mæli að kaupa vörur og þjónustu af
íslenskum fyrirtækjum.
Varnarliðið eykur viðskipti sín á Suðurnesjum
Keyptu 30
nýja bíla
fyrir 100
milljónir
Reykjanesbær
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Hluti af flotanum sem umboðsaðili Heklu seldi varnarliðinu.
♦ ♦ ♦